Morgunblaðið - 14.11.1996, Side 1

Morgunblaðið - 14.11.1996, Side 1
88 SIÐUR B/C/D 261. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Árekstur Boeing 747 breiðþotu og Ilyushin-flutningavélar skammt frá Nýju Delhi Engu slegið föstuum orsök slyssins Charkhi Dadri, London. Reuter. RANNSÓKNARMENN á Indlandi fundu í gær svörtu kassana úr báð- um flugvélunum sem rákust saman í lofti skammt frá Nýju Delhi á þriðjudag og segja yfirvöld að ekk- ert sé hægt að segja með vissu um orsök slyssins fyrr en búið sé að vinna úr upplýsingum í kössunum. Skýrt var frá því að sérfræðingar í Moskvu myndu kanna kassann úr Ilyushin-þotunni frá Kasakstan. Um 350 manns fórust í slysinu, flestir þeirra voru farþegar í Bo- eing-breiðþotu flugfélags Saudi- Árabíu. íbúar á svæðinu, þar sem breið- þotan hrapaði til jarðar og sundrað- ist, sögðu að hún hefði flogið log- andi tvo hringi. Sögðust þeir sann- færðir um að flugmanninum hefði tekist að stýra henni frá þorpum þeirra og þannig koma í veg fyrir manntjón á jörðu niðri. Margt hefur verið nefnt sem hugsanleg orsök slyssins en tekið getur tvær vikur að rannsaka kass- ana þar sem m.a. eru upptökur af samtölum áhafnar. Bent hefur verið á að indverskir flugmenn hafi lengi gagnrýnt lélegt loftferðaeftirlit í landinu og flugslys séu þar mjög tíð, ennfremur að tungumálaörðug- leikar í samskiptum flugmanna Ily- ushin-þotunnar og flugumferðar- stjóra geti hafa valdið misskilningi. Helsti embættismaður flugmála í Reuter INDVERSKIR lögreglumenn fjarlægja líkamsleifar þeirra sem fórust með Ilyushin 11-76 flutninga- þotu KazAir er hún rakst á Boeing 747 breiðþotu flugfélags Saudi-Arabíu. Indlandi vísaði slíkum tilgátum þó á bug, sagði að samtöl flugturnsins og flugmanna sýndu að hinir síðar- nefndu hefðu skilið allar fyrirskip- anir og það væri „alrangt" að úrelt tæki í flugturni hefðu valdið slysinu. Flugvélin frá Kasakstan var upp- runalega hluti af flugflota sovéska félagsins Aeroflot sem leyst var upp við hrun Sovétríkjanna. Margar vélar frá fyrrverandi sovétlýðveld- um hafa farist undanfarin ár og er slæmu viðhaldi einkum kennt um. ■ Brunnin Iík/22 Landskjálfti í Perú ÞRETTÁN manns biðu bana og rúmlega 500 meiddust í öflugum landskjálfta sem reið yfir suðurhluta Perú í fyrradag. Skjálftinn mældist 7,3 stig á Richters-kvarða og gerði 25.000 hús óíbúðarhæf í bænum Nazca, þar sem myndin var tekin. Flestir íbúar Nazca, sem eru um 40.000, urðu að sofa á götun- um eftir landskjálftann. 200 minni eftirskjálftar höfðu riðið yfir svæðið í gær. ■ Þúsundir manna/24 Reuter Zaire-stjórn liðkar fyrir neyðaraðstoð við flóttafólk Bandaríkin boða þátt- töku í friðargæslu Washingfton, Kinshasa, Addis Ababa. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær- kvöldi að Bill Clinton forseti hefði „í grundvallaratriðum" fallist á að bandarískt herlið tæki þátt í fyrir- hugaðri friðargæslu í Zaire. Þykir nú Ijóst að takast muni að skipu- leggja aðgerðir af þessu tagi og þær verði samþykktar á næstu dögum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sjö Afríkuríki hafa boðist til að leggja fram mannafla. Kengo wa Dondo, forsætisráð- herra Zaire, ræddi í gær við sendi- mann SÞ, Kanadamanninn Ray- mond Chretien, um flóttamanna- vandann en Zaire-menn hafa krafist þess að flóttafólkið, Hútúar frá Rú- anda, snúi aftur heim. Sagði Dondo stjórn sína vilja sýna „sveigjanleika" til að hægt yrði að aðstoða nauð- stadda í austurhéruðum landsins. Perry sagði að Bandaríkin myndu senda 1.000 menn til borgarinnar Goma til að tryggja yfirráð flugvall- arins þar sem miðstöð dreifingar á neyðargögnum er. Kanadamaður myndi stjórna gæsluliðinu en næstur að völdum yrði Bandaríkjamaður. Kanadastjórn er sögð vilja að 10.000 manns verði í liðinu öllu. Bandaríkjamenn vilja að markmið og starfssvið gæsluliðsins sé vand- lega skilgreint, Bretar hafa tekið í sama streng en þeir hétu einnig lið- veislu í gær. Frakkar og Kanadamenn hafa beitt sér mjög fyrir því að friðar- gæslulið verði sent á vettvang enda talin hætta á að hundruð þúsunda manna láti lífið úr hungri og sjúk- dómum ef ekki tekst að koma neyð- argögnum til flóttafólksins. Fulltrúi Afríkuréttinda, mann- réttindastofnunar í London, gagn- rýndi í gær talsmenn ýmissa al- þjóðlegra hjálparstofnana í Mið- Afríkulöndunum og sagði þá ýkja mjög þörfina fyrir neyðargögn og reyna þannig að fá aukin framlög. „Sú skoðun að milljón manns muni láta lífið á nokkrum vikum er út í hött,“ sagði fulltrúinn, Alex de Waal. Iliescu sakaður um valdarán Búkarest. Reuter. MIKIL harka hefur færst í kosn- ingabaráttuna í Rúmeníu og Emil Constantinescu, forsetaefni stjórn- arandstæðinga, sakar Ion Iliescu forseta um að hafa rænt völdum eftir fall kommúnistastjómarinnar árið 1989 og reynt að æsa til borg- arastyrjaldar með hjálp náma- manna á árunum 1990-91. Frambjóðendurnir háðu annað sjónvarpseinvígi sitt á þriðjudags- kvöld og Constantinescu sakaði for- setann og fleiri fyrrverandi komm- únista um að hafa notfært sér upp- reisnina 1989 gegn Nicolae Ceau- sescu til að bijótast til valda. „Sannkölluð bylting" „Þetta var sannkölluð bylting sem byggðist á óánægju og mark- miðið var að leysa upp sjúkt kerfi,“ sagði Iliescu þegar hann vísaði ásökunum keppinautarins á bug. „Ég veit ekki hvar Cpnstantinescu var á þessum tíma. Ég tók þátt í atburðunum og hefði getað verið á meðal þeirra sem fóru í gröfina." Constantinescu svaraði að enn hefði ekki verið upplýst hvers vegna 1.500 manns hefðu beðið bana í uppreisninni, flestir eftir að Ceau- sescu var tekinn af lífi, og hvetjir hefðu verið að verki. „Við munum komast að sannleikanum þótt okkur hafi ekki tekist það í sjö ár,“ sagði hann. „Réttlætið verður að hafa sinn gang. Sannleikurinn er eins og loftið sem við öndum að okkur. Við getum ekki byggt framtíð okk- ar á lygum.“ Constantinescu sakaði forsetann ennfremur um að hafa reynt að einangra andstæðinga sína og hægja á efnahagsumbótum með hjálp námamanna, sem réðust inn í opinberar byggingar og börðu hundruð manna í Búkarest á árun- um 1990-91. „Þetta var smánarleg- asti þátturinn á valdatíma Iliescus," sagði hann. „Öll mannréttindi voru fótum troðin. ' „Ég bað aldrei um aðstoð náma- mannanna," svaraði forsetinn. „Þvert á móti skarst ég í leikinn til að stilla til friðar." „Sannleikurinn er sá að þú reynd- ir að æsa til borgarastyijaldar," sagði þá Constantinescu. „Verði ég forseti mun slíkt aldrei gerast. Ég tala aldrei við óeirðaseggi sem ráð- ast á opinberar stofnanir." Til ryskinga kom við sjónvarps- húsið eftir einvígið og aðstoðarmað- ur Iliescus meiddist lítilsháttar. Hebron-borg Samningar í vændum? Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, frestaði skyndilega för sinni til Banda- ríkjanna í gær en ætlunin var að hann legði af stað síðdegis. Talsmaður ísraelsstjórnar gaf í skyn að samningar væru að takast um herlið ísraela í Hebron á Vesturbakkanum. Palestínumenn sögðu að Israelar krefðust þess enn að hermenn þeirra mættu fara inn í hverfi undir stjórn Palest- ínumanna til að elta uppi meinta árásarseggi. Talsmað- ur ísraelsstjórnar, Moshe Fog- el, sagði að „mikill árangur" hefði náðst í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.