Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 56
Jll**gmifrlafrife # RpC ENONIIMEFN MORGVNBLABIB, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Seðlabankinn 3,5-4% launahækk- un tryggir stöðugft raungengi SVIPAÐAR launahækkanir hér á landi og í viðskiptalöndunum eða á bilinu 3,5-4% munu gera það að verkum að raungengi verður stöðugt og verðbólga hér svipuð og í við- skiptalöndunum. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri haustskýrslu Seðlabanka ís- lands. Þar er lögð áhersla á nauðsyn -þess að jafnvægi náist í ríkisfjármál- um, en það geti skapað forsendur fyrir slökun í peningamálum á sama tíma og þjóðhagslegur sparnaður aukist og viðskiptahalli minnki. Jafnframt er bent á að niðurstaða þeirra viðræðna um kjarasamninga sem eru framundan í vetur geti ráð- ið miklu um framhald þess stöðug- leika sem náðst hefur í verðlagsmál- um hér á landi og þar með hvort hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. ^^Þá segir að mikilvægt sé að ekki ^Btöi hvikað frá áformum um lítils háttar afgang á fjárlögum næsta árs eða sem nemur um einum millj- arði króna. „Mjög er mikilvægt að frumvarpið verði afgreitt með a.m.k. þeim afgangi og að framkvæmd fjár- laga tryggi þann afgang í raun. Þá er og mikilvægt að kjarasamningar verði ekki til þess að kynda undir verðbólgu," segir í skýrslunni. ¦ Nauðsynlegt/14 Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson ÚRSLITASÆTIÐ tryggt. íslenska bridslandsliðið fagnar sigri í síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíumótinu í brids. Ródos. Morg-imblaoið. ISLAND komst í gær í úrslita- keppni Ólympíumótsins í brids, í fyrsta skipti í 36 ára sögu þessa móts. Átta þjóðir keppa til úr- slita en 72 þjóðir hófu keppni í mótinu. „Við erum kátir enda búnir að ná nýjum áfanga í íslenskri brids- sögu, að komast í Jiossi langþráðu átta-Iiða úrslit á Olympíumóti," sagði Björn Eysteinsson, fyrirliði íslenska liðsins, í gær. íslenska liðið beið stærsta I úrslit í fyrsta sinn ósigur sinn í riðlakeppninni í gær gegn Rússum, 6-24, og mátti því ekki við að tapa síðasta leiknum gegn Búlgaríu. Þótt taugaspenn- an væri mikil sýndu íslensku spil- ararnir styrk sinn og unnu síð- asta leikinn 19-11. Rússar kom- ust hins vegar í úrslitakeppnina á síðustu stundu, á kostnað ísra- elsmanna sem höfðu lengst af verið í efstu sætum riðilsins. Mæta Indónesum í dag íslendingar enduðu í þriðja sæti í sinum riðli og mæta Indó- nesíu í 64-spila úrslitaleik í dag þar sem spilað er um sæti í und- anúrslitum. „Mér líst ekkert illa á þessa andstæðinga. Þeir spila sagnkerfi sem við þekkjum vel og kunnum að spila gegn," sagði Björn. Úrslitakeppnin hef st klukkan níu að íslenskum tíma og lýkur um klukkan 22.30 í kvöld. Þau fj ögur lið sem standa uppi sem sigurvegarar hefja undanúrslita- leiki á miðvikudagsmorgun en hin eru úr leik. ¦ Langþráðum áfanga/6 VÍS kaupir rekstur Skandia á íslandi Býður nýtt sparnaðarf orm í samvinnu við Skandia VATRYGGINGAFELAG Islands hf. og Líftryggingafélag íslands hf. keyptu í gær þrjú félóg sænska vr^iSi'ggingafélagsins Skandia hér á landi. Tryggingastarfsemi Skandia verður sameinuð VÍS. Með kaupun- um og samstarfi við sænska félagið mun VIS fara lengra inn á fjár- magnsmarkaðinn en íslensku trygg- ingafélögin hafa áður gert og bjóða ýmis ný sparnaðarform. VÍS og Skandia ræddu fyrst um kaupin fyrir rúmu ári, að frumkvæði VÍS, en óslitnar samningaumleitanir hafa staðið yfir frá því í lok síðasta árs. Síðasta samningalotan hófst á fimmtudagsmorgun og lauk með undirritun samninga í fyrrinótt.- ISfaupverð fæst ekki gefið upp. FJárfestingarfélagið óbreytt VÍS mun yfirtaka rekstur félag- anna þriggja, Vátryggingafélagsins Skandia hf., Líftryggingafélagsins Skandia hf. og Fjárfestingarfélags- ins Skandia hf., um næstu mánað- ajnót. Fjárfestingarfélagið verður rekið áfram í óbreyttu formi en tryggingastarfsemin sameinuð sam- svarandi starfsemi hjá VÍS. For- svarsmenn félagsins segja að veru- leg hagræðing náist með sameiningu trygginganna. Þeir segjast ekkert geta sagt um breytingar á iðgjöldum þeim sem Skandia hefur boðið, eftir sameiningu trygginganna, þau ráð- ist af endurmati á áhættu. Með því að taka yfir trygginga- stofna Skandia verður hlutdeild VÍS á tryggingamarkaðnum 43-45%, ef félagið heldur öllum viðskiptavinum Skandia. Forsvarsmenn félagsins benda hins vegar á breytingar á markaðnum vegna nýrrar sam- keppni. Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga, segir að sala Skandia á rekstri sínum sýni að ekki gangi til lengdar að bjóða óraunhæf iðgjöld til að komast inn á markaðinn og geti fleiri dregið lærdóm af því. Fyrst á sparnaðarmarkað Forsvarsmenn VÍS binda miklar vonir við þá nýju þjónustu sem félag- FULLTRÚI Skandia, Per Bjorgás, og Axel Gíslason forsrjóri VÍS við lok samningalotunnar í fyrrinótt. ið býður með kaupum á verðbréfa- fyrirtæki Skandia og samstarfi við sænska félagið um þróun og sölu á nýju lífeyrissparnaðarformi, svipuðu og mjög hefur verið að aukast í Evrópu á undanförnum árum. Félag- ið er fyrst íslensku tryggingafélag- anna til að fara inn á sparnaðar- markaðinn en umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hafa boðið hlið- stæða þjónustu. „Okkar trú er að þessa sé þörf, ekki síst hafi unga fólkið þörf á að leggja fyrir til seinni tíma. Þó lífeyrissjóðakerfið sé gott dugar það fólki ekki eitt og sér," segir Axel Gíslason forstjóri VÍS. ¦ Fyrst tryggingaféIaganna/4 Framkvæmdasljóri hjá Alusuisse-Lonza Lítil álver óhagkvæm Ztirich. Morgunblaðið. KURT Wolfensberger, fram- kvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza, segist ekki vera sannfærður um að fyrirhugað álver við Grund- artanga verði reist fyrr en fyrsta skóflustungan hefur verið tekin og framkvæmdir hafnar. „Nú til dags borgar sig ekki að reisa álver sem framleiðir minna en 160.000 til 200.000 tonn. Ég á bágt með að trúa að það sé hag- kvæmt að taka nýtt álver í notkun á Grundartanga sem framleiðir aðeins um 60.000 tonn. En Peter- son er klókur fjármálamaður, ef einhver er fær um að reka slíkt álver með ágóða þá er það líklega hann." Alusuisse athugaði möguleikann á að flytja gamalt álver til íslands og endurreisa það við Straumsvík þegar stækkunin á álverinu var þar til athugunar. Það kom í ljós að það borgaði sig frekar að byggja nýtt en að flytja inn gamalt ver. „Við vonumst til að hefja fram- leiðslu seinni partinn á næsta ári." Wolfensberger sér ekkert því til fyrirstöðu að ísal eigi samvinnu við önnur álver á íslandi þegar þau verða byggð. Hann telur góðar lík- ur á að fleiri álver rísi á íslandi í framtíðinni. „Það er bara tíma- spursmál," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.