Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 23

Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 23 LISTIR Tónleikar með Bhavani (Lorraine Nelson) Sýnir vind- skúlptúr í Slunkaríki FINNBOGI Pétursson opnar sýn- ingu í Slunkaríki á ísafirði laug- araginn 19. októberkl. 16. „Finn- bogi sýnir vind skúlptúr í salar- kynnum Slunkaríkis. Verkið samanstendur af 14 blásurum og tölvustýringu er gangsetur blás- arana eftir ákveðnu mynstri sem síðan móta loftið inn í salnum“, segir í kynningu. Þetta verk var framlag Finn- boga á Istanbul Bienalnum 1995 sem er alþjóðlegur tvíæringur haldinn í Tyrklandi. Sýningin stendur fram í nóvember og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 16-18. -----» ♦ «---- Sýningum lýkur í Listasafni Kópavogs UM helgina eru síðustu forvöð að skoða þrjár sýningar í Listasafni Kópavogs. I austursal lýkur sýningu Ragn- heiðar Jónsdóttur á stórum kola- teikningum sem hún vinnur upp úr áhrifum frá náttúrunni. íslenskt landslag er líka yrkisefni í ellefu málverkum sem Þorbjörg Hö- skuldsdóttir sýnir í vestursal, en inn í það fléttar hún geómetrískum formum og byggingarhlutum. Einnig lýkur sýningu Sigurðar Þórólfssonar gullsmiðs sem hann nefnir í bárufari. Á henni eru um 30 silfurskúlptúrar og örsmá skipslíkön úr gulli og silfri. Karlakór Reykjavíkur og Diddú í Stykkishólmi KARLAKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Stykkishólmi laugar- daginn 19. október og hefjast þeir kl. 17. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran (Diddú), Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur á píanó og stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Efnisskráin er fjölbreytt, íslensk og erlend lög. Kórinn heimsækir Iíka St. Fransiskussystur í Stykkishólmi og syngur i kapellu þeirra, en í ár eru liðin 60 ár frá komu þeirra í Hólminn. Systurnar verða heið- ursgestir á tónleikum Karlakórs Reykjavíkur. TÓNLEIKAR með Bhavani (Lorra- ine Nelson) ásamt'sönghópi Móður Jarðar í Tjarnarbíói verður mánu- daginn 21. október kl. 20.30 - 22.30. Stjórnandi sönghópsins er Esther Helga Guðmundsdóttir. Bhavani er lærð klassísk söng- kona og tónskáld og hefur gefið út sína eigin tónlist. Hún hefur UNDANFARIÐ hefur ljósmyndar- inn Spessi sýnt ljósmyndaverkið „fólk“ í Höfðaborginni í Hafnarhús- inu við Tryggvagötu. „Myndirnar eru af nafnlausu fólki, eins og það kemur fyrir og byggist verkið á tilraun listamanns- ins til að nálgast portrettið frá sungið þjóðlaga- og kirkjutónlist í óperum, unnið við leikhús, útvarp og sjónvarp í Bandaríkjunum, einn- ig hefur hún haldið tónleika og námskeið víða um heim. Á meðan hún dvelur hér á landi verður hún með tvö námskeið fyrir leikmenn og fagfólk, helgarnar 18. - 20. októ- ber og 25. - 27. nýju sjónarhorni,“ segir í kynningu. Myndirnar eru stækkaðar í rétta líkamsstærð og prentaðar á plastdúk hjá Eureka, sem er styrktaraðili sýningarinnar. Sýningin er opin frá kl. 14-18 laugardag og sunnudag og lýkur 26. október. Vatnslita- myndir í Skotinu NÚ stendur yfir í Skotinu, Hæðar- garði 31, sýning á vatnslitamynd- um eftir Gerði Sigfúsdóttur. Myndirnar eru að mestum hluta blómamyndir unnar á tímabilinu 1992-1995 en einnig landslag. Gerður hefur sinnt myndlistinni innan félagsstarfs aldraðra og utan og unnið með olíu, vatnslit og teikningu auk silkimálunar. Þetta er fyrsta einkasýning henn- ar, en hún hefur takið þátt í nokkr- um samsýningum á vegum féags- starfs aldraðra. Sýningaraðstaðan í Hæðargarði, sem hefur hlotið nafnið Skotið, er hluti af anddyri/setustofu félags- miðstöðvarinnar og stendur eldri borgurum í Reykavík til boða að sýna handverk sitt og myndlist í þijár vikur í senn yfir veturinn. Umsjón með sýningunni er í höndum starfsfólks í Hæðargarði og er sýningin opin alla virka daga kl. 10-16. Sýningu Gerðar lýkur 24. október næstkomandi. -----» ♦ «---- Listaverkið í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið sýnir með vorinu á litla sviðinu leikritið Listaverkið eftir Yazmin Reza, sem nú fer sigurför um heiminn, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær með fyrirsögninni „Listin ógnar vinátt- unni.“. Það verða Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E Sigurðsson, sem leika vinina þrjá, en leikstjóri verður Guðjón Pedersen. Síðasta sýningarhelgi Spessa ÞOltPIl) opnar nýjan markað á Laugavegi 59 (Kjörgarðí) ÞOKPII) rýmir til fyrir nýjum vörum Mikitt afsláttur - attt á að seljast Vegna flutnings okkar úr Borgarkringlunni á Laugaveg 59 (Kjörgaöur) seljurn við ódýrt nœstu daga. Erum einnig að taka upp nýjar vörur á betra verði en annars staðar, s.s. fatnað, leikföng, gjafavöru, barnafatnað o.fl. o.fl. Tískuverslunin CHIP veitir 20% afslátt af sínu góða verði í tilefni opnunarinnar. Edinborg býður herrabuxur á sama lága verðinu frá hr. 1.800, gólfmottur frá 1<r. 1.500 og barnafatnað í úrvali á frábæru verði. Veridvetkomin Opið alla virka daga frá kl. 12-18.30 og laugardaga frá kl. 11 -15. A l’ORPII) Sími 551 6400.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.