Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins KATRÍN Guðnadóttir og Ásdís Garðarsdóttir, starfsmenn Meitils- ins, og Sigurður Bjarnason, sveitarstjómarmaður, fóm á fund stjórnenda fyrirtækja sem eiga hlut í Meitlinum í gær. Þeim var afhent áskorun um að gæta hagsmuna starfsmanna og íbúa Ölfus- hrepps. Sameining Meitilsins o g Vinnslustöðvarinnar Bankaeftirlitið kanni hugsanleg innherjaviðskipti SIGURÐUR Bjarnason sveitar- stjómarmaður í Ölfushreppi hefur sent Bankaeftirlitinu erindi um að kannað verði hvort innherjavið- skipti hafi átt sér stað í tengslum við fyrirhugaða sameiningu Meit- ilsins og Vinnslustöðvarinnar. „Gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni var einn í júní. Þá fara þessar sam- einingarhugmyndir af stað hjá þeim og gengið fór upp í 3,7. Þeir sem hagnast á því em annars veg- ar eigendur Vinnslustöðvarinnar og hins vegar eigendur Meitilsins, því hlutur S honum verður að hlut í Vinnslustöðinni. Það hefur verið orðrómur í gangi um þessi málefni og til þess er Bankaeftirlitið, að komast að sannleikanum um slík mál.“ Óttast að vinnsla leggist niður í Þorlákshöfn Sigurður segir að miðað við reynslu af sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja megi búast við að fiskvinnsla Meitilsins í Þorlákshöfn leggist smám saman niður eftir sameiningu fyrirtækisins við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum. Hann segir að sameiningin sé til þess gerð að halda síðarnefnda fyrirtækinu gangandi þrátt fyrir mikla skuldsetningu. Hann bendir á að skuldir Vinnslustöðvarinnar séu fjórum sinnum hærri en skuld- ir Meitilsins, en kvótinn í þorsk- ígildistonnum sé ekki nema helm- ingi meiri. Sigurður og fulltrúar starfsfólks ræddu í gær við fulltrúa stjórna fyrirtækjanna sem eiga Meitilinn og afhentu þeim áskorun frá starfsfólki fyrirtækisins um að gæta hagsmuna þess og íbúa Ölfus- hrepps við ákvörðun um sameining- una. Hluthafafundur í Meitlinum verður haldinn næstkomandi laug- ardag. Líklegast að sameinað verði Katrín Guðnadóttir, starfsmaður hjá Meitilinum, segir að sér finnist líklegast að fyrirtækin tvö verði sameinuð. „Ég held samt að mót- mælin ýti á stjómendur fyrirtækis- ins að ttyggja störf okkar. Fólk er hrætt við þetta, því reynslan af sameiningu er yfirleitt sú að minni einingin er gleypt. Stór hluti bæj- arbúa vinnur hjá Meitlinum, og ég sé ekki fyrir mér að önnur fyrir- tæki á staðnum geti tekið við öllu þessu fólki ef allt fer á versta veg.“ Nýr meirihluti í Vesturbyggð NÝR meirihluti hefur verið myndað- ur í bæjarstjórn Vesturbyggðar. Um er að ræða samstarf fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokks við einn fulltrúa óháðra og mun Gísli Ólafs- son bæjarstjóri láta af störfum af persónulegum ástæðum, að eigin sögn. Nýr bæjarstjóri verður ráðinn á næstu dögum og þá verður að kjósa nýtt bæjarráð. Fjárhagsáætlun hefur ekki staðist Gísli segir unnið að nýjum mál- efnasamningi og að um breyttar áherslur verði að ræða í nýja sam- starfinu. Fyrra samstarf sjálfstæð- ismanna við tvo fulltrúa Alþýðu- flokks hefur varað í tvö ár. Aður starfaði meirihluti tveggja fram- sóknarmanna, tveggja alþýðu- flokksmanna og fulltrúa F-lista í fjóra mánuði. Segist Gísli hafa heyrt undanfarið af hugmyndum um að endurnýja það samstarf. Hann er spurður hvort fjárhags- áætlun bæjaryfirvalda hafí farið úr skorðum. „Það er alveg rétt, hún hefur ekki staðist en kratamir eru bæði með forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs og staðan hefur verið alveg ljós á hveijum tíma. Það var full samstaða um fjárhagsáætl- unina og menn hafa fylgst með stöðunni. Umframútgjöld hafa verið með vitund og vilja sveitarstjórnar- innar. Hitt er svo annað mál, að komin var þreyta í samstarfíð og Alþýðuflokksmenn voru famir að þreifa fyrir sér um samstarf við Framsóknarflokkinn og óháða,“ segir Gísli. Hann vill ekki gefa upp skuldir sveitarsjóðs. Níu manns sitja í bæjarstjórn og nýjan meirihluta skipa Gísli Ólafs- son, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Ól- afur Öm Ólafsson og Bjarni Hákon- arson fyrir Sjálfstæðisflokk. Full- trúi F-lista óháðra er Finnbjörn Bjarnason. Breyting á lögum um Þróunarsjóð ekki fyrirhugnð Akvæði um forkaups- réttinn umdeilanlegt ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að þegar lög um Þró- unarsjóð voru sett hafi þótt eðlilegt að starfsmenn og hluthafar í hlutafé- lögum í eigu sjóðsins ættu forkaups- rétt að bréfunum. Það megi hins vegar deila um hvort þetta ákvæði hafi verið eðlilegt. Árni Johnsen al- þingismaður segir þetta lagaákvæði tímaskekkju. Að undanförnu hefur verið gagn- rýnt að hluti af ágóða af sölu hluta- bréfa í eigu Þróunarsjóðs hefur lent hjá forkaupsréttarhöfum en ekki hjá sjóðnum. „í sjálfu sér má um það deila hvort þetta ákvæði um forkaupsrétt- inn var eðlilegt á sínum tíma. Það var sett inn af þáverandi stjórnvöld- um og var tekið óbreytt inn í lögin um Þróunarsjóðinn þegar hann tók yfir skuldbindingar Hlutabréfasjóðs og Atvinnutryggingardeildarinnar. Ég held að sjónarmiðið sem lá þar að baki hafi verið að þeir aðilar sem hafa staðið að rekstrinum og starfs- fólkið ætti kost á því að koma inn í kaupin þegar þar að kæmi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði ljóst að sala á hlutabréfum Þróunarsjóðs sem nú stæði yfir færi fram samkvæmt gild- andi lögum. Hann sagði að verkefni Þróunarsjóðs á þessu sviði væri að Ijúka þar eð sjóðurinn hefði selt flest öll hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækj- um sem hann átti. Það væri því ekki tilefni til að breyta lögunum. .„Reglur Þróunarsjóðs um þetta atriði eru að mínu mati tímaskekkja. Það er mjög óeðlilegt að seljandi hlutabréfa í fyrirtæki hafi nánast enga möguleika til að hafa neitt út úr hugsanlegum ágóða. Þannig eru reglurnar í dag,“ sagði Árni Johnsen alþingismaður. Árni sagði að aðstæður í fisk- vinnslu á íslandi hefðu breyst mikið frá því að forkaupsréttarákvæðið var sett inn í lögin. Tekist hefði að snúa taprekstri í hagnað. „Það er ekkert að sakast við þá sem kaupa bréfín heldur við þann sem selur. í þessu tilviki hefði verið miklu eðlilegra að ríkissjóður hefði haft meira út úr dæminu,“ sagði Árni. • • Davíð Oddsson á leiðtogafundi OSE í Lissabon Ríki ÖSE ráði BLAÐINU í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá Habitat. Morgunblaðið/RAX Ný stúka í Laugardal FRAMKVÆMDIR við byggingu nýrrar stúku við Laugardalsvöll eru hafnar. Stúkan rúmar 3.500 manns í sæti, en með byggingu hennar verða til sæti fyrir 7.000 áhorfendur. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúmlega 200 milljónir króna. í þeirri tölu er bygging nýrrar stúku, ný sæti í gömlu stúkuna og endurbætur á henni. Stefnt er að því að bygg- ingu stúkunnar verði lokið í maí á næsta ári. eigin öryggismálum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lagði áherzlu á það i ræðu sinni á leiðtogafundi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Lissabon í gær að öll ríki Evrópu ættu að fá að ráða eigin öryggismálum, þar á meðal hvort þau gengju í bandalög. Ríkin ættu að virða þann rétt ann- arra og enginn ætti að líta á hluta af ÖSE-svæðinu sem sitt áhrifa- svæði. „Verkefni fundar okkar er að gera nýja Evrópu að raunveruleika,“ sagði forsætisráðherra i ræðu sinni. „Evrópu sameiginlegs og víðtæks öryggis, sem byggt er á lýðræði, virðingu fyrir mannréttindum, rétt- •arríki og markaðshagkerfi. ÖSE getur lagt mikið af mörkum til þessa verkefnis. Stofnunin bætir upp aðrar stofnanir og samtök. Hún er einnig einstök, vegna þess að hún nær yfir alla Evrópu og auk þess ríki Norður- Ameríku, sem skipta öryggi Evrópu miklu máli.“ Forsætisráðherra fjallaði í ræðu sinni um hið svokallaða Öryggislík- an, sem aðildarríki ÖSE hafa haft í smíðum um nokkurt skeið. Markmið- ið með Öryggislíkaninu er að tryggja hnökralausa samvinnu aðildarríkj- anna og ýmissa alþjóðastofnana og samtaka, t.d. Evrópusambandsins og NATO. „Helztu möguleikar stofnunarinn- ar liggja í því að vinna lýðræðishug- myndum og -reglum fylgi á gervöllu ÖSE-svæðinu,“ sagði Davíð og bætti við að það væri einkum á sviði lýð- ræðis, mannréttinda og réttarríkis sem úrbóta væri þörf í ýmsum ríkj- um ÖSE. „Sameiginlegt öryggis- svæði verður ekki til í raun fyrr en þessi grundvallargildi eru í heiðri höfð í öllum aðildarríkjunum. Vinnan við Oryggislíkanið tekur mið af þessu eins og vera ber,“ sagði for- sætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.