Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 44
- -44 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN - KJARTANSSON + Kristján Kjart- ansson var fæddur í Reykjavík 17. september 1963. Hann lést af slysförum þriðju- daginn 8. október síðastliðinn. Faðir Kristjáns var Kjartan, f. 17.10. 1925, d. 24.11. 1990, Iögmaður og bóndi á Guðna- bakka í Mýrasýslu, Jónsson iðnrek- anda og forstjóra í Reykjavík, Kjart- ans Jónssonar bónda að Efri Húsum við Önundarfjörð og Halldóru Jónsdóttur, konu hans. Móðir Kjartans var Sal- vör Ebenesersdóttir, bónda og útvegsmanns, Ebeneserssonar í Þernuvík og Valgerðar Guð- mundsdóttur b. á Eyri við Skutulsfjörð. Móðir Kristjáns er Þorbjörg, f. 8.4. 1928, Pét- ursdóttir, Magnússonar hrl. bankastj., alþm. og ráðh., séra Magnúsar Andrés- sonar alþm. og prófasts að Gils- bakka í Hvítársíðu og k.h. Sigríðar Pétursdóttur, Si- vertsens b. á Höfn í Melasveit. Móðir Þorbjargar var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, Vi- borg, vélstjóra og gullsmiðs í Reykja- vík og Helgu Bjarnadóttur hálf- systur Torfa skóla- sljóra í Ólafsdal í Dalasýslu. Systkini Kristjáns eftirlifandi eru: Pétur f. 15.11. 1948, Jón, f. 15.11.1949, Magn- ús f. 1.8. 1951, Guðmundur, f. 25.12. 1955, Sigrún, f. 13.11. 1957, og Margrét, f. 27.4.1960. Krislján skilur eftir sig sam- býliskonu, Arndísi Fannberg, f. 22.10. 1963. Útför Kristjáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristján ólst upp í systkinahópi að Guðnabakka í Stafholtstungum til átta ára aldurs er ijölskyldan flutti til Reykjavíkur. Hann hóf sína skólagöngu í barnaskólanum við Varmalandsskóla, en lauk skyldu- námi í Reykjavík. Hann lauk síðar stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Eftir það tóku við reynsluár við margvísleg störf, bæði í Reykjavík og í sveitinni. Þau ,-^spor liggja víða en óhætt er að segja að Kristján hafí unað sér vel úti í j náttúrunni og vann því mikið úti við er skóla sleppti. Hann hugði oft I að því smáa og lagði sig eftir djúp- ! stæðum fróðleik um marga hiuti. j Hann var mjög greindur maður og | náði að þroska þá kosti sína í skóla og við margvíslega fróðleiksöflun. í ársbyijun 1991 hóf Kristján nám við Guðfræðideild HÍ og átti aðeins nokkurra mánaða nám eftir til að ljúka því er hann mætti örlög- um sínum snögglega. Oft er það sagt er ungt fólk fellur frá að það hafí átt svo margt eftir til að upp- fylla sín fyrirheit. Það á hér við líka. Engu að síður skal það fyllyrt að j^nám og vera Kristjáns í Guðfræði- deildinni, undir öruggri handleiðslu þess góða fólks er þar leiðir og kennir, hafi veitt honum svör við } mörgum þeim spurningum er hann ' velti fyrir sér um lífið, tilgang þess j og tilveruna alla. Hann naut stuðn- j ings og skilnings unnustu og sam- j býliskonu er nú tregar sitt manns- !efni. Honum lánaðist þrátt fyrir allt að uppfylla mörg stærstu fyrir- heitin er barnið ber með sér er það Íkemur í þennan heim, þótt hann hyrfi úr jarðvist sinni liðlega 33 ára gamall. Við sem eftir lifum hljótum að velta fyrir okkur hvert réttlæti sé að slíku en fáum þau svör að sá ;( er öllu ræður hafí svo á um kveðið. Við hneigjum höfuð okkar fyrir því valdi einu og bíðum fundar á efsta I degi. Ohjákvæmilegt er að minnast > þess nú er slíkur harmur er að oss kveðinn, að nú eru rétt 160 ár liðin frá því að forfaðir Kristjáns, séra Þorsteinn Helgason, prestur i Reyk- holti, mætti örlögum sínum í ísi lagðri Reykjadalsá í mars 1836. Kristján hafði eins og séra Þor- steinn, aðeins rúman mánuð um sinn 33. afmælisdag. í slíkum teikn- um kunna að felast skilaboð til okkar er nú syrgjum fallinn bróður og félaga. Á það skal og bent að ekki er þetta í fyrsta né annað sinn er slíkir atburðir verða í þeim hópi er fyllir raðir þjóna kirkjunnar hér á jörð. Má það vera að nokkur hugg- un sé harmi gegn að velta fyrir sér þeim táknum er í því felast. Við J fráfall séra Þorsteins kvað Jónas —Hallgrímsson tregafull eftirmæli » um sinn vin 'er svo snögglega og I hörmulega hvarf af þessum heimi. Það er vel við hæfí bæði sakir skyld- leika og annarra hluta að láta eitt erindi af kvæði Jónasar fylgja hér með: Veit þá enginn að eyjan hvíta átt hefur sonu fremri vonum? Hugðu þeir mest á fremd og frægðir, fríðir og ungir féllu í stríði; svo er það enn, og atburð þenna einn vil ég telja af hinum seinni: Vinurinn fagri oss vék af sjónum að vonum, því hann var góður sonur. Sá sem er vakinn af værum blundi hins daglega amsturs og lífs með harmafregn sem óhægt er að lifa eða lýsa, á einskis annars úr- kosta en að kasta sjónum sínum til himins í spurn. Þeir sem hlusta; vilja heyra svarið, fá huggun. Ég þakka þér þitt bróðurþel og allt sem við áttum saman að sælda á skammri ævi og kveð þig að sinni, sáttur, særður, sefaður. Guðmundur Kjartansson. Okkur langar í fáum orðum að minnast frænda okkar sem var frá okkur tekinn án nokkurs fyrirvara. Okkur er minnisstæðast hve góður hann var við okkur systurnar er við vorum litlar og komum í heimsókn til ömmu og afa. Hann lék við okk- ur og oft gleymdum við okkur við spil. Fyrir lítil börn var það ómetan- legt að fínna sér tekið sem jafn- ingja. Það er sárt að hugsa um hann, hann sem átti alla framtíðina fyrir sér. Það er líka sárt að hugsa til þeirra orða sem ósögð voru. Með þeim orðum kveðjum við þig, kæri Kristján. Við vitum að afí tekur á móti þér. Elsku amma, Arndís, Gummi, Magnús, Margét, Pétur, Nonni og mamma: Við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og Guð blessi ykkur. Þínar litlu frænkur, Þorbjörg og Ragnheiður. Mjög snemma síðastliðinn mið- vikudagsmorgun var ég vakinn með óþægilegri símhringingu. Þetta var kunningi minn úr guðfræðideildinni, sem færði mér þá sorgarfregn, að einn besti vinur minn úr deildinni hefði Iátist í umferðarslysi kvöldið áður. Mig setti hljóðan. Var þetta virkilega satt? Ég trúði þessu ekki, þetta gat ekki verið. Er ég sá frétt- ina í blöðunum þessu til staðfesting- ar reikaði hugur minn tæp fimm ár aftur í tímann. Kristján Kjartansson hóf nám við guðfræðideild Háskóla Islands á vormisseri 1992. Við hittumst fyrst uppi á kapellulofti strax í upphafi misserisins og urðum brátt góðir vinir, þrátt fyrir talsverðan aldurs- mun. Ég tók sérstaklega eftir því, hversu snyrtilegur hann var og vel til fara, myndarlegur, ljósskolhærð- ur með sérstaklega bjarta ásjónu. Hann var að eðlisfari tilfínningarík- ur, feiminn og gat haft viðkvæma lund. Ég fann mjög skjótt, að þarna fór maður, sem hægt var að tala við og skildi hugrenningar rúmlega tvítugs pilts, sem eins og á vissan hátt Kristján sjálfur, var að byija lífíð fyrir alvöru. Oft bauð hann mér í heimsókn til sín og móður sinnar á Seltjarnarnesi, þar sem við ræddum saman um hvaðeina, sem okkur lá á hjarta, og lásum þar jafn- vel saman undir próf það árið. Inn- an ekki langs tíma kynnti hann mig einnig fyrir góðri vinkonu sinni, Arndísi Fannberg, sem varð hans heitkona, er stundir liðu fram. Nokkru eftir að þau tóku saman fluttu þau í snotra íbúð á Garða- stræti 2, þar sem þau bjuggu eftir það. Stundirnar þar voru svo ótal margar, sem að leiðarlokum ber að þakka fyrir. Oft var glatt á hjalla, við gerðum mikið að gamni okkar við margvísleg tækifæri. Ég held nú samt sem áður, að þar hafí hús- bóndinn sjálfur verið glaðastur allra, að öðrum ólöstuðum. Meðal sameiginlegra áhugamála okkar voru ættfræði og ferðaiög. Meðal annars komumst við að því, að við vorum öll þtjú komin af Arn- ardalsætt. Þó svo að skyldleiki af sjöunda og áttunda eða níunda ættl- ið teljist ekki ýkja náskylt, kom frændsemin þó skýrt fram í þeim sérstaka hlýhug, sem hann bar til mín alla tíð og þau bæði. Ekki má gleyma öllum þeim ritgerðum, sem við unnum saman að, bæði í kirkju- sögu og siðfræði. Það var ljúft að fá að vinna með Kristjáni, og það var raunar hann, sem hvatti mig til þess að nema sem mest í þessum greinum. Eitt var það þó, sem ég hlakkaði alltaf sérstaklega mikið til, en það voru allar þær stundir, sem við sett- umst við litla stofuborðið, gjaman að afloknum málsverði og upp- vaski, hlustuðum á Ijúfa tóna og spiluðum manna, jafnvel langt fram eftir nóttu. Kristján var slyngur spilamaður og þeim þótti báðum, eins og mér sjálfum, einstaklega gaman að spila á spil. í fyrravetur kynnti hann mig_ svo fyrir aldraðri vinkonu sinni frá ítal- íu. Var það fagurblá Fiat-bifreið, sem hann hafði keypt og ætlaði að nota hana sem sinn einkabíl, er stundir liðu fram. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum að vitja bifreiðarinnar, bæði á Tómasarhag- ann og síðan á geymslusvæðið í Straumsvík, og ekki var það verra að fá að koma við í sjoppu og kaupa pylsur eða franskar kartöflur og snæða eftir sérhveija heimsókn til litla ítalans. Fljótlega fékk Kristján áhuga á að læra ítölsku, og er við sátum inni í litlu bifreiðinni og skipt- umst á að aka um inni á geymslu- svæðinu, töluðum við saman, mest- megnis á ítölsku, henni til heiðurs. Síðastliðið sumar fóru Kristján og Arndís oft í sumarbústað við Elliðavatn í eigu íjölskyldu hennar. Þangað var mér einnig ljúft að koma í spjall og spil, og gjarnan fara í bátsferð á vatninu, þar sem heyra mátti fuglasöng og vatnanið. Krist- ján lagði sérstaklega mikið upp úr því, að ég þjálfaði báðar hendur mínar með kröftugum róðri. Eins og áður sagði, voru ferðalög meðal sameiginlegra áhugamála okkar. Þann 23. apríl síðastliðinn skutumst við til dæmis saman austur fyrir fjall, eftir heimsókn á geymslusvæð- ið. Veðrið var gott, sól skein í heiði og okkur fannst ekki veita af að lyfta okkur aðeins upp, áður en tek- ist yrði á við síðustu stórverkefni vormisserisins. Vorið var svo sann- arlega komið. Við skruppum austur á Eyrarbakka og til Stokkseyrar, ókum um hreppana og áttum loks ógleymanlega bæna- og kyrrðar- stund í Skálholtsdómkirkju, — tveir einir. Þaðan var haldið til Þingvalla og loks heim á leið um Hvalfjörð- inn. Vitaskuld var fólk orðið smeykt um okkur þegar ég hringdi heim um ellefuleytið úr Garðastrætinu þetta kvöld, ég hafði auðvitað ekki komið heim í kvöldmatinn. Okkur var, þrátt fyrir allt, fyrirgefíð þetta uppátæki, en eftir á minntumst við oft þessa ævintýris með gleði og mikið var hlegið. Þann 11. september fórum við síðan saman á hans bemskuslóðir uppi í Borgarfirði, þar sem hann hafði stigið sín fyrstu skref að Guðnabakka í Stafholtstungum. Auðvitað var tækifærið gripið og litið inn í kirkjur á þessu svæði, sem em ótrúlega margar og allflestar þeirra gullfalleg og virðuleg guðs- hús. Síðustu stundir okkar saman munu sjálfsagt aldrei líða mér úr minni. Kristján hélt upp á 33 ára afmæli sitt að kvöldi hins 17. sept- ember síðastliðins. Réð gleðin þar ríkjum, eins og jafnan var, þegar hann var annars vegar. Þegar gest- irnir vom allflestir famir um mið- nættið og ég sjálfur farinn að hugsa um að halda heim á leið, vildu þau endilega að ég gripi í spil með sér, sem ég og gerði. Sat ég við til tæp- lega tvö um nóttina. — Þessa nótt veiktist faðir minn hastarlega, og lá síðan milli heims og helju í tíu sólarhringa, uns hann lést aðfara- nótt þess 28. september síðastliðinn. — í þeirri sorg minni var ómetan- legt að eiga slíkan vin og bróður í Kristi, sem Kristján Kjartansson var. Eftir að þetta gerðist, höfðum við Kristján reglulega símasam- band, þar sem hann miðlaði mér meðal annars af sinni reynslu, og mánudaginn 7. október síðastliðinn bauð hann mér til kærleiksmáltíðar ásamt öðram góðum vini okkar. Þegar hann var farinn, fóram við Kristján saman að vitja ítölsku vin- konunnar. Loks fórum við saman upp í Gufuneskirkjugarð, þar sem ég sýndi honum, hvar faðir minn hvílir. Á heimleiðinni ræddum við af hreinskilni um framtíðina og dauðann. En þá óraði mig ekki fyr- ir, hversu ótrúlega stutt hann átti eftir ólifað. Hann var bjartsýnn, stefndi á að ljúka guðfræðiprófí næsta vor eða með haustinu, og eftir það langaði hann til að leggja á djúpið og starfa innan guðsríkis- ins, þjóna þeim Guði sem hann treysti best og trúði á, Drottin Jes- úm Krist. Þessir dagar gáfu fögur fyrirheit, það var svo ótrúlega margt, sem hann ætlaði sér að gera, — já, svo ótalmargt, sem hann átti ógert. Við ræddum meðal annars um námslánin sem hann tók. Hann benti mér á, að greiðslufrestur þeirra væri 40 ár. Síðan bætti hann við orðum, sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér: „En ég gæti verið kominn heim til Guðs áður.“ Þetta var eitt það síðasta, sem hann sagði við mig áður en við kvöddumst við heimili þeirra Arndísar. Hann átti eftir að ljúka við prédikun, sem hann átti síðan að flytja daginn eft- ir, — síðasta daginn sinn hér á þess- ari jörð. Að kvöldi þess dags var hann allur. — Er ég nú lít til baka, verð ég Guði ævinlega þakklátur fyrir allar þessar stundir, sem við Kristján deildum saman, og verða svo óendanlega dýrmætar, þegar litið er til baka. — Já, svo skyndi- lega er klippt á lífsþráðinn. Ungur maður er hrifinn á brott frá fjöl- skyldu sinni og vinum í hörmulegu umferðarslysi á dimmu haustkvöldi. Minningarnar streyma fram. Á slík- um stundum er gott að leita til Jesú Krists í raunum sínum og minnast þeirra orða hans, er standa í Jóh. 11:25 og margir þekkja: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Og Páll postuli segir meðal ann- ars i fyrra Korintubréfí, 15. kapít- ula: „Dauðinn er uppsvelgdur í sig- ur. Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“ Elskulega Arndís mín, frú Þor- björg, Pétur, Jón, Magnús, Guð- mundur, Sigrún, Margrét og fjöl- skyldur: Á svona stundum mega orð sín ósköp lítils. Ég bið almáttugan Guð um að blessa ykkur öll, hugga og styrkja á þessum sorgartímum. Minningin um elskulegan vin okkar allra lifir. Blessuð sé minning Kristj- áns Kjartanssonar. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Kveðja frá guðfræðideild Háskóla Islands Þau hörmulegu tíðindi bárust stúdentum og kennuram guðfræði- deildar árla morguns miðvikudaginn 9. október að Kristján Kjartansson guðfræðinemi hefði látist í umferð- arslysi kvöldið áður. í djúpri sorg og innilegri hluttekningu með ást- vinum Kristjáns komum við þá sam- an í kapellu háskólans til helgrar stundar minningar og fyrirbæna. Kristján Kjartansson hóf nám í guðfræðideild Háskóla Islands í árs- byijun 1992. Hann stundaði nám sitt af kostgæfni, var samviskusam- ur og góður námsmaður, og stefndi að því að brautskrást með kandí- datspróf í guðfræði vorið 1997. Kristján sleit bamsskónum í fag- urri íslenzkri sveit og festi þar ræt- ur. Hann bazt æskustöðvum sínum tryggðaböndum. Markaði það djúp spor í sálarlíf hans og lífssýn. Virð- ing fyrir náttúru landsins, lífríkinu öllu, sem vitnar um Guðs góðu sköp- un, var honum hugstæð og hafði sterk áhrif á skynjun hans á boð- skap kristinnar trúar og þroskaferil hans sem guðfræðings. Þess mátti glöggt sjá merki á námskeiði í um- hverfíssiðfræði sem Kristján tók þátt í á haustmisseri í fyrra. Þar var fjallað um vistkreppu samtímans og siðferðilega ábyrgð sem kristin trú leggur á einstaklinga og þjóð/ir til vemdar náttúranni og gæðum hennar. Kristján vann af mikilli alúð að þeim verkefnum sem lögð vora fyrir á námskeiðinu. Það duldist þá ei heldur að umhyggja hans fyrir náttúrunni annars vegar og einlæg guðstrúin hins vegar styrktust enn frekar vegna víxlverkandi áhrifa þessara lífsviðhorfa. Kristján lét ekki staðar numið í umhyggju sinni fyrir náttúruvemd við námskeiðslok, heldur birtist á síðum Morgunblaðsins þ. 28. mars sl. snörp ádeilu- og hvatningargrein, þar sem hann vakti máls á því hveija hann taldi vera mikilvægustu hags- muni þjóðarinnar. Þar sagði hann meðal annars. „Nú undir lok tuttugustu aldar er rétt að horfa til framtíðar og gefa því gaum hvérnig við sem nú lifum getum best skilað því um- hverfí sem okkur er trúað fyrir til barna okkar; miklu skiptir að vel takist til. Tæknin með öllum sínum mikla mætti getur bæði tortímt og vemdað og því er afar brýnt að þeir sem starfa að skipulagsmálum og hönnun mannvirkja hagi störfum sínum í samræmi við framsýn laga- fyrirmæii og alþjóðlegar skuldbind- ingar. Nú er mál að linni skipu- lagsmistökum og hömluleysi tækni- hyggju. Hagsmunum þjóðfélagsins er best borgið með varfærni og ábyrgri stefnu sem byggist á virð- ingu fyrir náttúrunni eins og við höfum fengið tækifæri til að skynja hana.“ Kristján efaðist ekki um að guð- fræðin og kristin siðfræði ættu brýnt erindi inn á vettvang þjóð- málaumræðunnar og þá ekki síst hvað snertir umhverfismálin. Hann bjó sig undir að ljúka námsferli sin- um í guðfræðideildinni með um- hverfíssiðfræði sem lokaverkefni á kjörsviði. - Svo gat ekki orðið. Vinnudegi Kristjáns í guðfræðinám- inu og síðasta ævidegi hans lauk með afhendingu prédikunar sem hann lagði fullbúna í hendur kenn- ara síns í námskeiði um framsetn- ingu kristins boðskapar í nútíma samfélagi. Textinn var sóttur í Lúk- asarguðspjall, 19:1-10, þar sem sagt er frá Sakkeusi tollheimtumanni sem þráði að fá að líta Jesú augum, auðnaðist sú náð að fá að hýsa hann sem gest á heimili sínu, og öðlaðist eilíft líf í fylgd með frelsar- anum sem einn af hans fyrstu læri- sveinum. I útlegging Kristjáns, sem er lofgjörðarprédikun um náð Guðs í Jesú Kristi, kemst hann svo að orði um Sakkeus. „Hann er orðinn nýr og betri maður og hefur eignast það dýr- mætasta samfélag sem um getur, lærisveinasamfélag við Jesú Krist, frelsara allra manna... Þannig starfar Jesús. Hann leitar að þeim sem þurfa mest á honum að halda, hann kallar þá til samfélags við sig og hann býður þeim nýtt líf í náðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.