Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLÁÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Musteri menn- ingar í Kópavogi „FYRSTI tónlistar- salur landsins rís í Kópavogi." „Brotið blað í sögu íslenskrar menningar." Þannig hljóðar fyrir- sögn á viðtali í Morg- unblaðinu 21. septem- ber 1996. „Loksins - loksins" sagði í frægri grein fyrir mörgum árum af öðru tilefni, ég kýs að gera þau að mínum. í stjórnum og ráðum Kópavogsbæjar hefur í langan tíma verið rætt um byggingu menn- ingarseturs. I tilefni af 40 ára afmæli bæjarins voru teknar ákvarðanir um að landið hið næsta Gerðarsafni yrði nýtt und- ir starfsemi menningar. Nokkur tími er liðinn síðan Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn var tekið í notkun og hefur tilkoma þess reynst listalífinu mikil Iyftistöng Iangt út fyrir bæjar- mörk. Segja má að ímynd bæjarins hafi tekið breytingum með tilkomu safnsins. Hið glæsilega áform um framhald uppbyggingar menning- armusterís í Kópavogi er stórkostlegt. Í viðtalinu við Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúa og formann bygging- arnefndar hússins, kemur fram að fyrirhugað er að reisa hús, sem á að verða samastaður fyrir ólíkar stofnanir, svo sem tónlistarskóla, bókasafn, náttúrugripasafn og síðast én ekki síst tónleikasalur fyrir 300 manns sem gefur marga möguleika. Fullt tillit er tekið til hljómburðar við hönnun salarins. Hafandi tekið virkan þátt í tónlist- arlífinu í landinu sl. 30 ár og rúm- lega þó, veit ég að hér er stórmál á ferðinni til fagnaðar fyrir Kópavog og um leið listalífíð í heild. Tónlistarlífíð stendur í miklum blóma sem allir viðurkenna og dá, þó er hægt að fínna óhamingju hér Jónas Ingimundarson og þar vegna hirðuleysis okkar, einn angi þess er aðastöðuleysið. Þau eru mörg glötuðu tækifærin og lýsandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki skyldi takast í eitt ein- asta skipti að gera ráð fyrir hóflega stórum sal með boðlegum ómtíma til flutnings tónlistar þegar byggð voru Nor- ræna húsið, Kjarvals- staðir, Gerðuberg, Hafn- arborg, Listasafn ís- lands, Ríkisútvarpið (þar er enginn salur og ekk- ert tónlistarstúdói enn sem komið er) og síðast en ekki síst Gerðasafn! Með þakk- læti og fullri vírðingu fyrir öllum þessum stöðum. Þess verður ekki Áframhaldandi upp- bygging menningar- musteris, segir Jónas Ingimundarson, vitna um glæsileg áform Kópavogskaupstaðar. vart að reiknað hafí verið með flutn- ingi tónlistar við hönnun húsanna. Ég gæti nefnt fleiri dæmi. Það hefði ekki skaðað notagildi húsanna neitt þótt tekið hefði verið tillit til hljóm- burðar í einhverju þeirra. Margir tón- leikar og eftirminnilegir hafa verið haldnir í öllum þessum húsum því þar starfar fólk, sem oft við erfiðar aðstæður gerir allt sem hægt er til að laða tónlist að, og á þessum stöð- um eru úrvalshljóðfæri. En þar er hvergi að fínna hljómburð sem góður getur talist — svið né lýsingu, sem gefur æskilegt sjónarhorn fyrir áheyrendur eða flytjendur. Stóla- burður er alls staðar nauðsyn. Þessu fylgir einig að tónleikar þurfa alls staðar að sæta lagi og eru nær alltaf víkjandi fyrir öðru. Kirkjurnar eru einnig notaðar því þar eru víða hljóð- færi og oft betri hljómur, en allir vita að þær eru byggðar til annars og ekki við hæfí að flytja hvað sem er í kirkju. Ég vil að það komi alveg skýrt fram hér að tónlistin nýtur á öllum þessum stöðum sérstakrar velvildar og hjálpsemi starfsfólks og er allstað- ar velkomin. En nú að allt öðru máli. Ekki er hægt að stinga niður penna um tón- listarhús án þess að nefna „Tónlistar- húsið" þ.e. aðsetur Sinfóníuhljóm- sveitar fslands, því þar er aðstaðan til vansæmdar fyrir þjóðina. Þar er rætt um hús með sal fyrir 1.000- 1.500 manns og annan minni auk aðstðu baksviðs fyrir sinfóníuhljóm- sveítina, hugsanlegan óperuflutning o.m.fl. Sem sagt stórhýsi fyrir mjög margþætta og flókna starfsemi. Um- ræðan um tónlistarhúsið stóra, heim- ili Sinfóníuhljómsveitar íslands, held- ur áfram, því þar þarf að láta drauma rætast. Ég er sannfærður um að salurinn góði í Kópavogi hefur jákvæð og skapandi áhrif á þá umræðu. Hið glæsilega áform Kópavogs um áframhaldandi uppbyggingu menn- ingarmusteris, þar sem listasafn er þegar komið og næsti áfangi yrðri tónlistarhús með tónlistarskóla bæj- arins og „Tónstofu Kópavogs" sem hijómar og tekur vel á móti öllum, og síðar bókasafn og náttúrugripa- safn, er stórkostlegt. Það þarf aðeins að byrja strax. Skapa verður um salinn hefðir og metanð, sem tryggir honum sess í huga landsmanna um ókomin ár. Þetta yrði einskonar hliðstæða við Wigmore Hall í London, sem allir þekkja. Sem tónlistarunnandi fagna ég þessum fögru áformum bæjaryfir- valda Kópavogs og hlakka til að mega eiga von á að láta strengi óma til gleði og göfgunar í sérhönnuðum tónleikasal á þessum dýrðarstað í hjarta bæjarins miðlægt á öllum höf- uðborgarsvæðinu. Höfundw er píanóleikari. Opið bréf til viðskiptaráðherra Er íslenskur iðnaður í raun risinn úr öskustónni? á íslenskum í FRÉTTUM 23. október bar mikið á því, að nú væri, fjórða árið í röð, að hefjast sameiginlégt átak iðn- aðarins og opinberra aðila þar sem íslending- ar eru hvattir til að standa vörð um íslensk- an iðnað og velja um- fram allt íslenskar vör- ur. Var átakinu hleypt af stað í glæsilegri verksmiðju þeirra Flúðamanna og þess sérstaklega getið, að á eftir athöfninni hafi verið boðið til morgun- verðar, þar sem menn gæddu sér eingöngu landbúnaðarvörum. Átak þetta, þar sem spilað er á þjóðernisstolt og þjóðernisvitund land- ans, er réttlætt með því, að iðnaður- inn eigi undir högg að sækja, þar sem hann standi í harðri samkeppni við erlendan innfluttan iðnvarning. Með samþykkt samningsins um hið evr- ópska efnahagssvæði, hafi tollar af iðnaðarvörum frá evrópu verið felldir niður, sem leitt hafi til stóraukins innflutnings, í samkeppni við innlenda framleiðslu. Að vísu voru þessir tollar aldrei felldir niður, eins og haldið er fram, heldur skipt um nafn á þeim og nú heita þeir vörugjöld, en ekki tollar. Endanlegu áhrifín fyrir neyt- endur eru þó hin sömu. Eftir því sem ég hef helst getað lesið mér til um, þá var einn megin- tilgangurinn með samningnum um Baldvin Hafsteinsson höndum. EES, að stuðla að frjálsu óhindruðu vöru- flæði innan svæðisins og að vörur ættu þar að keppa á jafnrétt- isgrundvelli. Með því hef ég talið að átt væri við að vörur, hvort sem þær væru innlendar eða innfluttar, kepptu á grundvelli verðs og gæða, ekki á því frá hvaða landi þær kæmu. Nú kann það vel að vera, að ég hafi misskilið innihald samningsins, eða iðnaðurinn lesið aðra útgáfu af samningnum en þá sem ég hef undir Af tilvitnuðu átaki að marka, virðist sem verðið og gæðin skipti ekki lengur máli. Aðalatriðið Hvenær telst vara vera íslenzk?, spyr Baldvin Hafsteinsson, og segir, að svo virðist sem verð- ið og gæðin skipti ekki lengur máli. er, að varan skuli vera íslensk. Það hefur aftur leitt af sér vandamál einkum það, hvenær telst vara ís- lensk? Það hefur því miður færst í vöxt, að óprúttnir „framleiðendur" hafa markaðssett erlendar fram- leiðsluvörur undir merkjum átaksins og þar með notið góðs af þjóðernisvit- und landans. Dragi maður áiyktanir af þessu, má helst ætla, að íslensk- um iðnaði hafi ekki tekist að aðlaga sig breyttum aðstæðum og gera sig samkeppnisfæran við innflutning. Hann þurfi því að höfða til þjóðernis- vitundarinnar til að tryggja afkomu sína. Er iðnaðurinn enn í ösku- stónni? Steininn tekur þó úr, herra ráð- herra, þegar iðnaðarráðherra gengur fram fyrir skjöldu, og staðhæfir, að einhverjir tugir milljóna króna myndu sparast, ef innlend fram- leiðsla væri valin í hvert sinn, fram yfir innflutta vöru og að verulegur fjöldi starfa myndu skapast við þessa breitni landans. Ráðherrann lét þess hins vegar að engu getið, hvert yrði tekjutap ríkisins, ef innflutningur stöðvaðist. Né heldur gat hann um það, hversu mörg störf þeirra sem að innflutningi standa myndu tapast, ef landinn léti blekkjast af þessari staðleysu. Þá hefði ég haldið, að ráð- herra gerði að umtaisefni, hversu mjög almenningur í landinu gæti sparað, ef hann fengi að kaupa land- búnaðarvörur á eðlilegu verði, en þyrfti ekki að búa við uppsprengt gerviverð framleiðenda, sem nýtur skjóls af svívirðilegum ofurtollum. Því spyr ég yður herra viðskipta- ráðherra, ætlið þér að láta þessu ósvarað? Höfundur er lögmaður hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna Þekking og at- vinnuþróun uppbygging atvinnulífs í Eyjafirði og á Reykjavíkursvæðinu Bjarni Kristinsson UNDANFARIÐ hafa menn keppst við að verja staðsetningu Sjáv- arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) við Skúlagötuna í Reykjavík. Kostulegt er að heyra í þessu sam- hengi talað um mis- skilning norðanmanna, óþarfa áhyggjur og sár- indi. Það er öllum sem að þessari ákvörðun stóðu sammerkt að þeir sjá málið aðeins með þeim augum að það sé sjálfgefíð að ný stofnun á borð við þessa sé stað- sett í Reykjavík, þótt finna megi ýmsa kosti norðan heiða ef menn vilja sjá þá. Þessir kostir eru að hluta til tíundað- ir í grein eftir formann nfndar um staðsetningu skólans. Þar kemur skýrt fram að á Akureyri eru kennd flest þau námskeið sem þörf er á auk þess sem nábýli og náin tengsl Há- skólans á Akureyri (HA) við sjávarút- veginn eru nefnd til sögunnar sem ótvfræður kostur. Hins vegar háir það HA hvað þar eru stundaðar takmark- aðar rannsóknir, hve bókasöfn á Ak- Staðsetning Sjávarút- vegsskóla HSÞ á Akur- eyri hefði, að mati Bjarna Kristinssonar, fallið vel að markmiðum ríkisvaldsins. ureyri eru „vond" og að kennarar við HA séu lítt eða ekki hæfir til að kenna við HSÞ vegna lítillar starfs- og rann- sóknareynslu. Sem sagt að háskóla- umhverfið á Akureyri sé ekki í stakk búið til að taka við þessum skóla. Ef aðeins á að líta á þætti eins og hærra þjónustustig, hvar flestir vísindamenn starfa og hvar flestar opinberar stofnanir eru þegar velja á slíkri starfsemi stað er svarið sjálf- gefíð. Ef þessi sjónvarmið hefðu ráð- ið fyrir 8 árum hefði Háskólinn á Akureyri aldrei verið stofnaður og sá vísir að öflugu háskólaumhverfi sem upp er risinn á Akureyri væri ekki til. Háskólinn á Akureyri er ekki enn orðinn 10 ára en hefur þeg- ar sannað gildi sitt með áþreifanleg- um hætti. Þessu sér greinilega stað á jákvæðum breytingum á mannlífi og atvinnulífí norðanlands en einnig í ýmsum áhrifum á háskólaumhverf- ið á landsvísu, t.d. hefur áhugi á samstarfí við sjávarútveginn greini- lega aukist hjá háskólamönnum. Stofnun HA var pólitísk ákvörðun sem var umdeild á sínum tíma. En ákvörðunin var samt sem áður tekin og jafnframt var ákveðið að setja á fót háskólanám í sjávarútvegsfræð- um. í tengslum við Háskólann á Akureyri starfa útibú frá Hafrann- sóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. A Akureyri hefur á ótrúlega skömmum tíma orðið mikil samþjöppun þekkingar á mörgum sviðum sjávarútvegs og öðrum svið- um matvælavinnslu. Þar og í nálæg- um sveitarfélögum eru rekin fram- sæknustu fyrirtæki í sjávarútvegi á íslandi. Stofnun HA er eitthvert besta dæmið um jákvæða byggðastefnu hérlendis. Því fé sem varið var í því skyni var vel varið og hefur skilað sér í aukinni þekkingu á landsbyggð- inni og breyttu menntunarmynstri. Við uppbyggingu HA hefur verið leitast við að skapa nýja möguleika í menntun, en ekki að flytja á stað- inn stofnanir eða námsbrautir sem fyrir eru annars staðar. Unnið er að eflingu rannsókna á Akureyri þótt langt sé í að HA geti keppt við Háskóla ís- lands í því efni. Það er heldur ekki markmiðið í sjálfu sér heldur að HA og rannsóknastofn- anir honum tengdar geti þjónustað atvinnu- lífið og jafnframt verið það þekkingarsetur sem sáð var til við stofnun HA og áréttað var í ályktunum Alþing- is og ríkisstjórnarinnar um eflingu HA og rann- sóknarstarfsemi á svæðinu. Staðsetning Sjávarútvegsskóla HSÞ á Akureyri hefði fallið vel að öílum markmið- um ríkisvaldsins, bæði hvað varðar uppbyggingu HA, eflingu rannsókna- starfsemi í Eyjafírði og jafnframt verið myndarlegt framlag Islands til aðstoðar við þróunarlöndin. Þróun atvinnulífsins er í átt til meiri þekkingar. A Akureyri hafa byggst upp stórfyrirtæki í sjávarút- vegi sem byggjast á sérþekkingu. Nú hafa nokkur þessara fyrirtækja haft forgöngu um að atvinnulífið taki þátt í kostun á rannsóknastarfí við matvælasetur á Akureyri í sam- vinnu við ríkisvaldið. Hér er í raun lagt til að færa rannsóknarstarf nær fyrirtækjunum og vinna meira að hagnýtum rannsóknum en gert hefur verið hingað til. Matvælasetur á Akureyri (MATVA) mun vinna í nán- um tengslum við HA og aðrar rann- sóknastofnanir í landinu og jafn- framt vera grunnur undir aukna verkmenntun í matvælaiðnaði. Með þátttöku atvinnulífsins í stofnun MATVA er verið að færa rannsókna- starf frá hinu opinbera til fyrirtækj- anna með umtalsverðum sparnaði fyrir ríkissjðð, fyrirtækin munu hins vegar eiga auðveldara með að stunda rannsóknir og vöruþróun út frá eigin forsendum og að eigin frumkvæði en hingað til. Af framansögðu er ljóst að mikil uppbygging á sér stað innan rann- sókna- og menntunar á sviði mat- vælavinnslu á Akureyri. I fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir áfram- haldandi uppbyggingu HA. Rðkin fyrir því eru að aukin starfsemi í menntageiranum muni skila sér í þróttmeira atvinnulífi. Þannig stuðli ríkisvaldið að þróun byggðar í Eyja- fírði og er það vel. Aukin framlög tikl kennslu í matvæla- og sjávarút- vegsfræðum á Akureyri 1996 eru þó minni en framlag íslenska ríkisins til kennslu í nýjum Sjávarútvegs- skóla HSÞ í Reykjavík. Islenska rík- ið ber langstærsta hluta kostnaðarins við stofnun skólans þannig að íslend- ingar hljóta að ákveða hvar hann er staðsettur. Ekkert bendir til annars eins og staðan er nú en að 90% nýrra starfa næstu ára verði til á höfuðborgar- svæðinu. Langstærstur hluti þeirra starfa er tilkominn vegna afskipta hins opinbera og gildir þá einu hvort verið er að tala um stóriðju, virkjan- ir, gerð samgöngumannvirkja eða uppbyggingu í menntun og rann- sóknum. Það er algerlega óviðun- andi að hið opinbera byggi upp at- vinnulíf með þessum hætti á einu horni landsins en ætli öðrum land- svæðum að sjá um sig sjálf. Hvað ætla ráðamenn að gera til að sporna við þessari þróun? Það eina sem getur breytt þessari þróun eru póli- tískar ákvarðanir eins og sú að ef Háskóli Sameinuðu þjóðanna á að vera á íslandi verður hann staðsett- ur á Akureyri. Við verðum að búa á fleiri en einum stað í þessu stóra landi okkar. Höfundur er sjávarútvegs- verkfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri Iðoþróunarfélags Eyjafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.