Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ EES- vinnu- miðlun á Islandi EES-vinnumiðlun á íslandi verður formlega opnuð í dag hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur. EES-vinnumiðluninni er ætlað að aðstoða atvinnuleitendur við að fínna störf erlendis og at- vinnurekendur við að finna starfsfólk. Henni er einnig ætl- að að veita aðstoð í upplýsinga- leit um atvinnumöguleika, lífs- kjör og vinnuskilyrði hjá ríkjum innan evrópska efnahagssvæð- isins. í fréttatilkynningu frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins segir að sér- þjálfaður ráðgjafi, Klara B. Gunnlaugsdóttir, svokallaður Evróráðgjafí, muni annast þessa þjónustu hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur. Að sögn Klöru hefur þessi þjónusta verið í boði í eitt ár hér á landi, fyrst hjá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins og síðar hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur. „Það er fyrst núna að boðið er upp á þessa þjónustu formlegum hætti en samkvæmt EES-sam- komulaginu eru ríki EES skyld- ug til þess að reka vinnumiðlun af þessu tagi. Hingað til höfum við ekkert auglýst heldur að- stoðað fólk sem haft hefur sam- band við okkur og óskað eftir upplýsingum um atvinnumögu- leika á EES-svæðinu.“ SH selur 10%hlutí Plastprenti SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur selt hlutabréf að nafnvirði 20 milljónir króna í Plastprenti lif. eða sem svarar 10% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Bréfin voru seld á genginu 6,5 þannig að söluandvirði þeirra var 130 milljónir króna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem SH selur hlutabréf í Plast- prenti, en í lok september var geng- ið frá samningum um sölu á bréfum að nafnvirði 18 milljópir á sama gengi eða fyrir 117 milljónir. Sam- tals nemur söluandvirði þessara bréfa um 247 milljónum. SH átti áður 29,6% hlut í Plastprenti og á því eftir 10,6% hlut. Kaupendur hlutabréfanna í sept- ember voru nokkrir sjóðir, en ekki fengust upplýsingar um hverjir keyptu bréfin af SH í gær. Plast- prent bauð út nýtt hlutafé sl. vor á genginu 3,25 og hefur gengið því tvöfaldast síðan. ------»■■■»■-4-- Bretarfá 5. rásina ímarz London. Reuter. FIMMTA brezka sjónvarpsrásin tek- ur líklega til starfa í marz 1997, þremur mánuðum á eftir áætlun, að sögn Davids Elsteins aðalfram- kvæmdastjóra. Rásin Channel 5 verður þriðja óháða sjónvarpskerfið í Bretlandi. í síðasta mánuði var sagt að ákveðið hefði verið að fresta að hleypa rá- sinni af stokkunum í fjórar til sex vikur. Þá hafði tíðnisviðið verið auk- ið þannig að stöðin nær til 1.8 millj- óna fleiri heimila en áður. Channel 5 mun því ná til 80% íbúa Bretlands. Endurstillingar verða hins vegar nauðsynlegar á fleiri heimilum vegna truflana í myndbandstækjum frá nýju stöðinni. Landsbanki íslands setur á laggirnar símabanka Öll samskiptí við við- skiptavini ígegnum síma LANDSBANKINN hefur sett á laggirnar nýja þjónustu fyrir einstaklinga sem fengið hefur heit- ið Símabankinn. Þess þjónusta felur í sér að öll samskipti við viðskiptavini fara fram í gegnum síma, með pósti eða tölvupósti. Ekki er gert ráð fyrir því að viðskiptavinir komi í afgreiðslu’ bank- ans til að fá þjónustu. Viðskiptavinir munu í öllum tilvikum eiga samskipti við starfsmenn bankans, en ekki tölvu líkt og hjá þjónustusíma bankans. Símabankinn verður opinn lengur en aðrir af- greiðslustaðir eða frá kl. 8-19 alla virka daga og fyrst um sinn verða einnig veittar upplýsingar á laugardögum kl. 10-15. Fram kemur í frétt frá Landsbankanum að til að komast í viðskipti við Símabankann þarf að stofna sérstakan viðskiptareikning, en við hann er m.a. tengt debetkort reikningseiganda. Við- skiptareikningurinn sameinar kosti óbundinna innlánsforma því vextir eru misháir eftir inn- stæðu og í boði eru hagstæð yfirdráttarkjör. Þjón- ustugjöld verða hins vegar nokkru hærri en í almennri gjaldskrá bankans. Við lánveitingar er lögð áhersla á að meta greiðslugetu, fjárhags- stöðu og viðskiptasögu lántakenda. Símabankinn er sjálfstæð rekstrareining innan Landsbankans og verða starfsmenn fjórir fyrst um sinn. Forstöðumaður Símabankans er Asta Malmquist. Vinsæl þjónusta erlendis Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að Símabankinn væri sniðinn að erlendri fyrir- mynd. „Fyrsti bankinn sem byijaði með þessa þjónustu heitir First Direct og er í eigu Midland Bank í Bretlandi. Síðan hefur þetta sprottið upp víða í Evrópu og í flestum löndum er þetta orðin nokkuð víðtæk þjónusta. Víða hefur þessi þjón- usta náð miklum vinsældum. Þetta byggist á þvi að fólk á samskipti í gegnum síma við eina mið- stöð fýrir allt landið.“ Að sögn Brynjólfs er gert ráð fyrir að einstakl- ingar geti sinnt öllum sínum bankaviðskiptum gegnum þessa þjónustu. Í upphafi er gerður sér- stakur viðskiptasamningur sem undirrita þarf í einhveiju af útibúum bankans. Þar kemur fram leyninúmer sem gefa þarf upp í hvert sinn sem hringt er til bankans. Innlánsvextir af reikningum í Símabankanum eru 0,75% af fyrstu 50 þúsund króna innstæðunni, 2,25% af 50-200 þúsund krónum og 3,8% af innstæðu yfir 200 þúsundum króna. Vextir af yfirdráttarlánum eru á bilinu 10,75-14,75%, en þau kjör ráðast af tryggingum og mati bankans í hveiju tilviki. Greiða þarf 800 króna ársfjórðungsgjald fyrir þessa þjónustu, en innifalið í því er árgjald fyrir debetkort sem nú er 250 krónur. Brynjólfur bendir á að þetta sé mjög vægt gjald þegar litið sé til þeirrar þjón- ustu sem sé í boði. Landsbankinn starfrækir heimasíðu á alnetinu en einungis er unnt að eiga viðskipti með tölvu gegnum símalínu við svonefndan Einkabanka. A þann hátt er einnig hægt að greiða reikninga, millifæra og fá ýmsa aðra þjónustu. Brynjólfur sagði ljóst að bankinn myndi í framtíðinni einnig bjóða upp á þjónustu á alnetinu. OLIUVERÐ HÆKKAR Heimsmarkaðsverð á olíu náði nýju hámarki þegar frekari vísbendingar komu fram um að birgðir af olíu til húshitunar væru litlar fyrir veturinn. Verð á olíufati í dollurum í framvirkum samningum til eins mánaðar Fargjöld evrópskra flugfélaga hækka Flugleiðir munu bíða átekta FLUGLEIÐIR hf. hafa ekki tekið ákvörðun um að hækka fargjöld í Evrópu til að mæta miklum hækk- unum á eldsneyti að undanförnu, líkt og British Airways. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur BA hækkað fargjöld á Evrópuleiðum vegna eldsneytishækk- ana og hefur í athugun að hækka fargjöld á lengri leiðum. Belgíska flugfélagið Sabena hefur fylgt í kjöl- farið með 2,5% hækkun á fargjöldum frá Brussel til London og Manchest- er. Fleiri evrópsk flugfélög íhuga hækkanir á flugfargjöldum. „Við erum að skoða áhrifin af Verslunarráð telur tób- akslög tímaskekkju VERSLUNARRÁÐ Islands telur að nýjar reglur um innkaup og sölu tóbaks, sem samþykktar voru í stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og fjármálaráðherra hefur undirritað, séu tímaskekkja og að breytingar í fijálsræðisátt séu löngu tímabærar. Að sögn Birgis Ármannssonar lögfræðings Verslunarráðs íslands telur Verslunarráð að afnema beri núverandi fyrirkomulag innflutn- ings tóbaks, afnema einkarétt ríkis- ins og gefa þessa innflutningsstarf- semi frjálsa. „Það er engin ástæða til að ætla að breytt fyrirkomulag í þessum efnum hefði í för með sér aukna tóbaksneyslu og stangaðist þannig á við heilbrigðissjónarmið enda er tóbak selt af fjölda smá- sala um allt land og ljóst að einka- innflutningur ÁTVR hefur ekkert með aðgengi neytenda að vörunni að gera. Þá er líka ljóst að ríkið gæti stjórnað verðlagningu tóbaks með skattheimtu með sömu áhrifum og álagning ÁTVR hefur nú.“ Birgir segir að eftir að hafa skoð- að nýju reglurnar sé ljóst að full ástæða sé til að endurskoða einstök ákvæði þeirra. „Það veldur von- brigðum, að þegar settar eru inn- kaupareglur af þessu tagi, er ekki leitað til umsagnar hagsmunaaðila. Verslunarráð hafði áhuga á því að fá tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um efni regln- anna meðan þær voru á undirbún- ingsstigi en ekki var haft samráð við okkur. Nú þegar reglurnar liggja fyrir gerum við t.d. athugasemd við 7. gr. reglnanna fyrir birgja sem selja vilja tóbak í kjarna og til reynslu en þar er að finna ákvæði um að þeir sem bjóði vörur til sölu í kjama skuldbindi sig til að lána ÁTVR þær á f.o.b. verði. Ekki verður annað séð en að með þessu sé fyrirtækið að nýta sér lögbundið einkaleyfi sitt til að knýja fram óeðlilega skil- mála í viðskiptum. Gengur þetta ákvæði í reglunum því þvert gegn eðlilegum viðskiptaháttum og markmiðum samkeppnislaga nr. 8/1993,“ segir Birgir. Einhliða ákvarðanir ÁTVR í 9 gr. reglnanna er ákvæði um að ÁTVR geti einhliða ákveðið að hætta að kaupa tóbak af tilteknum framleiðendum ef sannað þyki að framleiðandinn eða umboðsmaður hans hafi brotið gegn ákvæðum eldsneytishækkunum, spár fram í tímann og fylgjumst með því sem gerist á markaðnum. Það hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um hækkun,“ sagði Einar Sigurðs- son, aðstoðarmaður forstjóra, í sam- tali við Morgunblaðið. Ljóst er að eldsneytishækkanir að undanförnu koma þyngst við félög með gamlar og eyðslufrekar flugvél- ar. Þrátt fyrir að Flugleiðir ráði yfir nýlegum flugflota vegur eldsneytis- kostnaðurinn engu að síður þungt og má þar nefna að á síðasta ári var þessi liður um 8% af rekstrar- gjöldum félagsins. tóbaksvarnalaga nr. 74/1984 með síðari breytingum um bann við tób- aksauglýsingum. Birgir segir að með þessu ákvæði virðist ÁTVR vera að taka sér vald til að ákveða refsikennd viðurlög án þess að fyrirtækið hafi til þess sérstaka heimild í lögum. „Þar sem ÁTVR hefur einkaleyfi til innflutnings tóbaks er ljóst að með því að hætta viðskiptum við einstaka framleið- endur er verið að útiloka þá frá markaði hér á landi og valda þeim þannig skaða. í 9. greininni er gert ráð fyrir að ÁTVR geti tekið slíka ákvörðun vegna tiltekinna lögbrota viðkomandi framleiðenda og er það ákvæði því augljóslega hugsað sem refsikennd viðurlög. Hvorki í lögum um verslun með áfengi og tóbak né í tóbaksvarnar- lögum er að finna heimild fyrir ÁTVR til að taka ákvörðun um beitingu slíkra viðurlaga. Sam- kvæmt grundvallarreglum stjórn- sýsluréttar getur stjórnvald ekki tekið ákvarðanir um refsikennd viðurlög nema samkvæmt heimild í lögum og verður því ekki séð að þetta ákvæði í reglunum fái stað- ist,“ segir lögfræðingur Verslunar- ráðs. Ríkisvíxlar fyrir rúma 4 milljarða Avöxtunar- krafa hækkar um 0,40 pró- sentustig RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum í ríkisvíxla fyrir 4.111 milljónir króna, þar af 1.370 milljónir króna frá Seðlabanka íslands á meðalverði samþykktra tilboða í útboði á 3, 6 og 12 mánaða ríkis- víxlum sem lauk með opnun til- boða hjá Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Alls bárust 26 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 5.881 millj- ón króna. Meðalávöxtun sam- þykktra tilboða í ríkisvíxla til 3 mánaða er 7,12% en var 6,67% þann 17. september sl. Meðal- ávöxtun 6 mánaða ríkisvíxla er 7,27% en var 6,80% og 12 mán- aða er 7,82% en var 7,42% þann 17. september. Einnig fór fram útboð á 4 ára verðtryggðum spariskírteinum en engin tilboð bárust í þau. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á spariskírteinum miðviku- daginn 30. október nk. I t I 1 I » I í * % % \ « : I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.