Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 53 I i i i i i ( ( ( ( ( i BRÉF TIL BLAÐSINS Samtök lánsfjárnotenda Frá Guðbirni Jónssyni: EINLÆGT er verið að stofna hin ólíkustu hagsmunasamtök, oftast til að þrýsta á um hagsmuni þess mál- staðar sem að baki býr. Það hefur hins vegar furðað mig nokkuð, að enn skuli ekki hafa verið stofnuð hagsmunasamtök lánsflámotenda. Lánsfé hefur hvergi í heiminum ver- ið dýrara en hér, í hart nær tvo ára- tugi. Aðalástæða þessa mikla flár- magnskostnaðar er formúla sem kallast lánskjaravísitala og sögð er vera „verðtrygging“ ijármagnsins. Því er fljótsvarað, að þessi óskapnað- ur er ekki, og hefur aldrei verið „verðtrygging“ og hefur ekki í sér neinar forsendur til að geta verið það. í meira en áratug hef ég haldið þessu fram, og enn hefur enginn hagfræðingur fundist sem hefur ekki orðið rökþrota við að reyna að rökstyðja þessa vitleysu sem „verð- tryggingu". Ótti fjármagiiseigenda? Ætla má að á skírdagskvöld 1988 hafi flármagnseigendur orðið hrædd- ir, er Jón Sigurðsson, þáverandi við- skiptaráðherra og síðar seðlabanka- stjóri, varð rökþrota í ræðustól á síð- asta fundi Alþýðuflokksins, í 100 funda herferðinni, „Hveijir eiga ís- land“, sem haidinn var á Hótel Loft- leiðum. Hann var að reyna að veija lánskjaravísitöluna sem „verðtrygg- ingu“, gegn þeim rökum og útreikn- ingum sem ég setti fram og sem ég lét honum í té. Síðustu orð hans um það efni urðu þau, að við (ég og Torfæra í sjónvarpi Frá Gísla Reynissyni: NÝVERIÐ lauk íslandsmótinu í tor- færu með glæsilegu móti á Hellu þar sem íslndsmeistarar í hvorum flokki fyrir sig voru krýndir. Undir- ritaður var staddur á keppninni og fannst allt skipulag ganga vel fyrir sig, en það er ekki það sem bréfið snýst um heldur sjónvarpsþættir frá þessari keppni. Birgir Þór Bragason hefur séð um mótorsportþættina undanfarin ár og verð ég að segja að betri mann er ekki hægt að fá í umsjón með þætt- inum. Þar sem hann sér um þættina sér hann einnig um að klippa til efni í þáttinn og einnig til Eurosport sjón- varðsstöðvarinnar. í Motorsport var sýnt frá Hellu-keppninni, fyrst frá þrem bílunum sem áttu möguleika á titlinum, og síðan var annar þáttur sem sýndi hina bílana, en samt var ekki allt sýnt. T.d. sást Pizza 67 bíllinn aldrei og ekki sást þegar Ásgeir Jamil Allansson tók smáhring í mýrinni við mikinn fögnuð áhorf- enda. Fyrst áhorfendum líkar þetta því má þá ekki sýna það í Mótor- sport? En þá kemur að því hve þátturinn er stuttur, hann mætti alveg vera um 40 mínútur. Samkvæmt skoðana- könnunum er þátturin eitt vinsælasta sjónvarpsefni á sumrin, en náttúrlega er þetta allt spurning um peninga. í sumar var þátturinn oft ekki nema 20 til 25 mínútna langur, en það hefði verð hægt að fylla hálftímann með fleiri myndum af bílunum. Ég horfði á Hellutorfæruna á Eu- rosport og heyrði að þulurinn var svo yfir sig hrifinn að hann átti stundum erfitt með að segja frá. Þar var einn- ig búið að klippa mjög marga bíla frá, t.d. í 4. þraut sem var tíma- þraut, þá var bara sýndur einn bíll (Makkinn). Ég heyrði að þulurinn sagði að hann hefði nú viljað sjá Einar eða Harald fara þessa sömu þraut því hann tók hveija þraut fyrir sig og sagði frahenni einsog keppni milli bílanna (t.d. þraut 3 hjá sérút- búnum sem jafnframt var sú þraut sem mest af bílunum var sýnt í). Þetta efni er nýtt á Eurosport og þess vegna finnst mér að ekki eigi að klippa svona marga bíla útúr þrautum, sama hve illa þeim gengur, því fólki finnst alltaf gaman að spá hversu langt þessi og þessi kemst, samanber það að vera á keppni sjálf- ur sem áhorfendi. Svo eitt að lokum. Hafa þesir menn sem sjá um torfæruna á Euro- sport verið viðstaddir torfærukeppni hér á landi? Ef ekki þá væri gaman að bjóða þeim hingað á næsta ári til að vera viðstaddir eina keppni. Það var upplifun sem þeir myndu ekki gleyma, og jafnframt myndi þá að öllum líkindum áhuginn aukast á að sýna meira frá slíkri keppni. GÍSLI REYNISSON, Bjarmalandi 5, Sandgerði. hann) yrðum að setjast yfir þetta við betra tækifæri. Það tækifæri kom hins vegar aldrei. Hins vegar varð fyrsta verk hans, eftir páskana að breyta lánskjaravísitölunni. Þessi breyting leiðrétti á engan hátt verð- tryggingargildi hennar, en varð samt nóg til þess að ijármagnseigendur stofnuðu í miklum flýti hagsmuna- samtök sín og nefndu þau „Samtök spariíjáreigenda“. Lánskjaravísitalan Upphaf þessarar vísitölu var form- úlan 10,8354x67% framfærsluvísi- tala og 33% byggingarvísitala. Út- koman úr þessu varð lánskjaravísi- talan 100. Þegar leitað var eftir rökstuðningi við þessa formúlu í Seðlabankanum, var svarið einfald- lega: „Það er áreiðanlega löngu tínt. Það er ekkert til yfir þetta nema þessi formúla." Til mælinga á tilkostnaði við fram- færslu var notuð framfærsluvísitala. Til mælinga á byggingakostnaði var byggingavísitala. Til „verðtrygging- ar“ ijármagns var sett lánskjaravísi- tala. Og til verðmætamælinga launa var launavísitala. Vísitölur þessar unnu þannig, að framfærsluvísitalan mælir verðlag á vöru og þjónustu, en byggingavísital- an hækkun á byggingarkostnaði. Lánskjaravísitalan hækkaði í áður- greindum hlutföllum eftir hækkun- um þessara beggja vísitalna. Launa- vísitalan átti síðan að mæta þörf á kauphækkunum, eftir þessum sömu vísitölum, en þó sérstaklega fram- færsluvísitölunni. Þannig var orðin til hringtenging verðhækkana í vísi- tölukerfí okkar. Upphafspunktinn mátti oftast rekja til þess að verðlag hækkaði, oftast að sögn vegna verð- hækkana erlendis. Það leiddi af sér hækkun framfærsluvísitölu. Erlend- ar hækkanir voru líka afsökun fyrir hækkun byggingavísitölu. Þessar hækkanir leiddu af sér hækkun lán- skjaravísitölu. Því var það, að þegar laun hækkuðu, vegna hækkunar hinna vísitalnanna, virkaði launa- hækkunin aftur til hækkunar á fram- færslu- og byggingavísitölu, sem aftur hækkaði þá lánskjaravísitölu og síðan launavísitölu. Sameiginlega virkaði þetta aftur til hækkunar á framfærslu-, bygginga- og lán- skjaravísitölu og þannig koll af kolli. Ljóst var því orðið að skrúfumynd- uð hringtenging var orðin á verð- hækkunum í landinu. Þessi skrúfu- myndun átti hvergi tengingu við tekjuþátt þjóðarinnar, en hafði beina tengingu við eyðslu gjaldeyris. Það er hins vegar á tekjuhlið gjaldeyris í þjóðarbúið sem hina raunverulegu verðtryggingu er að finna. Vextir ættu að vera um 2% Þessi millifyrirsögn mín var fyrir- sögn á blaðagrein er Pétur Blöndal, þáverandi stærðfræðingur, síðar for- stöðumaður verðbréfafyrirtækis Kaupþings, en núverandi alþingis- maður, skrifaði fyrir meira en ára- tug. Þar segir orðrétt. „Vextir af hinum verðtryggðu skuldabréfum eru óheyrilegir. Þetta er nákvæmlega sama skyssan og menn gera í sambandi við launa- samninga. Þeir halda að bæði sé hægt að hækka laun um 20% og verðtryggja þau síðan. Sama sagan er með skuldabréfín. Menn halda að það sé hægt að taka af þeim 6-7% vexti og verðtryggja þau svo. Þeir sem ákveða þetta hafa engan skiln- ing á verðtryggingu." Þetta er hveiju orði sannara hjá honum, þótt hann hafí ekki haldið þessu mikið á lofti meðan hann var að efnast á þessari lögboðnu okur- leið á lánsflámotendum. Hækkun vaxta, aukning verðbólgu Nú nýlega var Seðlabankinn að ákveða hækkun vaxta, sem áreiðan- lega mun velta af stað einhverri aukinni verðbólgu. Það mun áreið- anlega þýða hækkun neysluvísitölu, sem nú mælir hækkun lánsfjárkostn- aðar. Þetta mun leiða af sér auknar launakröfur, sem aftur mun leiða til hækkunar verðlags, sem hækkar neysluvísitöluna, sem aftur hækkar lánsfjárkostnað. Hringavitleysan er nefnilega enn fyrir hendi og hindrar eðlilega uppbyggingu atvinnulífsins, og að heimilin í landinu geti losnað úr skuldafjötrunum. Meðan þessi vitleysa er til staðar, til mælingar á kostnaði við notkun lánsijár, og að vaxtabreytingar eru látnar taka til allra útlánaðra fjár- muna verður ekki hægt að ná neinu valdi á jafnvægi atvinnulífs og fjár- magns. Það ættu menn að vera orðn- ir sannfærðir um eftir allar hörmung- ar undanfarinna ára. Samfylking lánsijámotenda gæti auðveldlega breytt þessu af festu og skynsemi, á þann veg að lánsfjár- magn hjá okkur væri á því verði sem nauðsynlegt er til að efla festu í þjóð- félaginu. Með þvi einu er hægt að byggja upp raunverulegan efnahag þjóðfélagsins, atvinnulífsins og heim- ilanna. Ef einhveijir hefðu áhuga á að ræða möguleika að samfylkingu lánsfjárnotenda og skoða gögn sem ég hef um þessi mál, hefði ég gaman af að heyra frá þeim. Ég er í sfma 552-3943, eftir kl. 17.00 flesta daga. Einnig er hægt að senda mér sím- bréf í 561-4253. GUÐBJÖRN JÓNSSON, skrifstofumaður, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. HAUSTTILBOÐ A FINNI FATNAÐI 10-20% afsláttur af nýjum drögtum - \hs*- • ' * '2l jakkafötum - kjólum. i INFLÚENSUBÓLUSETNING á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og sjálfstætt starfandi heimilislækna Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn infiúensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslu- stöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsingum landlæknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki, með skert ónæmiskerfi, sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvunum í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567 1500. Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3, simi 587 1060. Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 567 0200. Heilsugæslustöðin 1 Mjódd, Þönglabakka 6, sími 567 0440. Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Sjúkrahúsi Reykjav., sími 525 1770. Heilsugæslan, Lágmúla 4, sími 568 8550. Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14, simi 562 2320. Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562 5070. Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, simi 561 2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 15. október 1996. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi. STICKY FINGERS CLAUDEZANA PARIS Morgan astuces toi du monde kookaV Dragtir frá 12.900 Síakirjakkar frá 8.500 Síðir kjólar frá 4.900 . Nýtt kortatímabil G Opið alla laugardaga 10.00 - 16.00 Verslum heima/ sama verð og í Evrópu Laugavegi, s. 511 1717, Krínglunni, s. 568 9017. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.