Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1996 13 Eimskip leigir 10.000 fm viðbótarlóð á vöruhafnarsvæðinu Tvöföldun á athafna- svæði fyrirtækisins EIMSKIP hefur gert samkomulag við Akureyrarhöfn um ieigu á tæp- lega 10.000 fermetra lóð á vöruhafn- arsvæðinu, til viðbótar við um 10.000 fermetra lóð sem félagið hefur haft á leigu á svæðinu til fjölda ára og Oddeyrarskáli stendur á. Garðar Jóhannsson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri, segir að ætlun- in sé að stækka gámavöll félagsins til norðurs og undir hann fari hluti af viðbótarsvæðinu. Annar hluti svæðisins fer undir starfsemi land- flutningafyrirtækisins Dreka, sem Éimskip á meirihluta í. „Stefnt er að því að Dreki flytji á vöruhafnarsvæðið um mánaðamót- in nóvember/desember næstkom- andi. Þeim flutningi fylgja töluverð- ar framkvæmdir í Oddeyrarskála og m.a. verða sett upp sjö akstursop á norðurhlið skálans, fimm op fyrir stóra flutningabíla og tvö minni fyrir útkeyrslubílana. Um leið verður hægt að afgreiða mun fleiri bíla innanhúss en hægt er að gera í núverandi hús- næði Dreka við Draupnisgötu.“ Ekki er gert ráð fyrir breytingar á starfsmannahaldi Dreka við flutn- inginn á vöruhafnarsvæðið, en þar starfa um 20 manns. „Eina breyting- in er sú að starfsmenn fá miklu betri aðstöðu á allan hátt,“ sagði Garðar. Framkvæmdum við aðrar breyt- ingar á Oddeyrarskála er að mestu lokið, en þær miðuðu að því að byggja upp birgðahaldsþjónustu og tengdist m.a. beinum siglingum félagsins frá Akureyri til erlendra hafna. ÍVAR Baldursson hafnarvörður setur björgunarnetið Markús ofan í kassa sem hangir utan á Oddeyrarskála. Björgunarbúnaður skemmdur Morgunblaðið/Kristján Undirstöður styrktar Bílveltur o g umferð- aróhöpp HELGIN var annasöm hjá lögregl- unni á Akureyri, töluvert var um árekstra, ekki urðu teljandi meiðsl á fólki en eignatjón umtalsvert. Þá var mikið um útköll vegna ölv- unar. Bílvelta varð skammt frá Þela- merkurskóla á sunnudag, ökumað- ur var einn í bifreiðinni og slapp án meiðsla en bíllinn er mikið skemmdur. Þá valt bifreið á Víkur- skarði á sunnudag og kvartaði ökumaður um eymsl í hnakka og herðum, en hann missti bílinn út af veginum í mikilli hálku. Bíllinn var fluttur óökufær af vettvangi. Ekið var á kind við bæinn Mel- gerði í Eyjafjarðarsveit á sunnu- dag. Kindin drapst við áreksturinn og bíllinn var óökufær eftir. Lögregla var við eftirlit á Vaðla- heiði, en þar hafa ijúpnaskyttur verið á ferðinni síðustu daga. Einn var kærður fyrir brot á skotvopna- löggjöfinni, en hann hafði hvorki byssuleyfi né veiðikort. Sjö ökumenn voru kærðir um helgina ýmist fyrir að vera ekki með ökurita í bifreiðum sínum eða fyrir að brjóta ás- eða heildarþunga bifreiða. Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, sá sem hraðast ók á 140 kílómetra hraða þar sem var 90 kílómetra hámarks- hraði. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. -----»—»—«----- Valt við Hús- eyjarkvísl ÖKUMAÐUR fólksbíls var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir að bíll hans lenti út af veginum við Húseyjarkvísl skammt frá Varmahlíð. Farþegi, sem með hon- um var, slapp án teljandi meiðsla. Atburðurinn varð síðastliðið laug- ardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Sauðárkróki er ekki nákvæmlega vitað um tildrög slyssins, en bílnum var ekið í aust- urátt þegar hann lenti út af vegin- um og valt. Bíllinn er ónýtur. VEGAGERÐIN vinnur nú að því að styrkja undirstöður Glerárbrú- ar við Hörgárbraut, en töluverðar skemmdir urðu á þeim i miklu flóði í fyrrasumar. Brúin var byggð árið 1972 og um hana er mikil umferð á degi hveijum. Einar Hafliðason, yfirverkfræð- ingur Vegagerðarinnar, sagði að FYRIRTÆKIÐ Kraftur hf. í Reykja- vík hefur gert samkomulag um kaup á tæplega 700 fermetra húsnæði að Draupnisgötu 6 og hyggst opna þar viðgerðar- og þjónustuverkstæði og varahlutaverslun fyrir vörubíla og þungavinnuvélar um miðjan desem- ber. Húsnæðið hefur verið í eigu land- flutningafyrirtækisins Dreka hf. sem flytur í Oddeyrarskála Eimskips. mikið efni hefði verið tekið úr ánni og botninn þannig lækkað um tvo metra. Lítið var í ánni í gær og var þá hafist handa við verkið sem klárast líklega í dag. Grjóti verður hlaðið að undir- stöðum brúarinnar og svo steypt í. Kostnaður við verkið er á bilinu ein til tvær milljónir króna. Kraftur hf. er með umboð fyrir MAN-vörubifreiðar, Hitachi þunga- vinnuvélar og Pesci bílkrana. Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir að boðið verði upp á þjónustu fyrir allar gerðir vörubíla og stærri vélar. Hann sagði ekki Ijóst hve margir starfsmenn yrðu ráðnir til starfa á Akureyri en stefnt væri að því að ráða aðallega heimamenn. NOKKUR brögð hafa verið að því að. björgunarbúnaður á bryggjum á Akureyri hafi verið skemmdur og þá oftast að næturlagi um helgar. Björgunarhringir hafa verið brotnir og/eða þeim hent í sjóinn, krókstjak- ar hafa einnig verið brotnir og þeir farið sömu leið og björgunarnet hafa verið rifin upp úr kössum og þvælt um bryggjurnar, eins og ívar Bald- ursson hafnarvörður orðaði það. Astandið hefur verið hvað verst á Oddeyrarbryggjunni og segir ívar að það hafí stundum gerst helgi eft- ir helgi, að björgunarbúnaður hafí verið skemmdur. Hjá höfninni er málið litið mjög alvarlegum augum. „Þótt ekki þurfí oft að grípa til björg- unarbúnaðar, getur sú staða alltaf komið upp og brotin björgunarhring- ur eða brotinn krókstjaki gera þá lítið gagn,“ sagði ívar. Við Fiskihöfnina var kassi með björgunarhring spenntur frá veggn- um sem hann var festur á og segir ívar að töluverðan kraft hafí þurft til þess, enda kassinn boltáður á vegginn með fjórum boltum. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem þessa iðju hafa stundað en ívar skorar á bæjarbúa að láta lögregluna vita, verði þeir varir við að átt sé við björgunarbúnaðinn. ------»--------- Slys á börnum JÓN Knutsen flytur erindi um slys á bömum í heimahúsum á mömmu- morgni í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, miðvikudaginn 30. október en mömmumorgunninn stendur frá kl. 10 til 12. Leikföng og bækur eru fyrir böm- in, en allir foreldrar eru velkomnir með börn sín. Gengið er inn um Kapelludyr. Sértilboð tn London 11. nóvember 17.570 '1 Nú bjóðum við síðustu sætin á sértilboði þann 11. nóvember, hvort sem þú vilt aðeins flugsæti eða gista á einu vinsælasta hótelinu okkar, Butlins Hotel, einföldu en góðu hóteli skammt frá Oxford-stræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelvalkosta í hjarta London. 17.570 Verð kr.. Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudagur til fimmtudags í nóvember. Síðustu sætin 11. nóvember 20.700 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, Butlins hotel með morgunverði, 4. nóv. og 11 nóv., 3 nætur. Skattar inni£ HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 (D dvehir _ - .5 ; — sgjgfl^K ^ S»~^fͧ; ðreklr Morgunblaðiö/Kristján DREKI hf. flytur starfsemi sína í Oddeyrarskála innan skamms. Kraftur hf. kaupir húsnæði á Akureyri Opnar verslun og verkstæði HEIMILISIÐN A Ð A R SK OLINN ■ LAUFÁSVEGI2, REYKJAVÍK, SÍMI 551-7800 FAX 551 5532 Upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 til 15.00 SPJALDVEFNAÐUR JURTALITUN ÚTSKURÐUR HELGARNÁMSKEIÐ ALMENNUR VEFNAÐUR BÚTASAUMUR 5. nóv.-3. des. Þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Ólöf Einarsdóttir. 31. okt,—22. nóv. Fimmtud. og föstud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Guðrún Kolbeins. 5. nóv.-3. des. Þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kennari: tengt jóium. Unnlð úr hálmi. Sunnud. 24. nóv. kl. 9.00-18.00. Bjarni Þór Kristj. Kennari: Guðrún Hadda. f. byrjendur og lengra komna. Miðvikudaga og mánud. kl. 19.30-22.30. 30. okt.-9. des. Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir. HELGARNÁMSKEIÐ tengt jólum. 4. nóv.-2. des. Mánudaga KERTAGERÐ. kl. 19.30-22.30. Laugard. 23. nóv. Kennari: kl. 10.00-18.00. Bára Guðmundsdóttir. Kennari: Guðrún Hadda. ilj lIj FYRIRLESTUR f NORRÆNA HÚSINU laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Gréta Sörensen tjallar um vélprjón, tækni og mögu- leika, útfærslu, munstur, form og samsetningu. MÁLÞING 2. NÓVEMBER KL. 13.00-18.00 I NORRÆNA HÚSINU UM HANDVERK OG LIST- HANDVERK, MENNTUN OG ATVINNU. SKRÁNING í S. 551-7800 OG 551 7595. JUi ■ mAm ■ mJLm ■ mJmrn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.