Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 h MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Hólmfríður AUVO Karna, Helga Mattína og Donald með skólabörnunum í Grímsey. Evrópusamstarf skóla í Grímsey, Finnlandi og Hollandi Finnskur skólastjóri í heimsókn Grunnskólinn í Grímsey, skóli í Kuhmo í Finnlandi og Rastiskóli í Hollandi eru í Evrópusamstarfi grunn- skóla, Comenius. Er þeð fyrst og fremst fólgið í bréfaskiptum nemenda með aðstoð kennara þeirra, nemendur kynna land sitt og þjóð, siði og venju og sérkenni síns staðar. Donald Jóhannesson skólastjóri í Grunnskóla Grímseyjar fór síðastliðinn vetur í kynnisferð til Hollands og nú í sumar fóru hann og kona hans Helga Mattína Björnsdóttir, sem er kennari við skól- ann, til Finnlands í kynnisferð. Nýlega kom skóla- stjóri finnska skólans, Auvo Karna, í heimsókn til Grimseyjar og dvaldi þar í nokkra daga. Kynntist hann börnunum og tók þátt í skólastarfinu, m.a. fór hann í lítilsháttar smíðakennsiu en hann er sérmennt- aður smíðakennari. Hafði hann í fórum sínum finnsk- an efnivið. Mæltist þetta vel fyrir hjá skólabörnun- um, því smíðakennsla hefur ekki verið í Grunnskólan- um í Grímsey til fjölda ára. I tilefni af heimsókn finnska skólastjórans var foreldrum skólabarnanna í Grímsey boðið á fund þar sem verkefnið var kynnt með myndasýningu og frá- sögnum. Auvo var alsæll með heimsóknina til Grímseyjar og nefndi m.a. að hann hefði aldrei séð sjó áður. Vindasamt var í eyjunni þegar hann staldraði við og hafði hann aldrei kynnst slíku veðri, mun stillt- ara væri á hans heimaslóðum. __________________________- > Nýr leikskóli ' í Mýrarhreppi Suðursveit - Leikskóli tók til starfa í fyrsta sinn á Hólabrekku í Mýrarhreppi en Mýrarhreppur er nú hluti af sameinuðu sveitarfé- lagi Hornafjarðar. 4-6 börn munu sækja skólann í vetur, 5 daga vik- unnar. Skólastjóri er Anna Egils- dóttir, fóstra og húsmóðir á Hóla- brekku. Morgunblaðið/Einar Jónsson HJONIN Ari Guðni Hannesson og Anna Egilsdóttir fyrir utan Hólabrekku. Skólinn var settur með formleg- um hætti þann 5. október sl. að viðstöddum börnum, foreldrum, sveitarstjóra og formanni skóla- nefndar Hornafjarðar svo og sókn- arpresti er fór með bænarorð. Krakkarnir klipptu á skrautborða sem afmarkar skólahúsnæðið og veitingar voru á boðstólum. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson FRÁ versluninni Búðin okkar á Suðureyri. Ný verslun á Suðureyri Suðureyri - Búðin okkar er heiti á nýrri matvöruverslun. á Suðureyri sem opnuð var fyrir skemmstu. Með tilkomu hennar endurheimta Súg- firðingar aftur matvöruverslun á Suðureyri en þeir höfðu verið án verslunar síðan að Heimaval hætti rekstri fyrir nokkru. Á þeim tíma var þó hægt að fá alla nauðsynlegust matvöru í ESSO-skálanum á Suðureyri og mun svo verða áfram. Það er fyrirtækið Háakleif efh. sem er í eigu 17 einstaklinga sem stendur að rekstri matvöruverslun- arinnar. Nafn og einnig slagorð verslunarinnar, Vort daglegt brauð, eru tilkomin eftir samkeppni sem haldin var í grunnskólanum á Suð- ureyri. Stjórnarformaður í hinu nýja fyrirtæki er Guðni A. Einarsson en verslunarstjóri er Lára Jóns- dóttir. Þeim fjölgar stöðugt sem njóta hinna góðu áhrifa OSTRIN PLIS. Er orkuleysið, stressið og einbeitingar- skorturinn ennþá að angra þig? OSTRIN PLIS gæti verið lausnin! Frábœr fceðubót í dagsins önnl Lísölustaðin • Heilsuhúsið, Kringlunni • Mitt í náttúrunni, Laugavegi 53 • Heilsukofinn, Akranesi. • Hollt og gott, Skagaströnd Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. Sjóbirtingsveiði hefur verið góð land og dtjúgur slatti af 5-9 punda birtingi. Fleiri sjóbirtingsslóðir Veiði hefur einnig verið góð í Eldvatni en þar fór hún fremur seint af stað eins og víðar þar eystra. Talsvert hefur verið að ganga af fiski, t.d. veiddust 30 fiskar þar einn og sama daginn fyrir nokkru og voru það fiskar allt að 11 pund. Góð veiði hefur verið í Grenlæk að undanförnu, til marks um það er fregn af einni stöng sem var í holli í Fitjarflóði fyrir skömmu og var með 34 fiska eftir þrjá daga, mest 2-5 punda, en fáeina upp í 7 pund. Öðrum veiðimönnum bæði um leið, fyrir og á eftir gekk einn- ig allt í haginn. Nágrannasprænan Jónskvísl hef- ur verið að gefa skot. Mikill fiskur er sagður í ánni, eða læknum, en oft tekur fiskur þar illa þar sem hann safnast í bunka á fáum stöð- um. Einn slíkur staður er Eyvindar- hylur sem hefur verið „blár“ í haust. Menn reyta þó upp fisk og svo koma skotin. Eina kvöldstund fyrir skömmu veiddust t.d. 16 fiskar í læknum. Þetta er vænn fiskur, svip- aður og í Grenlæk. Kalsaveður og hvassviðri hefur sett nokkurt mark sitt á sjóbirtings- veiðiskap í sunnlenskum ám stóran hluta októbermánaðar. Frá sunnu- deginum 6. október má segja að tíð hafi verið veiðimönnum verulega óvinsamleg, en síðustu 2-3 vikurn- ar fram að því hafði veiði verið að aukast. Veiði hefur í heild verið góð en hefði ugglaust verið meiri ef árferði hefði verið hagstæðara. Veiði hefur þó glæðst aðeins á ný allra síðustu daga. Mjög stórir sjó- birtingar hafa verið að veiðast, tals- vert af 10-15 punda fiskum í Vatnamótum, Tungufljóti, Geir- landsá, Eldvatni og Grenlæk svo helstu staðirnir séu nefndir. Þá álíta menn víða á þessum slóðum að fisk- PRÝÐISGÓÐ sjóbirtingsveiði hefur víða verið í ám á Suður- landi. Þessir veiðimenn eru með dagsveiði úr Tungufljóti fyrir skömmu. Standandi f.v. eru Kristinn Briem og Sigþór Einars- son, krjúpandi eru Sigríður Þorláksdóttir og Ingvar Georgsson. Stærri birtingarnir eru 7, 10, 10 og 13 punda. Utleignmál Laxár í Dölum skýrast ÚTLIT er fyrir að Laxá í Dölum verði leigð þeim félögum Brynjólfi Markússyni og Gesti Árnasyni. Áin var boðin út í haust og bárust mörg tilboð. Þeir Brynjólfur og Gestur reyndust hæstir en skammt undan var SVFR. Brynjólfur og Gestur hafa leigt Víðidalsá síðustu árin og Vatns- dalsá síðustu tólf ár. Hana misstu þeir í útboði í vor og við taka Pétur Pétursson og Frakkinn Guy Geffroy til næstu þriggja ára. Laxá í Kjós hefur einnig verið „laus“ í haust, þ.e.a.s. landeigendur hafa haldið viðræðum við ýmsa aðila opnum. Ekki mun frágengið hvað verður en minni áhugi er sagð- ur fyrir Laxá heldur en nöfnu henn- ar í Dölum. Uppsveifla var í veiði í Laxá í Dölum í sumar, þar veidd- ust í 1030 laxar á móti 730 í fyrra, en aftur á móti var slök veiði Kjós- inni, milli 700 og 800 laxar komu þar á land. Þar veiddust yfir 1.000 laxar í fyrra. ur sé með meiri meðalþyngd heldur en síðustu ár. Tungufljót gjöfult Vel á þriðja hundrað sjóbirtingar hafa veiðst í Tungufljóti það sem af er, auk um 30 laxa og örfárra bleikja. Þetta er nokkuð betri veiði en í fyrra og vekur það athygli þar sem Vatnamót Tungufljóts og Eld- vatns hafa alls ekki verið gjöful í haust eins og búast hefði mátt við miðað við að þau eru nú skýr og falleg, en ekki einn allsheijar gruggugur hafsjór eins og var í fyrra eftir Skaftárhlaupið. Veiðin hefur því nánast öll verið uppi í á eins og í fyrra og hafa Breiðafor og Fitjabakkar verið gjöfulustu veiðistaðirnir. Fyrir fáum dögum var 15 punda fiskur sá stærsti í sumar, en allmargir 10-14 punda fiskar voru einnig komnir á l l ft | í ft 1 d ! B ft ft :§ »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.