Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Tólftualdartryllir BOKMENNTIR Unglingasaga FJÖLMÓÐS SAGA eftir KrLstín R. Ólafsson. Ormstunga, Reykjavík, 1996. FJÖLMÓÐS saga föðurbetrungs ber framan af yfirbragð íslendinga- sögu. Sagan hefst á hinu hefðbundna hefndarmynstri. Húskarl föður Fjöl- móðs drepur þræl fjölkunnugrar nágrannakonu. Eftir að hafa farið fram á bætur án árangurs hótar nágrannakonan eftirmálum að morðinu. Ekki velkist því móðir Fjölmóðs í vafa um hver veldur því að skip föður hans ferst með manni og mús skömmu síðar. Hún sendir vonbiðil sinn til höfuðs kerlingar en sá á ekki afturkvæmt. Er nú svo komið að hún sér ekki annan kost en að egna Fjölmóð til föðurhefnda. Hann hefur hins vegar ekki verið í miklum metum á heimilinu enda liggur hann daglangt í öskustó og er kolbítur kallaður. Skemmst er hins vegar frá því að segja að Fjölmóður kastar af sér kolbítshamnum og kemur tveimur afturgöngum fyrir kattarnef áður en hann kemst að því að kerling hefur ekki valdið dauða föður hans. Hann vingast við kerlingu og hún heitir því að koma honum til hjálp- ar í nauð. Sú aðstoð á svo eftir að skipta sköpum í utanför Fjölmóðs. Hér verða nokkur skil í sögunni því Fjölmóður ferðast ekki aðeins til fjarlægra landa heldur er óhætt 'að segja að ferðalagið nái til ystu marka mann- legs ímyndunarafls. Frásögnin verður æsi- spennandi og minnir um margt á fomaldar- sögur Norðurlanda. Ævintýrið tekur við og ofurmannleg hetja sigrast jafnt á jötnum og forynjum sem mönnum. Aðalpersóna sög- unnar er dreginn fáum en skýrum dráttum eins og gerist og geng- ur í fornsögunum. Fjölmóður er hin klassíska íslenska fornhetja. Fyrst og fremst er hann sterkur og þrautseigur. Hann er úrræðagóður og síðast en ekki síst drenglyndur eins og kappar fleiri. Eins og landsmenn þekkja er Kristinn R. Ólafsson afburða íslenskumaður og óhætt er að segja að hann hefur afar gott vald á fornlegu orðfæri sögunnar. Fram- an af sver stíllinn sig í ætt við stíl íslendingasagnar.na eða hver kannst ekki við mannlýsingar á borð við þessa. „Hann var glæsi- menni á velli, fagurhærður og ljós á hár, vopnfær og_ vígalegur en óð ei í viti (bls. 17). Á stundum kveð- ur hins vegar við ljóðrænni tón: „Reyk lagði upp af bæ og blandað- ist dalalæðu sem flatmagaði á stuðlabergi og hengdi loðnar lopp- ur fram af brúnum (bls. 18). Þegar á líður verður mælsk- an meira áberandi enda stórkostlegri at- burðir að fara fram. Orðaforðinn er fjöl- breyttur og koma orð- skýringar neðst á hverri blaðsíðu sér afar vei fyrir lesendur. Ekki verður heldur skilið við þennan hluta öðruvísi en að taka fram að Kristinn lætur sig ekki muna um að yrkja eina dróttkvæða vísu í sögunni - geri aðrir betur! Gaman verður að vita hvernig Fjölmóður fellur í kramið hjá tölvukynslóðinni og ekki ólíklegt að ungmenni van- ari léttmeti þyki textinn erfiður og gefist hreinlega upp. Fyrir hina er sagan eflaust áhugaverð og spenn- andi lesning. Á bókarkápu er minnt á að sagan er ekki aðeins fyrir börn og unglinga því fullorðnir geti notið hennar. Undir þau orð er tekið hér. Einna helst má finna að þvi að frásögnin fer helst til mikið út um víðan völl. Sagan hefði getað orðið hnitmiðaðri og um leið áhrifameiri ef ekki væri jafn langt gengið. Að dómi undirritaðrar er t.a.m. heldur ódýr lausn að halda því fram að konurnar í lífi Fjöl- móðs hafi í raun allar verið sú eina og sama. Allur frágangur bókarinnar er til mikils sóma fyrir Ormstungu. Anna G. Ólafsdóttir. Kristinn R. Ólafsson Veiðigleðin og vísindin BOKMENNTIR Náttúruf ræði URRIÐADANS eftír Össur Skarphéðinsson. 296 bls. Mál og menning. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1996. Verð kr. 3.680. »ÁSTIR og örlög stórurriðans í Þingvallavatni« stendur á titilsíðu. Rósrauður getur hann kallast, titill- inn sá. Að öðru leyti hefur bók þessi marga fleti. Þarna er hvor skammt- urinn af sínu, vísindum og þjóðleg- um fróðleik; veiðisögur margar, einnig goðsögur, skulum við segja, auk þess skírskotanir af ýmsum toga spunnar til að gleðja lesand- ann. Því höfundurinn er ekki aðeins mælskur, hann er líka ungur í anda. Fróðleikur allra handa er einnig tek- inn upp úr eldri ritum og prentaður sérstaklega, utan við aðallesmál. Ennfremur hefur höfundur haft uppi á fjölda gamalla ljósmynda sem gerð er grein fyrir í meðfylgjandi textum. Þar er líka heilmikill fróð- leikur saman dreginn. Yfir heildina litið er þetta sem sagt fjörlega skrifuð bók. Maður hefur á tilfínningunni að höfundur- inn hafi sjálfur haft unun af að setja þetta saman. Hann skrifar af tilfinn- ingu, jafnvígur á visindastíl og frá- sögustíl; og leikur sér með orð og setningar. Orðtökum, sem notuð hafa verið um göngulag manna svo dæmi sé tekið, breytir hann að vild svo þau megi heimfæra upp á sporðaköst fiska. Líkingar sækir hann til allra átta, þar með talið í pólitíkina. Ákafinn minnir stundum á blaðamann sem er að skýra frá stóratburðum líðandi stundar. Hug- ljómun leikur um þurrasta heimilda- tal: »Undir dimmbláum kvöldhimni úti í Brussel sagði Þorsteinn Ingólfs- son sendiherra mér að faðir hans sem bjó á Nesjavöllum hefði oft sagt sér frá 23 punda urriða sem hann veiddi í net í víkinni.« Höfundur, sem svona talar, er hvorki bagaður af hlédrægni né ótta við fordómafullan lesanda. Sem bet- ur fer. Urríðadans er fræðirit. Að sjálf- sögðu. En höfundurinn neitar sér ekki um að njóta orðheppni sinnar. Það er leikur í honum. Fjörið og frásagnar- gleðin þarf þó alls ekki að merkja að hann þekki ekki sín takmörk. Þvert á móti, hann kann sér hóf. Fjas og fjálgleika er hvergi að finna í bók hans. Næmi hans á skynsamlega hófstilling, það er að segja þetta: hvað við á og hvað ekki — er ör- ugglega i lagi. Fjöl- fræðisvipur textans markast meðal annars af því að höfundur hefur kafað í allar mögulegar uppsprettur eftir heimildum, ekki aðeins til annarra vísindamanna heldur einnig — og raunar fyrst og fremst — til bænda og veiðimanna; og yfirhöfuð til allra sem komið hafa nálægt Þingvalla- vatni og haft augun opin. Hann styðst við rannsóknir Bjarna Sæ- mundssonar og Péturs M.'Jónasson- ar. Og hann hefur hlustað grannt á karlana sem veiða eða veitt hafa í vatninu. Smávegis skammt af ádeilu lætur hann ekki vanta þar sem hann stillir upp þessu venjulega: umhverf- issjónarmiðinu góða gegn tækni- væðingunni vondu — en þar er og farið nokkuð gætilega í sakirnar. Þótt urriðinn fé fáliðaður miðað við aðrar tegundir í Þingvallavatni telur Ossur hann vera þeirra lang- merkilegastan vegna stærðarinnar, og raunar bera af öðrum slíkum annars staðar á jörðu hér. Tuttugu til þrjátíu punda fiskar hafi verið algengir meðan þessi undraskepna var og hét. Veiðimenn hafi sagt að miðað við þyngd sína væri hann tvöfalt sprettharðari og kraftmeiri en laxinn. Því var síst að furða þótt urriðaveiðin væri þarna heldri manna sport. Þvi aðeins var von um að þessir glæsifískar bitu á agnið að veitt væri frá bát, allfjarri landi. Almenningur, sem veifaði stöng sinni frá vatnsbakkanum, gat tæp- ast gert sér von um að njóta þeirrar ánægju. Að vísu bar við að urriðinn gengi upp að landinu snemma vors í þann mund er ísa tæki að Ieysa og þótti furðu- legt. En Össur veit skýring þess. Allt á sfna skýring. Þá hefur Óssur safn- að saman heimildum um fyrri tíma veiði- tækni. En sögur herma að veiðar hafí verið stundaðar í vatninu allt frá landnámstíð. Fá- tækt og úrræðaleysi ollu því að þessi miklu hlunnindi voru ekki rækt sem skyldi fyrr en kom fram á þessa öld. Ossur upplýsir að engar heim- ildir greini t.d. frá netaveiði fyrir 1800. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 19. aldar að tekið var að ríða net, og þá úr ullartogi! Miðað við að vatnið er fremur kalt og víða hyldjúpt mega undur heita hversu líf er þar fjölskrúðugt. Það líf hefur verið að þróast síðustu tíu þúsund árin sem er skammur tími á kvarða jarðsögunnar en nokk- uð langur, að vísu, miðað við sögu þjóðarinnar. En tíminn líður. Og jarðsagan er þarna í miðjum kapítula. Botn Þing- vallavatns er einatt að síga og vatnsborðið þar með að hækka en landið umhverfís að gliðna. Þótt hreyfíngin nemi aðeins fáeinum millimetrum á ári hveiju má glöggt merkja hana frá öld til aldar, jafn- vel á meðal mannsævi. Um strangvísindalegt gildi þessa rits er undirritaður því miður ekki dómbær. Að baki liggur sýnilega mikil vinna og enn meiri elja og áhugi. Mestmegnis er þetta alþýð- legt fræðirit. Sem slíkt er það bæði aðgengilegt og áhugavert. Og veiði- sögurnar mörgu — óteljandi liggur mér við að segja — rata örugglega rétta leið til þeirra sem einatt eru að bleyta línuna í þeirri von að á endanum kræki þeir í þann stóra! Auk þess kunna lesendur að meta það sem þeir telja að komi frá hjart- anu! Erlendur Jónsson Össur Skarphéðinsson Nýjar bækur Morgunblaðið/Halldór. „ÉG SKAL - Gylfi Baldursson, Amþór Helgason, Harpa Ingólfsdótt- ir, höfundurinn, Önundur Bjömsson, og Guðmundur Magnússon. Frásagnir fatlaðra „EG' SKAL - fímm fatlaðir og framsæknir segja frá hefur að geyma frásagnir fímm fatlaðra. Þeir eru Gylfí Baldursson, heyrnar- og talmeinafræðingur, Árnþór Helgason, sérfræðingur á Blindra- bókasafni, Jón H. Sigurðsson, fyrr- verandi bóndi og núverandi verslun- arskólakennari, Leifur Magnússon, píanóstillari og kaupmaður, og Guð- mundur Magnússon, leikari og framkvæmdastjóri Dagvistunar fatlaðra hjá Sjálfsbjörg. „Allir eiga þessir menn það sam- eiginlegt að hafa ekki látið fötlun sína hindra sig í að komast áfram í lífinu, líkast því að fötlun væri ekki fyrir hendi í þeirra lífi. Eins og sést á starfsheitum þeirra koma þeir hver úr sinni áttinni og hafa sett stefnuna hátt en mismunandi takmörk," segir í kynningu. Konur sem leitað var til höfnuðu þátttöku. Bókin er tileinkuð baráttu- og lögmanninum Jóhanni Pétri Sveins- syni. Ekkja hans, Harpa Ingólfs- dóttir, veitti fyrsta eintakinu við- töku. Önundur Björnsson, sóknar- prestur á Útskálum, skráði. Bóka- útgáfan Skjaldborg gefur bókina út og er hún 304 blaðsíður og kost- ar kr. 3.480. • LJÓÐABÓKIN Bergmál er eft- ir Björk (Guðrúnu Margréti Guð- mundsdóttur). Guðrún Margrét er Borgfirðingur að ætt og uppruna, fædd árið 1909. Árið 1930 gifitst hún Guðsteini Þorbjörnssyni frá Vestmannaeyj- um, fluttist með honum til Eyja og bjó þar til ársins 1966. Hún býr nú í Hafnarfírði og hefur um árabil verið virkur félagi í Kvæðamanna- félagi Hafnarfjarðar. / bókinnieru 64 ljóð, trúarleg Ijóð, tækifærisljóð, stökur og nátt- úrustemmningar, sem höfundur hefur ort á löngum feríi. Bókin ergefin útíminningu um eiginmann Guðrúnar Margrétar, Guðstein, sem lést 1994. Börn Mar- gétargefa bókina út ogkostarhún 1.500 krónur. Umbrot annaðist Skerpla en bókin er prentuð í Steindórsprent - Gutenberg. Fé- lagsbókbandið annaðist bókband. Bókin fæst hjá börnum Margrétar, Helgu, Lilju ogReyni. FRÉTTIR FYRIR HESTAMENN! Ný verslun með hestavörur opnar á fimmtudag í Skeifunni 7. Þetta er stórglæsileg verslun með heimsþekkt vörumerki á boðstólnum s.s. Mountain Horse og Euro Star. í Reiðlist fæst allt sem þarf til hestamennsku: Fatnaður, skór, reiðtygi, kjarnfóður fyrir hesta og hunda, hreinsivörur, fræðsluefni um hesta og margt fleira. tf^SKEIFAN 7 SÍMI: 588 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.