Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 48

Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BIRKIKVISTUR (Spiraea sp.) í haustskrúða. Haustplöntun ÞEGAR litið er út um gluggann þessa dagana og haustveðrið blasir við allt um kring er garð- urinn ekkert sérstaklega fýsi- legur dvalarstaður. Sem betur fer koma þó ágætir dagar inn á milli og er tilvalið að drífa sig út í garð og nýta þá vel. Með- al haustverka eru auðvitað gróður- setning á haustlauk- um og vetrarskýling viðkvæmari plantna en það haustverk sem kynnt verður hér er gróðursetning plantna á haustin. Sú bábilja hefur lengi verið talin heil- agur sannleikur hér á landi að einungis sé , heppilegt að planta út á vorin, plönturnar þurfi allt sumarið til að undirbúa sig undir hinn duttlungafulla vetur á íslandi. Víst er það rétt að góðursetning að vori er góð og blessuð en hún er ekki hið eina rétta í stöðunni. í æ ríkari mæli hafa garðyrkjumenn farið út í það að góðursetja plöntur, aðallega tré og runna, á haust- in. Einkum er haustplöntun hentug þegar um er að ræða berróta plöntur eins og ýmiss konar limgerðisplöntur, t.d. víði og mispil. Slíkar plöntur er erf- itt að eiga við nema þær hafi sem minnst lauf á greinum sín- um því þær slappast gjarnan niður eftir gróðursetningu og þegar þeim er plantað á vorin eða á sumrin getur vökvun ver- ið hið mesta vandamál. Með því að planta þeim á haustin má koma í veg fyrir þetta vökv- unarvandamál því eins og dæm- in sanna er haustið einn blaut- asti tími ársins, a.m.k. hérna sunnanlands. Plöntur ljúka almennt vexti í ágúst. Örfáar ringlaðar plönt- ur halda þó áfram að vaxa fram eftir hausti og má þar fyrstan telja gljá- víðinn (Salix pent- andra) sem stendur grænn fram undir jól. Þessi 'tregða gljávíðisins til að ljúka vexti á skikkanlegum tíma veldur því að hann kelur úr hófi fram. Um leið og vexti plantna lýkur fara þær að ganga frá sér fyrir veturinn og tímabil rótar- vaxtar hefst. Ræt- urnar halda áfram að yaxa fram eftir hausti eða þar til jörðin frýs, í október-nóvember. Með þessu móti ná plönturnar að festa sig í sessi fyrir veturinn og frostlyfting verður óverulegt vandamál. Plönturnar liggja svo í dvala yfir háveturinn. Það gefur augaleið að það skiptir þær ekki öllu máli hvort þær dvelja í görðum eða gróðrar- stöðvum á meðan á dvalanum stendur. Næsta vor hefst annað tíma- bil rótarvaxtar um leið og frost fer úr jörðu, í apríl- maí. Það má því segja að með haustgróð- ursetningu græðast tvö vaxtar- tímabil, tímabil rótarvaxtar að hausti og vori. Áburðargjöf við haustplöntun ætti að takmarka við lífrænan áburð og kalk, tilbúinn áburður gerir ekkert gagn yfir veturinn og skolast bara í burtu. Lífrænn áburður og kalk nýtast hins veg- ar plöntunum smám saman eftir því sem þau brotna niður og hafa jafnframt jákvæð áhrif á uppbyggingu jarðvegsins. Þegar gróðursett er að hausti til er ágætt að miða við það að plönturnar séu farnar að sýna haustlit. Þá er stutt í að þær felli laufið og rætumar hefji vaxtartímabil sitt. Það er einnig auðveldara en margan grunar að nálgast plÖritur á haustin. Þó að gróðrarstöðvarnar séu löngu hættar að auglýsa af- greiðslutíma sinn er verið að vinna í stöðvunum fram eftir hausti og em viðskiptavinir ör- ugglega velkomnir. Guðríður Helgadóttir. BLOM VIKUNNAR 346. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Ráðstefna um ofbeldi í sjónvarpi ÚTVARPSRÉTTARNEFND heldur ráðstefnu laugardaginn 19. október nk. á Hótel Sögu (A salur á 2. hæð) um ofbeldisefni í sjónvarpi. Ráðstefn- an stendur frá kl. 13-17 og er öllum opin. Formaður Útvarpsréttamefndar, Kjartan Gunnarsson, mun setja ráð- stefnuna og menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, mun flytja ávarp. Fjallað verður um málefnið frá ýms- um sjónarhomum og munu eftirtaldir aðilar flytja stutt erindi: Auður Eyld- al, forstöðumaður Kvikmyndaskoðun- ar: Hvers vegna allt þetta ofbeldi? Em eftirlit og flokkun æskileg?; Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2: Ofbeldi í ýmsum myndum; Þórhildur Lándal, umboðsmaður bama: Ofbeldi er óhæfa. Stillum sam- an strengi gegn því; Agnes Johansen, dagskrárgerðarmaður: Ofbeldið í okk- um öllum; Sigurður Pálsson, rithöf- undur, fulltrúi Sambands íslenskra kvikmjmdaframleiðenda: Er vemleik- inn ömgglega til? (Nokkur orð um myndlestur); Friðrik H. Jónsson, dós- ent; Leiðir ofbeldi í sjónvarpi til of- beldis í samfélaginu? og Hjördís Þor- geirsdóttir, kennari, formaður skóla- málanefndar HÍK: Ofbeldi í sjónvarpi - áhrif á hegðun ungmenna. Að loknum erindunum verða pall- borðsumræður, en í þeim taka þátt: Ámi Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur varaformaður Bamaheilla, Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 3, Olafur Ólafsson, landlæknir, og Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýn- ar. Útvarpsréttamefnd tók til starfa fyrir 10 ámm og hefur hún það hlut- verk að veita leyfi til einkarekinna útvarpsstöðva ásamt því að fylgjast með því að stöðvamar fylgi settum lögum og reglum í starfi sínu. Vélstjóra vantar á kúfiskbát, sem rær dagróðra frá Þórshöfn. Vélarstærð 700 hp. Framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Upplýsingar gefa Sævaldur og/eða Jóhann í vinnusíma 460 8100. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: 1 Eyrarvegur 1, Selfossi, þingl. eig. L. Árnason hf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Nýborg hf., föstudaginn 25. október 1996 kl. 10.00. Merkigarður, Stokkseyri, þingl. eig. Helgi Valur Einarsson, gerðar- beiðendur Landsbanki (slands, .Sto., sýslumaðurinn á Selfossi og Vátryggingafélag Islands hf., föstudaginn 25. október 1996 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 16. október 1996. Stangveiðimenn Flugukastkennslan hefst í Laugardalshöllinni sunnudaginn 20. október kl. 10.20 árdegis. Við leggjum til stangir. K.K.R. og kastnefndirnar. K KIPULAG R í K I S I N S Hringvegur frá Skóghlíð að Urriðavatni Mat á umhverfisáhrifum -frumathugun Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um hringvegar frá Skóghlíð að Urriðavatni á Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 18. október til 25. nóvember 1996 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, og í Þjóðarbókhlöðunni, Arn- grímsgötu 3, Reykjavík. Einnig á skrifstofu Fellahrepps og hjá oddvita Tunguhrepps. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og ber- ast eigi síðar en 25. nóvember 1996 til Skipu- lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. Áskirkja Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn sunnudaginn 20. október nk. kl. 15.15 (eftir messu). Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefnd. auglýsingar FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12 = 17810188'/2 = 9.1* I.O.O.F. 1 =17810188'/z = Hf. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía I kvöld kl. 18.00 er Krakka- klúbburinn fyrir alla krakka á aldrinum 3ja til 12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. Óvænt uppákoma. Allir hjartanlega velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudagur 18. okt. 1996 I kvöld kl. 21 heldur Jón L. Arn- alds erindi um mannþekkingu i húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30 I umsjón EinarsAðalsteinssonar. Á fimmtudögum kl. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikið úrval andlegra bókmennta. Hugleiðslustund með leiðbein- ingum er á sunnudögum kl. 17-18. Allir velkomnir. Hugræktarnámskeið fyrir byrj- endur hófst þriöjudaginn 15. okt. kl. 20. Það er öllum opið meðan húsrúm leyfir og aðgang- ur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.