Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNI PÉTURSSON + Árni Pétursson fæddist í Vest- mannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést 9. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Lilja Sigfúsdóttir (f. 11.10. 1917, d. 15.10. 1990) og Pét- ur Guðjónsson (f. 12.7. 1902, d. 21.8. 1982) frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Pétur átti fimm börn með fyrri konu sinni, sem lést fyrir aldur fram. Þau eru: Jón- ína Ósk, Guðlaug, Guðlaugur Magnús, Jóna Halldóra og Guð- jón en hann lést 1985. Börn Lilju og Péturs voru fjögur og var Arni þeirra næstelstur. Hin eru: Guðrún Rannveig, Brynja og Herbjört. Eftirlifandi eiginkona Árna er Lára K. Guðmundsdóttir, f. 3.3. 1950. Þau gift- ust 1.6. 1974. Hún er dóttir hjónanna Huldu Þorsteins- dóttur og Guðmund- ar S. Júlíussonar kaupmanns en hann lést 1979. Börn Árna og Láru eru Þórunn Anna, f. 5.8. 1976, lögfræðinemi, og Þorsteinn Júlíus, f. 19.10. 1988. Ámi lauk kenn- araprófi 1965 og starfaði lengst af í Hlíðaskóla í Reykja- vík. Síðustu árin var hann að- stoðarskólastjóri utan síðasta skólaárs en þá var hann skóla- stjóri sama skóla. Frá 1973 var Ámi öll sumur umsjónarmaður á tjaldstæði Reykjavíkurborgar í Laugardal. Utför Ama verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. * * Ámi Pétursson svili minn er lát- inn_ aðeins 55 ára að aldri. Áma hitti ég fyrst þegar konan mín kynnti mig fyrir fjölskyldunni fyrir einum 23 árum. Þá voru Lára mágkona mín og hann nýtrúlofuð. Alla tíð síðan hefur samband fjöl- skyjdnanna verið mjög náið. Ámi fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp í stórum systkina- hópi. Þó að hann yfirgæfi heima- hagana tiltölulega ungur til að sækja sér menntun, var hann alltaf — trúr uppmna sínum. Árni var mjög skoðanafastur maður. Hann var ekkert að hlaupa til og skipta um skoðun á málum eða breyta vinnubrögðum bara af því að önnur ný vom í tísku. Árni var líka vanur að láta skoðun sína á mönnum og málefnum skýrt í ljós. Gestrisnin var þeim hjónum í blóð borin og í sameiningu byggðu þau sér og bömunum gullfallegt en um leið notalegt heimili. Löngum hefur því verið gestkvæmt hjá þeim hjón- um þar sem unun var að sækja þau heim í Garðabæinn, ekki síst því að Árni var ætíð hrókur alls fagnað- ar. Einstök eru vináttuböndin sem nokkrir skólafélagar í Menntaskól- .2 anum á Laugarvatni bundust fyrir mörgum ámm. í sameiningu reistu þau sér sumarbústað í Skorradal. Sælureit þar sem þau nutu sam- vista bæði öll saman sem og með fjölskyldum sínum. Árni átti mjög auðvelt með að tala við börn og unglinga, sem löð- uðust að honum. Kennarastarfið átti því vel við hann, enda var hann frábær kennari. Einnig fórst honum mjög vel úr hendi stjórn Hlíðaskóla, bæði sem aðstoðarskólastjóri sem hann hafði verið í allmörg ár og sem skólastjóri síðastliðið skólaár í námsleyfi nafna síns. Ámi var afskaplega bóngóður maður. Minnisstætt er mér hversu vel hann reyndist okkur í húsbygg- ingastússi og flutningum fyrir mörgum árum. Árni starfaði einnig sem tjald- stæðisvörður í Laugardalnum í ára- tugi. Þar nutu hæfileikar hans sín til fullnustu. Einlægur vilji til að greiða götu allra, einstakir hæfileik- ar í samskiptum við ókunnuga ásamt tungumálakunnáttu og góðri þekkingu á landi og þjóð. Enda eignaðist hann og fjölskyldan góða vini þar sem voru erlendir ferða- menn sem koma jafnvel á hveiju — ári og dvelja á tjaldstæðinu í Laug- ardal í góðu yfirlæti. Mikill er missirinn við skyndilegt fráfall Árna Péturssonar. Nemend- ur Hlíðaskóla sakna frábærs kenn- ara. Samkennarar og aðrir starfs- menn skólans sakna einstaks vinnu- félaga. Systkini, ættingjar, tengda- fjölskylda og vinir sakna bróður, ’ frænda og vinar. Mestur er þó miss- ir Láru og barnanna sem ekki fá notið lengur samvista við ástríkan eiginmann og föður. Finnbogi Rútur Hálfdanarson. Mig langar í fáum orðum að minnast þín. Sárt er að kveðja þig sem svona snögglega varst hrifinn burt. Okkar kynni voru reyndar stutt en ánægjuleg. Eldri sonur minn varð fyrir því láni að kynnast dóttur þinni og vil ég þakka fyrir þá samfylgd sem hann átti með þér og allar þær stundir sem þú veittir honum með tilveru þinni og hjálp. Ég get seint fullþakkað það. Það er mikill missir að þér, Árni minn, þakka þér samfylgdina. Elsku Lára, Þórunn, Þorsteinn, Hreiðar og aðrir aðstandendur, megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Linda Sjöfn Hreiðarsdóttir. Um hádegisbil 9. október sl. barst mér sú harmafregn, að æskuvinur minn hann Árni Pétursson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Við Árni fæddumst á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum með 12 daga millibili. Heimili okkar voru hlið við hlið, þar sem við ólumst upp sem bestu systkini værum, það slettist varla upp á vinskapinn. Þar fædd- ust líka Bíbí, Gunný, Marý, Bjarni, Sigurlín, Steini, Tryggvi, Herbjört, Jói, Kristján o.fl., sem deildu með okkur sumrum að Kirkjubæ í leik og starfí. Það er lítið eftir af Kirkjubæjun- um í dag nema minningar og þær góðar. Jú, annars, legsteinninn hans Jóns píslarvotts Þorsteinssonar, sem nú er staðsettur á Eldfelli yfir leik- svæði okkar á Kirkjubæjarhlaðinu þar sem hann stóð áður. Umhverfís legsteininn var vegg- ur. Þar hittumst við börnin í leik. Þegar við vorum í fallin spítan var hún staðsett á einu horni veggjarins og við lékum okkur í myndastyttu- leik á honum. Legsteinn Jóns Þorsteinssonar, sem drepinn var í Tyrkjaráninu 1627, gæti sagt frá ýmsu er tengist æskuárum okkar. Ég minnist þess að Eyjólfur Ey- fells listmálari kom sumar eftir sum- ar og málaði frá legsteininum, Ell- iðaey og Bjarnarey. Einhverju sinni kom Herbjört, systir Árna, að máli við listamanninn og gerði athuga- semd, það vantaði kofann í Elliðaey, þar sem hann pabbi hennar væri núna að veiða lunda. Ég er víst komin á þann aldur að allt sem tengist æskuárunum er svo fallegt í minningunni, eins og það hafí alltaf verið sumar og sól. Við vorum börn þess tíma þegar maður var manns gaman, lestur góðra bóka þótti göfgandi og fjöl- miðlun var að hefja göngu sína. Ég minnist þess þegar sjónvarpið var að hefja útsendingar sínar, að þá voru allir nágrannarnir boðnir fyrsta kvöldið í stofu hjá afa og ömmu, því Ingi frændi hafði fest kaup á sjónvarpi. Allir voru yfir sig hrifnir, þetta var eitthvað sem allir þyrftu að fá sér. Hann smáþynnist hópurinn er var í stofunni forðum. Lífsstarf Árna var kennsla sem hann hafði getið sér gott orð fyrir, sérstaklega fyrir móðurmáls- kennslu. Hann var yfirkermari við Hlíðaskóla í Reykjavík. Á sumrin starfaði hann á tjaldsvæðinu í Laug- ardal. Systir Árna, Brynja, varð 50 ára í ágúst sl. Þar hittist stór hópur af Kirkjubæjarfólkinu og átti ánægju- lega stund saman. Stofumar hennar Brynju ómuðu af ánægju og hlátri þessa fólks að hittast og rifja upp gamlar minningar, þar á meðal var Árni sem lék á als oddi. Hann sagði mér að hann væri kominn í ársfrí frá kennslu og hygði á frekara nám á sama tíma og dóttir hans var að hefja lögfræðinám. Æskuvinur minn Árni Pétursson er nú genginn á vit feðra sinna, langt um aldur fram, og með honum kveður góður drengur. Ég bið góðan Guð að styrkja konu hans og börn í þeirra miklu sorg, svo og systkini og aðra að- standendur. Ingibjörg Bragadóttir. Það er margt sem berst að huga manns þegar vinur er kvaddur. Endurminningar hrannast upp og hugurinn fyllist þakklæti fyrir að hafa átt vináttu góðs manns. - Já, það er fjarskalega sárt að kveðja Árna Pétursson hinstu kveðju eftir 38 ára samfylgd sem einkenndist af trausti og ánægju. í lok sjötta áratugarins áttu ungl- ingar í sjávarplássum ekki margra kosta völ ef þeir vildu leita sér mennta eftir skyldunám. Einn var þó sá kostur, sem reyndist mörgum farsæll og örlagaríkur, en það var að fara í heimavistarskóla. Þann kost valdi Árni. Það var litríkur hópur sem hittist í fyrsta sinni í byrjun október 1958 austur á Laugarvatni til að hefja nám við menntaskólann þar. Nokkr- ir voru heimavanir, aðrir lengra að komnir. Frá Vestmannaeyjum komu fjórir væntanlegir bekkjarfélagar og í þeim hópi var Árni Pétursson. Fljótlega myndaðist sterk sam- heldni og góður andi innan hópsins þar sem hver og einn naut sín og sérvizka ýmisleg fékk að blómstra og var jafnvel talin til mannkosta og virðisauka. Árni varð brátt ein af driffjöðrum hópsins og taldi ekki eftir sér spor eða verk sem þurfti að vinna í þágu bekkjarins. Hann var féiagslyndur og gleðinnar mað- ur, það geislaði af honum ánægjan við glaðan söng og enginn stýrði skólasystrum sínum betur en Árni á gangaböllum í „tjútti" eða „djæf“. Árni var í meðallagi hár, dökkur yfirlitum, grannvaxinn og bar sig vel. Hann var snyrtimenni og vand- aði vel klæðaburð sinn. Segja má að hann hafi verið fagurkeri með næmt auga fyrir fallegum og vönd- uðum hlutum og bar umhverfi hans vott um það. Árni var glettinn og skemmtilega spaugsamur en jafn- framt dulur um eigin hagi og tilfinn- ingar. Hann var góður vinur vina sinna og gott að eiga hann að trún- aðarvini. Fjögurra ára vist Árna í M.L. var honum lærdómsrík og Ijúf. Hann var farsæll námsmaður, víkkaði sjóndeildarhring sinn og nam hin ýmsu fræði sem kennd voru í mála- deild en íslenzka og íslenzk fræði voru honum einkar hugleikin. Vera hans í þéttskipaðri heimavist skól- ans skerpti og kristallaði eðlislæg sérkenni Árna sem voru tillitssemi, hjálpsemi og snyrtimennska. Það var glaður hópur sem útskrif- aðist 14. júní 1962 fráM.L. ogþakk- látur kvaddi hann kennara sína, þá Jóhann Hannesson, skólameistara, Ólaf Briem, Harald Matthíasson og fleiri góða menn. Já, það voru bjartsýn ungmenni, sem kvöddu skólann sinn þann fagra dag og hlökkuðu til að takast á við verkefnin sem biðu á næsta leiti. Þetta voru góð ár sem lögðu grunn að góðri, varanlegri vináttu. Nú skildu leiðir í námi en engu að síður var hvert tækifæri notað til að hittast, fara í útilegur og ferða- lög. Hópurinn stækkaði af mökum og börnum og flestir urðu virkir þátttakendur. Ofarlega í huga eru ferðir í tilefni 25 og 30 ára stúdents- afmælanna en þá var farið til út- landa. Eftirminnilegsta „utanlands- ferðin“ er þó sú sem farin var þeg- ar Árni bauð bekknum að koma á Þjóðhátíð til Eyja 1964. Við vorum gestir á óðalinu að Kirkjubæ. Árni var óðalsbóndinn og naut aðstoðar Dagfríðar heitinnar mágkonu sinn- ar. Hvergi hefðum við fengið betri viðurgjörning. Það var stórkotlegt að fá að upp- lifa stemmninguna eins og hún er hjá heimafólki, því okkur var sann- arlega tekið eins og við værum inn- fædd! Árni hóf nám við guðfræðideild Háskóla íslands haustið 1962 en hvarf frá námi og fór að kenna við Gagnfæðaskólann í Vestmannaeyj- um. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Islands vorið 1965. Síðan starfaði hann við Hlíðaskóla í Reykjavík, lengst af sem kennari en hin síðari ár aðstoðarskóla- stjóri. Sl. vetur var Árni skólastjóri og fórst það vel úr hendi. Hann var einkar vel látinn kennari og farsæll lærifaðir nemendum sínum. Árum saman vann Árni á sumrin sem umsjónarmaður á tjaldstæðinu í Laugardal. Hróður landsins barst víða því margir erlendir ferðamenn rómuðu leiðsögn hans, lipurð og fræðslu um land og þjóð. Árni var ekki mikið gefinn fyrir byltingarkenndar breytingar eða tízkusveiflur í kennslu eða lífshátt- um en var opinn fyrir nýjungum ef hann áleit þær vera til bóta. Hann var íhaldsmaður í beztu merkingu þess orðs og Var málsvari þeirra sem minna máttu sín. - Gömul og sönn gildi stóðu hjarta Árna nær. Í haust fékk hann árs leyfi frá kennslustörfum og ákvað _að stunda íslenzkunám við Háskóla íslands en það stóð ekki lengi, aðeins rúman mánuð og síðan eins og hendi væri veifað var hann allur. Árið 1974 kvæntist Árni Láru K. Guðmundsdóttir og tveim árum síðar eignuðust þau dótturina Þór- unni Önnu og 1988 soninn Þorstein Júlíus. Hann kveður nú föður sinn daginn fyrir áttunda afmælisdaginn. Árni unni konu sinni og börnum og vildi veg þeirra sem mestan. Sam- eiginlega byggðu þau hjónin ein- staklega fallegt heimili sem ávallt stóð fjölskyldum þeirra og vinum opið. Dæmalaus gestrisni þeirra og höfðingslund gleymist þeim ekki sem nutu og fyrir það viljum við þakka á skilnaðarstundu. Við vottum Láru, Þórunni Öpnu, Þorsteini Júlíusi, systkinum Árna og öðrum ástvinum hans, okkar dýpstu samúð. Guð blessi þig, þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll við aldrei gleymum þér. (Guðmundur Magnússon) Laugarvatnsstúdentar 1962. Faðir vinkonu minnar Þórunnar, hann Árni Pétursson, er fallinn frá. Því miður gerast atburðir og hlutir sem við höfum enga skýringu á og höfum enga stjórn á. Árni var alltaf hjálpsamur og var boðinn og búinn til að hjálpa okkur vinkonunum er þess var þörf. Hann hafði gott lag á unga fólkinu og hafði ávallt ráð undir rifi hveiju. Alltaf var hann glaðvær þegar ég kom í heimsókn til Þórunnar og oftar en ekki sat hann í stofunni á kvöldin og slakaði á eftir strangan vinnudag. Nú er hann Árni farinn í ferðalag sem við öll munum takast á hendur einhvern tíma, sumir snemma, aðrir seint. Svona _er nú lífið stundum óréttlátt. En Árni er nú á stað þar sem honum líður vel og mun fylgj- ast með sínum nánustu, Þórunni í sínu námi, Þorsteini vaxa upp og Láru við vinnu sína. Elsku Þórunn, Lára og Þorsteinn Júlíus, guð geymi ykkur í sorginni og veiti ykkur styrk til að halda áfram. Guðrún Inga. „Dáinn, horfínn!" Þessi upphafs- orð í ljóði Jónasar Hallgrímssonar leita á okkur núna þegar kær vinur er fyrirvaralaust tekinn frá okkur. Það þýðir ekki að deila um hinn æðsta dóm. Það eru 38 ár frá því flest okkar hittust á Laugarvatni til að helja menntaskólanám. Sú vinátta sem myndast á mótunarárum æskufólks í heimavistarskóla er sérstök því hún byggist á umburðarlyndi og skiln- ingi. Skilningi á sérkennum hvers og eins, og draumum, þegar við erum að búa okkur undir lífið. Sum- ir draumar rætast en aðrir ekki, eins og gengur, en okkur fínnst við vera þau sömu og þegar við hitt- umst fyrst. Við sviplegt fráfall Árna Péturs- sonar hrannast minningarnar upp. Hann var Vestmannaeyingur og stoltur af því. Hann var lífsglaður maður sem naut þess að vera til, góður félagi sem sló í gegn á fyrsta ballinu með framúrskarandi dans- kunnáttu sinni, jafnvígur á tvist og tangó og allt þar á milli. Arni var ekkert að flýta sér að festa ráð sitt. Flestir í hópnum voru löngu komnir á fullt í barnastússi og lífsgæðakapphlaupi þegar hann fann sína útvöldu. En biðin var þess virði. Fagurkerinn okkar kynnti til sögunnar glæsilega, rúmlega tví- tuga konu, Láru K. Guðmundsdótt- ur, þegar við hin vorum að komast á fertugsaldurinn. Hún small inn í hóþinn okkar. Árin liðu og að því kom vorið 1986 að nokkrum innan hópsins fannst að hann þyrfti að hittast oft- ar, þrátt fyrir árlegar samkomur bekkjarins. Fimm hjón ákváðu að nú skyldi byggja sumarbústað í sveit þar sem hægt væri að koma saman og njóta samvista, kynnast börnum hvers annars betur og hlúa hvert að öðru. Það var upphafið að miklu ævintýri, sem endaði með fullbyggð- um bústað, Skálkaskjóli, eftir marg- ar vinnustundir, sem allir nutu til hins ýtrasta. Sama var hvort holur voru grafnar, skurðir dýpkaðir, spýtur nagldregnar eða kvöldverður reiddur fram í svanga verkamenn, allt þetta gert af stakri ánægju. Ámi var harðduglegur, ósérhlífínn verkmaður sem lá ekki á liði sínu hvort sem um var að ræða skurð- gröft eða að framreiða veislukost að kvöldi og gætti þess að lág- markskröfum um fágun væri full- nægt. Þessi félagsskapur hefur enn styrkt vináttuböndin og þótt notk- unin á bústaðnum sé þannig að fjöl- skyldurnar eiga sína vikuna hver er aðalhátíð ársins þegar allir Skálk- ar koma saman en það er fastur liður um hveija verslunarmanna- helgi. Þá eru haldnar veislur sem eiga vart sinn líka og hefur Árni átt stóran þátt í að gera veisluborð og -föng þannig að erfitt verður um samjöfnuð. Hann sagði okkur til syndanna ef honum fannst við ósmekkleg því hann vildi hafa allt eins fallegt og kostur var. Smekkmaður og snyrti- menni - það eru orð sem lýsa hon- um vel. Árni var gæddur sterkum persónuleika, fór sínar eigin leiðir í lífinu og kærði sig kollóttan þótt skoðanir hans færu ekki saman við skoðanir fjöldans. Hann flutti mál sitt á skýran og rökvísan hátt og enginn velktist í vafa um viðhorf hans. Þetta virtu menn og mátu. Hann var að vissu leyti einfari en samt félagslyndur og kunni manna best að gleðjast með öðrum. Þó Árni væri vandur að virðingu sinni sá hann skoplegu hliðarnar í lífinu bæði hjá sér og samferðamönnum sínum og var manna fyrstur til að gera grín að sér og sérvisku sinni sem orð fór af. Þau Lára bjuggu sér og börnum sínum glæsilegt heimili í Brekku- byggð 4 í Garðabæ þar sem óbrigð- ul smekkvísi og höfðingslund þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.