Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 41 MINNINGAR ORRIMOLLER EINARSSON + Orri Möller Einarsson fæddist í Reykjavík 13. maí 1976. Hann lést á Landspítalan- um 17. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 28. október. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótti þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - drottinn vakir daga' og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Elsku Sússý, þú hefur verið svo dugleg og staðið með elsku dréngnum þínum í þessari baráttu. Það er svo sárt að þurfa að sjá á eftir einkabarni sínu, hann sem var orðinn svo stór og karlmann- legur og þú varst alltaf svo stolt af honurri. Einar minn, síðustu mánuðirnir hafa verið þér erfiðir, þú varst svo duglegur að vera hjá Orra þínum þegar hann var fyrir sunnan á Landspítalanum og tengslin milli ykkar voru orðin svo sterk. Við kveðjum þig, elsku Orri, með söknuði og trega í hjarta og biðjum góðan Guð að styrkja for- eldra þína og ástvini. Guð geymi þig. Alma og Birgir. Elsku Orri okkar. Nú er þessari erfiðu baráttu lokið. Þú barðist vel, varst alltaf mjög sterkur og reyndir að láta þennan illvíga sjúkdóm hafa sem minnst áhrif á þig. Við erum viss um að þú ert kominn á betri stað, og þér líður nú vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við viljum votta foreldrum, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu samúð, megi guð styrkja ykkur í sorginni. 4. G, Menntaskólanum á Akureyri. Það er oft sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, sem á svo sannarlega við um hann Orra okkar. Það er erfitt að þurfa að kveðja slíkan vin syó snemma, sem ætíð hefur verið okkur við hlið. Orri var svo lífsglaður og kátur og vildi alltaf taka þátt í öllu sem var að gerast og þá helst fá að stjórnast með í hlutunum sem honum fórst líka vel úr hendi. Hann var mjög mikil félagsvera og leið alltaf vel í góðra vina hópi. Hann var góður og traustur vinur og þó að orðin séu fá er hugsunin mun meiri. Elsku Orri, við viljum þakka fyrir okkar yndislegu samveru- stundir og munum ætíð minnast þín í hug og hjarta. Þungur er harmur, þú ert horfmn, vinur, þðglar við horfum yfir djúpið kalda. Brotinn er vængur, burtu ungur hlynur, bitur þau sköp er slíku sári valda. Elsku Sússý og Einar, megi Guð og góðir hlutir styrkja ykkur í ykkar djúpu sorg. Regína og Eydís Elva. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Þökkum hlýjar kveðjur og vinsemd við andlát og útför TORFA HJARTARSONAR fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara ríkisins. Hjörtur Torfason, Ragnheiður Torfadóttir, Helga Sóley Torfadóttir, Halla Thorlacius, Nanna Þorláksdóttir, Þórhallur Vilmundarson, Róbert M. Kajioka, Sveinbjörn Þorkelsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÚLFARS KARLSSONAR. Guðrún Eva Úlfarsdóttir, Karl Úlfarsson, Ágústa Edwald, Steindór Úlfarsson, Ásgeir Páll Úlfarsson, Margrét Alda Úlfarsdóttir, Emelfa Oóra Petersen, barnáböm, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn. Jón O. Edwald, Sigríður Jóna Jónsdóttir, Guðbjartur Gunnarsson, Vagner Petersen, RADAUGÍ YSINGAR BATAR-SKiP Skipamiðlunin, Síðumúla 33 Höfum á skrá sóknarbáta: Flugfisk 22f lína, handfæri. Flugfisk 22f hand- færi, einn með öllu. Trébát framb. lína, hand- færi og grásleppa. Aflahámarksbátar: Skel 80 m. 40 tonnum. Færeyingur m. 13 tonnum. Sómi 860 m. 109 tonnum. Aflamark: Bátar af öllum stærðum og gerðum. Höfum kaupanda að 150-200 tonna afla- marksskipi. Vegna mikillar eftirspurnar vant- ar allar gerðir skipa og báta á skrá. Skipamiðlunin, Síðumúla 33, sími 568 3330. Sölustjórar: Eggert Jóhannesson, Friðrik Ottósson. Lögfræðingur: Erling Óskarsson. NAUÐUNGARSALA Framhaldsuppboð Neðangreint lausafé verður boðið upp á framhaldsuppboði fyrir utan skrifstofu sýslumansins á Hólmavík á Hafnarbraut 25, Hólmavík, miðvikudaginn 6. nóvember 1996 kl. 14.00 að kröfu tollstjórans í Reykjavík: Bifreiðin I-2570, fast númer FY-641, Toyota Hi-Lux árg. 1980. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki sýslumanns. Sýslumaðurinn á Hólmavík, Ólafur Þ. Hauksson. ATVINNUHUSNÆÐI Til leigu verslunarhúsnæði á Norðurbrún 2, Reykjavík, 60 fm brúttó. Er við hliðina á nýrri Ellefu-ellefu verslun. Hentart.d. sem blómabúð - ísbúð - fisk- búð - f ilmuf ramköllun - vídeóleiga. Upplýsingarísíma 557 3131 eða 893 0731. Verslunarhúsnæði óskast í miðbæ Reykjavíkur eða verslunarkjarna, ca 30-60 fm. Upplýsingar í síma 897 1784. 77/ SOLU Fyrirtækjasala Hóls kynnir nú til sölu: Heildverslun - innflutn- ingur(18012) Um er að ræða bekkt fyrirtæki á sviði innflutn- ings á eldhústækjum og búnaði fyrir hótel, veitingahús og matvælaframleiðslu, einnig húsgagnainnflutningur. Fyrirtækið er með mikla viðskiptavild hérlendis og erlendis. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrir- tækjasölunnar. Skipholti 50b ^U Z% Jörðín Þórustaðir í Vatnsleysustrandarhreppi Til sölu er jörðin Þórustaðir í Vatnsleysu- strandarhreppi sem er að hálfu í eigu þrota- bús Silfurlax hf. Jörðin er landmikil og nær frá sjó og upp að Keili. Á henni er nýlegt 160 fm einbýlishús og gömul útihús, m.a. fjós, hlaða, skemma og lítið fiskverkunarhús. Til greina kemur að selja eingöngu 50% eign- arhlut þrotabúsins eða jörðina alla. Skiptastjóri þrotabús Silfurlax hf. gefur nán- ari upplýsingar í síma 554 5200. ÁSGEIR MAGNÚSSON HDL LÖGMANNSSTOFA HAMRABORG 10 • 200 KÓPAVOGUR SlMI 554 5200 • FAX 554 3916 auglýsingor FELAGSUF ? Edda 5996102919 I 1 Atkv. ö Hlín 5996102919 VI 1 Frl. Biblíuskólinn við Hoítaveg Á gömlum síðum Biblíunnar Næstu fjögur mánudagskvöld verður námskeið um seinni hluta spádómsbókar Jesaja. Skúli Svavarsson, kristniboði, skoðar, les valda kafla og svarar ýmsum spurningum um þennan merka hluta Gamla testamentisins. Skráning í síma 588 8899 til 1. nóvember. Námskeiðsgjald er 1.200 kr. Frá Sálarronnsóknarf élagi íslands Breski umbreyt- ingamiðlillinn Diane Elliot hefur hafið störf hjá fé- laginu. Diarte býð- ur upp á umbreyt- ingafundi fyrir hópa og einka- fundi í lestri og Tarrot eða lestri og árutelkningu. Aö þessu slnnl verður Diano hér í aðeins 2 vik- ur. Þeim, sem hafa áhuga á að hitta hana, er bent á panta tíma sem fyrst. Allar upplýsingar og bókanir i síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 17 alla virka daga og á skrifstofunni í Garðastræti 8. SFÍ. AD KFUK, Holtavegi. Gildi bænarinnar í starfi KFUK og mikilvægi fyrirbæhar í kristnu samfélagi. Elísabet Haraldsdótt- ir, Sigrún Gísladóttir og Svein- björg Arnmundsdóttir hugleiða efni fundarins. Allar konur velkomnar. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Hugleiðsluferð út í náttúruna undir stjórn og leiðsögn Krist- ínar Þorsteinsdóttur. I kvóld mun Kristín Þorsteins- dóttir bjóða upp á hóphug- leifisluferð út í nátturuna ef veð- ur leyfir. Farið verður með rútu rétt út fyrir bæjarmörkin og sett- ur upþ bálköstur og hugleitt undir berum himni við varðeld. Skilyrði er að stilla sé og stjörnu- bjart - ef svoleiöis veður verður ekki fellur ferðin niður. Þeir sem hafa áhuga mæti í Sjálfefli, Ný- býlavegsmegin eigi sfðar en kl. 20 vel klæddir og með teppi og hvaö sem þeir sem telja sig þarfnast til að vera hlýtt. Þeir sem treysta sér ekki til að sitja á jörðinni komi með stóla með sér. Áætluð heimkoma er milli kl. 23 og 24. Verð kr. 1.000. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.