Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Pl'CflS & SCHMITT
Hensel & Mortensen
’^ímincUa
ast þannig hjá áhættu á ákæru?
d) Er það siðferðilega rétt að
lýsa einn á sig fullri ábyrgð á rekstri
og stjórn almenningshlutafélags?
Hvað með tillit til fjölskyldu og
vandamanna?
e) Er það siðferðilega rétt mat
og eðlilegt í þjóðfélaginu, að einn
maður eigi að missa allt sitt, er
hlutafélag fjölda aðila verður gjald-
þrota; félagsform, sem samkvæmt
lögum takmarkar ábyrgð sína við
framlagt hlutafé? Hveiju máli skipt-
ir eignaraðild hans að fyrirtækinu?
f) Var það siðferðilega rangt af
mér að fá fjölskyldu mína til þess
að samþykkja að hlutafélag hennar
VJGB tæki á sig stórar skuldbind-
ingar vegna ófara þeirra fyrirtækja,
sem ég hafði verið í forsvari fyrir
um árabil? Hvers áttu þau að gjalda?
Hafa stórfyrirtæki hér á landi al-
mennt tekið á sig skuldir systur-,
móður-eða dótturfyrirtækja þegar
þau hafa orðið gjaldþrota?
g) Er það siðferðilega rétt og
sæmandi af blöðum og blaða- og
fréttamönnum að birta staðlausa
stafi, falsanir og söguburð án þess
að kanna staðreyndir mála áður?
h) Er það siðferðilega rétt í svo-
kallaðri gúrkutíð fjölmiðla hreinlega
að búa til sögur og gera þær að
fréttum og leita síðan leiða til þess
að gera þær að raunveruleika, eins
og m.a. virðist vera tilfellið hjá
-S.dór á DV ?
Ég gæti varpað fram enn frekari
spurningum um þessi málefni, en
læt hér staðar numið. Að mínu
mati er hætt við að nánari skoðun
leiði til þess að ýmsu gijóti, mér
ætlað, hafí verið kastað úr gler-
húsi. Það hryggir mig óneitanlega
að hafa þurft að búa við slíkan
ómældan óhróður og ósannindi, sem
hér hefur verið lýst, ekki síst vegna
ættingja og vina og ennfremur
þeirra ótöldu, sem ekkert til mál-
anna þekkja. Það er ennfremur eink-
ar dapurlegt til þess að hugsa, að
fyrir þessum ósköpum hefur öll
málefnaleg umræða vikið. Andstæð-
ingar mínir, hvar í flokki sem er,
hafa eytt öllum sínum kröftum í að
reyna að koma sem þyngstum högg-
um á mig og gleymt málefnunum í
atganginum. Er hin augljósa stað-
reynd, að núverandi meirihluta í
Hafnarfirði hefur, þrátt fyrir gjörn-
ingaveður í báðum flokkum, tekist
að ná tökum á stjórnun bæjarins
og er sífellt að miða málum áleiðis,
ef til vill þyrnir í augum einhverra,
sem töldu hlutina henta sér betur
eins og áður var?
Ég hef setið lengi undir ómálefna-
legi'i umræðu, upplognum sökum
og fáránlegum tilgátum um allskon-
ar siðspillingu. Þegar fólk utan
Ilafnarfjarðar, sem lítið þekkir til,
hefur ítrekað haft samband við mig
og ekki getað orða bundist, fannst
mér, að ég yrði að gera nokkra brag-
arbót og láta frá mér heyra og
Ieggja jafnframt þeim íjölmiðli, sem
vildi birta fyrir mig skrifin, til við-
eigandi staðfestingar á því, sem ég
hef fram fært. Það hefi ég gert,
þannig að eftirmál þessarar greinar,
ef einhver verða, eru eingöngu við
mig. Með kveðju,
Höfundur er verkfræðingur,
fyrrverandi forsljóri og núverandi
bæjarfulltrúi.
Ærumeiðingum og ósannindum svarað
Pólitík og siðferði
Siðferðisspurningar
Itrekað hefur verið íjallað um sið-
ferði, pólitískt siðferði, siðferðis-
kennd og siðferðilega ábyrgð í
tengslum við umijöllun um málefni
mín. Sjálfsagt sýnist mönnum sitt-
hvað um það og enginn er dómari
í eigin sök. Því er þó ekki að leyna,
að umtalið og umfjöllunin að undan-
förnu hefur vakið upp margar
spurningar í mínum huga. Þykir
mér við hæfi, að ég hugsi nokkuð
upphátt um þessi mál.
a) Er siðferðilega rétt að reyna
til þrautar að halda fyrirtæki lif-
andi, þegar um er að tefla vinnu
og lífsviðurværi hundruða manna
og lífslíkur fyrirtækisins verulegar,
ef verkefni á næsta leiti gengur
upp, eða ber að gefast strax upp,
þegar erfiðleikarnir beija uppá?
Skiptir einhveiju máli að opinberir
aðilar, svo sem sýslumaður og fleiri,
virðast hafa sömu trú þar til nokkr-
um dögum fyrir innsiglun? (Ella
hefðu þeir tæpast veitt umbeðna
fresti.)
b) Er það siðferðilega rétt í fjár-
hagserfiðleikum fyrirtækis að virða
jafnræðisregluna og mismuna ekki
lánardrottnum.?
c) Er það siðferðilega rétt að
greiða helst hinu opinbera og lífeyr-
issjóðum og stéttarfélögum og kom-
Kápur,
ullarjakkar
og úlpur
I glæsilegu
úrvali
í ÞESSARI þriðju og síðustu
grein minni með ofangreindum titli
held ég áfram með leiðréttingar á
rangfærslum.
Umfangsmikið fyrirtæki
á nýkeyptri hæð
Ritað hefur verið í blöð, að ég
reki umfangsmikið fyrirtæki í ný-
keyptri heilli hæð í Kaupfélagshús-
inu við Strandgötu. Hið rétta er,
að Verkfræðiþjónusta JGB, sem tel-
ur sem starfsmenn aðeins undirrit-
aðan og 2 barna hans að hluta, leig-
ir hluta 3ju hæðar hússins við
Strandgötu 28 af lífeyrissjóðnum
Framsýn og hefur nýverið framlengt
leigusamning. Ritað hefur verið um
ótalda reikninga VJGB á Hafnar-
ijarðarbæ vegna framkvæmda í
Miðbæ. Hið rétta er, að samkvæmt
tillögu Björns Amasonar fyrrver-
andi bæjarverkfræðings, sem séð
hefur um eftirlit með þætti bæjarins
í framkvæmdum við húsið, var sam-
ið við VJGB vegna þekkingar
minnar á verkefninu, sem fyrrver-
andi formanns miðbæjamefndar,
um að leysa hann af um nokkurt
skeið vegna dvalar hans erlendis.
Fyrir þessi störf var gerður einn
reikningur á sömu forsendum og
reikningar frá verkfræðistofu
Björns. Það er eini reikningurinn,
sem gerður hefur verið bæjarsjóði
fyrir verkfræðistörf undirritaðs frá
því unnið var að heildarhönnun
gatna bæjarins fyrir tæpum tveimur
áratugum.
Biti af kökunni
Fullyrt er „að það
þyki ekki síður undar-
legt að verktakafyrir-
tæki í Hafnarfirði fái
varla nokkurt verkefni
á vegum bæjarins
nema „Verkfræðiskrif-
stofa Jóhanns G. Berg-
þórssonar“ fái bita af
kökunni." VJGB hefur
ekki komið nálægt að-
stoð eða tilboðsgerð við
eitt einasta verktaka-
fyrirtæki í Hafnarfirði
vegna framkvæmda
fyrir Hafnarljarðarbæ.
Þá hefur verið full sam-
staða í bæjarráði við ákvörðun um
verktaka í verkútboðum utan einu
sinni, en þá var fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins á móti en allir fuiltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks með.
Beggja megin borðs
Ég hef verið ásakaður um að sitja
beggja megin borðs t.d. hvað varðar
verkútboð bæjarins og þá vísað til
þátttöku Hagtaks hf. í Straumsvík-
urframkvæmdum. Hér er enn farið
með rangt mál. Fyrst skal þess get-
ið, að forval á verktökum í Straums-
víkurhöfn var unnið undir stjóm
hafnarstjómar af verkfræðiráðgjöf-
um úr Reykjavík, með samþykki
Isal. Rétt er að geta þess, að núver-
andi meirihluti bæjarstjórnar hefur
ekki meirihluta í hafnarstjórn.
Lægstbjóðandi í fram-
kvæmdirnar, JVJ hf.,
valdi sér síðan Hagtak
hf. sem undirverktaka
í sérhæfð verkefni við
verkið. Sú tilhögun var
samþykkt í hafnar-
stjórn, sem verður að
samþykkja alla und-
irverktaka og kom ekki
til umljöllunar í bæjar-
stjórn. Fjölskylda mín
á eins og áður segir
óbeint 25% aðild að
Hagtaki hf., en á ekki
fulltrúa í stjórn þess.
Jóhann G. Tap Hafnar-
Bergþórsson fjarðarbæjar
Eitt af því sem ítrekað hefur ver-
ið tíundað í útvarpi og blöðum er
að hvert mannsbarn í Hafnarfirði
muni þurfa að greiða verulega íjár-
muni vegna gjaldþrots HK og
meintra Ijárglæfra undirritaðs.
Nefndar hafa verið frá 3.000 kr.
pr. íbúa uppí 6.000 kr. pr. íbúa.
Miðað við 17.800 íbúa er hér um
að ræða 53,4 -106,8 milljónir króna.
Þessar fullyrðingar eru gjörsamlega
útí hött. Ég fuilyrði að Bæjarsjóður
Hafnarfjarðar hafi ekki tapað neinu
á viðskiptum við HK eða við önnur
fyrirtæki sem ég hef stýrt. Hvað
HK varðar þá vom ekki gerð loka-
uppgjör vegna verka, sem unnin
voru fyrir Hafnarfjarðarbæ síðustu
mánuðina. Þá komst héraðsdómur
Reykjaness að þeirri niðurstöðu, að
bæjarsjóður hafi vanefnt samninga
Ég fullyrði að Bæjar-
sjóður Hafnarfjarðar
hafí ekki tapað neinu
á viðskiptum við HK eða
við önnur fyrirtæki sem
ég hef stýrt, seg-ir
Jóhann G. Bergþórs-
son, í síðustu grein
sinni af þremur.
við fyrirtækið og beri því að greiða
þriðja aðila bætur vegna þess. Ég
tel að hefðu öll viðskipti aðilanna
verið gerð eðlilega upp hefði fyrir-
tækið átt inni hjá bænum en ekki
öfugt. Magnúsarnir hafa báðir lýst
því yfir opinberlega, að þeir hafi
hafnað öllum viðræðum um upp-
gjör, ég vek athygli á öllum viðræð-
um um uppgjör, en ekki kröfunum
sjálfum. Auk þess hafa verið lögð
fram í bæjarráði, og ekki mótmælt,
gögn sem sýna að fyrirtækin Hag-
virki og HK unnu verk fyrir bæjar-
sjóð á um 170 milljóna króna lægra
verði en næstu tilboð námu eða um
10.000 kr. pr. íbúa í bænum, svo
notuð sé sama viðmiðun og sumir
hafa kosið að nota. Þá hafa fyrir-
tækin veitt hundruðum Hafnfirð-
inga vinnu um allt land í yfir 15
ár og skapað ómældar tekjur í bæj-
arsjóð.
Nettódagar í
Sl $ fullum gangi
Mikill af sláttur
af undirfatnaði og
náttfötum
Si NSfTB Laugavegi 30 • S. 563 4335