Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H AÐSENDAR GREINAR Byggingaplaían ^E©(g‘ sem allir hafa bebib eftir WSsXS' byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf byggingaplatan er eldpolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni byggingaplatan er umhverfisvæn ^ö[K3CeXS' byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &C0 Leitið frekarí upplýsinga Þ. bORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6100 Jafnrétti milli aldurshópa taka fyrir slík leiguviðskipti og leyfa eingöngu viðskipti með var- anlegar veiðiheimildir, endanlegt afsal eða kaup á viðurkenndum markaði. Um auðlindaskatt - veiðileyfagjald Tilefni þessara skrifa af minni hálfu var fyrst og fremst það að sýna fram á hversu hæpin talna- meðferð væri hér á ferðum og vara menn við að trúa því að forsendur væru fyrir hendi til þess að taka milljarðatugi út úr sjávarútvegin- um á komandi árum. Unnt væri að létta skattbyrði af einstakling- um sem því næmi og að í raun gætu allir hagnast á þeim breyting- um eins og uppleggið er hjá Ág- ústi Einarssyni og þingflokki jafn- aðarmanna því sjávarútvegur á líka að græða. Mér vitanlega hefur ekki enn tekist að finna upp gullgerðar- vélina. Rétt í lokin fáein orð um spurn- inguna um auðlindaskatt eða veiði- leyfagjald út af fyrir sig. ítarlegri umflöllun um það mál bíður betri tíma en ég vil árétta þá eindregnu afstöðu að veiðileyfagjald eða auð- lindaskattur ofan á núverandi óbreytt kvótakerfi leysir ekki nokk- urn vanda. Um það eru æ fleiri sammála og ekki síst þeir sem nú eru hnepptir í ijötra leiguliðakerfis- ins í sjávarútveginum. Glöggir menn sjá auðvitað í hendi sér að íþyngjandi gjaldtaka ofan á það ástand kæmi fyrst og fremst niður á þeim sem verst eru settir fyrir. Auðlindaskatturinn eða veiðileyfa- gjaldið myndi að lokum greiðast af þeim sem síst skyldi; sjómönn- um, fiskverkafólki, smærri út- gerðaraðilum, vinnsluaðilum sem neyðast til að leigja veiðiheimildir til að tryggja sér hráefni og síðast en ekki síst bitna á þeim byggðar- lögum sem misst hafa frá sér veiði- heimildir eða eru með veika stöðu að því leyti. Orökstuddar og óút- skýrðar fullyrðingar um að lausnin á þessum vandamálum felist í fyrir- sögninni veiðileyfagjald án þess að haft sé fyrir því að útskýra það nánar afvegaleiðir umræðuna. Það sem fyrst og fremst er rangt og siðferðilega óveijandi við ástandið eins og það er í dag er það fyrirkomulag sem gerir ein- stökum veiðiréttarhöfum kleift að leigja veiðiheimildir og hafa af þeim tekjur ár eftir ár án þess að nýta þær sjálfir. Það ástand ber að af- nema með því að taka fyrir leigu og láta aðlögun veiðiheimildanna eiga sér stað í gegnum varanleg viðskipti á markaði. Það er svo al- gjörlega sjálfstætt mál sem skoðast þarf mun betur og m.a. út frá þeirri sanngirniskröfu hvort ekki yrði þá eitt yfir allar sambærilegar eða hlið- stætt settar atvinnugreinar að ganga, hvort einhver gjaldtaka ætti sér stað þegar viðskipti með varan- legan afnotarétt af auðlindinni ættu sér stað á slíkum markaði. Að lokum þetta: auðlindaskattur eða veiðileyfagjald er ekki gullgerð- arvél sem býr til verðmæti úr engu. Lendi menn út á það óheillaspor að taka stórar fjárhæðir út úr ís- lenskum sjávarútvegi mun það að sjálfsögðu koma niður á afkomu i greininni, þróunarmöguleikum hennar og þar með lífskjörum þjóð- arinnar þegar frá liður. Höfundur er alþingismaður, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. )i(lihvúx) ÖÍH CflíMÍ«0H Ckef Œeitaurateu flLLfl ÞflCfl fl flOfldlHNI Borðapantanir • Sími 5S11247 • Fai 551 1420 Y eiðileyfagjald á niðurleið Steingrímur J. Sigfússon í GREIN héríMorg- unblaðinu fyrir nokkr- um dögum leyfði ég mér að gera athuga- semdir við meðferð talna í sambandi við fullyrðingar um að með upptöku veiði- leyfagjalds skapist svigrúm til að fella með öllu niður tekju- skatt einstaklinga. í fréttum Ríkisútvarps- ins 30. september sl. var látið að slíku liggja m.a. af Ágústi Einars- syni og reyndar koma sömu talnaæfingar fram í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um veiðileyfagjald sem flutt er af þing- flokki jafnaðarmanna. Ég íeyfði mér og leyfi enn að kalla það ábyrgðarlaust tal að í fyrirsjáanlegri framtíð sé raunhæft að tala um að taka arð eða gjald af sambærilegri stærðargráðu og nemur öllum tekjuskatti einstakl- inga upp á 17 milljarða út úr sjávar- útveginum. Með því einu að skoða tölur um veltu og afkomu er ljóst að slík gjaldtaka væri svo há pró- senta af heildarveltu útgerðarinn- ar, og jafnvel þó tekinn væri allur sjávarútvegurinn, að slíkt fær eng- an veginn staðist. í svargrein í Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. október sl. dregur Ágúst verulega í land. Þá eru allt í einu slegnir þeir fyrirvarar að útreikningar um fiskveiðiarð af stærðargráðunni 15-20-30 millj- arðar króna byggi á þeim gefnu forsendum að allir fiskstofnar hafi náð hagkvæmustu stærð og hag- kvæmasta möguleg samsetning fiskiskipaflotans sé fyrir hehdi til að veiða úr stofnunum í þannig ásigkomulagi. Þessar tilbúnu fræðilegu forsendur eiga því miður sáralítið skylt við raunveruleikann í íslenskum sjávarútvegi í dag. Vonandi kemur afkoma (arður) í fiskveiðum til með að batna komist mikilvægir stofnar eins og þorsk- urinn í betra ástand og aukin hag- ræðing í veiðum getur einnig lagt sitt af mörkum, en öll eru þessi mál mikilli óvissu undirorpin. Áðrar tegundir geta dalað á móti, kröfur um bætta meðferð hráefnis og auk- in gæði dregið úr af- köstum o.s.frv. Það að bera fiskveiðar og fisk- stofna sem auðlind saman við olíulindir er út í hött. Alla tíð, og alveg sérstaklega þó eftir olíukreppurnar, hefur olíuvinnsla verið myljandi gróðavegur út um allan heim. Fisk- veiðarnar eru á hinn bóginn nær alls staðar í heiminum reknar með styrkjum og við það er okkar sjávarútvegur að keppa. Kvótaviðskipti og leigubrask Undarlegt er að sjá jafnglöggan mann og Ágúst Einarsson taka það til sannindamerkis um þann mikla arð sem unnt sé að taka út úr sjáv- arútveginum að viðskipti eigi sér stað með kvóta eða kvóti sé leigður á háu verði. Hér verður að sjálf- sögðu að gera skýran greinarmun á annars vegar varanlegu framsali aflaheimilda þegar um slíkt er að ræða, leigu og innbyrðis tilfærslum Það er rangt og siðferði- lega óverjandi, segir Steingrímur J. Sigfús- son, að einstakir veiði- réttarhafar geti leigt veiðiheimildir og haft af þeim tekjur án þess að nýta þær sjálfir. á kvóta, skipti á tegundum og öðru slíku. Ef útgerðarmaður leigir frá sér t.d. 100 tonn af þorski fyrir 95 krónur kílóið og fær fyrir það 9,5 milljónir en leigir svo til sín í staðinn til að veiða 120 tonn af rækju á 80 krónur kílóið fyrir 9,6 milljónir er útkoman 0. Gengið í þessum viðskiptum segir í rauninni ekkert um greiðslugetu þessarar útgerðar nettó fyrir veiðiheimildir. Stór hluti af tilfærslum með veiði- heimildir eru alls kyns skipti og tilfærslur milli skipa sömu útgerða. Nettó greiðslugeta sjávarútvegsins fyrir veiðiheimildir er í engu sam- ræmi við það verð sem afmörkuð tilvik gæfu tilefni til að álykta. Nærtækast er að skoða þetta með því að gefa sér þá staðreynd að sjáv- arútvegurinn í heild sinni ætti að leigja til sín veiðiheimildimar, segj- um 500 þúsund þorskígildi í öllum kvótabundnum _ tegundum á 90 krónur kílóið. Út úr því kæmu 45 milljarðar, ekki satt, eða svipuð tala og heildarverðmæti landaðs afla. Með þessum orðum er ekki verið að lýsa velþóknun á þessum leigu- viðskiptum með veiðiheimildir nema síður sé. Þar hafa menn rat- að í hinar mestu ógöngur í núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi og niðurstaða mín er sú að þar beri að ráðast að rótum vandans og uppræta þá meinsemd með þeim einfalda og árangursríka hætti að í ALLRI umræð- unni um jafnrétti og jafna möguleika fólks til atvinnu og launa vill oft gleymast að fleira er athugavert en það misrétti sem ríkir milli karla og kvenna. Misrétti milli aldurs- hópa á sér einnig stað. Vegna breyttra at- vinnuhátta og aukinn- ar tækni og sjálfvirkni eru ýmis hefðbundin störf, sem starfsmenn hafa unnið um aldir, smátt og smátt að hverfa. Þetta á við ekki hvað síst í ýmsum hefðbundnum þjónustu- og iðn- greinum. Upplýsingaiðnaðurjnn og sjálfvirkni hvers konar hefur fækk- að þeim störfum sem áður voru unnin með huga og hönd starfs- mannsins. En þá kem ég að kjarna máls- ins. Um áraraðir höfum við sér- hæft fólk til ýmissa starfa sem nú eru að hverfa. Okkur hefur þótt þessi sérhæfing góð því hún tryggði okkur góða fagmenn sem skiluðu fyrirtækjunum tekjum og við- skiptavinum þeirra góðri og fag- legri þjónustu. Flestir þessara góðu fagmanna hafa unnið störf sín um áraraðir og enginn, hvorki fyrir- tækin, starfsmennirnir né þjóðfé- lagið, hefur séð ástæðu til nauðsyn- legrar endurmenntunar og að gera fólk þannig betur undirbúið til að Gh SILFURBÚÐIN '•-LJ Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - takast á við 'ný störf, innan fyrirtækis síns eða utan. Við höfum öll sofið á verðinum og lendum því nú í þeirri óhugnanlegu stöðu að fólk sem á eftir tíu til tuttugu ár af starfsævi sinni er í mörgum til- vikum ekki samkeppn- ishæft á vinnumarkaði vegna þess að það er svo dýrt og „óarðbært“ að þjálfa það til nýrra starfa. Það er beinlínis ijandsamlegt og alger- lega óviðunandi að starfsmönnum sé hent út eins og ónýtum vélum þegar fyrirtæki sjá sér ekki lengur hag í vinnuframlagi þeirra. Þessi stefna er siðferðilega röng og þjóðinni til skammar. Þessi stefna er siðferði- lega rönff, segir Frið- bert Traustason, og þjóðinni til skammar. Breytingar í atvinnuháttum hafa vissulega verið miklar undanfarin ár en það er engan veginn séð fyr- ir endann á þeim. Við eigum eftir að upplifa enn meiri breytingar, sem tengjast bæði tækninýjungum, sameiginlegum vinnumarkaði Evr- ópu, myntbandalagi o.fl. Hvað ætlum við til að mynda að gera varðandi tungumálakunnáttu þjóðarinnar? Hvenær ætlum við að gera okkur grein fyrir því að enskan ein dugar skammt í viðskiptasam- böndum okkar við Evrópuþjóðir? Það er alveg ljóst að átaks er þörf í endurmenntunarmálum og i raun þarf að koma til hugarfars- bylting. Fyrirtæki, starfsmenn þeirra, verkalýðshreyfingin og skólayfirvöld verða að taka höndum saman og koma hér upp öflugu kerfi sí- og endurmenntunar. Með því getum við komið í veg fyrir þá skömm að lifandi fólk sé úrelt eins og dauðar vélar. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna Friðbert Traustason c c í í c ( í c ( ( ( ( ( ( ( ( I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.