Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hugvísmdaþing í Háskólanum Um allt milli himins og jarðar HUGVISINDAÞING verður haldið í Háskóla íslands í dag og á morgun þar sem starfsmer.n heimspekideild- ar og guðfræðideildar og stofnana sem þeim tengjast halda fyrirlestra um hinar ýmsu spurningar sem hug- vísindin glíma við. Ráðstefnan ber heitið Milli himins og jarðar og gefur til kynna hversu víðfeðmt svið hug- vísindin spanna. í samtali við Morg- unblaðið sögðu Pétur Pétursson, pró- fessor í guðfræðideild, og Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, sem skipu- lagt hafa þingið, að markmiðið með þinginu væri að kynna þá miklu starfsemi sem færi fram í heim- speki- og guðfræðideild háskólans. „Fyrst og fremst er lögð áhersla á að kynna þá breidd sem er í þess- um rannsóknum," sagði Pétur, „fyr- irlestrarnir eiga að gefa yfirlit yfir það sem verið er að fást við í þessum fræðum. Ég býst við að fjölbreitnin eigi eftir að koma fólki mjög á óvart. Markmiðið er þó ekki aðeins að kynna störf okkar út a við heldur einnig að við kennarar kynnum rann- sóknarverkefni okkar fyrir hver öðr- um og nemendum okkar.“ Torfi segir að þingið sé kannski fyrst og fremst tilraun til að bijóta niður veggi á milli deilda í skólanum. „Það er nauðsynlegt að menn í ólík- um deildum tali saman og læri af hver öðrum. Ekki hefur verið gert nógu mikið af því en þetta er kannski upphafið að frekara samstarfi á milli þeirra deilda sem hér taka þátt.“ Pétur segir að þingið eigi að minna á hversu mikilvægt það sé hverri þjóð að það séu stundaðar rannsókn- ir í hugvísindum, að mannlegu viti og skynsemi sé beitt á tjáningarform mannsins, á tungumálið og bók- menntirnar sem miðlar þekkingunni og menningnnni á milli kynslóðanna. „Menning okkar mótar okkur og vit- und okkar, sjálfsmynd okkar. Og því er lífsspursmál fyrir þjóðmenninguna að það fari fram vitræn starfsemi á þessum vettvangi." Aðspurður hvort honum fyndist hugvísindin eiga undir högg að sækja sagði Pétur að hugvísindamenn væru ekki jafnduglegir við að auglýsa sig og störf sín og til dæmis raunvísinda- menn. „Við erum ekki jafnduglegir við að biðja um það sem við þurfum til að geta haldið störfum okkar áfram. Við þurfum að koma okkur í betri tengsl við þá sem hafa með umsýslu fjármuna að gera. Það virð- ist reyndar verið gengið út frá því sem gefnu í þessu samfélagi að hér séu stundaðar rannsóknir í hugvis- indum án þess að leggja til þess nokkurt fé. Þannig halda menn að hægt sé að skera endalaust niður fé til þessara mála án þess að það bitni á rannsóknunum sjálfum og lifandi menningu í landinu. Menn gera sér ekki grein fyrir að við byggjum okk- ar verkmenningu á hugvísindum; sagan segir okkur að við gátum til- einkað okkur verkmenningu af því að hér var lifandi menning og bók- ménntastarfsemi, vegna þess að hér voru hugvísindi stunduð.“ Torfi segir það mikilvægt að al- menningur komi og kynni sér það sem fram fer í skólanum. „Stofnanir sem þessar vilja oft vera svolítið lok- aðar en með þessu viljum við opna háskólann upp á gátt og sýna fólki hvað við erum að fást við. Þingið verður öllum opið og hvet ég alla til að vera ófeimna við að koma og líta við.“ Ráðstefnan hefst kl. 9 báða dag- ana og stendur til fimm í aðalbygg- ingu Háskóla íslands. Aðgangur er ókeypis. Árleg' tón- listarhátíð norræns æskufólks HIN árlega tónlistarhátíð norræns æskufólks, Ung Nordisk Musik, hefst sunnudaginn 20. október. Að þessu sinni fer hátíðin fram í Kaup- mannahöfn og mun tíu manna hóp- ur tónskálda og flytjenda sækja hátíðina fyrir íslands hönd. Tón- skáldin ungu sem eiga verk á hátíð- inni eru sjö: Arnar Bjarnason, Arn- þrúður Lilja Þorbjörnsdóttir, ELín Gunnlaugsdóttir, Tryggvi M. Bald- vinsson, Úlfar Ingi Haraldsson, Þorkell Atlason og Þórður Magnús- son. Trio Nordica, skipað Auði Haf- steinsdóttur fíðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström píanóleikara, verður fulltrúi íslenskra flytjenda. Ung Nordisk Musik eru samtök norrænna tónskálda og flytjenda yngri en 30 ára. Samtökin voru stofnuð árið 1946 og munu því minnast 50 ára afmælis síns með ýmsum hætti á hátíðinni í Kaup- mannahöfn. Helst ber að nefna hátíðartónleika þar sem leikin verða verk uppkominna UNM-tónskálda, en þar verður meðal annars flutt verk Karólínu Eiríksdóttur IVP. Hátíðin stendur til 26. október. Formaður UNM á íslandi er Tryggvi M. Baldvinsson. Litbrigði JÓN Garðar Henrysson við hluta frásagnarmálverksins „Sjóvíti og sjóskrímsl". MYNPLIST S töölakot VATNSLITIR Þórunn Guðmundsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga til 20. október. Að- gangur ókeypis. ÞEIR eru fjölmargir á landi hér, sem mála sér til yndisauka og er ekki annað en mjög gott um það að segja, því athöfnin er mjög þrosk- andi auk þess að veita iðkendum sálarró frá amstri dægranna. Hins vegar veitir athöfnin þeim oftar en ekki næsta litla sálarró sem takast á við dýpri lögmál listarinnar og ætla sér stóra hluti á vettvanginum. Slíkir eru einfaldlega knúnir áfram af einhveiju óútskýranlegu afli jafn- framt því að vera alteknir metnaði, og fyrir þá er vettvangurinn ígildi vímuefna, og þeir forfallnir neytend- ur. Hvað Þórunni Guðmundsdóttur snertir, sem sýnir 19 vatnslitamyndir í húsakynnum Stöðlakots á Bók- hlöðustíg, virðast vinnubrögð hennar helst falla undir fyrri skilgreining- una, en um leið býr auðsjáanlega með henni strengur í átt til hinnar síðari. Kemur greinilegast fram í þrem myndum; „Litbrigði" (4), „Botnsúlur“ (14) og „Við hliðið" (17), sem allar skera sig úr á veggjunum fyrir ferskleika í litameðferð, upp- byggingu myndheilda á fletinum, og átök við efniviðinn. Hins vegar höfð- uðu aðrar myndir á sýningunni mun minna til mín, þótt auðsær sé sá unaður sem gerandinn hefur haft við gerð þeirra, á sama hátt og menn hafa við svo margar tegundir hand- íða. Þetta er frumraun Þórunnar í Reykjavík, en hún hefur áður haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum eins og það heitir. Hún hefur ekki ýkja langt nám að baki, eða tveggja ára nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, sem er síðdegis- og kvöldskóli, og svo hefur hún notið leiðsagnar Eiríks Smith, sem virðist hafa dugað henni mikið best, af fyrmefndum myndum að dæma. Vatnslitatæknin er afar óvægur húsbóndi, og útheimtir það langa og stranga þjálfun í undirstöðuatriðum myndlistar að ná hér úrskerandi ár- angri, auk þess sem menn eru að þroskast i blæbrigðaríkidóminum allt lífíð eins og dæmin sanna. Geta menn allt eins, í sumum til- vikum mun frekar, þjálfað sig utarí skóla, þá duga lista- söfnin best og fyrir hvern áhugasaman hlýtur Tumer deildin á Tate safninu í Lond- on að vera æðsta takmark- ið... Bragi Ásgeirsson Leiðrétting í rýni minni um afmælis- sýningu Leirlistafélagsins varð mér illu heilli á að miðla röngum upplýsingum um hönnuð sýningarinnar Pálm- ar Kristmundsson. Hann átti þannig engan þátt í uppsetningu sýningar- innar „Austanvindar og Norðan" í Norræna húsinu fyrir skömmu, held- ur var sóminn dijúgi Amar Þor- steinssonar, sem jafnframt var einn þátttakendanna. Málið er að ég þekkti næsta lítið til Pálmars, og hafði sitthvað við uppsetningu afmælissýningarinnar að athuga. Reynsla mín er sú að sýningar leirlistarfólksins hafa alla- jafna verið ágætlega uppsettar til þessa, og forvitnaðist ég á staðnum hversu því ylli að hér var brugðið út af venju. Var mér þá tjáð, að hann hafí m.a. sett upp hina ágætu sýningu í N. húsinu og væri það ein ástæða þess að leitað var til hans. Þannig eru upplýsingarnar til komn- ar, og hafði ég enga ástæðu til að rengja þær. Auk þess naut ég sýning- arinnar í N. húsinu einungis og í botn sem almennur gestur en ekki rýnir, og það er nokkuð annað. Er eðlilegt að þeim sem stóðu að sýningunni í N. húsinu standi ekki á sama, og þar sem rétt skal vera rétt vek ég sérstaka athygli á misherminu og bið alla aðila, utan þeirra sem miðluðu röngum upplýsingum, vel- virðingar. Fyrsta sýn- ing Jóns Garðars JÓN Garðar Henrysson opnar málverkasýningu í efri sölum menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, Hafnarborg, laugardaginn 19. október. Þetta hans fyrsta einkasýning. Jón Garðar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1991. Uppistaðaða I sýning- uni er stórt frásagnarmálverk 2,5X11 m að stærð — „Sjóvíti og sjóskrímsl". Kveikjan að því, að sögn Jóns Garðars, er samnefnd ritgerð eftir Benedikt Gröndal frá 1893, eigin hugleiðingar og barnabók um Sæfinn sjóræningja eftir John Ryan frá 1975. Á sýningunni er einnig smá- myndaserían „Hin sleipa íslenska sleikjufantasía" og samtímis sýn- ingunni kemur út bókin „Hin sleipa íslenska sleikjufantasía“, í litlu broti, styrkt af Myndlistar- sjóði íslands og Menningarmála- nefnd Hafnarfjarðar. Kveikjan að myndröðinni sem þar birtist er samkeppni Lesbókarinnar um forsíðumynd vegna lýðveldishá- tíðar 1994. Sveinn sýnir ljósmyndir SVEINN Hjartar- son opnar sína fyrstu ljósmynda- sýningu í Ljós- myndamiðstöðinni Myndás, Laugar- ásvegi 1, laugar- daginn 19. októ- ber. Sveinn Hjartar- son býr á Siglu- fírði og hefur haft ljósmyndun sem áhugamál í nokkur ár. Á sýningunni eru svarthvítar myndir, flest mannamyndir en einn- ig eru á sýningunni ljósmyndir tekn- ar í nágrenni Siglufjarðar. Sýningin verður opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-16 til 18. október. Sjónþing Undir pari DÓTARÝ-sjónþing stendur nú yfír í sýningarsalnum Undir pari. Það eru þeir Bjarni H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon sem standa að sjónþinginu. Undir pari, sýningaraðstaðan er opin fímmtudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 18-23. ÞÓRUNN Guðmundsdóttir við eitt verka sinna. EITT verkanna á sýningunni. Helga Ármanns opnar sýningn HELGA Ármanns opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg laugar- daginn 19. október næstkomandi í Sverrissal í Hafnarborg. „Á sýning- unni eru teikningar unnar með kol og rauðkrít á blandaðan handgerðan og vélunninn pappír. Helga kallar sýninguna Veðurbrot, en efni og hugmyndir eru tengdar náttúru og veðurfari íslands. Verkin eru unnin á sl. tveimur árum og eru nöfn allra myndanna tengd veðri eða árstíðum, segir í kynningu. Helga lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1986 og hefur unnið að list sinni síðan, frá árinu 1988 sem félagi í Art-Hún, sýningarsal og vinnustof- um í Stangarhyl 7 í Reykjavík. Sýningin í Hafnarborg er önnur einkasýning Helgu en að auki hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 4. nóvember og er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Lokað er á þriðju- dögum. ------» ♦ 4----- Sonja sýnir olíu- o g vatnslita- myndir NÚ stendur yfír sýning Sonju Huldu Einarsdótt- ir á olíu- og vatns- litamyndum í Fjarðarnesi í Hafnarfírði. Sonja Hulda stundaði nám í Handmenntaskó- lanum og Mynd- listarskóla Reykja- víkur. SIGURDÍS Harpa Arnarsdóttir Myndlistarsýn- ing í Bókakaffi SIGURDÍS Harpa Amarsdóttir frá Vestmannaeyjum heldur mynd- listarsýningu á Bókakaffí, Lauga- vegi_18, dagana 17.-20. október. „Á sýningunni verða til sýnis dagbækur sem málaðar voru í dag- legu amstri nokkurra undanfarinna vikna. Tilefnin voru margvísleg, aðstæðurnar ólíkar og tilgangurinn misjanf. Bækurnar sjálfar höfðu mismikil áhrif á myndirnar eftir innihaldi, útliti, áferð, titli, höfundi eða einhveiju öðru“, segir í kynn- ingu. Sigurdís hefur haldið fjölda einka- og samsýninga. Hún lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.