Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Konur í gildru BÆKUR Fræöibók GÓÐAR STELPUR KOM- AST TIL HIMNA EN SLÆMAR HVERT SEM ER Höfundur: Ute Ehrhardt Þýðandi: Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Bókaútgáfan Brandur. Reylgavík 1996. „FÁTÆKLINGAR, atvinnuleys- ingjar, valdleysingar og konur hafa alltaf tíma. Þau geta gefið tíma sinn. Það gildir fyrir þá eina sem hafa ákveðið að vinna ótruflað og af ein- beitni, að tíminn sé peningar. Tími hinna mikilvægu er afskaplega dýr- mætur.“ (s. 211). Tilgangur bókarinnar stelpur komast til himna en slæmar hvert sem er, eftir Ute Ehrhardt (þýskur sál- fræðingur) er að leið- beina konum í að kom- ast út úr þessum fé- lagsskap með „fátækl- ingum, atvinnuleys- ingjum og valdleysingj- um“ og styrkja sig á allan hátt til þess að ná árangri, áhrifum og völdum. Mörg atriði, uppeldisleg og menn- ingarleg, hafa hindrað konur í að losna úr þessum sammengi. Höfundurinn kallar það gildrur, sem konurnar lenda í, oft sjálfviljugar og fyrir sak- ir áunninnar hæversku og uppburð- arleysis. Það er hægt að lenda í eftir- farandi gildrum: „Skilningsgildran." Konan skilur allt og sérstaklega veikleika annarra. Hún lætur varhugaverða hluti yfir sig ganga vegna skilningsríkis. „Hjálpargildran". Konan vill bjarga og mjög gjarnan hömlulausu fólki. „Fómargildran". Árátta kvenna að fóma sé fyrir aðra og taka á sig sök annarra. Gefa allt sem þær eiga þó þær viti að þiggjandinn geti ekki annað en eyðilagt gjafimar. „Hæverskugildran". Konur em svo hæverskar að þær biðja ekki um neitt. „Meðaumkunargildran", Konan vorkennir í stað þess að elska, hugg- ar í stað þess að njóta ávaxta ástar- innar möglunarlaust. í verkinu fer langt mál í að lýsa þessum homstæðum sem konur eiga alltof auðvelt með að parkera lífi sínu í. Hliðstæðar sögur em sagðar aftur og aftur sennilega tilað undirstrika mynstrið sem konur lifan innan. Stundum óskar maður þess að verkið hefði verið þéttara eða styttra en kannski er hér við málfarið að sak- ast. Orðalagið er oft óljóst: „Konur eru kynið sem tilheyrir.“ (s. 120) „Aldrei að sjást í buxum á skrif- stofuhæð yfirmanna, ekki einu sinni þótt þær þurfi að afhenda eitthvað þar.“ (s. 121) „Mér hefur líka virst hæverskan erfast greinilegast sem félagslegur þáttur." (s. 171) „Óþægu stelpumar sjá bak við gleymsku, svokallaðan misskilning og frestunaraðgerðir, óbeinar aðferð- ir til að koma þeim á kné.“ (s. 218) Fólk sem kynnst hefur femenískri hugsun í rituðu máli á kannski ekki erfítt með að skilja hvað það er að vera kynið sem tilheyrir. Hins vegar er það grundvallarskilyrði í öllum bókum að málhugsun þeirra sé full- nægjandi. Textinn hér virkar oft eins og erlend hugsun á íslensku máli þar sem orðin hafa verið þýdd en hugsunin hefur ekki verið löguð að ís- lenskri málhugsun. Góðar stelpur komast til himna, er að forminu til einhvers konar sjálfs- hjálparbók og tekur dæmisögur úr daglega lífinu sem þjóna til að útskýra boðskap bókar- innar. Bettína og Manú- ela og Birgitta og Silvía og Silke og Petra og Jennifer og Christa og Erika og Hilge og Edith og margar fleiri hafa gengið í hina og þessa gildruna, fóm- að starfsframa fyrir vilja makans eða týnt maka vegna blindu eða hæ- versku en allar eiga þær sameigin- legt að hafa unnið gegn eigin vilja og löngunum. Bókin kemur ábyggilega mörgum konum til hjálpar. Þó eru flestar kon- umar sem dæmin fara af úr sama þjóðfélagshópi, eru á svipuðum aldri (rúmlega þrítugar), með eitt, tvö böm, mann og ágæta menntun. Höfundurinn leggur ríka áherslu á að konur klífi sem mest metorðastig- ann á alls konar skrifstofum og ekki bara það heldur kasti frá sér því sem höfundurinn vill meina að séu kven- legir eiginleikar eða veikleikar: að vinna niður fyrir sig, ganga í störf undirmanna sinna og aðstoðar- manna. Þetta segir höfundurinn að sé tímaeyðsla og tefji fyrir konum leiðina upp á toppinn. En hver heil- vita maður veit að leiðin upp á topp- inn er styttri og þægilegri en ferð ýsunnar í kringum ísland og að einn dag verður allt fólk á jörðunni mikil- vægt og forstjórar að atvinnu. Kristín Ómarsdóttir. Góðar Ute Ehrhardt. Morgunblaðið/Þorkell EINAR Sigurðsson landsbókavörður afhendir dr. Theodore R. Beck þakkarskjal vegna gjafarinnar. Bókagjöf til stóriðjurannsókna LANDSBÓKASAFNI íslands - Háskólabókasafni hafa nýlega borist að gjöf rit á sviði rafefna- verkfræði, um 1000 bindi, bæði bækur og tímarit. Gjöfin er frá bandarískum manni af íslenskum ættum, dr. Theodore R. Beck, og fyrirtæki hans í Seattle, Electrochemical Technology Corporation. í rita- gjöfinni eru m.a. Journal of The Electrochemical Society frá 1937 til þessa dags auk annarra tíma- rita og sígildra bóka á þessu fræðisviði. Móðir Theodore R. Beck var ættuð er úr Kelduhverfi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, fluttist vestur um haf árið 1914 oggiftist síðar dönskum manni. Theodore er einkabam þeirra en móðir hans lést þegar hann var einungis tveggja ára. Sá ritakostur sem til er hérlendis á þeim sviðum vísinda og iðnaðar sem hér er um að ræða er afar rýr og því er Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni þessi ritagjöf mjög mikilvæg segir m.a. í til- kynningu frá safninu. Nýjar bækur Astskyldar verur ÚT ER komin skáldsag- an Meinaböm og maríu- þang, ævintýri um ást- skyldar verur og unaðs- tak kræðunnar eftir myndlistarkonuna Björgu Örvar. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undar en áður hefur komið út eftir Björgu Ijóðabókin í sveit sem er eins og aðeins fyrir sig, árið 1991. Sögusvið Meinabarna og maríuþangs er lítið sjávarþorp úti á landi, fjöruborð og fjallshlíð og blómleg sveitin þar á milli. í upphafi ævintýr- isins verða kynlegir fyrirburðir á ströndinni sem hafa mikil áhrif á fjölskyldu Önnu og Jóns á Heiðarbæ. Flókinni atburðarás er hrundið af stað með óvæntum hætti og örlagasögu manna og dýra er skyndilega búin kostu- leg vaxtarskilyrði. „Þetta er ævintýri fyrir fullorðna, þroska- saga, ástar- og harm- saga, magnþrungin, io- stafull og gleðirík með írónísku ívafi,“ segir í kynpingu. Útgefandi er 100 bóka forlagið. Meina- börn og maríuþang er 217 blaðsíður, Ijósrítuð og prentuð í Odda, gef- in út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og kostar 2.600 krónur. Höfundur ber allan kostnað af útgáfunni og bókin er til sölu á vinnustofu Bjargar Örvar, Álafossvegi 18b, Mosfellsbæ. Björg Örvar Beinskeytt og kaldhæðin rödd frá Króatíu EKKI er langt síðan menn spurðu sig hvort enga femínista væri að finna í Austur-Evrópu? Spurn- ingin var ef til vill álíka heimskuleg og hefðu menn spurt hvort enga þjóðernissinna væri að finna þar. The European fjallaði nýlega um króat- íska rithöfundinn og femínistann Slavenku Drak- ulic, sem fjallar um ástandið I heimalandi sínu á kaldhæðinn og stundum hnyttinn hátt, og hikar ekki við að ráðast gegn þjóðernissinnunum sem vaðið hafa uppi á Balkanskaga. Fyrsta bók Drakulic var ritgerðasafn sem kall- aðist „Hvernig við lifðum kommúnismann af og hlógum jafnvel" og kom út árið 1992. Litríkar og hnyttnar lýsingar hennar á lífinu undir stjórn kommúnista í gömlu Júgóslavíu voru eins konar opinberun fyrir marga lesendur á Vesturlöndum sem voru búnir að fá sig fullsadda af lýsingum úr gúlaginu, mótmælaskrifum og níðþungum póli- tískum táknsögum og ádeilu. Skyndilega var kom- in fram á sjónarsviðið kona sem gat lýst lífinu á tímum kommúnisma á vitrænan hátt; niðurlæg- ingunni og fáránleikanum. Hún kallaði sig femínista en hefur ekki verið hugmyndum femínismans sérlega trú, látið sér nægja að hafa það að leiðarljósi að „hið persónu- lega sé pólitík" og skoðað hið daglega líf í heima- landi sínu út frá því. Það sem einna helst minnir á femínisma er stuðningsyfirlýsing Gloriu Stei- nem, sem er að finna á forsíðu nýjustu bókarinn- ar, „Café Europa“. Þegar stríðið braust út í ríkjum fyrrum Júgó- slavíu lýsti Drakulic hinni siðferðilegu og pólitísku hnignun og tók æ harðari afstöðu gegn þjóðerniss- innum í Króatíu, sem gerðu samverkamenn nas- ista í heimsstyijöldinni síðari að fyrirmyndum sínum. Hafa skrif hennar orðið til þess að nær ómögulegt er fyrir hana að fá verk sín útgefin i Króatíu. Hörðust er ádeilan í bókinni „Balkan- hraðlestin" frá árinu 1993. í „Café Europa“ er að finna styttri greinar og ritgerðir allt frá árinu 1992. Þar segir m.a. frá því er móðir hennar reynir að hylja stjörnuna á iegsteini eiginmannsins, en hún var sett í virð- ingarskyni þar sem hann hafði barist með Tito í heimsstyijöldinni síðari. Móðir hennar óttaðist hins vegar að króatískir þjóðernissinnar myndu vanvirða leiðið þar sem þeir teldu stjörnuna tákn um kommúnisma og þar með yfirráð Serba. Annað dæmi um sýn Drakulic er þegar hún rifjar upp ferð sína tii Búkarest í Rúmeníu. Þar kemur hún í glæsihús sem hafði verið í eigu Zoe, dóttur Nicolae Ceausescu. „Þar sem ég sat SLAVENKA Drakulic: Skyndilega var komin fram á sjónarsviðið kona sem gat lýst lífinu á tímum kommúnisma á vitrænan hátt; niðurlægingunni og fáránleikanum. á baðherbergi Zoe, áttaði ég mig á því að sið- menntað og lýðræðislegt þjóðfélag á afar litla möguleika á að skjóta rótum í löndum þar sem venjuleg, hrein baðherbergi með rennandi heitu vatni, salemispappír og sápu, var lúxus sem ein- göngu var ætlaður einvöldunum.“ Drakulic þykir ráða einkar vel við greinaform- ið, þó að nokkuð skorti upp á fágunina. Drakulic skrifar á ensku en gagnrýnendur segja að það sem vanti upp á blæbrigði tungumálsins, bæti skáldkonan upp með óvenjulega beinskeyttum og gagnsæjum texta. Síðasta sýning Við Hamarinn HELGI Hjaltalín Eyjólfsson og Gunnar J. Straumland opna myndlistarsýningu í sýningar- salnum Við Hamarinn, Strand- götu 50, Hafnarfirði, laugar- daginn 19. október kl. 16. Þetta verður síðasta mynd- listarsýningin í sýningarsalnum Við Hamarinn þar sem starf- semi hans verður hætt. Á þess- ari sýningu verða viðfangsefni beggja listamannanna af svip- uðum hugmyndafræðilegum toga en leiðirnar sem þeir velja til útfærslu hugmynda sinna eru af gjörólíkum toga. Mun Helgi sýna veggskútptúra og Gunnar olíumálverk. Sýningin stendur til 30. nóv- ember og er opin kl. 14-18, alla daga nema mánudaga. GUÐBJÖRG Lind opnar málverkasýningu á Sól- oni á laugardag. Guöbjörg Lind sýnir á Sóloni GUÐBJÖRG Lind opnar mál- verkasýningu á Sólon fslandus laugardaginn 19. október kl. 14. Á sýningunni verða olíumál- verk, sem Guðbjörg hefur unnið á síðastliðnum tveimur árum. „í verkum sínum beinir málar- inn sjónum sínum inn á við með hafflöt sjávar í huga þar sem blasa við sjónum hans eyðieyjar og sker - eylönd sem við getum horfið til í brimróti daganna," segir í kynningu. Á opnunardegi sýningarinn- ar kemur út litprentaður bækl- ingur sem hefur að geyma myndir af verkum Guðbjargar Lindar ásamt grein um mynd- list hennar eftir Auði Ólafsdótt- ur listfræðing. Sýningin stendur til mánu- dagsins 11. nóvember. HJÖRDÍS Frímann sýnir málverk í glugga List- húss 39 í Hafnarfirði. Málverk í glugga List- húss 39 HJÖRDÍS Frímann sýnir mál- verk í glugga Listhúss 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, dagana 19. október til 4. nóv- ember. Hjördís er fædd á Akureyri árið 1954. Hún lauk námi frá The school of The Museum of Fine Arts í Boston árið 1986. Hjördís hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, en þetta er fimmta einkasýning hennar. Hún er ein af 13 lista- mönnum sem reka Listhús 39 í Hafnarfirði og sýna verk sín þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.