Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell INDRIÐI Pálsson við verðlaunasafn sitt á sýningunni. Grand Prix til íslend- ings í fyrsta sinn INDRIÐI Pálsson varð á laugardag fyrstur íslendinga til að hljóta Grand Prix verðlaun fyrir frí- merkjasafn sitt. Hann segir verð- launin heiður fyrir sig og alla ís- lenska frímerkjasafnara. Dómarar frá fimm þjóðlöndum tóku ákvörð- un um verðlaunaveitinguna. Indriði hefur safnað frímerkjum í tæp 60 ár, frá tíu ára aldri. „Það hófst þegar faðir minn gaf mér gömul frímerki sem faðir hans hafði átt. Eftir það hefur söfnun- aráráttan verið í mér. Ég hafði alltaf augun opin fyrir frímerkjum og bréfum á ferðalögum erlendis, sem fylgdu störfum mínum sem Indriði Pálsson hefur safnað frí- merkjum í 60 ár forstjóra Skeljungs, en ég fór ekk- ert að vinna í þessu fyrr en ég hætti því starfi, fyrir sex árum síðan.“ Safnið nær yfir póstsögu áranna 1836-1902, tímabil sem er á frí- merkjamáli ,,Classic Iceland", eða hefbundið Island. „Til þess að skilja uppbyggingu safnsins þarf að vera sæmilega vel að sér í ís- lenskri atvinnu- og persónusögu á þessu tímabili. Ýmis póstskjöl í safninu vísa til þekktra atvika og einstaklinga sem settu svip sinn á íslenskt þjóðlíf á þessum tíma. Meðal annars ýmislegt sem tengist Pétri Péturssyni biskupi, Dillon lávarði, sem Dillonshús er kennt við, Einari Benediktssyni, Einari Jónssyni myndhöggvara og fleir- um.“ Indriði segist ekki vita hvert verðmæti safnsins er, enda hafi hann ekki safnað frímerkjum í hagnaðarskyni. Hann segir að enn megi bæta safnið, sérstaklega með enn betri eintökum ýmissa frí- merkja og umslaga. Metað- sókná frímerkja- sýningn TALIÐ er að norræna frímerkja- sýningin, Nordia 96, sem haldin var á Kjarvalsstöðum um helgina, hafi verið fjölsóttasta frímerkja- sýning sem haldin hefur verið hér á landi. Að sögn Sigurðar R. Pétursson- ar, formanns sýningarstjórnar, er áætlað að sýningargestir hafi verið um fímmtán þúsund, þar af komu hátt í tíu þúsund manns á sunnu- dag. Um hundrað erlendir frí- merkjasafnarar komu til landsins til að sýna og skoða. Meðal þeirra voru Knud Mohr, varaforseti Al- þjóðasamtaka frímerkjasafnara, og Ingolf Kappelrud frá Evrópusam-. tökum frímerkjasafnara. Þeir sögðu báðir um íslensku sýninguna að hún væri ein sú besta og skemmtileg- asta sem þeir hefðu séð. Nordia-frímerkjasýningin er haldin á hverju ári á einhveiju Norðurlandanna, nema þegar al- þjóðleg sýning er í gangi. Sýningin var í fyrsta sinn haldin hér á landi árið 1984, aftur 1991, og í þriðja sinn á þessu ári. Aðsóknin nú er mun betri en á fyrri sýningum. Sigurður segir að árangurinn megi að hluta til skýra með samkeppni sem haldin var fyrir níu til tólf ára börn þar sem þeim var boðið að taka þátt í samkeppni um að teikna tillögur að frímerkjum. Einnig hafi góður árangur Indriða Pálssonar haft áhrif, en hann varð á laugar- dag fyrstur íslendinga til að vinna Grand Prix-verðlaun á slíkri sýn- ingu fyrir frímerkjasafn sitt. metra MAÐUR féll um 7 metra nið- ur af þaki við Laufrima í Graf- arvogi um klukkan níu á laug- ardagsmorgun. Talið var að hann hefði axlarbrotnað auk þess sem hann kvartaði undan eymsl- um í fæti. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið þar sem hann gekkst undir rannsókn. Vinnueftirlit ríkisins og tæknideild lögreglunnar fóru á slysstað til að kanna drög óhappsins frekar. -------------——: ■■■: . ■ ■ SUZUKl rÝirliýáiii. BA?cS° °00°1!ftoD 0 SUZUKI MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • þjófavörn • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upphituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • samlitum stuðurum. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.