Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársskýrsla umboðsmanns Alþingis Brýnt að bæta lög um nauðungar- vistun á geðdeild UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur brýnt að bæta lög sem varða nauð- ungarvistun einstaklinga á geðdeild sjúkrahúsa og skyld mál. Hann seg- ir þó, að dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hafí kynnt sér, að í frum- varpi til nýrra lögræðislaga, sem leggja eigi fram á yfírstandandi þingi, verði tekið á þessum vanda- málum. Umboðsmaður segir í ársskýrslu sinni fyrir síðasta ár, að hann hafi fjallað um mál, sem snerti nauð- ungarvistun á geðdeild sjúkrahúsa og ákvörðun um þvingaða lyfjagjöf svo og skráningu hennar í sjúkra- skrá. Þá hafi hann jafnframt fjallað um mál, þar sem sjálfráða einstakl- ingi hafi verið haldið á geðdeild sjúkrahúss gegn vilja sínum, án þess að lagaskilyrði væru til þess. Loks boðar hann, að í næstu árs- skýrslu verði reifað mál, þar sem fjallað sé um heimild til þess að bera lögmæti ákvörðunar um 48 stunda nauðungarvistun undir dómstóla. Lítið réttaröryggi „Við umfjöllun mína um framan- greind mál hefur það vakið at- hygli mína, hversu lög eru ófull- komin um þessi málefni og hversu lítið réttaröryggi þau veita þeim einstáklingum, er sæta nauðungar- vistun. Ég tel brýnt að úr þessu verði bætt,“ segir umboðsmaður í skýrslu sinni. Björgun ’96 sett í dag LANDSBJÖRG, landssamband björgunarsveita og Slysavamafélags Islands, standa fyrir ráðstefnu og vörusýningu dagana 18.-20. október undir yfírskriftinni Björgun ’96. Föstudaginn 18. október kl. 10 verð- ur ráðstefnan sett af forseta Islands, herra Ólafí Ragnari Grímssyni, á Scandic Hótel Loftleiðum. Opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar er um björgunaraðferðir við slysið á feijunni Estonia sem sökk á Eystra- salti fyrir um tveimur árum og verð- ur hann fluttur af Captein Raimo Tiiliaanen sem var yfirmaður björg- unaraðgerða. Síðdegis sama dag verður opnuð í Perlunni vörusýning á því nýjasta í tækjum og búnaði til björgunar- starfa, ferðalaga og útvistar. Sýning- in er opin almenningi og aðgangseyr- ir er enginn. í tengslum við sýninguna verða fjölmargar uppákomur um helgina, þess verður freistað að slá heimsmet í köfun innandyra í Perlunni, haldinn ratleikur fyrir fjölskyldur, fjallahjóla- keppni fyrir börn og unglinga, ís- landsmót í veggjaklifri innanhúss o.fl. Hættu að raka á Samkvæmistíminn erfram undan One Touch kremin eyða hárunum sársaukalaust! i® . . H Sensitwe Svo einfalt er það Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið það síðan af með rökum þvottaklút. (Sjá leiðbeiningar.) Húðin verður tnjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Útsölustaðir: Flestar snyrtivöruverslanir, apótek og snyrtivörudeildir Hagkaupa. vtðkvæma húð Resular egu fynr ven Btkmi ,btkmi svæði Nýstárlegt reykinganámskeið Reyklaus án þess að þyngjast Dagmar Jónsdóttir * byijun nóvember hefst í forvarna- og endur- hæfingarstöðinni Mætti, námskeið þar sem fólki verður hjálpað til að hætta að reykja. Nám- skeiðið er frábrugðið venjulegum reykinganám- skeiðum að því leyti að fólk fær líkamlega þjálfun meðan á því stendur til að bæta heilsuna og koma í veg fyrir þyngdaraukn- ingu. - Er algengt að fólk þyngist þegar það hættir að reykja? „Ég hef kannaði það á námskeiðum hjá okkur á Heilsuverndarstöðinni hve mikið fólk þyngist þegar það hættir að reykja og niðurstaðan var sú að það þyngdist að meðaltali um 3,7 kíló yfír árið. Ég bind vonir við að með því að bjóða upp á líkamsrækt samhliða námskeið- inu verði hægt að koma í veg fyr- ir þyngdaraukningu." - Hvernig hugsið þið ykkur námskeiðið? „Sjálft reykinganámskeiðið verður í tvo mánuði í staðinn fyr- ir einn mánuð áður. í því verður lögð áhersla á hópmeðferð og fræðslu. Líkamlegi þátturinn mun hins vegar standa yfir í sex mán- uði. I upphafí munu þátttakendur koma til okkar í Mátt í forviðtal. íþróttafræðingur mun gera þol- prófanir á þeim og þeir fá æf- ingaáætlun við hæfí. Síðan mun- um við fylgjast með þátttakendum á þriggja mánaða fresti í eitt ár í gegnum síma. í lokin fær svo hver þátttakandi viðurkenningar- skjal þar sem stendur að hann hafí ekki tekið smók í þijúhundruð sextíu og fimm daga!“ - Telur þú að hræðslan við að fitna fæli marga frá því að hætta að reykja? „Það er staðreynd að einstak- lingur sem hættir að reykja án þess að breyta öðru í lífsháttum sínum eins og mataræði eða hreyf- ingu þyngist um 10% á ári. Sjaldn- ast breytir fólk til í þessum efnum. Reynslan hefur sýnt að oftast eykst matarlystin við þessar að- stæður auk þess sem fólk er ef til vill ekki vant að hreyfa sig mikið eða hefur ekki Iíkamlega getu til þess ef það hefur reykt í mörg ár. Þá þyngist það óumflýj- anlega. í þessari meðferð getur einstaklingur sem hefur ef til vill reykt í fjörutíu ár og á erfitt með að hreyfa sig, fengið æfíngaáætl- un við sitt hæfi sem eykur bæði styrk og þol.“ - Munt þú nota einhver önnur hjálparmeðöi en lík- amsrækt í baráttunni við sígarettuna? „I meðferðinni sjálfri munum við gefa þátttakendum nikótín- lyf til að minnka nikótínmagnið í blóðinu hægt og rólega yfir lengri tíma svo áfallið við að missa nikót- ínið úr líkamanum verði minna.“ - Búist þið við að árangurinn verði betri þar eð iíkamiegi þáttur- inn er tekinn með? „Árangurinn á námskeiðinu hjá okkur á Heilsuverndarstöðinni hefur verið sá að um 30% þátttak- enda hafa ekki reykt í eitt ár. Þykir það ágætur árangur. Með því að lengja námskeiðið í tvo mánuði auk þéttara eftirlits von- um við að árangurinn verði enn betri.“ - Er námskeiðið við ailra hæfi? „Það á að vera það. Hópamir eru litlir og því myndast auðveld- ► Dagmar Jónsdóttir er deildarstjóri á lungna- og berklavarnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1950. Lauk hún námi í hjúkrunar- fræðum frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1972. Dagmar stundaði nám í hjóna- og fjöl- skyldumeðferð við Par- und Familie Theraphy Institute í Köln á árunum 1989-1990. Á síðastliðnu ári lauk hún námi í heilsuhagfræði frá Endur- menntunardeild Háskóla ís- lands. Dagmar hefur starfað við flestar greinar hjúkrunar en undanfarin ár hefur hún haft umsjón með reykinganám- skeiðum á vegum Heilsuvernd- arstöðvarinnar í Reykjavík. lega samkennd á milli manna til að ná þessu sameiginlega mark- miði, að hætta að reykja. I hóp- meðferðinni tölum við eingöngu um reykingar og skaðsemi þeirra og förum ekki inn á persónuleg mál frekar en fólk vill. Eg vil taka það fram að þó að meðferðin tak- ist ekki í fyrsta skipti þá hvet ég fólk til að fara á annað námskeið eins og oft hefur gerst hjá okkur. Það er enginn álitshnekkir að því. Fólk á misjafnlega auðvelt með að tileinka sér meðferðina. Því tekst að hætta að reykja fyrr en seinna." - Hver er lykillinn að því að fólki takist að hætta að reykja? „Þátttakendum sem tileinka sér meðferðina og fara eftir því sem við leggjum fyrir þá, gengur best. Eins og að nota nikótínlyfið reglu- lega og tileinka sér fræðsluþátt- inn. Reyndar leggjum við ekki mikla áherslu á fræðsluna því fólk veit þegar svo mikið um skaðsemi reykinga. Mesta áherslu leggjum við á að fólk styðji hvert annað. Þótt það komi úr ólíkum áttum þá á það þetta markmið sameigin- legt, að vilja vera fullkomlega reyklaus.“ - Er algengt að fólk haldi áfram að hittast eftir reykinga- námskeiðið til að hvetja hvert annað? „Ég hef hvatt fólk til þess að mynda sína eigin hópa eftir að meðferðinni lýkur. Margir hittast einu sinni í viku til dæmis á kaffi- húsi. Fjölskyldan hefur ef til vill ekki áhuga á að tala endalaust um reykingar eftir að takmarkinu er náð. Þá er gott að geta deilt reynslu sinni með öðrum og fá hvatningu." Fólk styðji hvert annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.