Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Bæjarfulltrúar á Húsavík enn ósammála um sameiningu sj ávar útvegsfyr irtækj a Líkur á áframhald- andi meirihluta Fulltrúi úr minnihlutanum segir að bærinn sé stjórnlaus NÝTT FISKIÐJUSAMLAG Hlutafé Hlutfall Sameinað, í Höfða % hlutfall (%) 38.737 42,54 53,44 6.324 6,94 15,53 8,29 1.994 2,19 7,74 4.082 4,48 7,52 2.286 2,51 2,09 1,35 0.29 35.610 39,10 2.031 2,23 3,76 91.064 100,00 100,00 ÍFH % Húsavíkurbær 116.687 40,44 KÞ 54.246 18,80 Út. Sam. (ÍS) 42.860 14,85 Trygginghf. 31.795 11,02 Olíufélagið 22.067 7,65 Verkalýðsf. Húsavíkur 1.363 0,47 Samvinnulífeyrissj. 6.983 2,42 Samvinnuf. útv. 1.500 0,52 Fiskiðjusaml. Húsavíkur Aðrir 11.057 3,83 Samtals 288.557 100,00 EKKI eru taldar líkur á að meiri- hlutaflokkarnir hætti samstarfi í bæjarstjórn Húsavíkur þó bæjarfull- trúar Framsóknarflokks standi að ákvörðun um sameiningu Fiskiðju- samlags Húsavíkur og útgerðarfé- lagsins Höfða og sölu á hluta eignar bæjarins en fulltrúar Alþýðubanda- lags og óháðra séu þessum ráðstöf- unum algerlega andvígir. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir að bærinn sé stjórnlaus vegna ágreinings meiri- hlutaflokkanna um málið. Stefán Haraldsson, oddviti fram- sóknarmanna, lagði til á fundi bæjarráðs og Framkvæmdalána- sjóðs Húsavíkur í fyrrakvöld að sam- eining Fiskiðjusamlagsins og Höfða yrði samþykkt af hálfu bæjarins á hluthafafundum beggja félaganna hinn 29. október næstkomandi og að Einar Njálsson, bæjarstjóri, færi með atkvæðisrétt Framkvæmda- sjóðs. Kristján Ásgeirsson, oddviti Alþýðubandalags og óháðra sem eru í meirihlutasamstarfi með Fram- sóknarflokknum, lét bóka að hann gæti ekki fallist á tillögu Stefáns. Vísað til bæjarstjórnar Húsavíkurbær mun eignast 53% hlutaíjár í hinu sameinaða félagi. Núverandi stjórnir félaganna hafa markað þá stefnu að setja félagið á almennan hlutabréfamarkað og telja það ekki markaðshæft með meiri- hlutaeign bæjarsjóðs. Stjórnirnar vilja því kaupa hluta af eign bæjar- ins og gerðu tilboð um að kaupa bréf að nafnvirði 67 milljónir á geng- inu 1,71 sem hefði þýtt að eignar- hlutur bæjarins færi niður í um 40%. Á fundinum í fyrrakvöld lagði Stefán Haraldsson til að stjórn Fiskiðjusam- lagsins yrði gert gagntilboð, hún keypti hlutabréf að nafnverði 55 milljónir kr. á genginu 1,95. Við það myndi eignarhlutur bæjarins lækka í um 43%. Kristján Ásgeirsson lagði til að erindi Fiskiðjusamlagsins yrði vísað frá. Stjórn Framkvæmdalánasjóðsins samþykkti að vísa tillögum Kristjáns og Stefáns til afgreiðslu bæjarstjórn- ar Húsavíkur. Fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag. Meirihluti tryggður Stefán Haraldsson segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ástæðu til að ætla að sameining fyr- irtækjanna verði samþykkt í bæjar- stjórn á þriðjudag. Fyrir liggur að þrír fulltrúar Framsóknarflokksins styðja sameiningu ásamt tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Sig- uijón Benediktsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn, segir að sameiningin hafi verið baráttu- mál bæjarfulltrúa flokksins og það sé ætlun þeirra að taka þátt í því til loka og setja fyrirtækið á markað. Alþýðuflokkurinn hefur verið and- snúinn sameiningu félaganna, eins og Aiþýðubandalagið og óháðir, en bæjarfulltrúi flokksins, Jón Ásberg Salómonsson, lýsti því yfir í fyrra- kvöld að hann vildi ekki standa í vegi fyrir áformum meirihlutans sem sett hefði sameiningu í meirihluta- samning sinn og myndi því sitja hjá við afgreiðslu málsins. Hann lýsti sig einnig reiðubúinn að selja hluta af eign bæjarins í hinu sameinaða félagi og tók fram að hann liti á undirverð bréfanna sem fórnar- kostnað svo hið nýja félag yrði trú- verðugt á verðbréfamarkaði. Sigur- jón Benediktsson vekur athygli á því að með því að hækka gengi bréf- anna, eins og Stefán Haraldsson gerir tillögu um, sé verið að minnka stuðning bæjarins við fyrirtækið. Hugmynd stjórnarinnar er að nota þessi bréf á hlutabréfamarkaði, til að halda honum vakandi, og til að nota í væntanlegum fyrirtækjavið- skiptum, að sögn Siguijóns sem sit- ur í stjómum fyrirtækjanna. Þarf ekki að þýða fall Stefán Haraldsson segir að ekkert liggi fyrir um það að meirihlutinn muni ekki standa saman að samein- ingu Fiskiðjusamlagsins og Höfða og kveðst raunar gera sér vonir um að hann geri það. Bendir á að þótt oddviti Alþýðubandalags og óháðra hafi þessa ákveðnu afstöðu séu bæj- arfulltrúarnir þrír. En málið muni ekki skýrast fyrr en á bæjarstjórnar- fundinum á þriðjudag. Ekki er það að heyra á Kristjáni Ásgeirssyni og Valgerði Gunnars- dóttur, forseta bæjarstjórnar, að bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins og óháðra séu ósammála um afstöð- una til sameiningar fyrirtækjanna. Valgerður segir að miðað við þær forsendur sem nú liggi fyrir muni hún greiða atkvæði á móti samein- ingu og hún lýsir sig mótfallna sölu á hlutabréfum bæjarins á þessu stigi. Telur hún óeðlilegt að verðleggja bréfin og ákveða sölu þeirra áður en sameining er orðin að veruleika og eðlilegt verð farið myndast á hluta- bréfum. „Við erum með fjármuni bæjarbúa í höndunum og getum ekki fórnað þeim,“ segir Valgerður. Krist- ján Ásgeirsson segir vinnubrögðin við sölu bréfanna forkastanleg og gagn- tilboð Stefáns Haraldssonar sýni að menn séu að reyna að komast yfir þessi bréf fyrir lítið verð. Valgerður segist telja að flokkarn- ir geti stjórnað bænum áfram þó leiðir liggi ekki saman í þessu máli. Kristján segir að vissulega sé vont að meirihlutinn geti ekki staðið sam- an að þessu mikilvæga máli en það þurfi ekki að þýða að hann falli. Það yrði að fara yfir það eftir bæjar- stjórnarfundinn hvort menn teldu önnur mál sem unnið væri að svo mikilvæg að þau væru þess virði að halda samstarfinu áfram. Siguijón Benediktsson segist líta svo á að bærinn sé stjórnlaus. „Það kostar okkur milljónir þegar menn úr meirihlutanum opna munninn," segir hann. Rökstyður hann þetta með því að fjárfestar fylgist grannt með umræðum um nýja fyrirtækið á Húsavík en þær hafi ekki alltaf verið traustvekjandi. „En mín til- finning er að þetta mál fái farsælan endi,“ segir hann. 0FBELDI í SJÖNVARPI Opin ráðstefna Útvarpsréttarnefiidar á Hótel Sögu (A-sal) laugardaginn 19. október nk. kl. 13.00-17.00 DAGSKRÁ: Kl. 13.00 Setning Kjartan Gunnarsson, formaður Útvarpsréttarnefndar. Ávarp menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Hvers vegna allt þetta ofbeldi? Eru eftirlit og flokkun æskileg? Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar. Ofbeldi í ýmsum myndum Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Ofbeldi er óhæfa - stillum saman strengi gegn því Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. Ofbeldið í okkur öllum Agnes Johansen, dagskrárgerðarmaður Er veruleikinn örugglega til? (Nokkur orð um myndlestur) Sigurður Pálsson, rithöfundur, fulltrúi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Leiðir ofbeldi í sjónvarpi til ofbeldis í samfélaginu? Friðrik H. Jónsson, dósent. Ofbeldi í sjónvarpi - áhrif á hegðun ungmenna Hjördís Þorgeirsdóttir, kennari, formaður skólamálanefndar HÍK. Kl. 15.20 Pallborðsumræður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, varaform. Bamaheilla. Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 3. Ólafur Ólafsson, landlæknir. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar. Fundarstjóri verður Ingvar Gíslason, fyrrv. menntamálaráðherra, og stjórnandi pallborðsumræðna verður Brynhildur Flóvenz, lögfræðingur. Ráðstefnan er öllum opin. Hausttilboð á jakkafötum IVIilcid úrval aff jalikafötum fyrir árshátíðír og fínni tílefni 15 - 25% afsláttur menswear CfiLi Jakkaföt frá 9.900 Opið a//a laugardaga kl.10.00-16.OO Laugavegi, s. 511 1717, Kringlunni, s. 568 9017. Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.