Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BIRKIKVISTUR (Spiraea sp.) í haustskrúða. Haustplöntun ÞEGAR litið er út um gluggann þessa dagana og haustveðrið blasir við allt um kring er garð- urinn ekkert sérstaklega fýsi- legur dvalarstaður. Sem betur fer koma þó ágætir dagar inn á milli og er tilvalið að drífa sig út í garð og nýta þá vel. Með- al haustverka eru auðvitað gróður- setning á haustlauk- um og vetrarskýling viðkvæmari plantna en það haustverk sem kynnt verður hér er gróðursetning plantna á haustin. Sú bábilja hefur lengi verið talin heil- agur sannleikur hér á landi að einungis sé , heppilegt að planta út á vorin, plönturnar þurfi allt sumarið til að undirbúa sig undir hinn duttlungafulla vetur á íslandi. Víst er það rétt að góðursetning að vori er góð og blessuð en hún er ekki hið eina rétta í stöðunni. í æ ríkari mæli hafa garðyrkjumenn farið út í það að góðursetja plöntur, aðallega tré og runna, á haust- in. Einkum er haustplöntun hentug þegar um er að ræða berróta plöntur eins og ýmiss konar limgerðisplöntur, t.d. víði og mispil. Slíkar plöntur er erf- itt að eiga við nema þær hafi sem minnst lauf á greinum sín- um því þær slappast gjarnan niður eftir gróðursetningu og þegar þeim er plantað á vorin eða á sumrin getur vökvun ver- ið hið mesta vandamál. Með því að planta þeim á haustin má koma í veg fyrir þetta vökv- unarvandamál því eins og dæm- in sanna er haustið einn blaut- asti tími ársins, a.m.k. hérna sunnanlands. Plöntur ljúka almennt vexti í ágúst. Örfáar ringlaðar plönt- ur halda þó áfram að vaxa fram eftir hausti og má þar fyrstan telja gljá- víðinn (Salix pent- andra) sem stendur grænn fram undir jól. Þessi 'tregða gljávíðisins til að ljúka vexti á skikkanlegum tíma veldur því að hann kelur úr hófi fram. Um leið og vexti plantna lýkur fara þær að ganga frá sér fyrir veturinn og tímabil rótar- vaxtar hefst. Ræt- urnar halda áfram að yaxa fram eftir hausti eða þar til jörðin frýs, í október-nóvember. Með þessu móti ná plönturnar að festa sig í sessi fyrir veturinn og frostlyfting verður óverulegt vandamál. Plönturnar liggja svo í dvala yfir háveturinn. Það gefur augaleið að það skiptir þær ekki öllu máli hvort þær dvelja í görðum eða gróðrar- stöðvum á meðan á dvalanum stendur. Næsta vor hefst annað tíma- bil rótarvaxtar um leið og frost fer úr jörðu, í apríl- maí. Það má því segja að með haustgróð- ursetningu græðast tvö vaxtar- tímabil, tímabil rótarvaxtar að hausti og vori. Áburðargjöf við haustplöntun ætti að takmarka við lífrænan áburð og kalk, tilbúinn áburður gerir ekkert gagn yfir veturinn og skolast bara í burtu. Lífrænn áburður og kalk nýtast hins veg- ar plöntunum smám saman eftir því sem þau brotna niður og hafa jafnframt jákvæð áhrif á uppbyggingu jarðvegsins. Þegar gróðursett er að hausti til er ágætt að miða við það að plönturnar séu farnar að sýna haustlit. Þá er stutt í að þær felli laufið og rætumar hefji vaxtartímabil sitt. Það er einnig auðveldara en margan grunar að nálgast plÖritur á haustin. Þó að gróðrarstöðvarnar séu löngu hættar að auglýsa af- greiðslutíma sinn er verið að vinna í stöðvunum fram eftir hausti og em viðskiptavinir ör- ugglega velkomnir. Guðríður Helgadóttir. BLOM VIKUNNAR 346. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Ráðstefna um ofbeldi í sjónvarpi ÚTVARPSRÉTTARNEFND heldur ráðstefnu laugardaginn 19. október nk. á Hótel Sögu (A salur á 2. hæð) um ofbeldisefni í sjónvarpi. Ráðstefn- an stendur frá kl. 13-17 og er öllum opin. Formaður Útvarpsréttamefndar, Kjartan Gunnarsson, mun setja ráð- stefnuna og menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, mun flytja ávarp. Fjallað verður um málefnið frá ýms- um sjónarhomum og munu eftirtaldir aðilar flytja stutt erindi: Auður Eyld- al, forstöðumaður Kvikmyndaskoðun- ar: Hvers vegna allt þetta ofbeldi? Em eftirlit og flokkun æskileg?; Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2: Ofbeldi í ýmsum myndum; Þórhildur Lándal, umboðsmaður bama: Ofbeldi er óhæfa. Stillum sam- an strengi gegn því; Agnes Johansen, dagskrárgerðarmaður: Ofbeldið í okk- um öllum; Sigurður Pálsson, rithöf- undur, fulltrúi Sambands íslenskra kvikmjmdaframleiðenda: Er vemleik- inn ömgglega til? (Nokkur orð um myndlestur); Friðrik H. Jónsson, dós- ent; Leiðir ofbeldi í sjónvarpi til of- beldis í samfélaginu? og Hjördís Þor- geirsdóttir, kennari, formaður skóla- málanefndar HÍK: Ofbeldi í sjónvarpi - áhrif á hegðun ungmenna. Að loknum erindunum verða pall- borðsumræður, en í þeim taka þátt: Ámi Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur varaformaður Bamaheilla, Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 3, Olafur Ólafsson, landlæknir, og Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýn- ar. Útvarpsréttamefnd tók til starfa fyrir 10 ámm og hefur hún það hlut- verk að veita leyfi til einkarekinna útvarpsstöðva ásamt því að fylgjast með því að stöðvamar fylgi settum lögum og reglum í starfi sínu. Vélstjóra vantar á kúfiskbát, sem rær dagróðra frá Þórshöfn. Vélarstærð 700 hp. Framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Upplýsingar gefa Sævaldur og/eða Jóhann í vinnusíma 460 8100. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: 1 Eyrarvegur 1, Selfossi, þingl. eig. L. Árnason hf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Nýborg hf., föstudaginn 25. október 1996 kl. 10.00. Merkigarður, Stokkseyri, þingl. eig. Helgi Valur Einarsson, gerðar- beiðendur Landsbanki (slands, .Sto., sýslumaðurinn á Selfossi og Vátryggingafélag Islands hf., föstudaginn 25. október 1996 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 16. október 1996. Stangveiðimenn Flugukastkennslan hefst í Laugardalshöllinni sunnudaginn 20. október kl. 10.20 árdegis. Við leggjum til stangir. K.K.R. og kastnefndirnar. K KIPULAG R í K I S I N S Hringvegur frá Skóghlíð að Urriðavatni Mat á umhverfisáhrifum -frumathugun Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um hringvegar frá Skóghlíð að Urriðavatni á Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 18. október til 25. nóvember 1996 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, og í Þjóðarbókhlöðunni, Arn- grímsgötu 3, Reykjavík. Einnig á skrifstofu Fellahrepps og hjá oddvita Tunguhrepps. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og ber- ast eigi síðar en 25. nóvember 1996 til Skipu- lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Áskirkja Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn sunnudaginn 20. október nk. kl. 15.15 (eftir messu). Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. auglýsingar FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 17810188'/2 = 9.1* I.O.O.F. 1 =17810188'/z = Hf. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía I kvöld kl. 18.00 er Krakka- klúbburinn fyrir alla krakka á aldrinum 3ja til 12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. Óvænt uppákoma. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudagur 18. okt. 1996 I kvöld kl. 21 heldur Jón L. Arn- alds erindi um mannþekkingu i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30 I umsjón EinarsAðalsteinssonar. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikið úrval andlegra bókmennta. Hugleiðslustund með leiðbein- ingum er á sunnudögum kl. 17-18. Allir velkomnir. Hugræktarnámskeið fyrir byrj- endur hófst þriöjudaginn 15. okt. kl. 20. Það er öllum opið meðan húsrúm leyfir og aðgang- ur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.