Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kalda stríðið á Islandi VIÐKVÆÐIÐ „Kalda stríðinu er lok- ið„ heyrist gjarnan úr herbúðum fyrrverandi félagsbræðra kommúnistaflokks Sovétríkjanna hér á landi. Spennan milli vestrænna lýðræðis- þjóða og Sovétríkj- anna slaknaði og hvarf með hruni kom- múnismans í Sovét- ríkjunum og leppríkj- um þeirra, þótt áhrif kommúnista í lepp- ríkjunum séu enn ríkj- andi í sumum þeirra svo sem í Rúmeníu. Fjörutíu ára heilaþvottur og and- menningarbarátta flokksklíkanna í þessum löndum hverfur ekki í einni svipan, þótt lýðræðisformi sé komið á að nafninu til. En vissu- lega hefur slaknað á, spennunni, fyrst og fremst vegna þess að miðstjórn heimskommúnismans í Moskvu er hrunin, en þaðan var stefnan mótuð í leppríkjunum og leppflokkum kommúnista á Vest- urlöndum. Hið beina húsbóndavald er hrunið en mótunarvald hug- myndafræðanna er enn við lýði. Þeir sem ánetjauðust hugmynda- fræðum marx-lenínismans og unnu að valdatöku kommúnista sam- kvæmt leiðbeiningum Stalíns um áratuga skeið, losna ekki auðveld- lega úr því þéttofna lyganeti. Um hálfrar aldar skeið var flokki kommúnista, Sameiningar- flokki alþýðu, og Alþýðubandalagi stjórnað hér á landi frá aðalstöðv- um kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Með opnun skjalasafna sové- skra stofnana, sem mótuðu tengsl- in við bræðraflokkana erlendis, koma skýrt í Ijós þau nánu tengsl og'stjórn sovéskra aðila á íslenska bræðraflokknum sem gekk undir ýmsum nöfnum. Þeir sem réðu stefnumótun þess flokks gengu erinda ríkisstjórnar Sovétríkjanna beint og óbeint og hlutu aðstoð og stuðning bæði í formi fjárstuðnings og „heilsu- gæslu", ferðalaga um dýrðarríkið og einkar hlýlegs viðmóts gestgjaf- anna. Siglaugur Brynleifsson íslenskir sósíalistar - eins og þeir vilja láta nefna sig - og forustu- menn þeirra voru ánetjaðir og trúðu á framkvæmd vísinda- legs sósíalisma á ís- landi. Stefna þeirra í þjóðfélagsmálum — var hin eina rétta og öllu var fórnandi fyrir framgang stefnunnar. Þeir unnu dyggilega að þessum áformum, með baráttu fyrir al- gjörri valdatöku um- boðsmanna ríkis- stjórnar Sovétríkj- anna. í þessari baráttu var allt leyfi- legt, svik, lygar og mútur. Tilgang- urinn var að rústa gjörsamlega íslenskt borgaralegt þjóðfélags- Húsbóndavaldið í austrí er hrunið, segir Siglaugur Brynleifs- son, en mótunarvald hugmyndafræðanna er enn við lýði. form, gera það óvirkt og rústa það efnahagslega auk þess að stunda innrætingarherferð innan skóla- kerfis og fjölmiðla, einkum ríkis- fjölmiðla. Á efnahagssviðinu var sú stefna ástunduð að ná tangarhaldi á verkalýðsfélögum og beita þeim eftir hentisemi í þjónustu flokksins og um Ieið að leitast við að auka hér dýrtíð, sem varð forsenda frek- ari verkfalla. Þessi saga íslenskrar verkalýðs- baráttu og á síðari árum opinberra starfsmanna, eyðilagði grundvöll hagkerfisins í formi óðaverðbólgu og hruns verðmiðilsins. Eins og allir vita þrífst og lifir kommúnísk valdabarátta á eymd, óstjórn og fátækt. Það kom að því að heiðar- legir forystumenn innan verkalýðs- hreyfingarinnar hvekktust á starf- semi erindrekanna og neituðu sam- fylgdinni, aftur á móti létu opinber- ir starfsmenn, reyndar naumur meirihluti þeirra, ginnast, enda búið að innræta fjölda þeirra eink- um kennarann „kommakverið" og skólakerfið orðið þannig að hug- takið „menntun" úr þeim mennta- geira hlýtur að vera innan gæsa- lappa. Svo hrundu Sovétríkin, en Al- þýðubandalagið virðist ekki fylli- lega hafa áttað sig á hruninu, og að þar með hrundi marx-lenínism- inn og það háreista hrófatildur, vísindalegur sósíalismi. Þeir hús- bandahollu sameiningarsinnar misstu sinn gamla húsbónda og urðu að róa upp á eigin spýtur. En orðalepparnir voru áfram þeir sömu og áttin breyttist ekki, til- gangurinn er eins og áðuj að rústa íslenskt borgaralegt þjóðfé- lagsform, sem þeir hata og vilja feigt. „Kalda stríðinu" er haldið áfram, og keppikeflin eru ýmsar stofnanir ríkisvaldsins, fyrst og fremst skólakerfið. Baráttuhópur- inn er: skólaðir marx-lenínistar innan kennarastéttanna og höf- undar heppilegra kennslubóka, einkum í sögu og bókmenntum. Aðferðirnar eru innræting og for- heimskunarherferð, fórnarlömbin, nemendur. Foreldrar og forráða- menn nemenda ættu að kynna sér „kennslubækur" í mannkynsögu og íslandssögu, t.d. Heimsbyggðin I-II - Samferða um söguna - Uppruni nútímans - til þess að átta sig á heilaþvottinum. I sögu mótast kennslan af þræljörfuðum marxískum kennisetningum en í ýmsum öðrum greinum af afstæð- ishyggju - realitivisma. Niðurkoðnun móðurmálskennsl- unar markast af þessu og einnig að því er virðist af of mörgum lítt hæfum kennslukröftum, sem eiga sjálfir í erfiðleikum með lesskilning og tjáningu á móðurmálinu, eins og kennsluárangur vottar. Konfús- íus segir einhvers staðar: „Þegar orðin glata merkingu sinni, tapar þjóðih frelsi sínu". Þetta er að gerast hér á landi. og „cui bono" - hverjum til goðs? Pólitískum valdapoturum, sem lofa enn og prísa sameignar-samfélög Austur- Evrópu, samfélög lyga, svika og fátæktar og beina enn vonaraug- um til keimlíkra samfélaga Norð- ur-Kóreu, Kína og Kúbu og vilja ólmir koma á svipuðu stjórnarfari hér á landi. Og til þess þarf ís- meygilegan áróður meðal væntan- legra kjósenda. Höfundur er rithöfundur. Eilífðin og eilífa lífið Dauðinn forræður fjörið þó fyrr en varði því margur dó hann er í nánd þó sjáist síst sérhvern dag er hans áhlaup víst. Með þessum orðum benti Hallgrímur Pét- ursson okkur á að sjálf- ur dauðinn væri ávallt nálægur. Boðskapur hans kristallaðist í því að við ættum að vera viðbúnir honum og bíða hans kvíðalaust. Hann í raun i kveðskap sínum tók undir það með Moz- art að dauðinn væri Vigfús Þór bezti vinur mannsins, • Árnason eins og kom fram í bréfí Mozarts til föður síns Leopolds eftir að hann var orðinn dauðvona, og ekkert nema dauðinn blasti við. Síðan bætti hann við „og ég þakka guði mínum fyrir að hafa veitt mér þá hamingju á fá tækifæri til að læra að þekkja dauðann sem er lykillinn að okkar sönnu sælu." Við nútíma- menn tökum vart undir þessa skoðun Mozarts. Það er viðurkennt af guð- fræðingum nútímans, að maðurinn í Ódauðleikinn felur í sér líf, segir Vigfús Þór 0 Arnason, í þessari fyrri grein af tveimur. dag reyni að flýja hugsun og verund sjálfs dauðans. Dauðinn sé verundar- þáttur sem við flýjum frá, vitjum ekki standa frammi fyrir. Hvað veld- ur? Er þjáningin, píslargangan, iðr- unin eitthvað sem horfið er úr vitund okkar? Ef til vill eru orð Hallgríms fjarri huga og hjarta, orðin er hann segir: Iðrunartárin ættu vor öll hér að væta lífsins spor Gepum dauðann með gleði og lyst göngumvér þá í himnavist. Þrátt fyrir það veit maðurinn það, fram yfir aðrar lífverur að dauðinn er óumflýjanlegur, og að hann á að- eins stundina sem er, sem líður, minn- inguna um daginn sem er liðinn og vonina er lítur að morgundeginum. En hvað er það þá sem við ótt- umst, ýtum frá okkur, í hugsun og gjörð í lífi og verund. Eilíft líf - hinn kristilegi grunnur. Stöndum með strætó MESTU breytingar á leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur í rúman aldarfjórðung voru gerðar um miðjan ágúst sl. Leiðakerfið sem gilti fram að þeim breytingum hafði verið óbreytt í meginatriðum frá því um 1970 þegar íbúar Reykjavíkur voru um 80 þúsund talsins. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar á þeim tíma, byggðin þanist út og íbúum fjölgað um fjórðung. Það var því löngu tímabært að leiðakerfi SVR yrði endurskoðað frá grunni. Bætt þjónusta Leiðakerfisbreytingin var vand- lega undirbúin af hálfu starfsmanna SVR, í samvinnu við erlenda ráð- gjafa, og hófst sú vinna snemma árs 1995. Engum vafa er undirorp- ið að breytingarnar hafa leitt til verulega bættrar þjónustu á al- menningssamgöngum í borginni í veigamiklum atriðum. Þegar í upp- hafi var ráðgert að margvíslegar ábendingar og óskir kæmu frá við- Árni Þór Sigurðsson skiptavinum um það sem betur mætti fara, þegar um svo viðamikl- ar breytingar var að ræða. Ennfremur var gert ráð fyrir að þegar reynsla fengist af breytingum kæmi ýmislegt í ljós sem lag- færa þyrfti, svo sem skipulag umferðar á einstökum stöðum í borginni, akstursleiðir og tímasetningar ein- stakra leiða. Áætlað hafði verið að safna saman þessari reynslu í vetur til að öll atriði kæmu fram og rétt yrði brugðist við í hverju tilviki. Engum vafa er undir- orpið, segir Arni Þór Sigurðsson, að breytingarnar hafa leitt til verulega bættrar þjónustu Mælingar í kjölfar neikvæðrar umræðu í byrjun september voru tveir trúnarð- armenn vagnstjóra skipaðir í starfs- hópinn sem unnið hefur að leiðakerf- isbreytingunni, en fyrir í hópnum voru fjórir núverandi og fyrrverandi vagnstjórar auk verkefnisstjórans. Þá voru gerðar fyrstu mælingar á stundvísi vagna í kerfinu þann 11. september, nokkru fyrr en áætlað hafði verið. Niðurstöður úr þeirri mælingu liggja nú fyrir og voru þær mun betri en í svipaðri mælingu sl. vor. Ljóst er að þörf er á ýmsum breytingum en til að þær komi að gagni er frekari athugana þörf. Þar er m.a. um að ræða frekari tímamæl- ingar, endurmat á aksturleiðum og úrvinnslu úr ábendingum farþega og vagnstjóra. Samstaða Stjórn SVR fjallaði um greinargerð leiðakerfishópsins þann 7. október sl. Þar var einróma samþykkt bókun þar sem stjórnin lýsir ánægju með vinnu hópsins og tekur undir meginniður- stöður hans. Þar kemur m.a. fram að á grundvelli mælinganna í septem- ber sé ekki ráðlegt að grípa til tafar- lausra breytinga á tímatöflum leiða- kerfisins. Hins vegar er hópnum falið að vinna áfram að því að fylgjast með leiðakerfinu, greina vandamál, taka við ábendingum og óskum um lagfæringar, ræða við vagnstjóra og gera tillögur um heildstæðar breyt- ingar á grundvelli þeirrar vinnu. Jafn- framt leggur stjórnin áherslu á að vinnunni verði hraðað svo sem kostur er. í samræmi við þessa niðurstöðu verður upphaflegri áætlun um lag- færingar á kerfinu fylgt og geta við- skiptavinir vænst þess að þær taki gildi svo fljótt sem verða má, síðla vetrar eða í byrjun næsta vors. Hollusta, umhverfi Strætisvagnar Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki við borgarbúa. Mikilvægt er að allir leggist á eitt við að tryggja fyrsta flokks þjónustu og ánægða viðskiptavini. Starfs- menn fyrirtækisins hafa lagt sig ríkt fram við að svo megi verða, þrátt fyrir ófyrirsjáanlega hnökra á kerf- inu og eiga þakkir skildar. Nú er verkefni stjórnar, starfsmanna og viðskiptavina í sameiningu að bæta leiðakerfið enn frekar til þess að treysta almenningssamgöngur í borginni, sem eru í senn umhverfis: vænn og nútímalegur ferðamáti. í því felst framtíð fyrirtækisins og þar með hagur þeirra sem við það starfa og borgarbúa allra. Höfundur er borgarfuiitrái og formaður stjórnar SVR. Lítum fyrst að þeim grunni sem við jaigum í kristinni trú. í þeirri umfjöllun komum við fljótt að hinu guðfræði- lega hugtaki „Eskata- logía". Fræðin um hina síðustu tíma. Hugleið- ingar sem ávallt eru til staðar, á sinn hátt má skynja og skilja slíka umfjöllun í kvikmynd- inni vinsælu Independ- ence. Af hverju viljum við helst ýta hugusninni um dauðann frá, og af hverju virðumst við ís- lendingar eiga svo mjög óljósar hugmyndir um hvernig kristin trú felur í sér svar við dauðanum. Svo óljósar eru hugmyndir okkar þar um, að þekktur útvarpsmaður spurði nýlega prest einn, hvort krist- in trú gerði ráð fyrir því að líf tæki við af þessu, hinu jarðneska. Svarið fól eðlilega það í sér að kjarninn í kristinni trú væri að Jesú hefði gefið okkur eilíft líf, sigrað sjálfan dauðann með upprisu sinni á páskum. Nemum staðar við „eskatalógíu" kristinnar trúar. Það orð er dregið að gríska orðinu eschatos sem þýða má sem kenninguna um hina síðustu hluti. Hún fjallar ekki aðeins um per- sónur heldur við sjálfa söguna - sögu mannsins. Guð opinberar sig ekki aðeins í og fyrir menn heldur í sjálfri sögunni (Heilgeschichte). Mikilvægasta opin- berunin kristallast þó í Guðssyninum Jesú Kristi. Opinberunin á sér stað í sögunni, og í opinberuðu orði Guðs. Þar sem Guð er herra sögunnar. Spámenn þeir er koma fram í Gamla Testamentinu greindu frá því að guð, guð ísraels hefði gripið inn í söguna, guð hefði opinberað sig. Það hafði bæði jákvæða og neikvæða merkingu að áliti spámannsins. Neikvæða af því lýðurinn, lýkur Guðs hafði villst af vegi og þessvegna segir m.a. í Amos 5, kapitula 18 vers. „Vei þeim sem óska þess að dagur Drottins komi. hvað skal yður dagur Drottins? Hann er dimmur en ekki þjartur." Einnig koma fram hjá spámönnun- um spádómurinn um komu Messías- ar, sem leysa mun úr ánauð lýð sinn Israel. „Því að barn er oss fætt, son- ur er oss gefinn Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla" ... I andstöðu við önnur trúarbrögð sem kenndu óljósar hugmyndir um líf eftir dauðann, kennir kristin trú, hið lifandi orð í Nýja Testamentinu að heimurinn saga mannsins stefndi ávallt að ákveðnu marki, markmiði, sem „skaparinn hefði sett I öndverðu og með lífi, dauða og upprisu sonar síns í mannlegu eðli sýnt fram á þetta .takmark sitt." „Prédikun og líf kirkjunnar gekk og gengur út á að laða fólk að þessu takmarki, vígjast undir veldi Krists og Hfa þar svo sem limir líkama hans." Þar eru nokkur. dæmi nefnd frá hinni helgu bók. Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminn- um. Vér biðjum í Krists stað. Látið sættast við guð. 2. Kor 5,20. Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists. Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífí, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins. Róm. 6,3-4. Hegðið yður eigi eftir öld þess- ari, heldur takið háttaskipti með end- urnýjung hugarfarsins, svo þér fáið aðreyna, hver sé vilji guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Róm. 12,1-2. Guð hefur upp vakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himinhæðum með honum. Þannig vildi hann á kom- andi öldum sýna hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú. Því að í náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. HSfundur er sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.