Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkæra dóttir okkar og systir, HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, lést á Barnaspítala Hringsins laugar- daginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 18. október, kl. 15.00. Anna Björgvinsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Unnar Karl, Hrólfur Árni, aðrir aðstandendur og vinir. t Faðir okkar, FRIÐGEIR HÓLM EYJÓLFSSON fyrrverandi skipstjóri, Ásbraut 3, Kópavogi, lést á Hrafnistu Reykjavík miðvikudag- inn 16. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Börn hins látna + Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJÖRNSSON, Hólabraut 4, Hrísey, lést 15. október. Útförin fer fram frá Hríseyjarkirkju laug- ardaginn 26. október kl. 14.00. Guðrún Baldvinsdóttir, Baldvin Björnsson, Sigriður Kristfn Jónasdóttir, Björn Björnsson, Ingibjörg Gisladóttir, Eli'n Björnsdóttir, Björn Ingimarsson, Rúnar Þór Björnsson, Arna Georgsdóttir, Birkir Björnsson, Ólöf Inga Andrésdóttir, Víðir Björnsson, Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, sonur, bróðir og mágur, dr. GUÐMUNDUR GUNNARSSON GUÐMUNDSSON kírópraktor, 399 Marion Rd., Middleborough, Massachusetts 02346, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnu- dagsins 13. október sl. Jarðarförin fer fram í dag, föstudaginn 18. október 1996. Djane Guðmundsson> Gunnar, Thomas og Ronda Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Geröa Guðmundsson, Lúðvík Guðmundsson, Linda Guðmundsson. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS ÁRNASONAR. Gylfi B. Einarsson, Guðrún M. Einarsdóttir, Hafsteinn G. Einarsson, ívar Bjarnason, Helma R. Einarsdóttir, Einar Þ. ívarsson, Helga S. ívarsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Mánasundi 2, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Kristjánsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristin Guðmundsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Hermann Þorvaldur Guðmundsson, Kristín Edda Ragnarsdóttir og barnabörn. ÞÓRARINN TORFASON + Þórarinn Torfa- son stýrimaður frá Áshól í Vest- mannaeyjum fædd- ist 30. september 1926. Hann lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 10. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Torfi Einars- son, f. í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 17. janúar 1889, d. 30.10. 1960, og Katrín Ólafsdóttir, f. 14. september 1892 á Lækjarbrekku í Mýrdal, d. 6. nóvember 1929. Þórarinn átti þijú systkini. Þau eru: 1) Ása, f. 1. október 1917. 2) Ein- ar, f. 22. apríl 1923. 3) Björg- vin, f. 7. ágúst 1925, d. 11. des- ember 1980. Mig langar að minnast tengda- föður míns Þórarins Torfasonar nokkrum orðum. Þó að við vitum að kallið geti komið á hverri stundu, stöndum við alveg ráðþrota við skyndilegt fráfall Þórarins. Ég kynntist Þórarni fyrir sextán árum og fann ég strax hve góðan mann hann hafði að geyma. Þórarinn kvæntist Sigurlaugu Ólafs- dóttur frá Miðgarði í V estmannaeyj um 1953. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: 1) Unnur Katrín, bankastarfsmaður, gift Konráði Einars- syni verkamanni. Dætur þeirra: Rann- veig, þroskaþjálfa- nemi, og Silja. 2) ÓI- afur, íþróttakennari, kvæntur Kristínu Jónsdóttur hús- gagnasmið. Börn þeirra eru Þórarinn og Auður. 3) Torfhildur sjúkraliði. Útför Þórarins fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkjugarði. Ég minnist ferða okkar Óla til Vestmannaeyja, við fundum alltaf fyrir mikilli hlýju og velvild í okkar garð. Ég minnist þess er hann heim- sótti okkur til Akureyrar eftir fóta- aðgerð sem hann fór í, við reyndum að taka eins vel á móti honum og hann tók ævinlega á móti okkur. Það var í raun og veru alveg sama + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG A. ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. október. Ólafur Stefánsson, Gylfi Ólafsson og fjölskylda. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BERGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 15. október sl., verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 22. október kl. 13.30. Hrefna Ólafsdóttir, Emil G. Guðmundsson, Sigurgeir Ólafsson, Þóra Guðnadóttir, Rögnvaldur Ólafsson, María Steinmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, SVAVARS ÁRMANNSSONAR aðstoðarforstjóra, Álfheimum 48. Ingibjörg Egilsdóttir, Ármann Jakobsson, Hildur Svavarsdóttir, Halldór Svavarsson, Ásta Svavarsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Brynja og Ingibjörg Halldórsdætur. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áðurtil heimilis i Álfheimum 52. Auður Vésteinsdóttir, Sveinn Viðar Jónsson, Guðný Vésteinsdóttir, Guðmundur Helgason, Gunnhildur Vésteinsdóttir, Hafsteinn Andrésson, Hörður Guðbrandsson, Sverrir Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. hvað við höfðum upp á að bjóða, alltaf fengum við þakklæti. Oft heyrðist Þórarinn segja: „Þetta er gott, þetta er fínt, þetta er fínt.“ Þó man ég eftir einu skipti þar sem greina mátti örlítil vonbrigði. Við Oli buðum honum á ítalskt kvöld í Laxdalshúsi. Kvöldið byijaði fal- lega, sungin voru ítölsk einsöngslög við píanóundirleik. Maturinn var borinn á borð, spaghettí með ít- alskri sósu, brauð og grænmeti. Þar sem við sáum að dálítillar undrunar gætti hjá Þórarni sagði Óli: „Pabbi, gjörðu svo vel, þetta er maturinn.“ Er kvöldinu lauk þakkaði Þórarinn vel fyrir sig og sagðist bara hafa haft gaman af þessu en viður- kenndi samt að honum hefði þótt lítið til matarins koma. Ég sann- færðist eftir þetta kvöld um það hve gott Þórarni þótti að vera í félagsskap við okkur og okkur við hann. Við eigum margar perlur í sjóði minninganna, þó standa eink- um hæst samverustundirnar eftir að Þórarinn okkar fæddist árið 1988. Þá vorum við flutt frá Akur- eyri til Hafnarfjarðar og Þórarinn fluttur frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Stundunum sem við áttum saman fjölgaði. Það var ynd- islegt að fylgjast með sambandi þeirra nafnanna þróast og var alltaf á milli þeirra gagnkvæm virðing og fölskvalaus ást. Litla Þórami fannst afi svo „flottur" og kemur þá upp í huga minn þegar Þórarinn var á fímmta ári. Hann kom inn með hóp af krökkum, þau höfðu verið að metast um það hver ætti feitasta afann. Þórarinn benti á afa sinn og sagði: „Víst er afi minn feitastur, er það ekki?“ Krakkarnir voru honum sammála og þau fóru svo aftur út að leika sér. Þetta er bara lítið dæmi um hve stoltur sá litli var af afa sinum. Hann var „feitastur og flottastur". Mikið nutu nafnamir sín að fara í skemmtisigl- ingu á sjómannadaginn og spóka sig í bænum á 17. júní. Það varð mikil breyting á lífí Þórarins fyrir þremur áram. Hann greindist með krabbamein og fór í aðgerð sem reyndist honum mjög erfið. Hann hélt áfram fullur bjart- sýni, studdur dyggilega af börnum sínum og barnabörnum. Þessi veik- indi Þórarins höfðu meiri áhrif á líf hans en við bjuggumst við. Hann gat ekki snúið heim í fallegu íbúð- ina sína aftur. Á þessum tíma eign- uðumst við Óli Áuði litlu og naut hún ástar og umhyggju afa síns, eins og bróðir hennar. Síðustu vikumar sem Þórarinn var með okkur má segja að skipst hafí á skin og skúrir. Hann hélt upp á sjötíu ára afmælið sitt með stæl, umkringdur bömum sínum, bama- börnum, systkinum og vinum. Þessi dagur verður okkur dýrmætur í minningunni. Helgina áður fómm við að skoða víkingaskipið íslending. Óli og litli Þórarinn fengu að fara með í siglingu en við hin fylgdumst spennt með. Það sló ansi ótt móður- hjartað þegar ég sá Þórarin dingla fótunum út fyrir borðstokkinn, þá sat við hliðina á mér stoltur afi og þaulreyndur sjómaður og sagði: „Hann passar sig strákurinn.“ Aðeins nokkrum dögum eftir sjö- tugsafmælið fékk Þórarinn heila- blóðfall og lamaðist vinstra megin. Þetta var honum mjög erfitt. Við trúðum því að hann myndi ná sér aftur, hann lagði sig allan fram. Við heyrðum Þórarin aldrei kvarta. Það er erfítt að hlusta á sjö ára gamalt bam segja: „Mamma, ég er til í að hætta í skólanum og verða lítill aftur ef afí kemur til okkar, þá getur hann alltaf verið hjá okk- ur.“ Börnin hans Þórarins og bama- böm voru honum allt. Elsku Óli, Þórarinn, Auður, Torf- hildur, Unnur, Konni, Rannveig og Silja, megi minningin um góðan föður, tengdaföður og afa ylja ykk- ur um ókomna tíð. Ég kveð Þórarin Torfason með þökk og virðingu. Tíminn steðjar sem streymi á. Stýrum í Jesú nafni! Þótt bátur sé smár og báran há, þá brosir hans land fyrir stafni. (Sbj. Einarss.) Krístín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.