Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 51
FRÉTTIR
HLJÓMSVEITIN Sixties.
„Gaman saman“ við Bónus
Fulltrúafundur
Þroskahj álpar
Matvæla-
dagurinn á
laugardag
RÁÐSTEFNA í tengslum við fjórða
; Matvæladag Matvæla- og næringa-
fræðingafélags íslands (MNÍ) verður
haldin laugardaginn 19. október nk.
á Grand Hóteli í Reykjavík kl.
1 9-14.30.
Þetta er í fjórða sinn sem slíkur
dagur er haldinn og er hann farinn
að skipa fastan sess hjá þeim sem
tengjast matvælasviði á einhvern
hátt. Yfirskrift Matvæladagsins að
þessu sinni er vöruþróun og verð-
mætasköpun.
Á ráðstefnunni verður fjallað um
vöruþróun frá ýmsum sjónarhorn-
um. Reynt verður að svara spurning-
■ um eins og hvernig vöruþróun fer
■ fram, hvaða vandamál er við að
glíma og hvernig gengur að mark-
aðssetja íslenskar vörur erlendis.
í tengslum við Matvæladaginn
veitir MNÍ viðurkenningu með
stuðningi Samtaka iðnaðarins fyrir
lofsvert framtak á matvælasviði.
Ráðstefnan er ölium opin.
Flóamarkaður
! Engeyjar
LIONSKLÚBBURINN Engey held-
ur sinn árlega flóamarkað um helg-
ina í Lionsheimilinu við Sóltún 20
(Sigtún 9), Reykjavík. Flóamarkað-
urinn verður opinn laugardaginn 19.
og sunnudaginn 20. október, frá kl.
13-16 báða dagana.
Þar verður að finna fatnað í miklu
í úrvali, bæði notaðan og nýjan, því
I margir ágætir verslunareigendur
veita góðan stuðning, segir í frétta-
' tilkynningu. Auk fatnaðar verður
margvíslegur annar varningur á boð-
stólum.
Allur ágóði af flóamarkaðinum
rennur til líknarmála en á undan-
förnum árum hefur fé sem klúbbur-
inn hefur aflað m.a. verið varið til
styrktar heyrnarlausum og heyrn-
arskertum börnum, Rauða kross
| húsinu, Gigtarfélaginu, Krísuvíkur-
. samtökunum og sambýlum fatlaðra.
Alliance
Fran^aise
býður í bíó
ALLIANCE Francaise í Reykjavík
býður ókeypis í bíó í kvöld, föstudag-
inn 18. október, í Austurstræti 3
1 (gengið inn frá Ingólfstorgi), þar
i sem sýnd verður kvikmyndin „Péc
, heur d’Islande.
Myndin er gerð eftir sögu Pierre
Loti og segir frá daglegu lífi fólks
í litlu bretónsku þorpi þaðan sem
sóttur var fiskur alia leið að íslands-
ströndum. Fylgst er sérstaklega með
örlögum ungs sjómanns, sem Anth-
ony Delon leikur. I myndinni er höf-
undur sögunnar, Pierre Loti, látinn
vera ein af sögupersónunum. Þetta
1 er ný útgáfa myndarinnar og var
hún frumsýnd í Frakklandi í mars
( 1996.
Kraftakeppni
Vitans
ÚRSLIT í kraftakeppni Vitans í
Hafnarfirði verður í kvöld. Húsið
verður opnað kl. 20 og verður opið
til kl. 23 og er aðgangur ókeypis.
„Keppnin hefur verið árlegur við-
burður í Vitanum og hefur ætíð skap-
I ast mikil stemmning í kring um
keppnina. í ár tóku um 25 unglingar
þátt í undankeppni og til úrslita
keppa 12 einstaklilngar 6 í stráka-
flokk og 6 í stelpuflokk. Keppnin
hefur verið bæði krafta- og þrauta-
keppni þannig að sá sem er líkam-
lega sterkastur þarf ekki endilega
að vinna heldur þurfa keppendur að
vera úrræðagóðir og beita sér tækni-
* lega. Keppt verður bæði úti og inni
og vita keppendur ekki enn í hvaða
, greinum verður keppt. Keppnisgrein-
arnar eru oft frumlegar og skemmti-
legar fyrir áhorfendur að sjá. Krafta-
HALDIN verða fyrsta sameigin-
Iega skemmtun Kims og hljóm-
sveitarinnar Sixties laugardag-
inn 19. október frá kl. 12-14.
Skemmtunin verður haldin
fyrir utan verslunina Bónus í
Holtagörðum. Boðið verður upp
á Kims kartöfluflögur og hljóm-
sveitin Sixties mun svo leika vin-
jötunn mun sýna listir sínar og af-
henda verðlaun. Hafnfirsk fyrirtæki
gefa verðlaun", segir í fréttatilkynn-
ingu frá Vitanum.
’86 kynslóðin
skemmtir sér
NEMENDUR Fjölbrautaskólans í
Breiðholti á árunum 1982-1986
ætla að hittast iaugardagskvöldið 19.
október ki. 20 á efri hæð Astró og
er skemmtunin haldin undir einkunn-
arorðunum ’86 kynslóðin skemmtir
sér.
Á skemmtuninni verður boðið upp
á hlaðborð með léttum réttum og
drykkjum en aðgangseyrir að
skemmtuninni er 1700 kr. Nánari
upplýsingar hjá Astró.
Námstefna ITC
á Islandi
NÁMSTEFNA I., II. og III. ráðs ITC
á íslandi verður haldin laugardaginn
19. október í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi.
Stef fundarins verður: Geymdu
ekki bros dagsins til morgundagsins.
Fræðsludagskrá hefst kl. 11 og er
m.a. á dagskrá sterkar og veikar
hliðar ræðumanns, skapandi skrif og
að læra í leik. Einnig verður kennt
að vera virkur í veislu. Námstefn-
unni verður slitið kl. 17.30.
Vinningshafi í
leik Eimskips
DREGIÐ hefur verið í nafnspjalda-
leik Eimskips á Sjávarútvegssýning-
unni í Laugardai í september sl.
Gestum á sýningunni stóð til boða
að setja nafnspjöld sín i þar til gerð-
an hólk á innibás Eimskips alla sýn-
ingardaga. í lok sýningárinnar var
dregið úr spjöldunum.
Vinningurinn var ferð fyrir tvo
með Brúarfossi, flaggskipi Eimskipa-
félagsins, en skipið siglir frá Reykja-
vík til Færeyja, Hamborgar og fimm
hafna á Norðurlöndum. Þátttaka í
leiknum var mjög góð, hundruð nafn-
spjalda af ýmsum toga bárust. Vinn-
ingshafi er Karen Sigurðardóttir frá
Grímsey.
Félagsfundur
Heimilisiðnað-
arfélagsins
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís-
lands heldur félagsfund á Laufásvegi
2 kl. 14 laugardaginn 19. október.
Lagðar verða fram tillögur stjórn-
ar um breytingar á rekstri og skipu-
lagi félagsins.
sæl lög og kynna lög af nýút-
komnum geisladiski. „Gaman
saman“ er bein yfirskrift mark-
aðsátaks fyrir Kims kartöfluflög-
ur sem stendur yfir. Ætlunin er
að vera með samskonar skemmt-
anir fyrir utan ýmsar verslanir
í Reykjavík og á Akureyri næstu
helgar.
íslenskt dagsverk ’97
Landsfundur
á Akranesi
ÍSLENSKT dagsverk ’97, þróunar-
og uppfræðsluverkefni á vegum
námsmannahreyfinganna á íslandi,
heldur landsfund á Akranesi helgina
18. -20. október.
Á fundinn mæta fulltrúar úr skól-
um víðsvegar af landinu. AUs hafa
tilkynnt þátttöku 16 skólar. Á fund-
inum leggja íslenskir nemendur á
ráðin um hvernig þeir geti lagt lið
baráttunni gegn fátækt en sam-
kvæmt samþykkt Sameinuðu þjóð-
anna er árið í ár helgað þeirri bar-
áttu.
Fundurinn hefst á föstudagskvöld
og honum er slitið á hádegi á sunnu-
dag.
Málþing um
sósíalisma
í TILEFNI af tveggja ára afmæli
sínu gengst Sósíalistafélagið fyrir
ýmsum viðburðum. Þar á meðal er
málþing um sósíalisma sem haldið
verður í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10
(bakhús) laugardaginn 19. október
kl. 13.30.
Yfirskrift málþingsins er Sósíal-
isminn í brennidepli - fræðin, fram-
kvæmdin, framtíðin. Frummælendur
verða: Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, Páll
Halldórsson, jarðeðlisfræðingur, Þor-
valdur Þorvaldsson, trésmiður og
Torben Jensen, félagi í danska
kommúnistaflokknum og gestur fé-
lagsins í tilefni af afmælinu.
N agdýr asýning
í Dýraríkinu
NAGDÝRASÝNING verður í Dýra-
ríkinu, Grensásvegi, laugardaginn
19. október frá kl. 10-17 og er
aðgangur ókeypis.
Þar verður til sýnis Hamstrahöll,
sérkennileg búr ásamt nagdýrum
af öllum stærðum og gerðum. í til-
efni sýningarinnar verður 15% af-
sláttur af öllum nagdýravörum.
Parkinson-sam-
tökin opna
skrifstofu
PARKINSON-samtökin á íslandi
hafa opnað skrifstofu á Laugavegi
26, 3. hæð. Skrifstofan er opin frá
kl. 17-20 á miðvikudögum.
Parkinson-samtökin halda fund í
Áskirkju á laugardag kl. 14-16.
LANDSSAMTOKIN Þroskahjálp
halda fulltrúafund sinn í Reykja-
nesbæ dagana 18. og 19. október
nk. Fundur þessi er jafnframt
málþing sem ber yfirskriftina:
Stoðþjónusta eða stofnanir.
Setning fulltrúafundarins fer
fram á Flughótelinu í Reykja-
nesbæ og hefst kl. 20.30. Formað-
ur Þroskahjálpar, Guðmundur
Ragnarsson, setur fundinn. Ávarp
flytur Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og erindi flytur Karl Steinar
Guðnason, forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins. Leikin verður
tónlist á milli atriða. Að setningu
AÐ UNDANFÖRNU hafa verið
haldnir tveir fundir á Vesturlandi
um samstarf jafnaðarmanna í Borg-
arnesi og á Akranesi.
„Meginatriði umræðu á þessum
fundum hefur verið samstarf eða
samfylking jafnaðarmanna. Ber-
lega hefur komið í Ijós að það er
mikil áhersla frá kjósendum að
stofnaður verði vettvangur þar sem
jafnaðarmenn geti sameinast.
Meiru sé fórnað með aðgerðarleysi
en framkvæmd sameiningar jafnað-
armanna," segir í fréttatilkynning-
ur frá Alþýðuflokknum á Vestur-
landi.
„Á fundi í Borgarnesi var þung
áhersla á að þeir sem hafa afnot
lokinni býður bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar til kaffisamsætis.
Á laugardag hefst málþing kl.
9 og mun Ellert Eiríksson, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, ávarpa
fundargesti. Fyrirlesarar á mál-
þinginu eru úr röðum fatlaðra,
foreldra og fagmanna. Pallborðs-
umræður verða á laugardag kl.
11 og í þeim taka þátt fyrirlesarar
ásamt Árna Gunnarssyni, aðstoð-
armanni félagsmálaráðherra. Um-
ræðum stýrir Sigmundur Ernir
Rúnarsson.
Fulltrúafundurinn er öllum op-
inn bæði á föstudag og laugardag.
af auðlind þjóðarinnar eigi að greiða
fyrir það með veiðileyfagjaldi eða
fyrir þau afnot sem af auðlind er.
Sterk hvatning um að menn hefji
þegar formlegar viðræður um sam-
einingu kom frá hveijum þeirra
ræðumanna sem tóku tii máls en
alls tjáðu sig um 30 manns á þess-
um tveimur fundum. Á fundi sem
haldin var á Akranesi sl. laugardag
undirstrikaði fólk í máli sínu að það
væri réttlætiskrafa að lögum um
fiskveiðistjórnun verði breytt og j
þau bætt og að staða lakara settra j
í þjóðfélaginu verði bætt svo um 1
munar. Þetta eru grundavallaratriði
í þeim orðum sem töiuð voru á fund- |,
um þessum,“ segir þar jafnframt.
Toyota Corolla XLi Sedan ‘96, sjálfsk., ek. 11
þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 1.380 þús.
Nissan Micra 1.3 LX ‘95, hvítur, 5 d., sjálfsk.,
ek. 30 þ. km., álfelgur o.fl. V. 950 þús. (lánakjör).
MMC Galant GLSi ‘92, rauður, sjálfsk., ek. 78 þ.
km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.130
þús.
Suzuki Sidekick JX 16 v ‘95, 5 dyra, blár, 5 g.,
ek. 28 þ. km., upph., 30“ dekk, álfelgur, þjó-
favörn, dráttarkúla o.fl. V. 1.790 þús.
Honda Civic 1.5 DXi Sedan ‘95, steingr ár, 5 g.,
ek. 26 þ. km., spoiler, samlitir stuöarar. Fallegur
bíll. V. 1.190 þús.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bílasala
Verið velkomin.
Við vinnum fyrir þig.
Opið laugard. kl. 10-17,
sunnud. kl.13-18.
Nissan Sunny 1.6 SLX ‘92, dökkblár, 3ja dyra,
ek. 58 þ. km., 5 g., refm. í öllu álfelgur. V. 790
þús. Sk. ód.
Suzuki Sidekick JLX 1.6 5 d., sjálfsk., rauður,
30“ dekk, ek. 50 þ. km., rafm. í rúðum o.fl.
V. 1.670 þús. Sk. ód.
Nýr bfll: Suzuki Sidekick 5 dyra JXi ‘96, raður,
5 g., ek. 1 þ. km. V. 1.850 þús.
Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan ‘94, blár, sjálf-
sk., ek. 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag. o.fl.
V. 1.090 þús.
Grand Wagoneer Ltd. ‘93, grænn, m/viðarkl.,
sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í öllu, leðurkl., sól-
lúga, álfelgur o.fl. V. 2,9 millj.
Toyota Corolla XL Sedan ‘92, brúnsans., sjálf-
sk., ek. 66 þ. km., grjótgrind o.fl. V. 790 þús.
Hyundai H-100 sendibíll (vsk bíll) ‘94, 2.4 I vél,
5 g., ek. 42 þ. km. V. 1.030 þús.
MMC Colt GLi ‘93, 5 g., ek. 59 þ. km. V. 850
þús.
Volvo 940 2.3L GL ‘91, grænsans., sjálfsk., ek.
aðeins 49 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur, 2 dekkjag.,
spoiler o.fl. V. 1.750 þús.
MMC Lancer GLXi station ‘93, hvítur, sjálfsk.,
ek. 54 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum, 2
dekkjag., dráttarkúla. Toppeintak. V. 980 þús.
(bein sala).
Dodge Aries ‘87, 4ra dyra, vínrauður, sjálfsk.
Fallegur bíll. V. aðeins 290 þús. Sk. ód.
Subaru Legacy 2.2 station ‘95, 5 g., ek. 38 þ.
km., rafm. í öllu. V. 2.050 þús.
Ford Mondeo GLX ‘96, hlaðbakur, hvítur, sjálf-
sk., ek. 6 þ. km., geislap., rafm. í öllu, 2 dekkjag.
V. 1.830 þús.
Daihatsu Rocky diesel m/mæli ‘85, steingrár,
5 g., ek. 145 þ. km. V. 530 þús.
Toyota Hilux Ex Cap V-6 ‘90, 5 g., ek. 81 þ.
km., 38“ dekk, lækkuð drif o.fl. Verklegur bíll.
V. 1.450 þús.
Plymouth Voyager Grand ‘93, hvítur, ek. 81 þ.
km., 7 manna, 6 cyl. (3,3). Innbyggðir barna-
stólar í sætum. V. 1.890 þús. Sk. ód.
Nissan Sunny SLX 4x4 station ‘91, blás ans., 5
g., ek. aðeins 46 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í
sætum, toppgrind o.fl. V. 1.040 þús.
Chevrolet Blazer 4.3L Thao 5 dyra ‘92, rauður,
sjálfsk., ek. 91 þ. km., álfelgur, leðurinnr. o.fl. V.
2.250 þús.
Daihatsu Charade TS 3ja dyra ‘91, hvítur, 4 g.,
ek. aðeins 40 þ. km. V. 490 þús.
Nissan 100 NX 2000 ‘92, 2ja dyra m/topp,
rauður, 5 g., ek. 79 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu.
V. 480 þús.
Nissan Primera 2000 GLX ‘93, raður, sjálfsk., 5
dyra, ek. 40 þ. km., rafm. í öllu, sóllúga. V. 1.300
þús. Sk. ód.
Ath. eftirspurn eftir árg.
‘93-’97. Vantar slíka bíla
á skrá og á staðinn.
Bílar á tilboðsverði
MMC L-300 Minibus ‘90, ek. 140 þ. km., 8
manna. Verð aðeins 530 þús. stgr.
Ford Econoline 150 húsbíll ‘82, 8 cyl., sjálf-
sk., innr. húsbíll m/gastækjum o.fl. Gott ein-
tak. V. 530 þús. Tilboðsv. 390 þús.
Citroen BX 14 ‘87, hvítur, 5 g., ek. 103 þ.
km., nýskoöaður. Gott eintak. V. 290 þús.
Tilboð 190 þús.
Toyota Carina 2000 GLi Executive ‘90, hvít-
ur, ek. 110 þ. km., 4ra dyra. sjálfsk., rafm. í
öllu. V. 920 þús. Tilboð 810 þús.
Hyundai Pony LS ‘93, 3ja dyra, 5 g., grænn,
ek. aðeins 63 þ. km. V. 620 þús. Tilboð 500
þús.
Ford Scorpion 2000 GL ‘86, drapplitur, 5 d.,
5 g., ek. 124 þ. km. mikið yfirfarinn. V. 590
þús. Tilboð 460 þús.
Ford Lincoln Continental ‘90, blásans., ek.
83 þ. km., V-6 (3.8). Einn með öllu. Verð
1.490 þús. Tilboð 1.290 þús.
Renault Clio RN ‘92, rauður, 5 g., ek. 120 þ.
km. (vél uppt.). V. 540 þús. Tilboð 470 þús.
MMC Lancer 4x4 GLX station ‘87, gott ein-
tak. V. 490 þús. Tilboð 390 þús.
Fundir um samstarf
jafnaðarmanna