Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKN AR ÁFEN GISÚTSÖLUR FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lýsti því yfir á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins í seinustu viku að í fjármála- ráðherratíð hans — væntanlega á þessu kjörtímabili — yrði stigið það skref í átt frá ríkiseinokun í áfengissölu að opna áfengisverzlanir, sem einkaaðilar geti rekið, þó þannig að sveitarfélög og lögregluyfirvöld verði að samþykkja rekstur- inn. „Með öðrum orðum þá gildi sömu reglur um áfengisútsöl- ur eins og gilda til dæmis um skemmtistaði, þar sem fólk getur komið og keypt áfengi. Ég tel enga ástæðu til þess að það séu eingöngu ríkisstarfsmenn sem afgreiði flöskur yfir búðarborð. Ég tel að aðrir geti gert það fullt eins vel,“ sagði ráðherrann. Þessi áform ráðherrans eru fagnaðarefni. Morgunblaðið hefur oft vakið athygli á því að núverandi fyrirkomulag smá- sölu á áfengi er ekki í takt við tímann. Fyrirkomulag á borð við það, sem ráðherrann boðar, myndi til dæmis koma í veg fyrir að sveitarfélag, sem samþykkt hefur að áfengisútsala skuli sett upp, þurfi að bíða árum saman eftir henni, eins og raunin er t.d. í Kópavogi. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Kópavogsbúar hafa beðið eftir ríkisrekinni áfengisútsölu í ellefu ár. Þær einkareknu áfengisútsölur, sem fjármálaráðherra ræð- ir um, virðast eiga að verða með svipuðu sniði og núverandi ríkisverzlanir og selja áfengi eingöngu. Næsta skref hlýtur að vera að ræða hvort leyfa eigi sölu léttvíns og bjórs í mat- vöruverzlunum. Þar sýnist sitt hverjum. Til dæmis er bent á að slíkt fyrirkomulag kynni að auð- velda aðgang unglinga að áfengi. Án strangs eftirlits með verzlunum gæti verið hætta á slíku. Það hefur til dæmis kom- ið fram að samkvæmt könnunum Æskulýðs- og tómstunda- ráðs Hafnarfjarðar er vandræðalaust fyrir unglinga yngri en 18 ára að kaupa tóbak á tveimur af hverjum þremur sölustöð- um tóbaks í bænum, þótt slík viðskipti séu lögum samkvæmt bönnuð. Hitt sjónarmiðið á hins vegar líka rétt á sér og kemur t.d. fram í viðtali Morgunblaðsins við Jónas Þór Jónasson kjötkaup- mann síðastliðinn laugardag. Jónas segir að viðskiptavinir hans þurfi mikið að ræða það hvers vegna megi ekki selja léttvín í matvörubúðum: „Af hverju þarf [fólk] að fara sér- ferð til að kaupa vínið með matnum? ... Vín á heima hérna inni því það á við þessar vörur. Ég vona líkt og margir aðrir að brátt verði okkur leyft að selja hér borðvín. Það jaðrar við að það séu sjálfsögð mannréttindi.“ UPPLESTUR Á HEIMASTÍLUM ÞAÐ HLÝTUR að vera alþingismönnum alvarlegt umhugs- unarefni, að umræður, sem útvarpað er og sjónvarpað frá Alþingi, höfða alls ekki til þjóðarinnar og aðeins lítið brot hennar leggur á sig að fylgjast með þeim. Þetta hefur verið á almannavitorði lengi, en er nú rækilega staðfest í könnun, sem Gallup gerði í kjölfar útsendinga á umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra í októberbyrjun. Könnunin sýnir, að aðeins 2% þjóðarinnar fylgdust með umræðunum öllum og aðeins 5,5% að mestu eða öllu Ieyti. Þá leiddi könnunin í Ijós, sem reyndar kemur ekki á óvart, að þeir áhorfendur, sem eingöngu hafa aðgang að ríkissjónvarpinu, horfðu meira á umræðuna en þeir, sem hafa aðgang að öðrum sjónvarpsstöðv- um. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, segir könnunina sýna, að fyrirkomulagið á sjónvarpsumræðum um stefnuræðuna sé hæpið sjónvarpsefni og eigi það jafnframt við aðrar umræður í þinginu. Hann segir þingheim hafa áhuga á breyttu formi, sem bjóði upp á styttri ræður og snarpari umræður, og sem áhugaverðara sé fyrir áhorsfendur en sá „upplestur á heima- stílum“, sem tíðkast hafi hingað til. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti fyrr í haust tillögur um breytingar á fyrirkomulagi umræðna um stefnuræðuna og vildi færa hana á sjálfan þingsetningardaginn, m.a. til að gera þá athöfn veigameiri, en hafa síðan umræður næsta dag, þar sem ræður yrðu styttri. Tillögur forsætisnefndar náðu ekki fram að ganga og ástæðurnar virðast vera hefðbund- ið karp á milli þingflokka. Lítilfjörlegustu ástæður voru til tíndar til að gera breytingarnar tortryggilegar. Hvort sem þingmenn koma sér saman um, að stefnuræða forsætisráðherra sé flutt við þingsetningu eða ekki er ljóst, að fyrirkomulagið er óhæft fyrir þingmenn til að koma skila- boðum sínum til kjósenda á framfæri. En til þess er leikurinn gerður. Þess vegna er bezt, að þingmenn láti sem fyrst af innbyrðis karpi og komi sér saman um nútímalegra fyrirkomu- lag á útsendingum eða umræðum. SKÝRSLA UM JARÐSKJÁLFTAVÁ Jarbskjálftar stærri en 4 stig á Ricter á og vib ísland 1926-95 ° Kópasker 1976: 6,5 <Ð í" 4 ‘mm /Æm' 7 Sr' %, ° O OO • a Brennisteinsfjöll , Katla 1968: 6,0 9 Oo Surtsey Styrkleikakvaröi skjálftanna 4 stig 5 stig 6 jt'9 -g--..z::xx'Z.Z..D..... 7 stig íslendingar of lítið undir- búnir fyrir jarðskjálfta í nýrri skýrslu nefndar sem fjallað hefur um jarðskjálftavá á íslandi er lagt til að stofnaður verði sjóður sem gegni svipuðu hlutverki í forvömum gegn jarðskjálftum og Ofanflóða- sjóður gerir vegna snjóflóða. Helgi Þorsteins- son ræddi við formann nefndarinnar, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing. SPRUNGUR í húsvegg eftir jarðskjálfta á Kópaskeri 1976. RAGNAR Stefánsson jarð- skjálftafræðingur segir að íslendingar séu, eins og aðrar þjóðir, illa undirbún- ir undir jarðskjálfta. Hættumat fyrir jarðskjálfta er til, en taka þurfi til- lit til fleiri þátta í því mati en gert hefur verið. Ragnar er formaður nefndar um jarðskjálftavá sem skilaði skýrslu til umhverfisráðherra fyrir skömmu. Þar er lagt til að stofnuð verði jarð- skjálftahættunefnd til að hafa um- sjón með framkvæmdum, rannsókn- um og úttektum á jarðskjálftahættu og jarðskjálftavörnum. Einnig er lagt til að stofnaður verði jarð- skjálftavásjóður með svipuðu sniði og Ofanflóðasjóður, til að kosta fyr- irbyggjandi aðgerðir. í skýrslunni segir að besta lausnin væri þó senni- lega sú að einn náttúruvásjóður yrði stofnaður til að bregðast við hvers kyns náttúruhamförum. Nefndin leggur til að 25-30 milljónum króna verði varið á næsta ári til að sinna nauðsynlegum verkefnum vegna forvarna gegn jarðskjálftum. Þarf að skoða í samhengi Skýrslan var gerð fyrir um- hverfisráðuneytið, en að sögn Guð- mundar Bjarnasonar hefur hún enn ekki verið kynnt fyrir ríkisstjórn. „Ég fékk skýrsluna fyrir aðeins viku og þetta er stórt mál og viðkvæmt. Við höfum fordæmi fyrir jarð- skjálftavásjóði þar sem er Ofan- flóðasjóður en það þarf að skoða þetta í samhengi, því það er auðvit- að erfitt að bæta alltaf við skatt- heimtuna þótt upp komi góð og sjálf- sögð mál. Ég held að það sé mjög eðlilegt að koma upp einhveiju tryggingakerfi vegna jarðskjálfta því þeir geta valdið gífurlegum áföll- um. Hugmyndin er góð og þarf að skoðast ítarlega og jákvætt. Nefndin leggur líka til að setja fjármuni í rannsóknir og frekari könnun á jarðskjálftahættu. Á þessu er full þörf. Við vitum að við höfum byggt mannvirki á ýmsum stöðum þar sem hætta getur verið mikil. Menn hefðu sennilega hugsað sig tvisvar um á sínum tíma um þær byggingar ef menn hefðu haft þá þekkingu sem við höfum núna. Ég mun leggja fram einhveija tillögu til ríkisstjórnarinnar um þessi efni.“ Bæta þarf hættumat Ragnar Stefánsson segir að hættumat fyrir jarðskjálfta sem stuðst hefur verið við hingað til byggi fyrst og fremst á sögulegum upplýs- ingum. „Það þarf að bæta þetta mat, gera það nákvæmara og skoða miklu nánar hættuna á hveijum stað fyrir sig. Við þurfum til dæmis að finna út hvar séu helst líkur á að jarðskjálftar geri sprungu alveg upp á yfirborðið. Þar sem það gerist magnast allar jarðskjálftahreyfíngar gríðarlega. Annað sem þarf að taka betur tillit til eru undirstöður eða jarðvegur sem mannvirki hvíla á. Það getur skipt miklu máli um það hver áhrif skjálftanna verða.“ Ragnar segir að miklar framfarir hafi orðið í rannsóknum sem miða að jarðskjálftaspám á síðustu árum, m.a. hér á landi. „í slíkum spám er ekki aðeins reynt að segja til um hvenær skjálftar verði, heldur einnig hvernig jarðskjálftahreyfingarnar verði og nákvæmlega hvar þær verði. Það er mjög áberandi í stórum skjálftum sem orðið hafa erlendis í seinni tíð að hreyfingin hefur orðið allt öðruvísi en menn bjuggust við og nákvæmnin í því að áætla hvar þeir kæmu upp hefur verið of lítil. Þessi atriði hafa mikil áhrif á það hversu miklar skemmdirnar verða.“ Miklar jarðfræði- og verkfræði- rannsóknir á jarðskjálftum og áhrif- um þeirra hafa þegar verið unnar hér á landi hjá ýmsum stofnunum, að sögn Ragnars „Við vonumst til að slíkum rannsóknum verði haldið áfram í sama takti og verið hefur en það þarf að safna saman niður- stöðunum, samræma þær og aðlaga jarðskjálftahætturannsóknum. Það þarf einnig að útvíkka þessar rann- sóknir til fleiri staða og fleiri þátta.“ Svo dæmi sé tekið hefur Orku- stofnun undanfarið unnið fyrir ýmis sveitarfélög að kortlagningu á yfir- borðslögum og sprungum á einstök- um svæðum. Ragnar telur að þetta þurfi að gera víðar. „Því miður hafa ekki öll sveitarfélög efni á þessu. Gerð hefur verið áætlun um úttekt á jarðskjálftaþolni mannvirkja á Suðurlandi og í skýrslu nefndarinnar er lagt til að einnig verði hafist handa á Húsavík, en þar liggur jarð- skjálftasprunga nærri bænum. Nið- urstaða þessara verkefna verður notuð til að móta framhaldið. Niðurstöður úttekta geta orðið til þess að flytja þurfi til eða styrkja einstök hús. Aðspurður telur Ragnar mjög ólíklegt að heil byggðarlög verði flutt til af þessum orsökum. „í seinni tíð hafa mannvirki hér á landi verið byggð á grundvelli bygg- ingareglugerða og það er mat okkar að ástand húsa sé sæmilega gott hvað varðar jarðskjálftaþol. Þrennt getur þó komið til, að reglugerðinni hafi ekki verið nógu vel fylgt eftir, ný þekking getur bent til þess að það geti verið hætta á tjóni á stað þar sem ekki var talin hætta áður eða að menn komast að því að bygg- ingaraðferð sem talin var nógu góð á sínum tíma teljist ekki nógu góð lengur. Rannsóknir og úttektir myndu fyrst og fremst beinast að því að gera betur í framtíðinni en hingað til, að nýbyggingar og bygg- ingarskipulag yrði gert út frá því sem við þekkjum best, en um leið þarf að kanna hvernig best er hægt að veija eldri byggingar.“ Nefndin leggur til að stofnaður verði jarðskjálftavásjóður til að styrkja verkefni sem miða að jarð- skjálftavörnum. „Þegar tjón verður af völdum jarðskjálfta er hægt að leita til Viðlagasjóðs og þar er einn- ig hægt að fá styrki til rannsókna, en sjóðurinn hefur mjög takmarkað verksvið. Við viljum að jarðskjálfta- hættunefnd, skipuð sérfræðingum og mönnum úr stjórnsýslunni, leggi á ráðin um verkefni og meti umsókn- ir um styrki til forvarna. Líklegt er að jarðskjálftavásjóðurinn yrði að einhveiju leyti flármagnaður úr Við- lagasjóði eins og Ofanflóðasjóður. Við teljum reyndar réttast að einn sjóður styrki varnir gegn náttúruvá almennt.“ Hver ber ábyrgð og borgar? Þegar farið verður að meta hættu af jarðskjálftum á einstökum svæð- um vakna spurningar um hver beri ábyrgð á þeim og hver eigi að greiða fyrir. „Þetta eru viðkvæm mál og erfið. Hver borgar til dæmis ef í ljós kemur að styrkja þarf hús á hættu- svæði eða flytja það á brott? Úttekt gæti jafnvel leitt til þess að hús teljist verðlaust. Hver einasti maður sem býr á jarðskjálftasvæði hugsar um þessa hluti. Þetta eru spurningar um ábyrgð einstaklinga og samfé- lagsins.“ Nefndin taldi sig ekki hæfa til að svara þessum spurningum, en lagt er til að skipuð verði stjóm- sýslunefnd sem fjalli um svör við þeim. Ragnar leggur þó ríka áherslu á að ekki sé ástæða til að rannsókn- ir sem miða að forvörnum bíði eftir niðurstöðum slíkrar stjórnsýslu- nefndar. Ekkert sé að vanbúnaði að byija strax á rannsóknum og úttekt- um í samræmi við áætlun jarð- skjálftanefndarinnar, ef til þeirra fæst fjármagn. FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 33 Tenging finnska marksins við ERM Skref í átt að öryggis- samstarfi innan ESB ERLENDUM VETTVANGI Engin efnahgsleg rök Reuter STARFSMENN í kauphöllinni í Helsinki fylgjast grannt með hugsanlegum breytingum á gjaldeyrismark- aði eftir að tilkynnt hafði verið að finnska markið hefði verið tengt fastgengiskerfi Evrópusambandsins. Það virðist einhuga skoðun manna að ERM-tengingin og síðar væntanleg EMU-aðild Finna sé ekki byggð á efnahagslegum rökum. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki við- urkennt þetta beinum orðum, en heldur ekki neitað að svo væri. Stjórnarandstaðan og einkum ESB- andstæðingar benda á að nú sé ver- ið að taka þátt í starfsemi sem snerti innsta kjarna ESB án þess að tekið sé tillit til heildarhagsmuna finnsku þjóðarinnar. Þar sem Svíar og Finnar eru harðir keppinautar á sviði utan- ríkisviðskipta mætti ætla að örlög sænsku krónunnar hafi verið ráðin með ERM-tengingu marksins. Svo virðist ekki vera. Göran Persson forsætisráð- herra Svía vísar alfarið á bug öllum getgátum um ERM-tengingu sænsku krónunnar. Eina skýringin virðist vera sú að öryggismál hafi enn einu sinni ráðið ferðinni í ESB-stefnu Finna. Mauno Koivisto fyrrum Finnlandsforseti viðurkenndi eftir að stjórnartíð hans lauk fyrir tæpum tveim árum að ESB-aðiIdin hafi ráðist aðallega af öiyggismálum. Náin samstarf Finna við helstu þjóðir Vestur-Evrópu þótti besta lausnin fyrir þjóð sem vildi gæta sjálfstæðis síns í nágrenni stórveldis. Myntbandalag í stað hernaðarbandalags Hingað til hafa Finnar ítrekað þá stefnu sína að þeir muni ekki taka þátt í hernaðarsamstarfi Vestur- Evrópu. En sameiginleg íjármála- stjórn og mynteining innan EMU þýðir í raun að allar þær þjóðir sem verða í kerfinu verði að styðja við bak hverrar annarrar við allar hugsanlegar aðstæðum. Kemur það mönnum spánskt fyr- ir sjónir að finnsk yfirvöld skyldu ræða myntbandalag þegar umræðan hafi í raun snúist um þátttöku í í hernaðarbandalagi. Bæði þeir sem vilja nán- ari samstarf við Atlants- hafsbandalagið (NATO) eða Vestur-Evrópusam- bandið (VES) og þeir sem vilja alls ekki fara þá leið eru jafn óánægðir. Hugmynd finnskra stjórnvalda er sú að þátttaka í EMU frá upphafi gæti tryggt Finnum áhrifastöðu í mótun stefnu þess. Svíar hafa ekki skilið málið á sama hátt. Rússar eru enda langt frá landamærum Sví- þjóðar. í Finnlandi verður nú tekist á um framhald EMU-stefnunnar. Þannig hafa vinstri menn og Miðflokkurinn krafist þess að EMU-aðild verði af- greidd á þingi eða jafnvel í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Menn leggja það að jöfnu við að glata sjálfstæði að leggja niður markið og taka upp Euro, mynt ESB. Ríkisstjómin hefur ekki tjáð sig í þessu máli. Formlega sé ekki verið að taka afstöðu til EMU, nú sé aðeins verið að að skapa grundvöll fyrir hugsanlegri þátttöku í EMU. Formlega var ákvörðunin um að tengja markið við ERM ekki raun- verulegt stórmál. I reynd verður samt sem áður litið á þessa ákvörð- un sem endanlega yfirlýsinu um EMU-þátttöku Finna. Hafa ráðmenn ESB túlk- að málið á sama hátt en þar á bæ var finnsku ákvörðuninni tekið eins og fagnaðarboðskap. Framtíð EMU hefur þótt afar óráðin upp á síðkastið. Stjórnunarandstaðan krefst umfjöllunar á þingi Finnska þjóðþingið er í fríi vegna kosninga til Evrópuþings og sveitarstjórnarkosninga sem fara fram þessa helgi. Þannig gátu þjóð- kjörnir fulltrúar ekki Qallað um ERM-tenginguna um leið og málið var á döfinni. Esko Aho, formaður Miðflokksins og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, reyndi að koma því á framfæri við Riittu Uosukainen þingforseta að kalla ætti saman þingið um leið. Kvaðst þingforseti sínum í stórfurstadæminu Finnlandi að taka upp eigið myntkerfi í stað rúblunnar. Gullmyntfótur varði gengi marksins til ársins 1931. Á eftirstríðsárunum var gengisfelling oft notuð til þess að bæta samkeppn- isgetu útflutningsiðnaðarins en í júní 1991 gerðu Finnar tilraun við að tengja gengið við ECfU, myntein- ingu ESB. Þegar Finanr gerðust aðilar að ESB í ársbyijun 1995 var einn liður aðildar- samningsins sá að þeir viðurkenndu EMU sefn markmið bandalagsins. Meðal manna hafa verið mjög skiptar skoðanir varðandi þáð hvort Finnar hafi í reynd og form- lega þá þegar samþykkt þátttöku í EMU. Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir virðist ákveðnir í að hvika hvergi frá EMU-aðild Finna er málinu ekki lokið. Frá upphafi ESB-aðildar Finna hefur þjóðin almennt verið tortryggin í garð þeirra _sem vilja leggja af finnska markið. í skoðana- könnun sem birt var í gær, fimmtu- dag, kvaðst helmingur aðspurðra vera andvígur þátttöku í EMÚ. Líkt og fleiri þjóðir líta Finnar á gjald- miðil sinn sem tákn þjóðemis og sjálfstæðis. Markið tákn sjálfstæðis Finna Ekki lengur unnt að fella gengið ÞETTA haust barst sá orð- rómur víða að sjálfstæði finnska marksins myndi senn heyra sögunni til. Nú ætti að tengja markið við ERM, þ.e. fastgengiskerfi Evrópusambandsins. Því sterkari sem þessi orðrómur varð, þeim mun ákveðnari urðu talsmenn Finnlandsbanka (seðlabankans) og ríkisstjórnarinnar í því að vísa honum á bug. Smám sman fóm menn að trúa því að ákvörðun um þátttöku Finna í undirbúningi Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) væri ekki tímabær. En svo gerðist það fyrir einni viku að fj'ármálanefnd ESB annars vegar og bankanefnd Finnlandsbanka hins vegar tóku skyndiákvörðun í málinu á meðan gjaldeyriskauphallir um allan heiminn voru í helgarfríi. Allt í einu varð gengi marksins tengt helstu gjaldmiðlum Evrópu. Gengi marksins var ekki breytt en nú er ætlast til þess að engar sveiflur hvorki innlendar né útlendar geta breytt því aftur. Gengi marksins hefur verið afar stöðugt undanfarið enda var ERM- tengingin ekki nauðsynleg til þess að styrkja stöðu marksins. Hins vegar kom þessi ákvörðun aðeins viku áður en Finnar kjósa fulltrúa á þing Evrópusambandsins. Örlög Finna innan ÉMU og afnám marks- ins sem gjaldmiðils hefur verið eitt af þeim fáu málefnum sem einkenn hafa kosningabaráttuna. Mörgnm þykir óskiljanlegt að Finnar skyldu ákveða að tengja gengi marksins við fast- gengiskerfi Evrópusambandsins (ERM) svo skyndilega og raun bar vitni. Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Helsinki, skrifar að öryggishagsmunir séu líklegasta skýringin að því hvers vegna Finnar hafa ákveðið að stíga þetta skref þrátt fyrir það að Svíar séu mótfallnir tengingu sænsku krónunnar. ekki taka á móti þess háttar skila- boðum. í fyrstu þýðir ERM-tengingin aðeins að ekki verður lengur unnt að fella gengi marksins án leyfis annarra ERM-þáttakenda. Finnskir sérfræðingar bæði hjá ríkinu og hjá útflutningsfyrirtækjum benda á að gengisfellingar hafa orðið með öllu úrelt leið til að bæta samkeppnis- stöðu þjóðarinnar. Síðast féll gengi marksins haustið 1992 þegar Finnar hættu að skrá það með formlegum hætti. Frá þeim tíma hefur verð marksins ráðist af markaðslögmálum. Finnska markið varð til árið 1860 þegar Rússakeisari leyfði þegnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.