Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL SÆVAR KRISTINSSON + PálI Sævar Kristinsson í Hafnarfirði var fæddur í Reykjavík 28. apríl 1948. Hann lést á heimili sínu 11. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristinn Þorbergs- son, f. 30.9. 1921, d. 18.12. 1962, og Pálína Valgerður Gunnarsdóttir, f. 24.5. 1922, d. 1.9. 1993. Páll Sævar var næstelstur sex systkina en þau eru: Þorberg- ur, f. 9.5. 1943, Hólmfríður, f. 10.8. 1950, Sigurður, f. 21.8. 1952, d. 26.10. 1952, Jón Krist- inn, f. 11.10. 1953 og Einar Valur, f. 14.3. 1959. Fyrri kona Páls Sævars er Alda María Magnúsdóttir, f. 19. 12. 1949. Þau skildu. Börn þeirra eru: Guðbjörg Kristín, f. 21.11. 1966, og á hún tvö börn; og Magnús Sævar, f. 16.4. 1970 og á hann þrjú börn. Eftirlifandi eigin- kona Páls Sævars er Bjarndís Stein- þóra Jóhannsdótt- ir, f. 11. 10. 1950. Þau giftust 15.9. 1979 og eignuðust eina dóttur: Pálínu Særós, f. 2.12.1979. Bjarndís Steinþóra var ekkja er þau kynntust og gekk Páll Sævar börnum hennar í föður stað. Þau eru: Jónína Auðbjörg, f. 17.4. 1968 og á hún þrjú börn; og Jóhannes Óskar, f. 20.6. 1972. Þau eru Sigur- björnsbörn. Páll Sævar hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina en í byij- un árs 1993 fór hann til Chile á vegum Granda og hóf hann svo störf sem Baader-maður um borð í Orfirisey. Og var hann þar þangað til í október 1995. Útför Páls fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi, það er alveg ótrú- legt að þú skulir vera farinn. Ég er stolt af baráttu þinni við þennan sjúkdóm, þú stóðst þig al- veg eins og hetja og Steina alveg eins og klettur þér við hlið. Ég vonaði að tími okkar yrði lengri en við megum þakka fyrir þann tíma sem við fengum. Sumarið var þér mjög gott og þú lagðir allt kapp á að ganga frá lóðinni á Laugarvatni og þér tókst það, gerðir þetta að stoltinu þínu. Þú varst mjög handlaginn, manstu allar veislurnar sem þú útbjóst, þær voru þitt stolt þá. Nú, svo varst þú alltaf tilbúinn að að- stoða með bílana ef svo bar undir og það skipti ekki máli hver átti í hlut. Þú varst svo farinn að starfa sem Baader-maður og það líkaði þér vel. Og það var s.vo greinilegt að þér líkaði vel á Örfirisey því þegar þú komst í land hafðir þú frá svo mörgu að segja að það var varla hægt að komast að. Þú varst svo alltaf með hugann hjá strákun- um þegar þú varst í landi og hvað þá þegar þú varst orðinn veikur, þá voruð þið á sjó í draumi og stundum var svo mikið að gera að þú vaknaðir dauðþreyttur. Ég hef svo margt að segja og spvrja en það kemst ekki fyrir hér. En þar sem samband okkar , var svolítið sérstakt ætla ég að senda þér þær í hugsun eins og * okkur tókst alltaf áður. Eins og þegar við höfðum ekki talað saman •i í einhvern tíma og annað hvort •< okkar hringdi þá var ég eða þú á | leiðinni í símann að hringja og í þetta var ekki bara tilviljun eins og sumir halda. Svona gerðist margt á milli okkar. Með þessum fátæklegu orðum ; vil ég kveðja þig, elsku pabbi. Takk fyrir allt og allar okkar stundir. Elsku Steina og Særós, þið haf- ið staðið ykkur eins og hetjur og megi guð hjálpa ykkur í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. _ . Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðbjörg Kristín. Núna ertu farinn frá okkur öll- um og líður betur þar sem þú ert núna eftir alla erfiðu baráttuna sem þú þurftir að heyja. Ég vona af öllu mínu hjarta að þér líði bet- ur. Þó að þú sért farinn verður þú alltaf efst í huga mínum og hjarta. Elsku pabbi, það verður erfitt fyrir okkur öll, fyrstu árin án þín. Þú varst mér og okkur öllum svo kær. Aður en þú veiktist var sam- bandið okkar á milli ekki mjög náið, en þegar þú veiktist þróaðist sambandið meir og meir. Eins og þú sagðir við mig eitt föstudags- kvöld að allt okkar samband hefði gefið þér svo mikið. Þér þótti það svo leitt fyrir mína hönd því svo mundir þú deyja og þá myndi sárs- aukinn verða meiri hjá mér. Fimmtudagskvöldið, kvöldið áður en þú fórst frá okkur, mun alltaf verða mér þýðingarmikið. Þá fórum við þtjú niður í geymslu að dunda okkur að taka til í köss- um og þú varst eitthvað að dútla þér við vinnuborðið sem þú varst búinn að smíða. Ég er alls ekki sátt við hvernig þú fórst frá okkur. En sem betur fer kvaldist þú ekki og við megum vera þakkát fyrir það, það var það sem ég kveið mest fyrir. Ég átti ekki von á því að þú mundir fara svona. Láttu þér nú líða vel þar sem þú ert núna og megi Guð verða með þér. Elsku pabbi minn, mundu að mér þótti og þykir enn vænt um þig. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Fyrstu jólin án þín verða erfið og fyrstu árin líka. Við fáum þessu ekki breytt en smátt og smátt reynir maður að sætta sig við þetta. Þetta verður bara að taka sinn tíma. Elsku pabbi, núna ertu á góðum stað hjá afa og ömmu, ég vona að ykkur öllum líði vel og þið öll eruð mér svo kær. Bless, pabbi minn. Þín yngsta dóttir Særós. Stjúpfaðir min er látinn og kom- inn yfir í annan heim, friðsælan og bjartan, og ég veit að þaðan mun hann fylgjast með okkur ást- vinum sínum. Kynni okkar Sævars hófust fyrir u.þ.b. 18 árum þegar hann hóf búskap með móður minni sem þá var ekkja með 2 ung böm. í þá daga var ég ekki alveg á því að meðtaka hann en tíminn vann með okkur og á milli okkar óx kærleikur og virðing. Þau ár þegar maður er að breytast úr bami í ungling og svo í fullorðinn einstakl- ing eru oft erfið. Og ef eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að leita til Sævars og hann var tilbúinn að hlusta á mann og rétta hjálpar- hönd ef það var á hans valdi. Hann var mjög bóngóður og ef hann gat gert eitthvað fyrir krakkana sína var hann ánægður. Hann svaraði alltaf eins þegar hann var spurður hvað hann ætti mörg börn. Þá rétti hann úr sér stoltur á svip og sagði: „Ég á sex börn, fjögur af mér getin.“ Enda var hann ánægður þegar hópurinn kom saman í af- mælum eða jólaboðum. Þá stóð Sævar með svuntuna á kafi í mat- argerðinni og lék á als oddi. Það verða erfið jól hjá okkur öllum, sérstaklega hjá mömmu og Særós, og hans verður sárt saknað, en við vitum að hann verður hjá okkur í anda og getum yljað okkur við minningarnar. Elísabet og Sigur- björn eiga eftir að sakna afa síns en þau eru nógu gömul til að eiga minningarnar um hann og muna þegar hann laumaði nammi í litlu lófana þeirra. En litli Victor Páll er svo lítill að hann getur ekki munað stundirnar þeirra afa, þegar hann var a brölta uppi í rúmi hjá afa og reyna að lúlla með gula púðann eða að reyna að plata nammi út úr afa. Hann lærir að þekkja afa sinn í gegnum minning- ar okkar. Elsku Sævar, við vissum að við yrðum brátt að kveðja, þó átti ég ekki von á því svona fljótt. Nú eru heimkynni þín önnur og við sem erum eftir hér reynum að standa saman og hugga hvert annað. Ég þakka fyrir allt sem við átt- um saman en ég ætla ekki að segja bless heldur sjáumst aftur hinum megin. Auðbjörg. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. (Ka- hlil Gibran). Það var ekki að sjá að Páll Sævar (tengdó) óttaðist dauðann, með æðruleysi, jákvæðu hugarfari og viljastyrk tók hann á þessum illvíga sjúkdómi sem hann greind- ist með fyrir rétt um ári. Þá kom bersýnilega í ljós hversu mikinn viljastyrk Sævar hafði. Þrátt fy.rir erfið og mikil veikindi féll Sævari sjaldnast verk úr hendi. Hans aðal- áhugamál var að komast sem oft- ast upp í hjólhýsi (Sælulundur) að Laugarvatni. Þar hlóð hann batt- eríið ásamt Steinu sinni og Sæ- rósu. í Sælulundi gat Sævar dund- að og dundað. Lóðin var sléttuð og tyrfð, smíðaðir pallar, plantað, gerð bílastæði, lítill burstabær o.fl, o.fl. Sævar var þúsundþjalasmiður, hann var feikisnjall viðgerðarmað- ur jafnt á reiðhjól, bíla sem heilu frystitogarana. Síðustu árin starf- aði Sævar sem Baader-maður á Örfirisey, hjá Granda, og líkaði hoinum vistin þar stórvel. Sævar var mikill fjölskyldumað- ur, voru þau ómissandi jólaboðin hjá þeim hjónum, þar sem bróðir, böm og tengdabörn, barnabörn og vinir komu saman og nutu dýrind- is kræsinga sem höfðinginn eldaði sjálfur. Kæri Sævar, ég vil þakka fyrir okkar góða vinskap og ánægjuleg- ar stundir á síðustu 11 árum. Elsku Steina og Særós ásamt öllum þeim sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum, Guð gefi ykkur styrk og blessun. Jóhann Helgi Hlöðversson. Það er góður drengur fallinn í valinn langt um aldur fram. Sævar eins og við kölluðum hann var mörgum kostum búinn, kurteis, prúður og þægilegur í umgengni, snyrtimennska var honum í blóð borin og kom það fram í allri hans framgöngu og þá ekki síður í verk- um hans. Þó kynni okkar Sævars hafi í raun hafist fyrir um þijátíu árum má segja að þau hafi ekki orðið verulega náin fyrr en hann hóf störf hjá fyrirtæki okkar Ismat hf. í Njarðvík 1982, en þar starfaði hann þar til rekstri fyrirtækisins lauk 1986. Hann var ráðinn að fyrirtækinu sem bílstjóri en það var aðeins í orði kveðnu því Sævar var þúsundþjalasmiður og oft mátti heyra nafn hans kallað upp í fyrir- tækinu þegar þurfti að bjarga ýmsu, bæði smáu og stóru. Við Sævar göntuðumst oft með það að eiginlega væri hann andlit- ið á fyrirtækinu því hann væri stöð- ugt úti á meðal viðskiptavina með- an við hin værum lokuð innandyra við störf okkar. í þessu fólst þó heilmikill sannleikur sem oft mátti greina að Sævar tók mjög alvar- lega enda tóku viðskiptamenn okk- ar eftir Sævari fyrir snyrtilega og þægilega framgöngu á öllum svið- um. Ekki spillti það fyrir að Sævar hafði ómældan áhuga á allri matargerð og þar sem ísmat hf. var með framleiðslu á matvæla- sviði kom þetta sér mjög vel því það var nokkuð öruggt að vörunni var ekki fleygt í áhugaleysi inn á gólf því oft þurfti Sævar að vita frekar um framgang mála. Þetta skapaði traust meðal viðskiptavina og oft var spurt eftir Sævari þegar eitthvað kom upp á. En það var ekkert skrýtið að Sævar endaði jarðvist sína hér sem Baader-maður því áhugi hans og alúð við vélar var öllum kunn sem til hans þekktu. Þetta starf átti hug hans allan og var oft gaman að heyra hann lýsa í smáatriðum ýmsum uppákomum í þessu starfi. En þetta þýddi ekki að áhugi hans á matargerðarlistinni dvínaði og þau voru ófá símtölin sem við átt- um saman þegar hann var eins og hann sagði sjálfur að hrista eina veislu fram úr erminni. Það er sárt að sjá á eftir ungum mönnum sem hafa fundið sjálfan sig í starfi o leik, en enginn ræður sínum næturstað. í okkar huga er söknuður og minning um góðan dreng sem laut í lægra haldi fyrir óvægum sjúkdómi, minning um kynni sem kannski hefði mátt rækta betur. Steina mín, við óskum þér og börnum ykkar allrar blessunar og huggunar í sorg ykkar en minning- in Iifir um mætan mann. Gunnar Páll Ingólfsson og fjölskylda. + Hugrún Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1995. Hún lést á Land- spítalanum 12. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Anna Lilían Björgvins- dóttir og Halldór Þorsteinsson. Hall- dór á tvo syni, Unn- ar Karl og Hrólf Arna. Útför Hugrúnar fer fram frá kap- ellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 15. Hugrún er látin og flutt til æðri heima aðeins rúmlega tuttugu mán- aða gömul. Það er mikil sorg hjá nánustu ættmennum hennar. Hug- rún var búin að vera mikið veik og fara í margar aðgerðir. Allt var gert til þess að reyna að bjarga lífi hennar af færustu og bestu læknum með alla þá bestu þekkingu, sem til var í læknavísindum. Það dugði ekki til. Hugrún var mikið gefín fyrir hljómlist og hlustaði vel, en ef hún hljóðnaði þá gaf hún mömmu sinni ýmis merki um að hún væri ekki sátt við það, að hljómlistin væri hljóðnuð. Hugrún var langdvölum á barna- deild Landspítalans hjá yndislegu starfsfólki, læknum og hjúkrunar- fólki, sem vildi gera allt fyrir hana. Þess á milli sem hún var á spítalanum hafði Marta amma alltaf tíma til að vera hjá henni til yndisauka. Mamma hennar vakti yfir henni nótt sem dag fyrstu mánuðina. Sam- band þeirra var svo náið að það vakti að- dáun allra sem til þekktu. Mamma vildi hafa Hugrúnu sína lengur hjá sér, en sá sem öllu ræður gaf ekki lengri tíma og vildi fá þetta englabarn til sín yfir móðuna miklu, og mömmu fannst þetta vera stuttar samverustundir. Anna mín, allar samverustundir hefðu verið of stuttar þegar kallið kæmi til hennar um æðri vistar- veru. Nú er Hugrún litla komin til hans, sem gat einn linað þjáningar hennar, sem við vissum ekki hvað voru miklar. Hugrún var mjög gott barn og gaman a sjá samspil móður og barns og þegar pabbi og amma Marta voru í nálægð leið Hugrúnu vel, þá kom brosið á andlitið sem við eigum í minningunni. Vér færum böm til frelsarans, að fá þau megi blessun hans, er Guð af náð þeim gefur, og blessuð ungu blómin smá, þeim blóma og þroska megi ná, er Guð þeim heitið hefur, sem hann að bijósti vefur. Amma og afi í Keflavík, Bogga og Björgvin Lúthersson. Elsku litla stúlkan hún Hugrún kvaddi þennan heim umkringd ást og umhyggju. Þegar hringt var og látið vita að Hugrún væri látin fór hugurinn yfir þennan stutta tíma sem Guð leyfði okkur að hafa hana hjá okkur. Mér er minnisstætt þeg- ar ég fékk að passa Hugrúnu í nokkra daga. Ég fékk að dúlla við hana óg syngja fyrir hana. Hún hafði unun af söng sama hver sem söng. Maður fékk alltaf verðlaun. Það var annaðhvort bros eða hjal. Elsku litla frænka mín, ég vil þakka þér fyrir allar samveru- stundir okkar og allt það sem þær hafa skilið eftir sig. Elsku Anna og Dóri, megi Guð vera hjá ykkur og veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þröstur og Eydís frænka. Úr lindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfir öll höf. Hún feijar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í bijóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta, sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal) Elsku Anna, Halldór og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Góður Guð geymi litlu stúlkuna ykkar. Blessuð sé minning hennar. Allir í Álfalandi. HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR C € I c c i i i ( ( ( < ( ( I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.