Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR29.0KTÓBER1996 MORGUNBLAÐK) JltotQnnlMltíb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RETT OG RANGTI STJÓRNSÝSLU ÞORGILS Óttar Mathiesen, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, segir í grein hér í blaðinu síðastliðinn laugar- dag að gangur mála í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sýni fram á þörf- ina á að komið verði upp stjórnsýsludómstól hér á landi eða skipað- ur sérstakur stjórnsýsluumboðsmaður. Fyrir liggi að skattgreiðend- ur í Hafnarfirði muni tapa tugum eða hundruðum milljóna króna vegna ákvarðana meirihluta Alþýðuflokksins á seinasta kjörtíma- bili og núverandi meirihluta um fyrirgreiðslu við atvinnufyrirtæki, sem nú séu komin í þrot. Hins vegar sé erfitt að draga þá, sem ákvarðanirnar tóku, til ábyrgðar. Morgunblaðið setti fram sömu sjónarmið í forystugreinum á síðasta ári, er kæra oddvita þáverandi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, sem varðaði ábyrgðarveitingar Alþýðuflokksmanna til Hagvirkis-Kletts á síðasta kjörtímabili, hafði þvælzt frá Heró- desi til Pílatusar í stjórn- og réttarkerfinu án þess að efnisleg niður- staða fengist. Félagsmálaráðuneytið — sem lögum samkvæmt á að hafa eftir- lit með því að sveitarstjórnir gegni skyldum sínum — taldi sig þá ekki hafa „almenna og víðtæka heimild til að rannsaka málefni sveitarfélags". Ríkissaksóknari taldi kæruefnin eingöngu varða ákvæði sveitarstjórnarlaga, sem ekki hefðu refsiákvæði að geyma, og að málið snerist um athafnir pólitískt kjörinna bæjarfulltrúa og embættismanns, sem starfaði á þeirra ábyrgð. Málinu varð trauðla vísað til dómstóla sem einkamáli, enda var það ekki þess eðlis. Ávirðingar á bæjarfulltrúa um að þeir hafi tapað fé skatt- greiðenda vegna óeðlilegrar fyrirgreiðslu, snúast þvert á móti um reglur og vinnubrögð í opinberri stjórnsýslu og ábyrgð stjórnmála- manna á meðferð skattfjár. í þessu máli og mörgum svipuðum, sem upp hafa komið í sveit- arfélögum víða um land, virðist staða almennra skattgreiðenda næsta vonlaus, eða eins og sagði í forystugrein Morgunblaðsins í maí í fyrra: „Þeim er ekki fært að fá fram efnislegan úrskurð um lögmæti stjórnarhátta sveitarstjórnarmanna, þrátt fyrir lagaá- kvæði um að félagsmálaráðuneytinu beri að hafa eftirlit með slíku." Þeir, sem sakaðir hafa verið um að halda illa á fé almennings, eiga ekki síður en skattgreiðendur mikið undir því að geta fengið úrskurð óvilhalls aðila í málum sem þessum — ekki sízt ef þeir telja sig hafa farið að lögum og reglum. Það er því rétt, sem Þorgils Óttar segir: „Umræða, hvort heldur er manna á meðal eða í fjölmiðlum, um málefni stjórnsýslunnar er oft þess eðlis að erfitt getur verið að gera sér grein fyrir hvað er rétt og hvað rangt. Umræðan er því með þeim hætti að engum er til góðs. Með til- komii stjórnsýsludómstóls eða sérstaks stjórnsýsluumboðsmanns fengjust niðurstöður hjá óháðum hlutlausum aðila og sannleikur hvers máls kæmi þá í ljós." Kominn er tími til að hugmyndir um stjórnsýsludómstól, úrskurð- arnefnd í sveitarstjórnarmálum og sérreglur um dómsmál, sem snúast um stjórnvaldsathafnir, fái raunhæfa umfjöllun hjá ríkis- stjórn og Alþingi. REYKJAVÍKUR- FLUGVÖLLUR GUÐRÚN Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að Reykjavíkurflugvöllur geti ekki verið til frambúðar í Vatnsmýrinni. Hann verði að leggja niður fyrr en síð- ar og heppilegast sé að flytja innanlandsfugið til Keflavíkurflug- vallar. Varpaði forseti borgarstjórnar fram þeirri hugmynd, að hraðlest flytji farþega milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar. Þessari hugmynd forseta borgarstjórnar um hraðlestina virðist kastað fram án þess, að nokkur athugun hafi farið fram á því hjá Reykjavíkurborg hvaða kostnaður fylgi slíkri lausn. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram komu í Morgunblaðinu Um helgina er kostnaður lauslega áætlaður 20-30 milljarðar króna og er þá miðað við kostnað slíkra mannvirkja á Norðurlöndum. Bygging nýs flugvallar fyrir innanlandsflug í Kapelluhrauni er áætlaður 5,5-6 milljarðar króna, að sögn Þorgeirs Pálssonar, flugmála- stjóra, og tvöföldun Reykjanesbrautar er talin kosta 1,3 milljarða. Af þessu má sjá, hversu fráleit hugmyndin um hraðlest er. Er ekki hægt að ætlast til þess af þeim, sem gegna æðstu ábyrgðar- stöðum í höfuðborg. landsins, að þeir vandi tillögugerð sína og málflutning betur? Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð ferðaþjónustu innanlands, fjöl- mörg fyrirtæki eru rekin í borginni í tengslum við hana og veita hundruðum manna atvinnu. Ferðaþjónustan er talin einn mesti vaxtarbroddur íslenzks atvinnulífs og því skýtur skökku við láti pólitískir forustumenn borgarinnar sér koma til hugar að vísa henni annað. Vissulega eru ákveðin vandamál, sem fylgja starf- rækslu Reykjavíkurflugvallar en enn sem komið er a.m.k. eru vandamálin fleiri, sem fylgja annarri lausn. Skiljanlegt er, að for- ystumenn sveitarfélaga á Suðurnesjum vilji fá innanlandsflugið þangað. Með því eru þeir að gæta hagsmuna íbúa Suðumesja og atvinnulífsins þar. Samgönguráðherra Halldór Blöndal hefur skýrt frá því, að á næsta ári hefjist þriggja ára áætlun um endurbætur Reykjavíkurflug- vallar. Sú framkvæmd er bæði eðlileg og sjálfsögð, eins og mál standa nú. Morgunblaðið/Kristirm SAFNAÐARHEIMILI Dómkirkjunnar í Reykjavík að Lækjargötu 14a. VIÐ hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkj biskup íslands, herra Ól 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík haldið 1 Reykjavíkurborg gefur hi ITILEFNI af 200 ára afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík til- kynnti borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag að borgar- ráð hefði samþykkt að gefa Dóm- kirkjusöfnuðinum húsnæði að Lækj- argötu 14a þar sem safnaðarheimili Dómkirkjunnar hefur verið til húsa undanfarin ár. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar gerði leigusamning við borgarráð fyrir fimm árum eftir miklar endurbætur á húsinu eftir bruna árið 1986. Safn- aðarheimilið er á þremur hæðum, alls 450 fm. Til margra ára var Iðnskólinn í Reykjavík þar til húsa en í við- byggðu húsi, Búnaðarfélagshúsinu, er nú Tjarnarskóli. í samtali við Morgunblaðið kvaðst sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur vera mjög ánægður með þessa höfðinglegu gjöf. Hann sagði margar afmælisgjafir hafa borist, m.a. gaf Alþingi líkan af Dómkirkj- unni, eins og hún leit út fyrir 200 árum, sem Haraldur Örn Jónsson arkitekt hannaði. Þá afhenti sr. Þórir Stephensen bókina Dómkirkjan 200 ára sem hann hefur ritað fyrir sóknar- nefnd Dómkirkjunnar. Fjölbreytt hátíðardagskrá Afmælishald Dómkirkjunnar í Reykjavík hófst með setningarsam- komu í kirkjunni á laugardag þar sem flutt var hátíðartónverkið Lux Mundi Á SYNINGUNNI Kirkja tveggja alda er m.a. líkan af Dómkirkjum eftir Jón Nordal tónskáld i flutningi Dómkórsins. Þá var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýningin Kirkja tveggja alda, yfirlits- sýning um sögu Dómkirkjunnar Á sunnudag var hátíðarguðþjón- usta í Dómkirkjunni þar sem herra Ólafur Skúlason biskup íslands pred- ikaði. Þá fluttu kirkjumálaráðherra Þorsteinn Pálsson og biskup Kaup- mannahafnar Erik Norman Svendsen ávörp. Kaupmannahafnarbiskupi var sérstaklega boðið til afmlishátíðarinn- ar vegna fornra tengsla íslensku og dö) koi há' þai Að hei á I Erik Svendsen Kaupmannahafnarbiskup gestur á afmæli I Afar gott sam- band við íslensku þjóðkirkjuna EINN af gestunum á 200 ára afmælishátíð Dóm- kirkjunnar í Reykjavík, sem hófst á laugardag, var Erik Norman Svendsen, Kaup- mannahafnarbiskup. Hann flutti m.a. ávarp við opnun sögusýning- arinnar Kirkja tveggja alda í Ráð- húsi Reykjavíkur á laugardaginn. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið ánægður með að eíga þess kost að taka þátt í hátíðahöld- unum og sagði sambandið milli íslensku og dönsku þjóðkirkjunn- ar afar gott og náið. „Enda hefur þetta verið sama kirkjan og ræt- urnar eru jú þær sömu, í siðaskipt- unum," sagði biskupinn og benti á að prestshempmi væri eins í Danmörku og á íslandi og að Danir og íslendingar syngju að nokkru leyti sömu sálmana í kirkj- iuiuiii. „Þannig eru til dæmis sálm- ar eftir dönsku sálmaskáldin Kingo, Brorson og Grundtvig sungnir í íslenskum kirkjum og í dönskum kirkjum má líka stund- um heyra sálma eftir Hallgrím Pétursson." Fór upp í Hallgrímskirkjuturn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem biskupinn sækir ísland heim. 11 i ngað kom hann fyrst fyrir fimmtán árum og aftur árið 1992 þegar allir biskupar Norðurlanda þinguðu hér á landi. Meðan á heimsókninni stóð dvaldi biskupinn og eiginkona hans á heimili biskups Islands. „Ólafur Skúlason tók þátt í bisk- upsvígslu minni í Kaupmannahafn- ardómkirkju 1992 og síðan hefur verið góð vinátta okkar á milli." ERIK Norman Svendsen, Kau og eiginkona har Danski biskupinn gerði aðeins stuttan stans á Islandi í þetta sinn en náði þó að heillast af sundlaug- unum og skoða Hallgrímskirkju. „Ég sá hana fyrst þegar ég kom hingað 1982 en þá var hún jú ekki fullbyggð," sagði hann. í þ< ki h< ui ei bi Ví
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.