Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 3 7 AÐSENDAR GREIIMAR Þökkfyrir Halla Margrét ÞAÐ ER sannar- lega ekki oft sem mað- ur nýtur þeirrar sælu- kenndar, er hrifning veldur því að um mann hríslast eitthvað, sem framkallar það sem læknavísindi nefna gæsahúð ogjafnvel að augun vökni. En slíka stund átti ég ásamt fjölmörgum öðrum í Islensku óperunni sl. laugardag. Þar stóð Halla Mar- grét Árnadóttir á svið- inu í 100 mínútur og heillaði svo áheyrend- ur upp úr skónum með söng sínum að starfsfólk óperunnar minnist þess vart að hafa heyrt slíkar undirtektir á tónleikum. Það var því ekki að undra þótt hún svifi ásamt undirleikaranum frábæra, Ólafi Vigni Albertssyni, af sviðinu að loknum aukalögunum. Það verður að viðurkennast að hér skrifar hvorki hlutlaus maður né sá sem hefur eitthvert vit á sígildri söngtónlist nema síður væri. Ég var bara svo lánsamur að fá að vera í hópi einstaklinga og fyrirtækja sem Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður safnaði saman til að veita Höllu Margréti stuðning til tveggja ára við að feta sig áfram á braut atvinnu- söngvarans. Þá var að ljúka ströngu 4 ára einkanámi hjá Rinu Malatrasi, sem Kristján Jóhanns- son mælti með. Ákveðið var að í lok tímabilsins myndi Halla Mar- grét halda „debut“ tónleika í Reykjavík. Við stuðnings- mennirnir höfum svo fengið að fylgjast með þroskanum og fram- förunum á árlegum einkatónleikum okkur til óblandinnar ánægju. Það skal þó viðurkennt að fiðring- ur var kominn í maga ýmissa, er við blasti frumraun á sviði sjálfrar íslensku óper- unnar. Það átti hins vegar ekki við um kjamakonuna Höllu Margréti, hún var ró- legust allra og sagði okkur, guðfeðrum sínum, að hætta að „stressa okkur“, hún væri tilbú- in, því nú væri langþráður draum- ur um að fá að syngja í Islensku óperunni loks að rætast og hægt að leyfa fólki og gagnrýnendum að heyra hvar hún væri stödd á söngferlinum. Biðjum góðar vættir, segir Ingvi Hrafn Jónsson, að vaka yfir Höllu Margréti á lista- brautinni. Hvílík „debutering“! Nær þrjú hundruð manns biðu fyrstu tón- anna með þeirri eftirvæntingu sem fylgir slíkum viðburði og hylltu að lokum listafólkið svo kröftug- lega að undir tók í húsinu gamla. Þeir sem minntust þess, er Halla Ingvi Hrafn Jónsson söng sig „Hægt og hljótt“ í hjörtu landsmanna um árið áttú vart orð til að lýsa ánægju sinni með sópr- ansöngkonuna sem nú lék sér svo á lágu og háu nótunum að engu líkara var en að hún gerði það með annarri hendi. Enda hafði Ingólfur Guðbrandsson, einn mesti tónlistarfrömuður landsins, orð á því í búningsklefa að tónleikunum loknum, eitthvað á þá leið, að hann hefði viljað fá að heyra enn „fleiri, stærri og hærri aríur“. Þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða. í dag, föstudag, er Hj.Ha _Mar- grét í Flugleiðavél á leið til Ítalíu til að hefja æfingar á hlutverki í Töfraflautu Mozarts. Það ávann hún sér með sigri í söngvakeppni í Bologna í júní sk, eini útlend- ingurinn í stórum hópi ítalskra söngkvenna. Og það er sko ekki heiglum hent. Operan verður sýnd upp úr áramótum að minnsta kosti 9 sinnum í fjórum borgum á ítal- íu. Þá er Halla að flytja búferlum frá námsborg sinni, Rovigo, til Mílanó, þar sem umboðsskrifstof- an SMELC hefur boðið henni til viðræðna um samning. Einnig eru boð um að syngja fyrir umboðs- menn í Þýskalandi. Ær og kýr í fjárfestingar- og útflutningsumræðu okkar íslend- inga er að sjálfsögu fiskur, tæki til fiskvinnslu og nú síðast hug- búnaður, að ekki sé talað um ál- ver, járnblendi og smurolíuendur- vinnslu. Minna heyrist talað um mestu íslandskynningu sögunnar, sem innt er af hendi af heimslista- fólki á borð við Björk, Kristján Jóhannsson, Kristin Sigmundsson o.fl. Og það jafnvel svo að erlend- ir blaðamenn telja sig þurfa að biðja Björk afsökunar á að finnast Island ömurlegt. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sögðu á landsfundinum sem stóð yfir á sama tíma og tónleikar Höllu að unnið væri að því að auðvelda skattafrádrátt af fram- lögum til menningarmála. Það er vissulega fagnaðarefni, en við sem stutt höfum Höllu Margréti sl. 2 ár hugsuðum ekkert um skattaaf- slátt og það er með miklu stolti að við sendum ítölum flugleiðis þessa nýjustu útflutningsafurð. Hún sló eftirminnilega í gegn, uppskar almennt góða gagnrýni, þótt Morgunblaðsgagnrýnandinn hafí skrifað svolítið í hægðartepp- ustíl og vonandi gefst henni tími til tónleikahalds hér heima í jóla- leyfí, svo fleiri fái að njóta. Við stuðningsmennirnir þökk- um kærlega fyrir okkur og biðjum góðar vættir að vaka yfír stúlk- unni okkar á listabrautinni. Höfundur erfyrrum fréttasljóri. Dæmi: Hringt frá islandi til Bordeaux | Til útlanda Landsnúmer Símanúmer 00 I 33 5 12345678 Breytt símanúmer í Frakklandi í kvöld 18. október, kl. 21.00, verða öll númer í Frakklandi 9 stafa. f París og nágrenni verða engar breytingar. Hringt er áfram í 9 stafa númer sem byrjar á 1. Utan Parísar baetast 2, 3, 4 eða 5 (eftir landshlutum) fyrir framan núverandi 8 stafa númer. Fyrir framan öll núverandi farsímanúmer bætist talan 6. Á sama tíma breytist númerið í „ísland beint" þjónustunni frá Frakklandi og verður: 0800 99 0354. PÓSTUR OG SIMI Allar nánari upplýsinger eru veittar hjá Talsambandi við útlönd, i síma 115. Simnotandi á fslandi, sem ætlar aö hringja til Bordeaux í Frakklandi, t,d. í númer 12345678, velur í einni lotu 00 33 512345678.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.