Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand þesscþiómynci ersuo örnur- leg ao 'eg óarfaJJaþd tydip Smáfólk Þetta er það sem mér líkar ... sofa út... enginn skóli... laugardagur. Laugardagur?! 5ATURPAY?.' BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Fjárútlát forsetaefna — farið hefði fé betur Frá Guðmundi Rafni Geirdal: NÝLEGA hefur verið í fréttum um- fjöllun um fjárútlát forsetaefna; einkum vegna blaðamannafundar Guðrúnar Agnarsdóttur um heildar- kostnað við sitt framboð. Fram hef- ur komið að halli hafi verið á fram- boðinu, kostnaður hafi orðið meiri en búist var við og spurningar lagð- ar fram um hvort ríkið ætti að styrkja slík framboð með einhveijum hætti. Mín afstaða er þessi: 1. Sýnt hefur verið fram á í fjöl- miðlum í kringum kosningar að sterk fylgni var á milli fjárútláta þeirra sem fengu opinbera staðfestingu sem forsetaefni og fjölda atkvæða sem þau fengu en með öfugri verk- un, það er að segja að þeir sem eyddu mestu fengu fæst atkvæði. Samkvæmt því hefur lítið gildi að eyða umfram efni. 2. Auk þess kom fram rökstudd umræða um að sjá hefði mátt í upp- hafi baráttunnar hver yrði kosinn og að fólk hefði verið búið að ákveða sig löngu áður en kosningar urðu. Því hefði skipt litlu hvort eytt hefði verið milljóninni meira eða minna í kosningabaráttuna. 3. Guðrún Agnarsdóttir varpaði því fram hvort ríkið ætti ekki að koma til móts við framboðin til dæm- is með því að fella niður virðisauka- skattinn. Ég er sammála því svari fjármálaráðherra að féð sem rann um vasa forsetaefnanna hefði ein- faldlega farið í aðra virðisaukaskatt- skylda vöru ef þeir hefðu ekki verið í framboði og auk þess þurfi líknarfé- lög einnig að greiða virðisaukaskatt og því ættu forsetaefni þá ekki að gera það einnig! Hins vegar er ég sammála um að það megi athuga hugsanlegan hlutastyrk til slíkra framboða í framtíðinni, því eins og bent hefur verið á þá er slíkt fyrir- komulag við lýði í Bandaríkjunum, og með því hefðum við sem þjóð nægan tíma til að íhuga hvernig væri best að haga því svo vel fari. 4. Rætt hefur verið um að styrkja ætti framboð forsetaefnanna til jafns á við stjómmálaflokka. Svar mitt er að það er gert, því ég athugaði það sem væntanlegur forsetaframbjóð- andi síðastliðið vor. Samkvæmt for- sætisráðuneytinu felst það fyrst og fremst í greiðslu fyrir símareikning á framboðsskrifstofum hjá þeim sem öðluðust rétt til að kallast forseta- efni. Það myndi varla duga nema fyrir örlitlum hluta heildarútláta. 5. Mig minnir að flest ef ekki öll forsetaefnin hafi rætt um að gæta aðhalds og spamaðar í fjárútlátum sírium og með því mynduðu þau for- dæmi öðrum til eftirbreytni. Reyndin er sú að Olafur Ragnar Grímsson nýkjörinn forseti, Guðrún Agnars- dóttir og Pétur Kr. Hafstein fóm öll fram úr áætlun og hafa halla á sínum sjóðum. Þeir sem síst skyldu hafa hins vegar greitt sína reikninga. Annars vegar Astþór Magnússon og hins vegar ég sem væntanlegur for- setaframbjóðandi. Ég var vel innan við þau mörk sem ég hafði upprunalega sett mér, sem vom 500.000 krónur til enda fram- boðsins. Lokatalan var semsagt 369.889 krónur og fólst fyrst og fremst í auglýsingum í dagblöðum. Með því sýndi ég aðhald og sparnað í verki. Þetta var greitt af eigin fé. Ég gekk ekki með betlistaf í hendi til annarra. Með því myndaði ég verð- ugt fordæmi sem forsetaframbjóð- andi. í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 15. maí síðastliðinn sagði ég: „Halda þarf forsetaembættinu innan ramma fjárlaga hvers árs. Ég styð stefnu núverandi ríkisstjómar um ríkisjöfnuð á næsta ári, það er að í fyrsta sinn í mörg ár verði fjárlög afgreidd án fjárlagahalla ... og að við það verði staðið! Verði ég forseti er ég til í að spara það mikið að ég verði vel innan fjárlaga til að mynda skýrt fordæmi öðmm til eftirbreytni, án þess þó að skaða ímynd embættis- ins...“ Það ánægjulega er að ríkisstjómin hefur lagt fram fjárlagafmmvarp fyrir komandi ár þar sem í fyrsta sinn í rúman áratug er lagt til að það verði afgreitt án halla; meira en það, miðað er að því að rúmur millj- arður verði afgangs. Með því tek ég þátt í hollri viðleitni í átt til skynsam- legrar notkunar á fé, sem síðan eyk- ur möguleikana á að við sem þjóð komumst upp úr skuldum nútíðarinn- ar yfir í hagsæld framtíðarinnar. Megi svo vera. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Hvað skal segja? 41 Er rétt að segja: Veistu hvort Jón sé heima? Rétt er: Veiztu hvort Jón er heima? Ég held að hann sé heima. Ég veit að hann er heima. Ætli hann sé heima? Það er víst að hann er heima. Það er óvíst að hann sé heima. Það er líklegt að hann sé heima. Viðtengingarhátturinn er látinn fylgja óvissunni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt ! upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.