Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'29.0KTÓBER1996 21 LISTIR Einsleit brigði MYNDUST Ingólfsstræti 8 MÁLVERK Eggert Pétursson. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá 14-18. Til 3. nóvember. Að- gangur ókeypis. SAMRÆÐA síðustu ára á raynd- listarvettvangi hefur ekki svo lítið gengið út á gildi fagurfræðinnar og handverksins. Þessir þættir hafa átt mjög undir högg að sækja, því þróun- in hefur verið þeim óhagstæð, eink- um í listaskólum þar sem andstæð- ingar þeirra hafa víðast tögl og hagldir er svo er komið og kennsla grunnatriða hreint kák. Ýmis teikn eru þó á lofti um nokkur umskipti, því hér var full langt gengið og þau rök eru býsna langsótt, að fagur- fræði og handverk séu alfarið af akademískum toga, hvað þá hrein grunnatriði ómengaðrar myndlistar. Það er þannig fátítt að rekast á vinnubrögð líkt og Eggert Pétursson viðhefur í sýningarsölum núlista hér í borg, nema um sé að ræða vélræna tækni og aðstoð fagmanna. Vinnu- brögð sem helst minna á átjándu aldar málara og hið afmarkaða myndefni eins og sótt í smáatriði í myndir þeirra, í þessu tilviki dettur MALVERK eftir Eggert Pétursson. Morgunblaðið/Þorkell mér helst Fragonard í hug, sem þarf þó ekki að vera beinn áhrifavaldur, því hliðstæðurnar eru margar. Gamaldags er þó engan veginn hægt að kalla vinnsluferlið, því margur atkvæðamikill núlistamað- urinn á heimsvísu hefur sótt til fortíð- arinnar, einmitt akademískrar mál- unartækni, og þetta er að verða meira og meira áberandi nú um stundir. Hugmyndin að baki útfærsl- unnar er þá allt önnur en sækir áhrifamátt sinn og styrk í óaðfinnan- iegt handverk og yfirvegaða tækni, sem oftar en ekki útheimtir langar yfirsetur og mikla þolinmæði. Hér eru dúkar Eggerts Pétursson- ar markandi dæmi og þeir falla ákaf- lega vel að rýminu í Ingólfstræti 8, mætti jafnvel halda því fram að heild- aráhrifin séu þau ferskustu og nútí- malegustu sem þetta húsnæði hefur kynnt til þessa. Um leið færa dúkarn- ir heim sanninn um að fersk hugsun liggi öðru fremur í framlengingu handar listamannsins, spegilmynd sálarinnar, og sé mikilvægari öllum kennisetningum og heimspeki. Og þó er drjúg heimspeki í þessum dúk- um hvernig sem litið er á málið, því ósjálfrátt ýta þeir við hugsanaferlinu og virkja með því tauga- og heila- frumur skoðandans, sem er nú ein- mitt það sem aðrir eru að leitast við með hvers kyns öfgum og áreiti á skynfærin. Hin sterka tilvísun felst hér í hin- um jafna og hárnákvæma stígandi jurta- og blómaforma, sem minnir okkur á þörf mannsins fyrir frið og ró, að ljósið, loftið, kyrrðin og hin mettaða flóra jarðar eru hinir sönnu vinir mannsins. Bragi Ásgeirsson Hugarfóstur stærðfræðings BÆKUR Skáldsaga ÆVINTÝRI LÍSU í UNDRALANDI eftir Lewis Carroll. Þýðing Þórarinn Eldjárn. Útgefandi Mál og menning. 118 blaðsíður. CHARLES Lutwidge Dodgson var stærðfræðingur á 19.öld. Hann skrif- aði fjöldann allan af ritgerðum um það efni. En í honum bjó annar mað- ur sem líka fannst gaman að skrifa. Sá kallaðist Lewis Carroll og fékkst hann við að skrifa ævintýri fyrir börn. Þessum tveim mönnum var haldið aðskildum, svo mjög að C.L. Dbdgson neitaði að hafa skrifað annað en það sem birzt hafði undir hans eigin nafni. Kannski var það ekki mjög gáfu- legt hjá honum? Þegar Dodgson dó, dó hann, en hinn maðurinn, Lewis Carroll, lifði áfram. Það er að mestu að þakka ungri stúlku, Lísu að nafni, en hún er þekktust fyrir dvöl sína í Undralandi. Margar bækur hafa verið þýddar á mörg tungumál, en fáar jafn mörg- um sinnum og Lísa í Undralandi. Nú er komin út ný íslenzk þýðing á Lísu í Undralandi (a.m.k. sú þriðja) og er það Þórarinn Eldjárn sem þýðir og Mál og menning gefur út. Stór hluti Lísu er leikur að orðum, merkingu þeirra og þeim skilningi sem lagður er í þau. Af þeim sökum er þýðing hennar ansi vandasamt verk; ekki er nóg að þýða hana sem sjálfstætt fyrirbæri, heldur verður að hafa allt tungumálið - og það hugsanakerfí sem því tengist - í huga við þýðingu hennar. Þórarni hefur tekist það með mikl- um ágætum og kemur það bezt fram í köflum 9 og 10 (þar sem Lísa hitt- ir finngálknið (the Gryphon) og fölsku skjaldbökuna (Mock Turtle)). Eitt er það sem stingur í augu við lestur bókarinnar, skáletrunin. Til hvers er hún? Hún er ágæt þar sem hún á við - til að gefa áherzlur til kynna - en stundum er hún alveg útúr hól. Skáletrunin er þó ekkert séríslenzkt fyrirbrigði,. hún hefur verið til frá upphafi. Carroll sjálfur skrifaði bókina með sumum orðum skáletruðum. En ég er samt engu nær; til hvers er hún? Mikið er af myndum í þessari nýju útgáfu. Þær eru eftir Anthony Browne og styrkja söguna töluvert. Bókin er samt ekki myndabók (í þess orðs „grófustu" merkingu) en þeir sem hafa gaman af táknum og táknfræði ættu að geta eytt dágóðum tíma í myndrýni - reynt að finna duldar meiningar í þeim. Lísa í Undralandi, árgerð '96, er virkilega falleg bók sem mun halda nöfnum beggja, Lísu og Carrols, lif- andi í hugum íslenzkra bókaorma um ókomin ár. Heimir Viðarsson Að syngja heilögum Þor- láki til dýrðar TOMJST A n d d y r i H á s k ó 1 a Islands SÖNGTÓNLEIKAR Voces Thules fluttu hluta af Þor- lákstíðum með innskoti fimm Davíðs- sálma, tvo kafia úr messu eftir Josqu- inn de Prés og lög úr íslenskum miðaldahandritum. Sunnudagurinn 27. október 1996. ÞORLAKSTIÐIR eru merkilegt verk, langt og margslungið að gerð, þó það sé einraddað. Það hefði mátt greina skýrar frá ka- flaskipan þeirri, sem hér var tek- in fyrir og jafnvel prenta textann eða að minnsta kosti upphafslín- urnar. Söngurinn var í heild ágæt- lega framfærður en vantaði þó þann trúarhita, sem munkar hafa trúlega gætt söng sinn áður fyrr, er þeir sungu fullum hálsi Guði og heilögum mönnum til dýrðar. Það er skemmtilegt að hlýða á þennan söng, sem mjög trúlega er jafngamall helgi Þorláks, er var samþykkt 1198. Það hefur auðvitað verið bráðnauðsynlegt að hafa tiltæka söngva til messu- gjörðar á hátíðisdegi Þorláks. í Biskupasögunum er greint frá því að Guðmundur Arason hinn góði, biskup á Hólum, hafi, er hann var í Niðarósi um 1200, sungið hinum sæla Þorláki messu 23. desem- ber, hvað hann og gerði þrátt fyrir bann erkibiskups, en hafði alla skipan á, eins þegar sungin er allra heilagra messa, svo að erkibiskupi þótti eigi fært að „lýta svá gert" og þótti Guð- mundur hafa sýnt klókindi og það væri „eigi hver's manns að finna slíkan útveg". Hafi Guðmundur sungið sama tíðasönginn qg rit- aður er í hinu gamla handriti, en um er að ræða 800 ára gamla tónsmíð, þó handitið sé talið ritað um 1300. Voces Thules sungu heilögum Þorláki með fðgrum hljómi, eða eins og njósnarar erkibiskups sögðu að „Tíðargjörð er þar harðla sæmileg". Fyrir okkur ís- lendinga ætti það að vera gott rannsóknarefni, hversu ýmsar tónmyndir hins katólska tíða- söngs hafa lifað áfram í þeim hluta íslenskra þjóðlaga, sem sverja sig í ætt við hinn latneska söng. Það er vitað að til eru „ís- lensk" þjóðlög og jafnvel kvæða- lög í öllum kirkjutóntegundum og jafnvel eftir siðaskiptin héldu ka- tólsku sálmarnir velli, þrátt fyrir tilraunir til að útrýma hinum ka- tólska söng úr siðskiptakirkjunni. Þetta er nú einnig vandamál ís- lenskrar þjóðkirkju í dag, því bæði katólskar kirkjuathafnir og sálmasöngur er þar orðinn mjög algengur, svo að vel færi á, sam- kvæmt þessari stefnu, að syngja Þorláki messu í þjóðkirkjum landsins. Nafnið tvísöngur á strangt til tekið við um samstígt tónferli í 5-undum, með víxlferli á „trítón- us", söngmáti, sem aðeins er vitað til að hafi verið iðkaður íslandi. Fræðimenn hafa bent á að slíkur söngur hafi ekki verið skráður í Evrópu, en sagður hafa verið iðk- aður „senza libra", án bókar. Credo það sem Voces Thules söng, er úr elsta handriti á Norðurlönd- um, með tvírödduðum söng. Skip- an radda er samkvæmt því sem nefnt er frjáls organum, sem byggist einnig á gagnstígu ferli en nótu á móti nótu (contrapunkt- c ur) og er sú aðferð millistig á milli organum og Melismatic org- anum. Þetta dæmi um frjálsan organum var sæmilega flutt af . Gunnlaugi Viktorssyni og Sigurði Halldórssyni. Hópurinn söng svo Santus og Agnus Dei, en tónleik- unum lauk með ótrúlega fögrum söng, sem í efnisskrá er aðeins nefndur Prosa. Þegar flutt er verk eins og Þorlákstíðir er nauðsynlegt að gera betur grein fyrir viðfangs- efnum en hér var gert, enda ekki mikið verk á þessari fjölföldunar- öld. Þeir sem stóðu að flutningnum, auk Musica Antiqua og Ríkisút- varpsins, voru þeir félagar í Voces Thules, Eiríkur Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson, Sigurður Halldórsson, Sigurður Þorbergs- son, Skarphéðinn Þór Hjartarson og Sverrir Guðjónsson, sem allir stóðu sig vel og væri vert að fara í gegnum allan tónbálk Þorlákstíða og þá um leið gefa verkið út í aðgengilegu formi, á nótum, fyrir þá sem teldu það ómaksins vert að syngja einstaka þætti við messu, eða vinna með efnið á ann- an hátt. Jón Ásgeirsson TONLIST Gcrðarsafn LJÓÐASÖNGUR Simon Vaughan og Gerrit Schuil fluttu Jjóðasöngva eftir Wolf, R. Strauss, Duparc, Borodin og Mús- sorgski. Laugardagurinn 26. október 1996. Að syngja um ástina og dansa viðdauðann TÓNLEIKARNIR hófust á fímm lögum úr Ítölsku ljóðabókinni, sem er safn ítalskra ljóða eftir ókunna höfunda en þýdd af Paul Heyse. Hugo Filipp Jakob Wolf samdi 46 söngva við þessi kvæði, sem gefín voru út í tveimur bindum, það fyrra 1891 en það síðara 1896. Lögin fimm, sem Vaughan og Schuil fluttu, eru öll úr fyrra bindinu. Tvö síðustu lögin, Við höfum bæði þagað óralengi og Hér er ég kominn með lítið lag, voru mjög fallega flutt af söngvaranum, en öll Wolf-lögin eru í raun sérstakar tónsmíðar fyrir píanóið og þar var leik- ur Schuil einstaklega vel útfærður. Sama má segja um fjögur lög eft- ir Richard Strauss. Það fyrsta var Ó vei mér aumum manni, úr Schlichte Weisen, op. 21, við kveðskap eftir F. Dahn. Annað lagið var Víðlend engi í rökkurgráma og Næturganga, op. 29, við texta eftir Bierbaum. Sið- asta lagið, Herr Lenz, fannst ekki í lagasafni höfundar, en efnisskráin var að því leyti til illa unnin, að þar vantaði að geta höfunda ljóðanna, að ekki sé talað um að tilgreina ópus- númer verkanna. Eftir Henry Duparc voru flutt fjögur lög, en það eru þau fjórtán lög sem hann samdi, sem halda nafni hans á lofti. Le Monoir de Rosem- onde, Extase, Soupir og Phydilé voru frábærlega vel flutt. Eftir Borodin voru flutt fjögur lög, fyrst Arabískur söngur (1881), Ur tárum mínum (1871), við kvæði eftir Heine, Sof- andi prinsessan (1867), við texta eftir tónskáldið og síðast Þetta fólk, eða eins stendur í efnisskrá, Þau og við (1881), sem upphaflega var sam- ið fyrir einsöngvara og hljómsveit en umskrifað fyrir píanó af einhverj- um Diitsch í Leipzig árið 1890. Þessi lög eru mjög sérkennileg og ótrúlega nútímaleg og voru sérleg vel flutt, einkum það síðasta, sem Vaughan tókst verulega vel að túlka og útfæra. Söngvar og dansar dauðans (1877) eftir Mússorgskí voru síðastir á efnis- skránni, en ljóðin eru eftir sambýlis- mann tónskáldsins, Arsení Golen- ístsjev-Kútúzov greifa. Þau eru, eins og flest sönglög Mússorgskís, mjög leikræn og þrátt fyrir ágætan söng Vaughans vantaði stærri hljóm í rödd- ina, sérstaklega það síðasta, Hers- höfðingjann, þó að söngurinn væri að öðru leyti mjög vel framfærður. I heild voru tónleikarnir góðir og framfærðir af listfengi og kunnáttu, bæði af hálfu söngvara og píanóleik- ara, þó píanóleikarinn stæli „sen- unni" á stundum með frábærum leik sínum, sérstaklega í Trepak-dansin- um, eins og dauðinn væri kominn til að taka smá spor fyrir drukkinn bónda, sem er að krókna í snjóhríð og í Hershöfðingjanum, sem skipar hinum dauðu að marsera með sér, fylkja liði til Heljar. Bæði mansöng- urinn og sérstaklega vögguljóðið eru óhugnanlega mannleg og falleg og var þetta allt frábærlega mótað af listamönnunum. J6n Ásgeirsson Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir * Fermingarmyndir Brúokaupsmyndir • Stúdentamyndir PETUR PETURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.