Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 64
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga (^) BÚNAÐARBANKl (SLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(aCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stjóm SH samþykkir að gera formbreytingu á félaginu Sölumiðstöðin gerð að lokuðu hlutafélagi Hvalfjarðargöngin Komið und- ir sjó að- sunnan- verðu VINNU við gerð Hvalfjarðargang- anna miðar vel áfram og eru þau nú samtals orðin um 1.200 metrar að lengd, en fullgerð verða þau rúm- ir 5.650 metrar. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, verkfræðings hjá ís- taki hafa verið grafnir um 550 metr- ar að norðanverðu við ijörðinn og um 650 metrar að sunnanverðu, en þar eru göngin nú komin undir sjó. Hermann sagði í samtali við Morg- unblaðið að þar sem komið væri undir sjó þyrfti að þétta göngin vegna leka og því sæktist verkið ekki eins hratt og áður. „Fyrst þurftum við mjög lítið að þétta, en núna þarf að þétta bergið áður en við borum og sprengjum. Að norðanverðu eigum við ennþá um 500 metra eftir áður en við förum undir sjó,“ sagði Hermann. STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna samþykkti í gær að leggja fyrir félagsfund í næsta mánuði til- lögu um að breyta félaginu í lokað hlutafélag. Tillaga þessa efnis var samþykkt í stjórninni með 11 at- kvæðum, en tveir stjómarmenn sátu hjá. Jón Ingvarsson, stjómarformað- ur SH, segir að forsenda formbreyt- ingarinnar sé að félagið haldi fjár- hagslegum og markaðslegum styrk sínum. Umræður hafa verið innan SH um að breyta félaginu í hlutafélag í nokkur ár. Samstaða hefur hins veg- ar ekki náðst um málið fyrr en nú. í framhaldi af aðalfundi félagsins í vor var samþykkt að setja á stofn nefnd til að fjalla um málið. í henni áttu sæti stjómarmennimir Jón Ingv- arsson, Sigurður Einarsson, Jón Þórðarson, Finnbogi Jónsson og Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Pálsson, forstjóri SH. Samstaða varð innan nefndarinnar umáð leggja til við stjórn SH að breyta félaginu í lokað hlutafélag. Stjórnin samþykkti þessa tillögu í gær. Jón Ingvarsson sagði að ljóst væri að þeirri hugmynd, að breyta félag- inu í hlutafélag, hefði vaxið mjög fylgi að undanförnu. Hann sagði að í þessu sambandi væri mjög mikil- vægt að sem víðtækust samstaða næðist um niðurstöðuna þannig að friður yrði um félagsformið í framtíð- inni. Félagið haldi styrk sínum „Forsenda þessarar breytingar er að SH haldi styrk sínum, bæði fjár- hagslega og markaðslega. Við teljum einnig að með þessari breytingu fái félagið ný tækifæri til sóknar," sagði Jón. Jón sagði að stjórn SH hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvort nýja félagið kæmi til með að kaupa hlut í íslenskum eða erlendum sjávarút- vegsfyrirtækjum, en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. Hann sagði að það væri verkefni stjómar hins nýja hlutafélags að marka stefnu fyrirtækisins, þar á meðal varðandi fjárfestingar. Jón sagði að samþykkt stjómar SH fæli í sér að SH yrði lokað hlutafélag og þess vegna yrði það ekki skráð á almennum hlutabréfamarkaði. Samþykki félagsfundur tillögu stjórnar er gert ráð fyrir að hlutafé- lagið taki til starfa um næstu ára- mót. Hlutafé þess verður um 1,5 milljarðar króna. Veita SH á síðasta ári var liðlega 25 milljarðar. Hagnað- ur í fyrra var 277 milljónir, sem er nokkru minni hagnaður en tvö ár þar á undan. Eignaraðilar SH eru 36. Fyrsta stóra verkið á Keflavíkurflug- velli sem Aðalverktakar fá ekki Istak býður lægst í endurnýj- un flugskýlis Mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins fjármagnar endurnýj- un flugskýlisins og er þetta í fyrsta sinn, sem alþjóðlegt útboð sam- kvæmt reglum sjóðsins er viðhaft vegna framkvæmda fyrir varnarlið- ið. Auk íslenzku fyrirtækjanna þriggja höfðu sjö tyrknesk verk- takafyrirtæki, eitt kanadískt og eitt bandarískt fengið leyfi til að bjóða í verkið, en ekkert þeirra sendi inn tilboð. Tilboð ístaks um 17% undir kostnaðaráætlun Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar flugskýlis- ins 20.372.000 dollarar, eða um 1.370 milljónir króna. Keflavíkur- verktakar buðu 17.961.201 dollar í verkið (um 1.212 milljónir), Aðal- verktakar 17.479.791 dollar (um 1.180 milljónir króna) og ístak 16.927.000 dollara, eða 1.142 millj- ónir íslenzkra króna. Munurinn á tilboði ístaks og kostnaðaráætlun bandaríska flotans er því um 228 milljónir króna, eða tæplega 17% af kostnaðaráætlun. Islenzkir aðalverktakar hafa frá stofnun árið 1954 setið að nær öll- um nýframkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli, samkvæmt ákvörðun ut- anríkisráðuneytisins. Keflavíkur- verktakar hafa hins vegar einkum fengið viðhaldsverkefni á vellinum. í fyrra var einkaréttur þessara fyr- irtækja á framkvæmdum fyrir varn- arliðið, sem greiddar eru af Mann- virkjasjóði NATO, afnuminn. Sam- kvæmt samkomulagi íslands og Bandaríkjanna verður einkaréttur þeirra á framkvæmdum, sem greiddar eru úr ríkissjóði Bandaríkj- anna, afnuminn í áföngum til ársins 2004. VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ ístak hf. bauð lægst í endumýjun flug- skýlis bandaríska flotans á Keflavík- urflugvelli, sem boðin var út fyrr á árinu. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur verið ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið, en tilboð þess er um 17% undir kostnaðaráætlun. Keflavíkurverk- takar og íslenzkir aðalverktakar buðu einnig í verkið. Þetta er fyrsta stóra verkið fyrir varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli, sem kemur ekki í hlut íslenzkra aðalverktaka frá því fyrir- tækið var stofnað árið 1954. Brot reið yfir hjólabát með ferðafólki Sjór flaut yfir farþega HJ OLABATURINN Fengsæll frá Vík í Mýrdal fékk á sig brot um kl. 14 í gær, örfáum mínútum eftir að hann sigldi frá landi, fullhlaðinn breskum ferðamönnum. Rúður í stýr- ishúsi mölvuðust og sjór streymdi inn, auk þess sem farþegar fengu sjó yfir sig. Einn ferðamannanna skarst lítillega á hendi. Haffærisskírteini og tryggingar bátsins runnu út á þriðjudag. Ekki var gert ráð fyrir að flytja ferðamenn eftir þann tíma, að sögn Gísla Daní- els Reynissonar hjá Ævintýraferðum í Vík, en farið var út vegna óskar frá ferðaskrifstofunni. Bátamir, Farsæll og Fengsæll, sigldu í gær með hóp breskra ferða- manna sem eru í fimm daga ferð um ísland. Bretarnir eru um 40 tals- ins en helmingur hópsins ákvað að sigla í gær og skiptist hann á bátana tvo. Þegar Fengsæll, sem lagði af stað ögn á eftir Farsæli, var kominn um hundrað metra frá landi reið brot yfir hann. Töldu hættu á ferðum „Aldan skall á bátnum og yfir okkur, en við vorum í regngöllum svo enginn varð holdvotur. Glerið brotnaði og einn okkar skarst á hendi,“ segir Tony Harris, einn Bret- anna um borð. „Þarna voru rosknar konur og það kom mér á óvart að allir héldu ró sinni, þrátt fyrir að Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞRJÁR rúður brotnuðu í Fengsæli við brotið. flestir töldu mikla hættu vera á ferð- um í nokkrar mínútur." „Sá sem stýrði bátnum er nýbyij- aður hjá okkur og ekki kominn með neina reynslu, en við förum oft út í miklu verra veðra en var í gær. Þetta var hins vegar óhapp af því tagi sem enginn getur séð fyrir," segir Gísli. Fengsæll sigldi áfram eftir brotið og þegar hann var kominn fyrir Reynisdranga, um 300-400 metra frá landi, drapst á vélinni. Reyk lagði frá bátnum og talstöðvarsamband við hann rofnaði. „Við vorum um 20 m frá klettum þegar báturinn stöðv- aðist og okkur rak spölkorn, en sem betur fer frá þeim,“ segir Harris. „Ég sá að báturinn hafði stöðv- ast, sneri við og fleygði tóg yfir til að draga hann að landi. Farsæll ók á land en Fengsæll stöðvaðist í fjöru- borðinu og við bárum síðan ferða- menpina á þurrt,“ segir Gísli Daníel. „Ég tel að fyllsta öryggis hafi verið gætt og engin hætta hafi verið á ferðum, svo framarlega sem má treysta Siglingamálastofnun sem gefur út haffærisskírteini fyrir þessa báta,“ segir Halldór Björnsson, far- arstjóri hópsins. SKAUTASVELLIÐ í Laug- ardal var opnað í gær eftir sumarleyfi. Skautafólk var ekki seint að færa sér það í nyt og sumir réðu sér ekki fyrir kæti að geta aftur leikið listir sínar á svellinu, sem var leikvöllur hjólaskautakappa í sumar. Sterkir á svellinu Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.