Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Kvennalaunin og kjarasamningarair FYRIR tveim árum var ákveðið að ráðast í viðamikla könnun á launamun kynja hjá Reykj avíkurborg. Þessi könnun er frá- brugðin öðrum könn- unum sem gerðar hafa verið á launamun kynj- anna hér á landi að því leyti að ekki er um úrtakskönnun að ræða heldur unnið úr gögn- um sem til eru í launa- bókhaldi borgarinnar. Laun allra starfs- manna Reykjavíkur- borgar að undanskild- um þeim sem voru í vaktavinnu, atvinnuá- taki eða annarskonar óreglubund- inni vinnu voru könnuð og ljóst var frá upphafi að niðurstöðumar yrðu notaðar til að leggja grunn að raun- hæfri áætlun í launamálum kynj- anna. Að því er nú unnið innan borgarkerfisins. En fleira kemur til og þetta mun vera í fyrsta skipti sem stór at- vinnurekandi á íslenskum vinnu- markaði rannsakar hjá sér launa- mun kynja að eigin frumkvæði. Til að annast rannsóknina var fengin Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hjá Félagsvísindastofnun sem hefur getið sér gott orð fyrir slíkar rann- sóknir fyrir t.d. Jafnréttisráð. Nið- urstöðurnar liggja nú fyrir. Hjá Reykjavíkurborg, eins og annars staðar á íslenskum vinnumarkaði, hallar verulega á konur. Allt bendir til að kynferðið kosti konur hjá Reykjavíkurborg um 14% í launum. Þetta er ekki lítil upphæð - hún slagar hátt upp í að vera tvöföld útsvarsprósentan. Ég á ekki von á að nokkrum þyki sú upphæð engu skipta í heimilisbókhaldinu. Kerfislægt vanmat á störfum kvenna Segja má að launakönnun Reykjavíkurborgar staðfesti kerfis- lægt vanmat á störfum kvenna á íslenskum vinnumarkaði því niður- stöður hennar eru mjög áþekkar niðurstöðum annarra nýlegra launakannana hérlendis. Saman- burður á launum kvenna og karla í fullu starfi sýnir að í október 1995 voru konur hjá Reykjavíkurborg með 67% af launum karla. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir búið er að taka tillit til mismikillar yfir- vinnu, starfsgreinar, mismunandi starfsald- urs og annarra slíkra þátta sem hafa áhrif á laun og launabók- haldið hefur upplýs- ingar um, standa eftir 14% sem engin „eðli- leg“ skýring finnst á. Þegar reynt er að átta sig á hvar lau- namunurinn verður til kemur í ljós að það gerist á öllum stigum í því sem kalla má launamyndunarferlið en þó í mjög mismikl- um mæli. Um tvö af þessum 14 prósenta mun verða til þegar fólki er grunnraðað í launa- flokka. Afgangurinn verður að mestu til vegna ákvarðana um greiðslur fyrir yfirvinnu og vegna þess að konur fá sjaldnar bílastyrki og þeir eru líka lægri en þegar karlar eiga í hlut. Munurinn jafnvel meiri Y.irvinnan vegur þungt í launum bæði karla og kvenna, en í launum karla vegur hún þó tvöfalt meira en í launum kvenna. Þannig eru yfirvinnugreiðslur 30% af heildar- launum karla en 15% af heildar- launagreiðslum kvenna. Bílastyrk- irnir nema hjá körlum 3% af heildar- launagreiðslum en 1% hjá konum. Einmitt hér birtist veikleiki kann- ana af þessari tegund. Við höfum á þessu stigi engin tæki til að skoða að hve miklu leyti það tíðkast hjá Reykjavíkurborg að greiða fyrir svokallaða óunna yfirvinnu og hversu þungt hún vegur í launa- muninum. Akvarðanir um slíkt eru teknar úti í stofnununum án þess að þeirra sjái stað í launabókhaldi borgarinnar. Við vitum frá öðrum könnunum að greiðslur fyrir óunna yfirvinnu falla körlum frekar í skaut en konum og höfum enga ástæðu til að halda að Reykjavíkurborg sé undantekning að þessu leyti. Því bendir ýmislegt til að launamunur- inn geti verið vanmetinn af því að í könnuninni er farið með allan vinnutíma eins og um raunveruleg- an vinnutíma sé að ræða. Eins er með bílastyrki. Við vitum ekki hvort karlar nota bíla sína í Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmœlisdegi mínum þann 26. september. Klara Fríðriksdóttir, Vestmannabraut 44, Vestmannaeyjum. Hugheilar þakkir fœri ég öllum, sem gerðu mér 80 ára afmœlisdaginn minn, 11. október síðastliðinn, ógleymanlegan. Þökk fyrir allar gjafirnar, hlý orð, heillaskeyti og heiður mér sýndan í tali og tónum. Þökk til kvenfélagsins Gefnar og Slysavarnadeildar kvenna í Garði fyrir stórglœsilega veislu. Þökk til hreppsnefnd- ar Gerðahrepps, til barna minna og tengda- barna, œttingja og vina. Þessi dagur fœrði mér ómœlda hamingju og gleði, og kœru vinir; það er gaman að lifa. Guð veri með ykkur öllum. Sigrún S. Oddsdóttir, Nýjalandi. Allt bendir til, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að kyn- ferðið kosti konur hjá Reykjavíkurborg um 14% í launum. þágu vinnunnar þrefalt á við konur eða hvort þarna er að einhveiju leyti um dulda launaauka að ræða sem falla þá körlum frekar í skaut en konum. Endimörk yfirvinnu- þjóðfélagsins Þegar maður stendur frammi fyrir upplýsingum um vinnutíma ýmissa starfsstétta hjá Reykjavík- urborg sem eru þær að karlar í fullu starfi hafi í október 1995 að meðaltali fengið greitt fyrir frá 41 tíma í yfirvinnu (verkakarlar) upp í 71 tíma (skrifstofukarlar), þá er ekki laust við að manni fallist hend- ur. Á sama tíma nema yfirvinnu- greiðslur til kvenna frá 9 tímum að meðaltali (þjónustu- og af- greiðslustörfj upp í 56 tima (skrif- stofukonur). Ég ítreka að þetta eru yfirvinnutímar fólks í fullu starfi - eftir að venjulegum vinnudegi lýk- ur. Þar sem skrifstofukarlar eiga í hlut nema þessar greiðslur næstum tveim vinnuvikum í hveijum mánuði sé miðað við virkan vinnutíma. Það eru margar ástæður fyrir því að við hljótum að viðurkenna að við séum komin að endimörkum yfirvinnuþjóðfélagsins. Sá mikli kynbundni munur sem er á fjölda yfirvinnustunda, að meðaltali 16,4 tímar hjá konum í fullu starfi en 51,7 tímar að meðaltali hjá körlum í fullu starfi, hlýtur að næra grun- semdir um að svokölluð óunnin yfír- vinna sé að einhveiju leyti notuð til að veita körlum launaauka um- fram konur. Með öðrum orðum að launaskrið komi fram sem greiðslur fýrir yfirvinnu og að launaskriðið hafi verið meira hjá körlum en kon- um. En þó svo að við gefum okkur að yfirvinnan sé unnin þá gefur það auga leið að slík viðvera á vinnu- stað getur ekki talist vinsamleg í garð fjölskyldulífs og jafnréttis á heimili. Hún er hindrun í vegi þess að bæði kynin geti sinnt fjölskyldu- ábyrgð sinni sómasamlega og feður komi meira inn í uppeldi bama sinna. Það er því allt í senn jafnrétt- ismál, fjölskyldumál og vinnuvernd- armál að losna út úr þeim vítahring sem yfirvinnuþjóðfélagið hefur komið okkur í. Svo er líka brýnt að halda til haga í þessu samhengi að ekki væri um neitt atvinnuleysi að ræða í landinu ef skorið yrði almennt af yfirvinnunni og sköpuð störf í staðinn. Oxlum ábyrgðina saman Innan skamms munu fulltrúar Reykjavíkurborgar setjast að samn- ingaborði með viðsemjendum sín- um. Þegar rýnt er í niðurstöður launakönnunarinnar hjá Reykjavík- urborg koma fram staðreyndir sem er einkar athyglisvert fyrir viðsemj- endur okkar að gefa nánari gaum. í fyrsta lagi eru borin saman laun í mars 1995 og í október 1995. Launamunur kynja minnkaði mark- tækt á þessum tíma. Dagvinnulaun kvenna í fullu starfi voru 91% af dagvinnulaunum karla í mars 1995 en sjö mánuðum síðar var hlutfallið komið upp í 93%. Hvað hafði gerst á tímabilinu sem skýrði þessa já- kvæðu breytingu? Svarið má frnna í kjarasamningagerðinni vorið 1995 þar sem samninganefnd Reykjavík- urborgar fékk það veganesti að leggja sérstaka áherslu á hækkun launa fyrir hefðbundin lágtlaunuð kvennastörf. Árangurinn var hægt að mæla. Það segir okkur að þó launamunur kynja hafi ekki orðið til við samningaborðið nema að litlu leyti þá verður engu að síður að glíma við hann líka þar. Lesa má út úr könnuninni að ganga megi lengra í átt til launajöfnunar með slíkum aðferðum við kjarasamn- ingagerðina. Fulltrúar Reykjavíkur- borgar munu leggja á það áherslu við komandi kjarasamningagerð að áfram verði gengið í þess átt og vonast til að ná um það samstöðu við viðsemjendur sína. Spár um yfirvofandi efnahags- iega uppsveiflu þrýsta einnig á um að Reykjavíkurborg grípi til að- gerða til að draga úr launamun kynja. Það er reynsla fyrir því að í hefðbundnum starfsgreinum karla leiði slík uppsveifla til meiri hækk- ana á kauptöxtum og launaskriðs. Niðurstaðan gæti því orðið stórauk- inn launamunur kynja. Verkalýðs- hreyfingin stendur því frammi fyrir þeirri hættu að launabilið milli kynj- anna aukist almennt á næstunni nema hún setji sig í þær stellingar nú fyrir næstu kjarasamningalotu að draga úr honum. Hjá Reykjavík- urborg er fullur vilji til þess að skoða tillögur verkalýðshreyfíngar- innar um aðgerðir til að minnka launamuninn. Við væntum þess líka að úr þeirri átt komi stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir Reykjavíkur- borgar til að minnka launamun karla og kvenna. Höfundur er borgnrstfóri. - kjarni málsins! OPINN FUNDUR A GRAND HOTEL Hvar er meðferð íyrir börnin okkar? Á morgun, laugardag kl.14, á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík, afhendir hópur foreldra vímuefnabarna Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, undirskriftir 10 þúsund íslendinga um að stofnað verði meðferðarheimili fyrir börn á ný. Stutt ávörp og umrœður Fundarstjóri Ingvi Hrafn Jónsson Sýnum samstöðu, mætum öll! FORELDRAHÓPURINN SJOVAOdALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.