Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sæplast hf. á Dalvík hefur tekið nýtt verksmiðjuhúsnæði í notkun
Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
FJÖLMENNI var við afhendingu nýs verksmiðjuhúss Sæplasts á Dalvík um helgina.
Grynnkað verður á skuldum við sölu hlutabréfa bæjarins í UA
Astæðulaust að
efna til veislu
Nýjar
vélar auka
afköstin
Dalvík. Morgunblaðið.
SÆPLAST hf. á Dalvík fékk
afhent nýtt verksmiðjuhús um
síðustu helgi, en það hefur verið
í byggingu frá því í júní síðast-
liðnum. Tilkoma hússins hefur
í fðr með sér verulegar breyt-
ingar á framleiðslugetu Sæ-
plasts. Hverfisteypudeildin
verður flutt þangað, en ný véla-
samstæða hefur verið keypt til
framleiðslunnar. Uppsetningu
nýju vélanna er að ljúka og mun
framleiðsla í þeim hefjast innan
tíðar. Eldri vélasamstæðan
verður flutt yfir í nýja húsið
eins fljótt og unnt er. Þegar
framleiðsla í báðum vélasam-
stæðunum er komin í fullan
gang, mun afkastageta hverfi-
steypudeildarinnar ríflega tvö-
faldast frá því sem nú er.
Framkvæmdir
hafa gengið vel
Nýja verksmiðjuhúsið er 12
þúsund rúmmetrar að stærð.
Gólfflöturinn er 1.550 fermetrar
að flatarmáli. Teiknistofan
Form á Akureyri sá um hönnun
hússins en Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen hannaði
burðarvirki. Arkitekt hússins er
Bjarni Reykjalín. Bygginga-
framkvæmdir hafa verið í hönd-
um verktakafyrirtækisins Ár-
fells/Tréverks ehf. á Dalvík,
sem átti á sínum tima lægsta
tilboð í verkið. Framkvæmdir
hafa gengið mjög vel og allar
tímaáætlanir staðist fullkomn-
lega.
Nýtt skrifstofuhús
Á haustdögum hófust fram-
kvæmdir við byggingu nýs skrif-
stofuhúss fyrir Sæplast hf. sem
eru einnig í höndum Ár-
fells/Tréverks. Um er að ræða
530 fermetra hús á tveimur
hæðum og mun það hýsa skrif-
stofur félagsins, kaffistofu, bún-
ingsherbergi og snyrtingar
starfsfólks. Verkinu miðar vel
og er gert ráð fyrir að húsið
verði tekið í notkun í maí á
næsta ári.
Fram kom í máli Kristjáns
Aðalsteinssonar framkvæmda-
stjóra Sæplasts að mikið vinnuá-
lag síðustu misseri til að anna
eftirspurn yrði vonandi úr sög-
unni með tilkomu þessa nýja
húss, en unnið hefur verið á
vöktum allan sólarhringinn
lengi vel.
BÆJARFULLTRÚAR á Akureyri
eru sammála um að ástæðulaust
sé að efna til veislu þó að hagur
bæjarins vænkist mjög í kjölfar
fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum
bæjarins í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Fram kom á fundi bæjar-
stjórnar síðdegis í gær þar sem
fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og
stofnana var til fyrri umræðu að
áfram yrði gætt aðhalds í rekstri
bæjarins.
Jakob Bjömsson bæjarstjóri
sagði að söluandvirði hlutabréfa
bæjarins í ÚA yrði ráðstafað þann-
ig að skuldir Framkvæmdasjóðs,
sem á hlutabréf bæjarins í at-
vinnufyrirtækjum, yrðu greiddar
niður og í hann greiddar 100 millj-
ónir króna. Þá væri fyrirhugað að
greiða um 400 milljónir króna af
skuldum bæjarsjóðs. Hugmyndin
væri einnig að ráðstafa 100 millj-
ónum króna í sérstakt umhverfisá-
tak, bæði á miðbæjarsvæðinu og
eins í ýmsum hverfum bæjarins.
„Við teljum að þetta verði þörf og
vinsæl aðgerð sem nýtist bæjarbú-
um öllum, en þessar framkvæmdir
hafa lítinn rekstrarkostnað í för
með sér,“ sagði Jakob.
Hann nefndi að ýmis önnur
verkefni væru aðkallandi, knatt-
spyrnuhús, amtsbókasafn og átak
varðandi samkomuhús. „Það er
ljóst að verkefnin eru næg, en
þrátt fyrir betri hag verður ábyrg
fjármálastjóm áfram höfð að leið-
arljósi og margt verður enn að
bíða,“ sagði Jakob og bætti við
að þeir peningar sem fengust við
hlutabréfasöluna væru ekkert
öðru vísi en aðrir peningar, þá
væri bara hægt að nota einu sinni.
Mikil vinna eftir
Skuldastaða bæjarins gjör-
breytist í kjölfar hlutabréfasölunn-
ar og sagði bæjarstjóri að vissu-
lega skapaðist meira svigrúm til
framkvæmda þar sem vaxtabyrði
bæjarins yrði mun minni en áður.
Sagði hann ekki óeðlilegt að hafa
það að meginmarkmiði að gera
bæjarsjóð skuldlausan.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna í
bæjarstjórn sögðu að enn væri
margt óljóst í fjárhagsáætlun bæj-
arsjóðs og mikil vinna eftir áður
en hún kæmi til samþykktar. Sig-
urður J. Sigurðsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði stöðu bæjarsjóðs
gjörbreytast við sölu hlutabréf-
anna, en líta mætti svo á að bær-
inn væri nú að greiða skuldir sínar
við bæjarbúa, hann hefði varið
miklu fé til að veija störf við gjald-
þrot fyrirtækja fyrir nokkrum
árum og annað setið á hakanum.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði eðlilegt að greiða
niður skuldir framkvæmda- og
bæjarsjóða, en hún nefndi einnig
að margir hlutir hefðu goldið þess
ástands sem skapaðist þegar mik-
ið fé var sett í atvinnuuppbygg-
ingu og væri tími til kominn að
huga að þeim nú þegar aukið svig-
rúm myndaðist.
Eyjafjarðarsveit
Aðal-
skipulag-
ið sam-
þykkt
SVEITARSTJÓRN Eyja-
fjarðarsveitar hefur sam-
þykkt aðalskipulag sveitar-
innar 1994-2014 og nær það
til Eyjafjarðarsveitar allrar.
Aðalskipulagið var auglýst í
upphafi árs og þá bárust 15
athugasemdir, sem flestar
snéru að reiðvegum á svæð-
inu. í framhaldinu leitaði
sveitarstjórn eftir heimild
Skipulags ríkisins til að aug-
lýsa aðalskipulagið aftur.
Við seinni auglýsinguna
barst ein athugasemd, frá
fulltrúa hestamannafélag-
anna í Eyjafjarðarsveit og á
Akureyri, þar sem gerð var
krafa um fleiri reiðleiðir á
svæðinu en gert er ráð fyrir
í skipulagstillögunni.
Pétur Þór Jónasson, sveit-
arstjóri Eyjafjarðarsveitar,
segir að aðalskipulagið hafi
verið samþykkt óbreytt í
sveitarstjórn eftir seinni aug-
lýsinguna. Aðalskipulagið
bíður afgreiðslu skipulags-
stjórnar en Pétur Þór vonast
til að málið verði tekið fyrir
á næsta fundi stjórnarinnar.
Skipulagi iðnaðar-
svæðis frestað
Helstu breytingar á aðal-
skipulaginu frá fyrri auglýs-
ingu snúa að reiðleiðum í
sveitinni og einnig að iðnað-
arsvæði sem ráðgert var við
Stokkahlaðir og íþrótta- og
útivistarsvæði við Hrafnagil.
í tillögunni er gert ráð fyrir
einni aðalreiðleið frá Akur-
eyri inn að Melgerðismelum
og að farið verði yfir gömlu
brýrnar sunnan Ákureyrar-
flugvallar og inn Eyjafjörð
að austanverðu. Hins vegar
var ákveðið að fresta af-
greiðslu á skipulagi iðnaðar-
svæðis sem merkt var við
Stokkahlaðir.
„Það fannst ekki annað
iðnaðarsvæði og því er slíkt
svæði ekki merkt í aðalskipu-
laginu. Og það er í sjálfu sér
slæmt að hafa ekki ákveðinn
stað að benda á sem iðnaðar-
svæði í sveitinni, ef eitthvað
kemur upp á,“ sagði Pétur
Þór.
Atvinnulausum fjölgar
Rannsókn kynferðisbrotamálsins á Akureyri
Yfirheyrslur yfir stúlk-
unum í undirbúningi
UM síðustu mánaðamót voru 390
manns á atvinnuleysisskrá á Akur-
eyri, samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumiðlunarskrifstofunni og
hafði fjölgað um 45 á einum mán-
uði. Á sama tíma í fyrra voru 402
á atvinnuleysisskrá.
Atvinnuástandið er mun verra
hjá konum en körlum. Um síðustu
mánaðamót voru 236 konur á skrá
en 154 karlar. Á sama tíma í fyrra
var kynjaskiptingin hins vegar
hnífjöfn á atvinnuleysisskránni.
Af þeim 390 sem voru á atvinnu-
leysisskrá um síðustu mánaðamót
voru 116 með einhverja vinnu á
móti bótum, þar af 93 konur og
éru mun fleiri með hlutastarf í ár
en í fyrra.
RANNSÓKN stendur enn yfir í
máli karlmanns á sextugsaldri á
Akureyri sem viðurkennt hefur
kynferðisbrot gagnvart þremur
stúlkum á aldrinum 7, 8 og 9 ára.
Yfirheyrslur eða skýrslutaka yfír
stúlkunum er ekki hafin en Björn
Jósef Arnviðarson, sýslumaður á
Akureyri, segir að undirbúningur
sé í fullum gangi en um vandasamt
verk sé að ræða. Hann segir ekki
ljóst á þessari stundu hvort fleiri
börn en stúlkurnar þijár verða yfir-
heyrð vegna málsins.
Björn Jósef segir að yfirheyrslur
yfír ungum börnum í slíkum málum
fari fram á annan hátt en þegar
fullorðnir eiga í hlut og reynt sé
að gera börnunum eins auðvelt með
að tjá sig um málsatvik og frekast
er kostur.
Fulltrúar barnaverndar-
nefndar viðstaddir
„Almennt séð í svona málum
njótum við aðstoðar félagsmálayf-
irvalda við yfirheyrslur barna og
fulltrúar barnaverndarnefndar eru
viðstaddir. Yfirheyrslurnar eru
teknar upp á myndband, svo ekki
þurfi að yfirheyra barnið nema einu
sinni. Einnig eru notaðar brúður
og leikföng ef börnin eiga erfitt
með að tjá sig með orðum.“
Við húsleit hjá manninum fannst
verulegur fjöldi af myndbandsspól-
um og yfir 1.000 tölvudisklingar,
m.a. með klámmyndum og þar á
meðal barnaklámi. Þá fann lögregl-
an myndband þar sem maðurinn
hefur kynferðisleg mök við stúlku-
börn. Unnið er að því að skoða
allt það myndefni sem fannst á
heimili mannsins. Hann hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.
janúar nk.
RSLUN MEÐ KRISTILEGAN VARNING
s IbsmmtSIMini in'fflkdmlffi iM
ið kl. 16-18 alla daga nenia sunnudaga í dcsember.
Síini 462 4301 - Strandgötu 13a - Akureyri