Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 43 - ^ beggja naut sín afar vel. Það er okkur öllum ógleymanlegt, sem nut- um gestrisni þeirra og veitinga. Tíminn fiaug oft frá okkur og dag- renning kom miklu fyrr en nokkurn óraði fyrir, ekki nærri búið að syngja allt sem við kunnum. Vinur, það var hann okkur, en það duldist engum sem til þekkti að þau hjónin, Árni og Lára, voru meiri vinir og félagar en flest önnur hjón. Svo samrýnd voru þau að ávallt koma þau bæði í huga manns þegar annars er getið. Með trega og söknuði kveðjum við kæran og góðan vin, þökkum samfylgdina og gleðina sem hann veitti okkur. Hvíli hann í friði. Við biðjum góðan Guð að styrkja Láru okkar, Þórunni Önnu og Þorstein Júlíus í sorg þeirra. Okkur langar að kveðja hann Árna með þessu saknaðarljóði sem Jónas Hallgrímsson orti og lýsir vini okkar svo vel: Brann þér í bijósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. Skálkamir: Svanhildur Elentínusdóttir og Einar Hjaltested, Elín Guð- mundsdóttir og Jósef Skafta- son, Elín Bachmann Haralds- dóttir og Hörður Bergsteins- son, Stefanía Magnúsdóttir og Guðjón Torfi Guðmundsson. Á sunnudaginn var kom eldri dóttir mín til _ mín og sagði: „Mamma, hann Árni P. er dáinn.“ Um huga minn flugu minningar um gamla kennarann minn. Ég var í 7. og 8. ÁP á árunum í kringum 1974. Við vorum baldnir og óstýril- átir nemendur og upp á móti öllu. En með sínum einstaka persónu- leika, festu og blíðu leiddi Árni okk- ur í gegnum þessi ár, þolinmóður, ákveðinn og skemmtilegur og hafði hann einstakt lag á að draga fram það besta hjá hveiju okkar. Ég hef alla tíð síðan borið mikla virðingu fýrir Áma og gladdi það mig þegar eldri dóttir mín varð svo heppin að fá Árna sem kennara þegar hún fór í unglingadeildina. í gegnum árin, frá því að ég var I gaggó, hef ég margoft átt erindi í Hlíðaskóla, iðulega leitaði ég Árna uppi til þess að heilsa upp á hann og ræða málin. Ámi var minn besti kennari, alla tíð. Bið ég Guð um að geyma hann vel og gefa fjölskyldu hans styrk í sorginni. Freyja, 7. og 8. ÁP. Ótrúlegt að þú skulir vera farinn, þú sem varst svo mikið lifandi. En svona vildirðu fara, fljótt, en auðvit- að ekki svona ungur. Það er llka ótrúlega stutt síðan við voram í hópi ungra kennara sem byijuðu sitt lífsstarf við Hlíðaskóla á áranum 1963-’65. Þinn leiftrandi sérstaki stíll kom fljótt í ljós bæði í leik og starfi. Það var líka ljóst að þú hafðir fundið rétta starfið, þú varst afbragðs kennari. Þínar greinar vora stærð- fræði og móðurmál, þar sem mál- fræðin og ritunin áttu hug þinn. Málfræði Björns Guðfinnssonar var þín bók og hvað sem fram kom af öðru námsefni i málfræði, fór sú bók aldrei úr höndum þínum. Þér var meinilla við allt hringl. Það var greinilegt að þér var bragðið þegar þú komst í heimsókn í skól- ann nýlega í námsleyfi þínu og hafðir það eftir einum kennara þín- um í Háskólanum að tilvísunarfor- nöfnin sem og er væru orðin að samtenginum. Þannig varstu, hvers vegna að breyta því sem þú vissir að væri gott og þér hafði gengið vel með. Þú varst hvort tveggja í senn mesti sjálfstæðismaðurinn sem ég hef nokkra sinni hitt og um leið sjálfstæðasta persónan. Þú varst fagurkeri sem byggðir upp með Lára konu þinni glæsilegt heimili sem átti hug þinn og hjarta. Þar naustu þín vel í faðmi fjölskyldu MINIMINGAR eða á góðum stundum í hópi vina og kunningja. Til ykkar var alveg einstakt að koma. Það er erfitt að kveðja þig, nafni, félagi og samstarfsmaður í liðlega þijátíu ár, þar af sem sá nánasti frá 1982. Það er langt í það að við starfsfólk og nemendur Hlíðaskóla áttum okkur á orðnum hlut. Elsku Lára, Þórunn Anna og Þorsteinn Júlíus hugur okkar allra er hjá ykkur og megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum stundum. Kæri vinur, ég þakka þér fýrir mjög ánægjulega viðkynningu sem aldrei bar skugga á og ég óska þér Guðs blessunar á nýjum leiðum. Margar leiðir liggja um heim. Einn er endir á öllum þeim. Þótt heiman fylgi þér hópur fríður, áfangann hinsta einn þú riður. Því er mest um þá þekking vert: Allt hið þyngsta er af einum gert. (Þýð. Mapús Asgeirsson) Árni Magnússon. Það sló eldingu niður á kennara- stofu Hlíðaskóla við morgunkaffið miðvikudaginn 9. okt. síðastliðinn er sú fregn barst að sérlega kær vinur okkar hjónanna og annarra starfsmanna skólans væri látinn. Þetta gat ekki verið rétt, aðeins örfáum dögum fyrr vorum við sam- an í hófi, þar semgleðin og bjartsýn- in réðu ríkjum. Árni, bam sumars- ins, talaði um nám sitt við Háskóla íslands og söng af hjartans lyst. En það er ekki spurt: „Hvenær vilt þú fara?“ Höggið kemur þegar eng- inn á von á því. Leiðir okkar Árna hafa verið nokkuð samstiga frá því við báðir gerðumst kennarar við Hlíðaskóla haustið 1965, en þá var konan mín búin að kenna þar í eitt ár. Andinn í Hlíðaskóla er þannig að þeir sem eitt sinn hefja kennslu þar fara þaðan ekki sjálfviljugir. Margar ferðir hafa kennarar Hlíðaskóla far- ið saman þar sem Ámi var hrókur alls fagnaðar. Ein þeirra var haust- ferð út í Viðey árið 1979. Þangað kom Ámi ineð konuna sína, sem hann elskaði og virti framar öllu öðru og vitanlega var framburður þeirra, hún Þórann litla Anna, með í ferð. Sem kennari var Árni Pétursson mikill listamaður, þess bera vitni þeir nemendur sem verið hafa í bekk hjá honum og komu oft löngu síðar í heimsókn til hans til að fá góð ráð. Þeir lærðu ekki aðeins fræðin, heldur líka snyrtimennsku, sem Árna var í blóð borin. Margoft fóram við saman með unglinga út fyrir borgina bæði í styttri og lengri ferð- ir. Þá kom í ljós hvílík blanda af þolinmæði og festu bjó í drengnum. íslenska var Áma mál málanna og fáir fremri þar. Alltaf var hann tilbúinn að hjálpa bæði nemendum og kennurum ef þeir voru í vafa um eitthvert atriði í stafsetningu eða málfræði. Síðastliðinn vetur var Árni skóla- stjóri við Hlíðaskóla. Skólaslitin það vorið voru I hans anda óvenju glæsi- leg og honum til mikils sóma. Við Ámi unnum saman á Tjald- stæði Reykjavíkur í fjöldamörg sum- ur. Þar kom vel í ljós að þótt íslensk- an væri hans aðaláhugamál, var nóg pláss fyrir ýmis önnur tungumál sem svifu af vöram hans þegar hann fullur alúðar sinnti ferðalöngum. Hann sagði oft: „Gestir okkar era í fyrsta, öðru og þriðja sæti, við sem vinnum hérna erum ekki einu sinni á listanum.“ Á vaktaskiptum að kvöldi mætti Árni með alla fjölskyld- una, brosandi út að eyram, litli drengurinn, hann Þorsteinn Júllus, kom að hjálpa mér að taka niður fánana og bera þá inn, sönn hjálpar- hella eins og pabbinn. Árni var höfðingi heim að sækja, þar var alltaf hlýlegt andrúmsloft og fátt nógu gott fyrir gestina. Árni og Lára voru samhent og lifðu lífinu lifandi. Þau voru alla tíð miklir aðdáendur fagurra hluta og ber heimili þeirra þess vitni, þar sem hver hlutur er í fullu samræmi við umhverfi sitt. Börn okkar hjóna nutu góðs af þessu, þegar tilefni var til sendu þau hjón þeim fagra gripi. Elsku Árni, við hjónin söknum þín sárt, það skarð sem þú skilur eftir verður ekki fyllt. Við biðjum aigóðan Guð að hjálpa Láru, Þór- unni Önnu og Þorsteini Júlíusi í þeirra miklu sorg. Kristján Sigfússon. Miðvikudagurinn 9. október rann upp. Kennarar og nemendur í Hlíða- skóla mættu til vinnu sinnar að venju. Vinnugleði ríkti og lífið gekk sinn vanagang. En skyndilega breyttist allt eins og hendi væri veifað. Okkur barst sú sorgarfrétt að Ámi Pétursson aðstoðarskóla- stjóri væri látinn. Allt hljóðnaði, kennarar og nemendur skynjuðu að skólinn yrði aldrei samur. Spurning- ar vöknuðu. Af hvetju? Við áttum engin svör. Þegar við kveðjum Árna Péturs- son hinstu kveðju og lítum yfir far- inn veg er margs að minnast. Hann var ungur að áram er hann hóf kennslu í Hlíðaskóla og þar vann hann allan sinn starfsaldur. Störf kennara og skólastjórnenda eru oft á tíðum erfið og slítandi en jafn- framt gefandi og reyna á marga þætti mannlegs eðlis. Ámi var mað- ur mikilla mannkosta og sterkur persónuleiki, það fundum við svo vel sem áttum með honum samleið. Honum var hægt að treysta og hann lagði sig fram um að vera jákvæður og glaðlegur á vinnustað og sem stjómandi og kennari var honum mikið í mun að rétta fram hjálpar- hönd og láta alla njóta fyllsta sann- mælis. Smekkvísi og snyrtimennska vora ríkir þættir í fari Árna. Kom það fram á margan hátt: í störfum hans, klæðaburði og framkomu. Við samstarfsfólk hans minnumst þess hve mikla alúð hann lagði í verk sín og öllum verða minnisstæð skólaslit- in nú í vor sem Árni lagði metnað sinn í að færa fram af virðuleik og með hátíðarblæ. Um þrjátíu ára skeið kenndi Árni unglingum stærðfræði og íslensku og gerði það með miklum sóma. Hann gerði kröfur um vinnusemi, vandvirkni og virðingu og var sjálf- ur fyrirmynd á þessum sviðum. Árni hélt góðu sambandi við gamla nemendur sína og fýlltist stolti og gleði þegar fréttir bárast af vel- gengni þeirra í námi eða starfi. Sérstaklega var honum umhugað um að nemendur legðu rækt við íslenska tungu, málfræði og staf- setningu enda var hann afbragðs kennari í þeim greinum. Hann var oft á tíðum „lifandi orðabók" á kennarastofunni ef upp komu álita- mál í þessum sviðum, enda nær óskeikull að okkar mati. í haust fór hann í námsorlof og hafði nýlega hafið nám í íslensku við Háskóla Íslands þegar kallið kom, snöggt og ótímabært. Ámi var gæfumaður í einkalífinu. Lára, eiginkona hans og böm þeirra, Þórann Anna og Þorsteinn Júlíus, voru honum afar kær og það kom sérstakur hljómur væntumþykju og virðingar í rödd Árna þegar hann nefndi þau á nafn. Heimilið var honum líka mikils virði, það var stolt hans og gleði. Að leiðarlokum kveðjum við Áma Pétursson með þakklæti fýrir sam- fylgdina. Innilegustu samúðarkveðj- ur sendum við eiginkonu, bömum og öðram ástvinum með ósk um að þeim veitist huggun og styrkur í þungum harmi. Samstarfsfólk í Hlíðaskóla. Það ríkti í senn gleði og tregi, tilhlökkun og eftirsjá á síðasta fundi Poreldra- og kennarafélags Hlíða- skóla í vor. Komið var að kveðju- stund eftir skemmtilegt og árang- ursríkt starfsár þar sem Arni Pét- ursson hafði leyst af sem skóla- stjóri. Sumir foreldranna voru að draga sig í hlé eftir nokkura ára starf og Árni var á leið í ársleyfi, sem hann ætlaði að nýta til að end- urmennta sig eftir þriggja áratuga farsælt starf sem kennari, aðstoðar- skólastjóri og nú síðast sem skóla- stjóri. Hann leyndi ekki eftirvænt- ingunni sem bjó I brjósti hans á þessari stund. Én nú er Árni farinn í lengra frí en við bjuggumst við og því býr í bijósti okkar söknuður yfir því að geta ekki framar notið samstarfs við hann og ljúfar minn- ingar um góðan mann sem gott var að vinna með. Á síðasta skólaári reyndi enn meira en ella á mann- kosti Árna í samskiptum við for- eldra og nemendur vegna stöðu hans sem skólastjóra. Hann var allt- af tilbúinn að hlusta á hugmyndir okkar og taldi það ekki eftir sér að kanna til hlítar hvort og hvemig mætti koma til móts við óskir okk- ar. Ef upp kom ágreiningur lagði hann sig fram um að leiða hann til lykta enda leið honum ekki vel ef hann vissi af ósætti. Árni var mikill og farsæll skóla- maður. Það vakti athygli hversu vel hann virtist þekkja alla 500 nem- endur skólans og það með nafni. Hann hafði mikla trú á nemendum sínum, allir vora þeir að hans mati góðir inni við beinið þó að sumum gengi erfiðlega að láta aðra skilja það til fullnustu. Árni var maður mikilla tilfinninga og lét þær óspart í ljós þegar við átti; gleði, ánægju og stolt þegar vel gekk hjá nemend- um og sárindi þegar nemendur brugðust að einhveiju leyti, hvort sem var í umgengni, hegðun eða öðru. Hann vaktaði hvern nemanda, hafði í huga hvernig honum leið og hvemig gekk enda lagði hann áherslu á að gæði í skólastarfi væri ekki hægt að mæla með próf- árangri einum saman, þar skipti mestu máli líðan barnanna í skólan- um. Hann hafði mjög gaman af starfi sínu og þreifst mjög vel í því. „Ég skil ekki hvað fólk er að meina þeg- ar það segir að kennarastarfið sé vanþakklátt,“ sagði hann eitt sinn. „Foreldrar eru upp til hópa þakklát- ir og gaman að vinna fyrir þá. Það' era einstaka nöldurseggir innan um,“ hélt hann áfram og gaut aug- unum á einn okkar sem augljóslega tilheyrði þeim hópi. Þetta var lýs- andi fyrir Áma; jákvæður og ljúfur en jafnframt hreinskilinn ogtilbúinn að segja meiningu sína. Þáttur Árna í stofnun og þróun foreldraráðs Hlíðaskóla var mikil- vægur. í upphafi var hann mjög gagnrýninn á hugmyndir foreldra og átti þannig þátt í að koma af stað mjög þarfri og markvissri um- ræðu um tilgang þess að stofna foreldraráð. Þegar ráðið hóf göngu sína síðasta vetur var hann líka mjög jákvæður og veitti því braut- argengi innan veggja skólans. For- eldraráðið í Hlíðaskóla hefur í mörgu verið fýrirmynd annarra for- eldraráða og unnið ákveðið braut- ryðjandastarf og það mátti greini- lega frnna stolt hjá Árna og öðrum stjómendum skólans yfír því hvem- ig til tókst. Á hátíðarstundum naut hann sín vel. Eftirminnilegt var hið árlega jólaföndur í Hlíðaskóla en þangað kom Árni alltaf og útbjó aðventukransinn sinn sem var mikið listaverk og vakti slíka aðdáun að menn töluðu um að það eitt væri næg ástæða til að láta sig ekki vanta á hátíðina. Við minnumst einnig með sérstakri gleði útskriftarinnar, sem hann stóð fýrir í vor, sem jafn- framt var sú síðasta sem hann tók þátt í. Hún var í senn hátíðleg, virðuleg og skemmtileg. Við viljum færa aðstandendum Áma okkar innilegustu samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Megi minningin um góðan mann styðja ykkur í sorg ykkar. Foreldra- og kennarafélag Hlíðaskóla. Foreldraráð Hlíðaskóla. Fyrir hönd nemenda Árna Péturs- sonar í 7. og 8. ÁP í Hlíðaskóla á áranum 1970-72 langar undirritaða að kveðja ástsælan kennara og þakka fyrir okkur. Við voram sund- urleitur hópur sem haustið 1970 byijaði í gaggó. Tímarnir róstusam- ir og mannskapurinn misöraggur með sig eins og gengur snemma á táningsárum. Bekkurinn blandaðist strax vel saman, ekki síst fyrir bein og óbein áhrif umsjónarkennarans, Árna Pé. eins og hann var jafnan kallaður. í skólastofunni skapaðist með Árna stemmning sem var sér- kennileg blanda afslöppunar, kímni og svo metnaðar fyrir eigin hönd og nemenda sinna. Og Árni smitaði okkur krakkana. Löngum fór það orð af Árna að honum hefði tekist vel til með okkar hóp. Þótt það reyndist hégómlegum unglingum á stundum erfítt að meðtaka slíkt lof, þá hefur það veganesti reynst mörg- um okkar dijúgt. Enginn skyldi vanmeta gildi góðs kennara fyrir nýjar kynslóðir. Kenn- ara sem sáir fræjum forvitni og metn- aðar til áframhaldandi landvinninga. Margir njóta eflaust slíkrar leiðsagnar á námsferli sínum, en það er sjald- "í1* gæft að nemendur njóti afburðakenn- ara. Kennara sem kunna þá einstöku list að læða inn hjá nemanda hvöt til náms á þann hátt að viðkomandi telur hana sjálfsprottna. Slíkur kenn- ari varst þú, Ami, og þú kenndir okkur meira: Að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og eigin getu. Um leið og við þökkum þér og kveðjum þig í hinsta sinn, söknum við þess að hafa ekki haft tóm til þess að skilja skaphöfn þína og kímni til fullnustu sem fullorðnar manneskjur, en slík era víst skipti nemenda og kennara. Minningin um þig 1 skólastofunni er okkur kær og ógleymanleg: Hnarreistur en þó alltaf kankvís — *'N hvort sem þú leiddir mannskapinn um völundarhús danskrar málfræði eða í hnyttnum orðaskiptum við bekkinn þinn. Við vottum fjölskyldu Árna dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Árna Péturssonar. Bjöm Guðbrandur Jónsson, Jörundur Guðmundsson. Ég átti mér tvo drauma sem dóu með Árna P. Annar var senda börn-^- in mín í nám hjá honum og hinn var að Árni yrði stoltur af mér þeg- ar hann frétti af því þegar ég lýk doktorsritgerð í eðlisfræði. Andlátið er einar verstu fréttir sem mér hafa borist því ég hefði viljað geta sagt Árna að ég beri ómælanlega virðingu fyrir honum þar sem hann var einstakur maður og frábær kennari. Ég efast um að hann hafí vitað það því ég var mesti ólátabelgur og Árni var alltaf að skamma mig en samt stóð hann alltaf með mér eins og klettur ef ég lenti hjá skólastjóranum. Ég var nefnilega utanhverfísnemi og því auðvelt að vísa mér úr skóla. Árni var án efa besti grannskóla- ^ kennari fyrr og síðar og komandi kynslóðir í Hliðunum fara mikils á mis. Með árunum geri ég mér alltaf betur grein fyrir því hversu vel Árni bjó nemendur sína undir bæði fram- tíðina og framhaldsnámið. Að lokum þætti mér mjög vænt um ef 9. ÁP, árg. ’73, sem útskrif- aðist ’89, hefði samband við við mig sem fyrst í síma 567-1507 svo við getum komið saman og heiðrað minningu Árna. Helgi Magnússon. • Fleirí minningargreinar um Áma Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.