Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C fHtvguiiHbifeife 247. TBL. 84. ARG. STOFNAÐ 1913 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTOBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS .v-V«#É* * ***-. • Bandarísk lög gegn Kúbu-viðskiptum ESB snýst til varnar Brussel. Reuter. SAMKOMULAG tókst í gær á fundi utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins (ESB) um að grípa til gagnaðgerða vegna svonefndra Helms-Burton laga sem Bandaríkin hafa sett til að refsa fyrirtækjum er eiga viðskipti við Kúbu. Banda- ríkjastjórn andmælti strax í gær aðgerðunum, sagði að Evrópumenn ættu að reyna að stuðla að mann- réttindum á Kúbu. Danska stjórnin hafði hótað að beita neitunarvaldi til að hindra mótleik ESB og bar því við að ver- ið væri að samþykkja aðgerðir sem merktu of mikið valdaafsal til sam- bandsins í utanríkismálum. Tókst loks að finna málamiðlun um orða- lag sem hún gat sætt sig við. Samþykkt var að banna evrópsk- um fyrirtækjum og einstaklingum að hlíta bandarísku lögunum, enn- fremur að leyfa þeim að svara málshöfðunum á grundvelli Helms- Burton laganna með gagnsókn. Heimildarmenn segja að verið sé að kanna hvort hægt verði að úti- loka Bandaríkjamenn er reyna að nýta sér lögin umdeildu frá öllum viðskiptum í ríkjum ESB. Samband- ið hefur einnig kært lögin hjá Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Samningafundum um Hebron slitið Jerúsalem. Reuter. ÞRIGGJA vikna tilraunir Banda- ríkjamanna til að knýja fram sam- komulag um brottflutning ísra- elskra hermanna frá borginni Hebr- on á Vesturbakkanum fóru út um þúfur í gær og ísraelar og Palest- ínumenn kenndu hvorir öðrum um. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, kvaðst ætla að halda aftur til Wash- ington eftir árangurslausan nætur- fund samningamanna. „Við höfum náð verulegum árangri á síðustu þremur vikum," sagði í yfirlýsingu frá Ross, sem bætti hins vegar við að ekki hefði enn tekist að jafna ágreininginn. Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, hélt í gær í þriggja daga ferð til Evrópu. Hann hitti Thorbjorn Jag- land, forsætisráðherra Noregs, í Ósló í gær og sagði að.ekkert væri hæft í ásökunum ísraela um að Palestínumenn vildu draga viðræð- urnar um Hebron á langinn. Palestínumenn saka stjórn Net- anyahus um að setja of ströng skilyrði fyrir brottflutningi herliðs- ins. Þeir segja að deilan snúist fyrst og fremst um þá kröfu ísraela að THORBJ0RN Jagland og Yasser Arafat í Ósló í gær. Reuter Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Nýtt lands- lag kannað NOKKRIR vísindamenn og fréttamenn lentu í þyrlu á ísbrúninni við gíg eldstöðv- anna á Vatnajökli í gær, þyrl- an og leiðangursmenn eru neðst til vinstri á myndinni. Flugmaðurinn, Jón K. Björnsson, flaug niður að rótum nýja fjallsins en ákvað að lenda ekki í sandfjörunni, sem sést ef st til hægri, vegna erfiðra aðstæðna. Hann taldi óvíst að fullhlaðin þyrlan hef ði afl til að komast aftur upp. ¦ Gígurinn er/29 þeir geti handtekið meinta hryðju- verkamenn í þeim borgarhlutum, sem yrðu undir stjórn Palestínu- manna. Talsmenn Netanyahus saka hins vegar Arafat um að reyna að draga viðræðurnar á langinn í von um að samningsstaða Palestínumanna batni eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember. Bill Clinton forseti gæti þá lagt fastar að ísraelum að leiða deiluna til lykta án þess að hætta á að missaat- kvæði bandarískra gyðinga. ¦ Villaukaáhrif/19 Fundum Jeltsíns aflýst Moskvu. Reuter. LÆKNAR Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta hafa aflýst öllum fund- um forsetans í næstu viku til að hafa tíma til rannsókna vegna fyrir- hugaðrar hjartaaðgerðar, að sögn talsmanns forsetans í gær. Jeltsín hefur öðru hverju átt stutta fundi með helstu ráðherrum og nánustu ráðgjöfum sínum und- anfarnar vikur en hann dvelst nú á heilsuhæli í Barvíkha, skammt frá Moskvu. Forsetinn hefur falið Víkt- or Tsjernomýrdín forsætisráðherra sum af skyldustörfum embættisins. ívan Rybkín, sem tók við yfir- stjóm öryggismála og stjórn friðar- viðræðna í Tsjetsjníju af Alexander Lebed, sagði í gær að Tsjernomýrd- ín myndi að líkindum heimsækja Tsjetsjníju á næstunni. ¦ Korzhakov rekinn/17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.