Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 4 7 TORFI HJARTARSON + Torfi Hjartar- son fæddist á Hvanneyri 21. maí 1902. Hann lést í Landspítalanum 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 17. október. Kveðja frá SUS Fyrir 66 árum, nánar tiltekið 27. júní árið 1930 í Hvannagjá á Þingvöllum, voru saman komnir 45 fulltrúar frá 13 félögum ungra sjálfstæðismanna víðsvegar að af landinu. Að baki hveijum fulltrúa stóðu 25 félagsmenn og voru fulltrúamir í umboði 1.125 ungra manna og kvenna í landinu. Þama stofnuðu fulltrúarnir Samband ungra sjálfstæðismanna og til forystu kusu þeir einróma Torfa Hjartarson. Torfi hafði fyrir þetta stofnþing haft forgöngu að stofnun samtakanna og fyrir hans atbeina vom stofnuð félög ungra sjálfstæðismanna viðsvegar um landið. I fundargerð stofnþingsins kemur fram að þingið hafi nánast samþykkt frumvarp fundarboðanda Torfa Hjartarsonar um stofnun samtak- anna óbreytt. Torfi var óskoraður og óumdeildur leiðtogi þessarar hreyfingar sem strax á stofnþinginu var orðin að fjöldahreyfingu sem hefur ávallt frá fyrsta degi barist með árangri fyrir frelsi og sjálfstæði einstaklinganna í þessu landi. Hug- sjónum þessa fólks sem stóðu að stofnun samtakanna er vel lýst í grein sem Torfi sjálfur skrifaði í tíu ára afmælisrit Heimdallar: „Ungum sjálfstæðismönnum er það Ijóst, að hver þjóð, sem aukast vill að þrótti og þroska verður að gæta frelsis síns og sinna borgara. Ánauð- ugir menn eru ekki líklegir til þroska, og ófijálsar þjóðir hafa aidrei tekið stórstígum framförum. Hver þjóð, sem skapa vill sjálfstæða og merki- lega menningu, verður að varðveita sjálfstæði sitt til þess að séreðli henn- ar fái notið sín og náð eðlilegum þroska. Hver þjóð sem viil vera fijáls og óháð verður að tryggja þegnum sínum sem best heilbrigt sjálfræði. Frjálsir menn mynda sjálfstætt þjóð- félag, en kúgaðir einstaklingar geta ekki varðveitt frelsi þjóðar sinnar.“ Torfi Hjartarson gleymdi aldrei hugsjónum sínum og alla tíð hvatti hann unga sjálfstæðismenn til dáða. Það fór ekki fram hjá neinum okkar sem hlustuðu á hann flytja heiðurs- ræðuna á 60 ára afmæli Sambands ungra sjálfstæðismanna á Þingvöll- um að þar brann ennþá gamli hug- sjónareldurinn. Ungir sjálfstæðismenn þakka frumkvöðlinum sem lagði traustan grunn að öflugu starfi stærstu stjórn- málahreyfíngar ungs fólks á íslandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Það var laust fyrir klukkan sjö að kveldi þriðjudagsins 8. október sl. að Torfi föðurbróðir minn var staddur í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu á Flókagötu 18. Mig minnir að hann hafi verið í hrókasamræðum við Hjört son sinn, hæstaréttardómara, um eitt- hvert lögfræðilegt álitamál er varðaði atvinnufrelsi, að honum skyndilega varð orðfall, hneig niður og var allur stuttu síðar. Hann dó með reisn. Það var ekki laust við að mér hafí staðið stuggur af Torfa þegar ég var yngri, þótt hann valdsmannslegur og hijúfur á yfirborðinu. Reyndar er hann mér ætíð minnisstæður af Toll- inum þar sem ég vann eitt sinn sumar- part sem unglingur þegar hann birt- ist skyndilega í aðalafgreiðslusalnum, mikilfenglegur og herðabreiður svo að fór um starfsfólkið, þvílíka virð- ingu bar það fyrir sínum yfirmanni. Eg fór ekki að kynnast Torfa neitt að ráði fyrr en fyrir rétt tæpum 10 árum eða skömmu eftir fráfall Snorra bróður hans. Við vorum að stokka upp búið á Eiríksgötunni að hann hljóp gjaman upp og niður stigana, iðulega með níðþunga bókakassa skáldsins sér við hönd. Að spá í að þar hafi farið hálf níræð- ur maður einsog storm- sveipur hefði þótt mikil fjarstæða. Erilsöm og gæfurík starfsævi lá þá að baki og hann hafði meiri tíma fyrir sjálfan sig og sín ótal hugðar- efni svo sem bókagrúsk og heimsreisur í svart- asta skammdeginu. Torfi var elstur þeirra bræðra, síðan kom Snorri skáld og yngstur var Ásgeir sagnfræðingur og leikhúsgagnrýnandi. Og þeir dóu í öfugu hlutfalli við aldur með rúm- lega 10 ára millibili. Eflaust hefur það sett sitt mark á Torfa sem elsta bróður að taka við búinu að Arnar- holti ásamt móður sinni er Hjörtur faðir þeirra féll frá um aldur fram. Það hefur hert hann og gefíð honum ríka ábyrgðarkennd. Seinna er Ragn- heiður hafði brugðið búi og þau keypt Eiríksgötu 27 í staðinn sagði Torfi mér eitt sinn að hann hafi gengið niður götuna í þungum þönkum um hvort ákvörðunin hafi verið rétt að hann sér föður sinn heitinn birtast skyndilega á móti sér broshýran með útbreiddan faðm. Þar fékk hann þá staðfestingu sem hann þurfti á að halda. Eg held að þessi sýn lýsi vel þeim nánu tengslum sem hann hefur haft við föður sinn sem ekki að tilefn- islausu hefur verið honum fyrirmynd. - Þó að þeir bræður hafi valið sér ólíkan starfsvettvang, haft andstæð- ar hugsjónir og stjómmálaskoðanir þá var ætíð á milli þeirra sterkt og einlægt bræðraþel. Bak við hina hörðu skel embætt- ismannsins bjó afar sanngjarn maður sem var fastur fyrir, ósérhlífínn, rétt- sýnn og heiðarlegur f samskiptum. Hann var þróttmikill persónuleiki með ríka frásagnargáfu í góðum fé- lagsskap, höfðingi heim að sækja og gat verið eldfjörugur fram á morgun ef því var að skipta. Það var einsog að ferðast í gegnum öldina er hann tók flugið í frásögnum, stálminnugur á menn og málefni, hvort sem það voru söguleg augnablik eða skondin hliðarspor. Það gustaði af Torfa, hann var höfðingi í eðli sínu, valinn til forystu og fórst það vel. Slíkir afburða menn fæðast ekki oft á öld og ég hygg að íslenska þjóðin hafi borið gæfu til að njóta krafta hans. Nú kveð ég þessa öldnu kempu og þakka honum fyrir kynnin. Þau voru dýrmæt og munu fylgja mér áfram um ókomna slóð. Eg votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð._ Halldór Ásgeirsson. Torfi Hjartarson, fyrrverandi toll- stjóri og státtasemjari ríkisins í vinnudeilum, andaðist 8. þ.m. á 95. aldursári. Þennan mæta og mikil- hæfa mann vil ég kveðja og minnast hans með nokkrum orðum. Ég tel, að með honum sé fallinn frá einn af merkustu embættismönnum þessa lands sökum mannkosta hans og góðra vitsmuna. Hann naut almennr- ar viðurkenningar og virðingar fyrir dugnað og skörungsskap í öllum þeim margvíslegu störfum, sem hann hafði með höndum. Ég kynntist honum fyrst, þegar hann var sýslumaður og bæjarfógeti á Isafirði og ég tiltölulega nýlega tekinn við sýslumannsembættinu í Hólmavík. Áttum við þá sem góðir grannar oft símtal saman, og var ætíð ánægjulegt ojg einnig fróðlegt að ræða yið hann. Eg gerði mér brátt grein fyrir því, hve sterka og góða dómgreind hann hafði til að bera, og hve mikils virði mér var að kynn- ast honum. Eftir að Félag héraðsdómara var stofnað árið 1941, kynntumst við enn betur. Hann var í stjórn þess félags og mjög virkur í starfsemi þess. Eg var nokkur fyrstu ár félagsins yngsti félagi þess og hafði gaman af félags- starfínu, sem leiddi til þess, að ég jafnframt kynntist öðrum félögum til gagns og ánægju. Þá kynntist ég Torfa allvel, og myndaðist smám saman með okkur vinátta, sem hélzt síðan. Eigi spillti það fyrir, að við töldum til frændskapar með okkur. Frændræknir vildum við vera. Eftir að Torfi var skipaður tollstjóri í Reykjavík árið 1943, breytti það því ekki, að hann var eftir sem áður félagi í Félagi héraðsdómara og jafn- an í forystu þar með öðrum góðum mönnum, og eftir að hann fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur varð það þá í tengslum við aðalfund Félags héraðsdómara árvisst sem nokkurs konar hefð, að hann bauð öllum fundarmönnum heim til þeirra hjóna. nutum við þar höfðinglegra veitinga í mat og drykk. Voru kvöld- heimboð þessi okkur félögum mikils virði. Það jók mjög ánægjuna, að húsmóðirin, frú Anna Jónsdóttir, var með okkur S þessum góðu samkvæm- um, og sá hún jafnframt um veiting- ar með reisn og tók þátt í samtölum, en hún var mjög fróð og skemmti- leg, þessi glæsilega og gáfaða kona, sem við nú minnumst með þökk og hlýjum hug. Þau hjón Anna og Torfi voru mjög samhent og ágæt í hví- vetna. Gott er að eiga minninguna um þau mætu hjón, sem við þökkum nú góðvild þeirra og hugulsemi. Eg vil láta þess getið, að í júlí og ágúst sl. þurfti ég að fá þjálfun eftir legu í sjúkrahúsi og þá á sama stað sem Torfí þá dvaldi á. Hittumst við þá nokkrum sinnum og áttum tal samn. Hann var þá andlega hress og sama karlmennið í framkomu sem hann hefir ætíð verið, þrátt fyrir áfall heilsu. Þá vil ég einnig geta þess, að 2. júní sl., þegar minnzt var 150 ára afmælis Menntaskólans í Reykjavík, þá kom Torfi þangað í hópi annarra stúdenta, til þess að taka þátt í hátíðahöldum, sem fóru fram við aðaldyr og framhlið skólans undir stjórn rektorsins Ragnheiðar, dóttur Torfa. Seinast sá ég og hitti minn gamla vin og frænda í hinum nýju húsa- kynnum Hæstaréttar þann 5. sept- ember sl., þegar vígsluhátíð hússins fór fram. Þar var stór hópur lögfræð- inga saman kominn. Mér fannst Torfí njóta sín og sóma sér vel í þessu umhverfi. Hann var hress og góður viðtals sem jafnan áður. Vonir stóðu til þess, að hann næði betri heilsu. Sú von brást, sem kunnugt er. Eng- inn má sköpum renna og taka skal því, sem að höndum ber. Ég vil ljúka þessum orðum með því að þakka Torfa Hjartarsyni sam- fylgd og margt gott á liðnum árum. Áðstandendum öllum votta ég inni- legustu samúð mína. Jóhann Salberg Guðmundsson. Þegar mágur minn, Poui Reu- mert, blés nýju lífí í minningarsjóðinn frá árinu 1938, sem bar nafn móður minnar, Stefaníu Guðmundsdóttur, bað hann mig, eftir lát systur minnar Önnu Borg, sem fórst í flugslysi árið 1963, að tilnefna þá, sem ég teldi hæfasta að skipa stjórn „Sjóðsins". Það var auðsótt mál og voru þessir þrír heiðursmenn valdir: Þorsteinn Ó. Stephensen, formaður, Agnar Kl. Jónsson, ritari, og Torfí Hjartarson, gjaldkeri. Tveir hinna fyrmefndu em þegar dánir og nú er sá síðast- nefndi, hetjan Torfi Hjartarson, fall- inn í valinn. Öllum þessum mönnum eiga að- standendur sjóðsins og raunar líka leikarastéttin í landinu þakkir að gjalda fyrir fórnfús fyrirmyndar- störf. Undirritaður bar gæfu til að sitja fundi þessarar sjóðsstjómar og tengdist þremenningunum tryggða- böndum, en allir sátu þeir til dauða- dags í stjórn „Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur". Það er nú að ég með trega kveð vin minn Torfa Hjartarson og fyrir hönd Minningarsjóðsins þakka ég honum ómetanlega stefnufestu og tryggð. Geir Borg. • Fleirí minningargreinar um Torfa Hjartarson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KRISTBJÖRG KRISTINSDÓTTIR frá Höfða, Grýtubakkahreppi, Vfkurgötu 6, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. október kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Fyrir hönd aðstandenda, _ . . _ y ’ Guðmundur Gunnarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eig- inmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS R. KÁRASONAR, Aðalgötu 5, Keflavik. Regfna Guðmundsdóttir, Sigurborg Pétursdóttir, Einar Már Jóhannesson, Guðmundur Pétursson, Bára Hansdóttir, Jóna Karen Pétursdóttir, Ingvar Jón Óskarsson, Regfna Rósa Harðardóttir, ingiþór Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Vinningaskrá HAPPDRÆTTÍ ae 22. útdráttur 17. okt. 1996 BifreiðaFvinningur Kr, 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 62813 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 9283 40440 56020 66192 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur) 2721 10959 21048 30843 41248 65966 8036 11720 23382 36524 63736 76139 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.( 100 (tvöfaldur ) 41 9924 19060 28963 42331 54137 62439 71343 582 9974 19115 29421 42702 54480 62595 71490 789 10040 19624 29494 43098 54580 62714 71949 1401 10309 20002 29639 43214 54723 62852 72272 1432 10784 20844 29682 43251 54816 63176 73231 1684 11066 20942 29920 43626 55192 63290 73302 1716 12077 21019 29991 44211 55302 63318 73432 2125 12414 21458 30698 44747 55624 63469 73623 2708 12547 21532 30951 45184 56022 63564 74312 2836 12770 22089 31274 45402 56136 63835 74410 2908 12886 22599 31322 46098 56646 63885 74464 3030 13068 22675 32268 46139 56993 64092 75390 3046 13358 22903 32451 46286 58150 64169 75627 3675 13625 23529 32998 46812 59134 64272 76113 4093 13871 24612 33108 46883 59390 64300 76512 4502 13938 24759 33177 46914 59502 64554 77081 4951 14316 25682 33205 47112 59901 64663 77197 5243 14598 26025 33583 47457 60307 64768 77288 5758 15115 26366 35665 48251 60488 65181 77414 5788 15356 26426 36299 48263 61357 65325 77600 6165 15455 27175 37363 48943 61567 66006 77753 6479 16142 28038 37437 49702 61579 66151 78162 6853 16247 28096 38005 49788 61706 66398 78787 7523 16327 28111 39275 49990 61813 67817 78993 7524 16358 28409 39320 50304 61941 67889 78998 7950 17454 28461 39381 51405 61947 68992 79829 8340 17493 28595 40580 52633 62095 69012 79944 8384 17691 28646 41249 52869 62246 70075 79988 8636 17849 28660 41379 52910 62254 70504 8863 18029 28849 42267 53455 62270 70615 Hcimasiða á Interneti: http//www.itn.is/das/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.