Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson STARFSMENN í eftirlitsflugi hjá Landhelgisgæslunni stóðu togarann Ými HF að því í gær að dæla 120 lítrum af olíu í sjóinn úti af Breiðafirði. Tveir togarar staðnir að því að dæla olíu í sjóinn STARFSMENN Landhelgisgæsl- unnar komu í gær auga á 30 metra breiðan oliuflekk sem lá aftan úr togaranum Ými HF, norð- ur af Jökultungu úti af Breiðafirði. Helgi Hallvarðssou, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segir að flekkurinn hafi teygt sig sjö sjómíl- ur aftur fyrir skipið og giski menn á að Ýmir hafí dælt 120 lítrum af olíu í sjóinn. Segir Helgi að olíulosun í sjó, sem og önnur rusla- Iosun, varði sektum ög sé tilkynnt til mengunarvarnasviðs Hollustu- verndar ríkisins. Helgi segir að starfsmenn í eft- Landhelgisgæslan tilkynnir Hollustuvernd um atvikin irlitsflugi reyni eftir föngum að fylgjast með því að skip losi hvorki olíu né rusl í sjó. „Við tehum því miður, að nokkuð mikil brögð séu að þessu og að menn séu að læða olíu í sjóinn. Þá höfum við mikið orðið varir við þetta utan 200 mílnanna, sérstaklega hjá Rússun- um," segir Helgi. Hinn 13. október síðastliðinn voru skipverjar á Stakfellinu ÞH staðnir að því að dæla olíu út í sjó, líklega um 140 lítrum, úti af Reykjanesi. „Þeir viðurkenndu strax mistökin og sögðust eiga í vandræðum með olíuskilvindu, þeg- ar við höfðum samband við þá og bentum þeim á þetta," segir hann. Mannleg mistök eða spilliefnagjald? Helgi segir aðspurður hvort úr- gangsolíu sé dælt í sjóinn til að sleppa undan spilliefnagjaldi að mannleg mistök geti vissulega orð- ið til þess að menn missi olíu í sjóinn. „En ég neita því ekki að einhver grunur leiki á um að menn reyni þetta," segir hann. Helgi segir erfitt að koma auga á flekkina nema skyggni sé gott og sjór sæmilega sléttur. „Það er kominn tími til þess að við getum útbúið vélina okkar með sérstök- um mengunarvarnaleitartækjum." Segir Helgi að með þeim sé hægt að reikna út stærð olíuflekkja og hvaða tegund olíu sé um að ræða, auk þess sem búnaðurinn komi að góðum notum við leit. Oxarfjarðarheiði Afskipti höfð af rjúpna- skyttum LÖGREGLAN á Húsavík hafði afskipti af allmörgum rjúpnaskyttum á Öxarfjarðar- heiði um síðustu helgi og að sögn Sigurðar Brynjólfssonar yfirlögregluþjóns var hald lagt á nokkur skotvopn þar sem bæði vantaði skotvopna- leyfi og veiðileyfi eða þá að vopnin voru ekki lögleg til fuglaveiða. Sigurður sagði að flestar rjúpnaskytturnar sem afskipti voru höfð af um helg- ina hefðu þó verið með öll sín mál í lagi. „í einhverjum tilfellum fengu menn færi á því að fara heim og ná í leyfín og þegar þeir gátu framvísað þeim máttu þeir halda veiðum áfram ef vopnin þeirra voru í lagi," sagði Sigurður. Umgengnin um veiðisvæðið reyndist í lagi Hann sagði að umgengni rjúpnaskyttanna á veiðisvæð- inu hefði verið í lagi og menn hefðu ekki verið staðnir að akstri utan vega, en nokkuð hefur borið á því 1 haust að rjúpnaskyttur hafi valdið landspjöllum á Öxarfjarðar- heiði. „Það er búið að vera tals- vert mikið um það bæði í haust og undangengin haust að það er engu eirt, hvorki grónu eða ógrónu landi, þann- ig að þetta virðist vera land- lægt á þessum slóðum. Við ætíum okkur að reyna að vera með eftirlit áfram eftir því sem veður og færð leyfir en við skorum á menn að sýna landinu virðingu og bráðinni einnig," sagði Sigurður. Afskipti höfð af unglingum á vínveitingastöðum Akveðnir veitinga- staðir undir eftirliti VÍNHÚSAEFTIRLIT lögreglunnar í Reykjavík hafði afskipti af 15 ára stúlku inni í vínveitingahúsi í mið- bænum aðfaranótt sunnudags og er það í annað skiptið á stuttum tíma sem svo ungir einstaklingar hafa fundust inni á skemmtistað I miðbæ. í öðru tilvikinu bar eigandi skemmtistaðarins það fyrir sig að hann hefði ekki vitað um aldur við- komandi og aukinheldur fundist í lagi að hleypa honum inn, sökum þess hve fátt var gesta. ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir lögregl- una hafa að undanförnu fengið ábendingar um skemmtistaði þar sem ungmenni undir lögaldri hafi átt greiðari aðgang en annars stað- ar. Þetta séu fáir staðir og hafi lögreglan aukið eftirlit við þá „við litía ánægju leyfíshafa", segir Ómar Smári. Tveggja skrokka skip í Hólminn NÝTT skemmtiferðaskip í eigu Eyja- ferða hf. kom til heimaháfnar í Stykkishólmshöfn á laugardaginn. Um er að ræða skip sem keypt var frá Noregi, 26 metrar á lengd og rúmir 9 metrar á breidd. Skipið er tveggja skrokkaog er fyrsta skipið af þessu tagi á íslandi. Skipið tekur um 130 manns I sæti. Það er knúið tveimur 1.200 ha. vélum og er meðalganghraði þess rúmar 20 mílur fullhlaðið. Það er smíðað árið 1976 og endurnýjað árið 1984. Fjöldi bæjarbúa tók á móti hinu nýja skipi Eyjaferða er það lagðist að bryggju. ¦ Skemmtiferðaskip/11 Hann segir algengast að þeir unglingar sem finnast á vínveit- ingastöðum hafi komist inn með þvi að framvisa ökuskirteinum eða bankakortum sem búið sé að breyta. Stúlkur séu í meirihluta. Hins vegar séu dyraverðir misjafnlega mikið á varðbergi gagnvart slíkum fölsun- um. Dráttur á lokun Eftirlitið tók einnig fyrir skömmu þá ákvörðun að óska eftir því að skemmtistað við Lækjargðtu yrði lokað tímabundið vegna veru 16 og 17 ára unglinga á honum, en eig- endur staðarins kærðu þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytis og hefur málið verið til umföllunar þar sein- ustu þrjár vikur, að sögn Ómars Smára. Frá því að umrætt mál kom upp, liggur fyrir skýrsla eftirlitsins um of marga gesti á sama stað. „Það hefur gengið hægt að fá ákvörðun um lokun annaðhvort staðfesta eða hnekkja henni, sem er óvanalegt því að yfirleitt frestast þessi afgreiðsla ekki meira en um viku," segir ómar Smári. Andlát BRIET HÉÐINSDÓTTIR BRÍET Héðinsdóttir, leikkona og leikstjóri, lést á Landspítalanum sl. laugardag á 62. aldursári. Banamein hennar var krabba- mein. Hún fæddist 14. október 1935 og var dóttir hjónanna Guð- rúnar Pálsdóttur söngkennara og Héð- ins Valdimarssonar, formanns Dagsbrúnar og framkvæmda- stjóra. Árin 1955-1960 dvaldi Bríet í Vínarborg og stundaði nám í bók- menntum og leiklist. í tvo vetur nam hún leiklist við Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins og útskrifað- ist þaðan árið 1962. Lengst af starfaði Bríet sem leikkona hjá Þjóðleikhúsinu og eru hlutverk hennar þar um 70 tals- ins. Meðal minnisstæðra hlutverka má nefna hjúskaparmiðlarann Yentu í Fiðlaranum á þakinu, mállausu dótturina Katrínu í Mutt- er Courage eftir Bertold Brecht, Mariu Llovnu í Sumargestum Gorkís, Láru, aðalkvenhlutverkið í Snjó eftir Kjartan Ragnarsson, Poncu í Heimili Vernhörðu Alba eftir Lorca og Karenu Blixen í Dðtt- ur Lúsifers eftir Will- iam Luce. Bríet leikstýrði einnig óperusýningum hjá íslensku óperunni auk fjölda leiksýninga m.a. eigin leikgerð af Svartfugli eftir Gunn- ar Gunnarsson hja Leikfélagi Akureyrar og hjá Þjóðleikhúsinu leikstýrði hún í eigin leikgerð skáldsögu Guðmundar Kambans, Skálholti, og fyrr á þessu ári leik- stýrði hún Hinu Ijósa mani eftir íslandsklukku Halldórs Laxness. Hún var einnig mikilvirkur þýð- andi en einkum þýddi hún leikrit fyrir útvarp. Fyrir nokkrum árum kom út eftir hana bókin Strá í hreiðrið, sem er ævisaga ömmu hennar, Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur. Bríet eignaðist þrjár dætur og eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorsteinn Þorsteinsson, kennari og þýðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.