Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞARFAR UM- RÆÐUR UM EMU UMRÆÐUR um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambands- ríkjanna, sem tekinn verður upp eftir rúm tvö ár, og áhrif hans á ísland, hafa tekið kipp að undanförnu. Svo virðist sem margir í fjármála- og viðskiptalífinu hafi áttað sig á að áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) munu verða að veruleika og stutt er þangað til mörg helztu viðskipta- lönd íslands verða hluti af nýju og öflugu gjaldmiðilssvæði. í þessum umræðum hafa línur skýrzt og mikilvægar upplýs- ingar komið fram. Flest bendir til að samkeppnisstaða ís- lenzkra fyrirtækja gagnvart fyrirtækjum innan evró-svæðisins muni versna, m.a. vegna óhagræðis af gjaldmiðlaskiptum, minni heimamarkaðar og hærri vaxta, auk þess sem íslenzka krónan hefur yfirleitt verið veikur og óstöðugur gjaldmiðill, sem eykur óvissu í efnahagslífinu og hvetur ekki til erlendra fjárfestinga. Margt bendir til að það myndi bæta samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs að eiga aðild að hinum sameiginlega gjaldmiðli. Mikilvægustu mótrökin gegn aðild að evrópsku myntbanda- lagi eru hins vegar þau að íslendingar tapi því svigrúmi til sveiflujöfnunar í efnahagslífinu, sem þeir hafa með því að nota eigin gjaldmiðil. Þessi rök skipta þó sennilega minna máli eftir því sem íslenzkt efnahagslíf samlagast umheiminum og hag- sveiflur hér fylgja í auknum mæli sveiflum í viðskiptalöndunum. Aðild að EMU stendur ekki öðrum til boða en aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þau rök fyrir þátttöku íslands í mynt- bandalagi, sem fram hafa komið, hljóta að hafa áhrif á umræð- ur um aðild að Evrópusambandinu, sem hingað til hefur ekki verið talin koma til greina vegna þess óhagræðis, sem ísland hefði af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. Það er vel að Seðlabankinn hefur nú hafizt handa um að kanna áhrif EMU hér á landi. Sú athugun virðist hins vegar einkum beinast að áhrifum á fjármála- og bankakerfi. Hér skal því tekið undir með þeim, sem telja þörf á víðtækari út- tekt, sem fleiri tækju þátt í að framkvæma og sem tæki mið af hagsmunum atvinnulífsins í heild. Síðast en ekki sízt er ástæða til að árétta að hér er svo mikilvægt mál á ferðinni að stjórnmálamenn hljóta að láta það til sín taka. í stjórnmálaflokkunum hafa litlar eða engar umræð- ur farið fram um Efnahags- og myntbandalagið og áhrif þess. Nú er hins vegar kominn tími til að menn horfist í augu við þann raunveruleika, sem við okkur blasir á næstu misserum. Afstaða íslands til EMU hlýtur einnig fyrr en síðar að verða rædd á Alþingi og í ríkisstjórn. GÆÐASTJÓRNUN í SKÓLUM ALLMIKIL umræða hefur orðið um stöðu raungreina- kennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins eftir að niðurstöður sérstakrar könnunar voru kynntar fyrir nokkru og kom þar í ljós mjög slakur árangur í þessum greinum hérlend- is miðað við aðrar þjóðir. Þessar niðurstöður ásamt niðurstöðum tveggja ára gamallar könnunar, þar sem fram kom að fjórðung- ur grunnskólaárgangs nær ekki lágmarkseinkunn á grunnskóla- prófi og fimmtungur árgangsins heltist úr lestinni fyrstu tvö ár í framhaldsskóla, bera ekki íslenzku skólakerfi fagurt vitni. Það er því nauðsynlegt að takast á við þann vanda sem við er að etja og nú er það gæðastjórnun, sem athygli vekur. í Smáraskóla í Kópavogi hefur verið tekin upp gæðastjórnun og þáttur í henni er sérstök kvartanaskráning, sem foreldrar, nemendur og starfsmenn eru hvattir til þess að nota. Við gæða- stjórnun í skólanum er notaður einn af svokölluðum ISO-stöðl- um, sem mikið hafa verið notaðir í fyrirtækjarekstri. Þessi nýi háttur hefur leitt til þess að nú er tekið allt öðru vísi á kvörtun- um sem berast en áður. Hér er um að ræða tilraun til þess að bæta árangur í skólastarfi. En til þess að takast megi á við þennan vanda verður auðvit- að að skilgreina hann. Hefur það verið gert? Sjálfsagt er vand- inn af margs konar toga og sjálfsagt má greina agaleysi sem eina af meginástæðum vandans. Agaleysið í þjóðfélaginu er mikið og þar geta foreldrar ekki varpað frá sér ábyrgðinni yfir á dagvistarstofnanir eða skólana. Aginn verður að vera fyrir hendi frá blautu barnsbeini, foreldrarnir leggja grunninn að uppeldinu, en síðan taka skólarnir við. Þá má einnig spyija,’ hvort brestir í undirbúningsmenntun kennara séu fyrir hendi. Gæðastjórnun í skólakerfinu er athyglisverð tilraun. Mennta- málin kosta skattgreiðendur milljarða króna á ári hveiju. Það er því mikið í húfi, því að eins og oft hefur verið sagt er mennt máttur, sem getur gert smáþjóðir stórar meðal þjóða. Því hvíl- ir mikil ábyrgð á þeim, sem að kennslumálum vinna og nauðsyn- legt er að þeir finni lausn á þessum vanda. Vaxandi umræður um samstarf, kosningabandalag eða sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna Ríkisstjórnin ákveður forvarnastefnu „Dauðleiðir á að vera alltaf smáir“ mr^xmsamm UNGLIÐAR samþykkja stofnun sameiginlegra stjómmálasamtaka á fundi á Bifröst. Nokkrir forystumenn í stjómarandstöðuflokk- unum hafa að undanfömu tekið undir hug- myndir um kosningasamstarf í næstu alþing- iskosningum. Vaxandi þungi er í umræðunni um samstarf eða sameiningu jafnaðarmanna og vinstri flokka, þótt lítið hafí enn reynt á hvort samkomulag sé mögulegt um stærstu ágreiningsmál flokkanna. Omar Friðríksson hefur fylgst með samfylkingammræðunni á vinstri væng stjómmálanna. Kifirfvlni wjuriyByi í alþingiskosningum 1971 1974 1978 1979 1983 1987 1991 1995 Alþýðuflokkur 10,5% 9,1% 22,0% 17,4% 11,7% 15,2% 15,5% 11,4% Alþýðubandalag 17,1% 18,3% 22,9% 19,7% 17,3% 13,3% 14,4% 14,3% Kvennalisti 5,5% 10,1% 8,3% 4,9% Þjóðvaki 7,1% Bandalag jafnaðarmanna 7,3% 0,2% Samtök frjálsl. og vinstrimanna 8,9% 4,6% 3,3% SAMTALS: 36,5% 32,0% 48,2% 37,1% 41,8% 38,8% 38,2% 37,8% Morgunblaðið/Kristinn SVAVAR Gestsson og Össur Skarphéðinsson voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að stefna að samfylkingu flokkanna á fundi í Hafnarfirði um seinustu helgi. IÐRÆÐUR á milli stjóm- arandstöðuflokkanna um aukna samvinnu þeirra, kosningabandalag eða jafnvel sameiningu flokkanna er kom- in á töluvert skrið, þótt menn séu ekki á einu máli um hvort einhveijar líkur séu á að þær muni leiða til áþreifanlegs pólitísks árangurs þegar á reynir. Flestir sem rætt er við innan Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, tjóð- vaka og Kvennalista eru sammála um að mun meiri þungi sé í þessari um- ræðu nú en áður, þó sumir efíst um að fullur hugur fylgi máli ýmissa for- ystumanna. Skiptar skoðanir eru einn- ig á því hversu langt eigi að ganga í sameiningarátt og hvemig rétt sé að bera sig að. Þá er greinilega sáralítið sem ekkert farið að ræða um málefni og hvort möguleikar séu á að ná málamiðlunum á milli flokkanna um ýmis djúpstæð ágreiningsefni. Geta komist að niðurstöðu á einu og hálfu ári? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrver- andi formaður Alþýðuflokksins, vakti máls á því á kjördæmisþingi sl. vor, að upphaf að sameiningu íslenskra jafnaðarmanna í eina öfluga hreyfingu ætti að felast í myndun kosninga- bandalags um sameiginlega stefnu- skrá. ítrekaði hann þessa hugmynd á flokksþingi Alþýðuflokksins í seinasta mánuði. Við pallborðsumræður um sameiningarmálin á flokksþinginu lýsti Jón Baldvin mögulegri atburðarás fram að kosningum og sagði að stefna ætti að því að ná verulegri samstöðu í næstu sveitarstjómarkosn- ingum. í annan stað yrði undirbúningur kosninga- bandalags fyrir næstu þing- kosningar að vera vel á veg kominn og móta þyrfti sam- eiginlega stefnuskrá, sem myndi skera úr um hvort þetta tækist. „Getum við náð samstöðu um tíu stærstu mál á dagskrá íslensks þjóð- félags? Ætlum okkur eitt til eitt og hálft ár til að ræða það til niður- stöðu?“ spurði Jón Baldvin. Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra, segist taka undir hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar sem fram komu um þessi mál í setningarræðu hans á flokksþingi Alþýðuflokksins. „Það gæti komið til greina og verið raun- hæft að koma á einhverskonar mál- efnalegum samstarfsgrundvelli og samstarfsyfirlýsingu. En ég sé tæp- lega fyrir mér að það sé raunhæft að ná meiri árangri á þessu kjörtíma- bilij“ segir hann. Á málþinginu mælti Ingibjörg Sólr- ún Gísladóttir borgarstjóri með áfram- haldandi samstarfí R-listaflokkanna í næstu borgarstjórnarkosningum og með myndun kosningabandalags fyrir næstu alþingiskosningar. Undir þessi sjónarmið um samstarf í næstu þing- kosningum tóku í reynd bæði Svavar Gestsson, þingflokksformaður Al- þýðubandalagsins, og Kristín Hall- dórsdóttir, þingkona Kvennalistans, á fundi sem Álþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar efndi til sl. laugardag. Kristín sagði að Kvennalistakonur hefðu fullan hug á að taka þátt í umræðunum um samstarf eða samein- ingu og vega og meta hvaða leiðir skiluðu best kvennabaráttunni fram á veginn. Hún sá hins vegar ekki fyrir sér sameiningu í einum flokki í nán- ustu framtíð og taldi ekki skynsam- legt að flokkar lýstu því yfír fyrir kosningar með hveijum þeir ætla að vinna eftir kosningar ef þeir bjóða fram hver í sínu lagi. Sagðist Kristín hins vegar helst sjá fyrir sér að kosn- ingabandalag gæti verið raunhæf leið. Varar við klofningstilraunum Á Hafnarfjarðarfundinum sagði Svavar að pólitískar aðstæður fyrir samstarfi um það sem hann kallaði „sameinandi mál“ virtust nú vera fyr- ir hendi. Svavar lagði mikla áherslu á samvinnu á jafnréttisgrundvelli og menn yrðu að varast að reyna að kljúfa flokka. „Mín skoðun er sú að nú sé raunsætt að vinna að því að koma saman málefnayfír- lýsingu og samstarfsyfir- lýsingu fyrir næstu alþing- iskosningar," sagði hann. Lagði Svavar áherslu á að flokkarnir stæðu saman að framboði Reykjavíkurlist- ans í næstu sveitarstjórnarkosningum, þar skipti þátttaka framsóknarmanna einnig miklu máli, þótt Framsóknar- flokkurinn sýndi þessu samstarfi í landsmálunum engan áhuga. Svavar sagði að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu einnig farið að undirbúa sam- starfsyfirlýsingu um málefni og lýst yfir að þeir vildu vinna saman í ríkis- stjóm eftir næstu alþingiskosningar. Þeir gætu lagt af stað með nokkur mál en verið skiptir að öðru leyti. „Ég tel það ekki skynsamlegt til að skapa samstöðu að halda aðallega fram þeim málum sem ágreiningur er um við aðra flokka sem á að efna til samstarfs við. Ég nefni þar rununa sem ég kenni gjarnan við Jón Bald- vin. Það er að segja runan ESB, land- búnaður, veiðileyfagjald, kjördæma- mál og svo framvegis,“ sagði Svavar. „Landbúnaður og veiðileyfagjald eru ekki pólitísk grundvallaratriði," sagði hann ennfremur. Svavar sagði það skoðun sína að ef myndað yrði kosningabandalag, þýddi það að menn stæðu að sameig- inlegum framboðslistum. „En það má auðvitað hugsa sér að um sé að ræða kosningabandalag þannig að það séu til dæmis tveir listar í sumum kjör- dæmum en einn í öðrum. Þetta finnst mér vera útfærsluatriði,“ sagði hann. „Ég er þeirrar skoðunar að lítið geti komið í veg fyrir sameiginlegt framboð jafnaðarmanna,“ sagði Össur Skarphéðinsson, á Hafnarfjarðarfund- inum. „Við eigum að stefna að því að sameina þessa flokka á vinstri vængnum. Ég er þeirrar skoðunar að kosningabandalag sé aðeins lág- marksáfangi en hið raunverulega markmið okkar á að vera sameining," sagði hann. „Þessir flokkar eru nokk- uð aldurhnignir og þeir eru orðnir dauðleiðir á því að vera alltaf smáir,“ sagði Össur ennfremur. Ekki fer á milli mála að ungliðar innan stjómarandstöðuflokkanna, að viðbættum hópi óflokksbundins ungs fólks, m.a. úr stúdentapólitík Háskól- ans, eru komnir lengst í þessum við- ræðum og vilja ganga lengra en for- ystan og stefna að sameiningu flokk- anna. Ungliðar áttu stóran hlut að samkomulaginu um myndun Reykja- víkurlistans fyrir borgarstjórnarkosn- ingamar 1994 en það samstarf er helsti aflvaki hugmynda um samstarf jafnaðarmanna í landsmálapólitík að margra mati. Fyrir skömmu ákvað svo þessi hópur á fundi á Bifröst að stofna nýja sjómmálahreyfingu, regnhlífar- samtök ungra jafnaðarmanna og hef- ur stofnfundurinn verið ákveðinn 18. janúar næstkomandi. Samband ungra jafnaðarmanna og Verðandi, samtöki ungs Alþýðubandalagsfólks og óháðra, munu eiga beina aðild að nýju stjórnmálasamtökunum en aðrir koma þar að sem einstaklingar. Vinnuhópum hefur verið falið að útfæra málefnagrundvöll samtakanna og skipulag á næstu vikum. Forsvars- menn hópsins fullyrða í samtali við Morgunblaðið að málefnin muni á engan hátt standa í vegi fyrir sam- starfi. „Maður sér eiginlega ekki mál- efnaágreining nokkurs staðar meðal unga fólksins. Grundvöllurinn að því að þetta getur gengið svona hratt er að við erum í stórum dráttum sam- mála,“ sagði Gestur G. Gestsson, for- maður SUJ. Könnunarviðræður og þreifingar Margvíslegar könnunarviðræður og þreifingar um samstarf flokkanna eru í gangi þessa dagana. I framhaldi af bréfí Margrétar Frímannsdóttur, for- manns Alþýðubandalagsins, til annarra sljómarandstöðuflokka í sumar hefur nú verið haldinn einn fundur þar sem rætt var um sam- starf fyrir sveitarstjómar- kosningar og í landsmála- pólitík. Hefur vinnuhópur verið skipaður mönnum sem em í forystu flokkanna, m.a. í sveitarstjómum, en enginn þingmaður er í starfshópnum. Þegar þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka voru sameinaðir í haust var Einar Karl Haraldsson ráðinn sem verktaki til að laða jafnaðarmenn til samstarfs m.a. með víðtækt kosninga- samstarf að leiðarljósi. Hefur hann staðið fyrir fundum í flestum kjör- dæmum landsins á seinustu vikum. „Þetta hefur á margan hátt gengið hraðar en maður bjóst við,“ segir Ein- ar Karl. Hann segir fundina hafa tek- ist vel og þó ekki hafi alltaf verið fjöl- menni hafi þar komið saman fólk úr sveitarstjórnarpólitík og verkalýðs- hreyfingu, áhrifamenn úr flokkunum o.fl. og út úr því hafi komið mjög burðugt pólitískt samtal, sem kunni að greiða fyrir samstarfi fyrir sveitar- stjómarkosningar. Þingkonur stjómarandstöðuflokk- anna hafa einnig haldið fund um auk- ið samstarf og hyggjast halda þeim viðræðum áfram. Hafa þær jafnvel hug á að standa að stómm sameigin- legum fundi um þessi mál, að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur, þingkonu Kvennalista. „Það sem mér sýnist að sé fyrst og fremst inni í myndinni er að kanna grundvöllinn fyrir einhvers konar kosningabandalagi. Ég fæ ekki séð að þeir sem völdin hafa séu reiðubún- ir að ganga lengra að minnsta kosti í bili. Væntaniega yrði þá um einn framboðslista að ræða,“ segir Kristín. 40-50 þúsund atkvæði? Margir lýsa efasemdum um að gagnlegt sé að mynda kosningabanda- lag félagshyggjuflokka fyrir næstu þingkosningar, þar sem flokkarnir byðu fram hver sinn lista en sameinuð- ust um kosningastefnu. Forystumenn Þjóðvaka hafa m.a. haldið þessu fram og vilja ganga_ mun ákveðnar í átt til sameiningar. Ágúst Einarsson, þing- maður Þjóðvaka, hélt því fram á mál- þingi Alþýðuflokksins í seinasta mán- uði að nú væri hægt að breyta vígstöð- unni í íslenskum stjómmálum. „Ef við ætlum að ná árangri, þá verðum við að fá milli 40 og 50 þúsund atkvæði í næstu kosningum. Það er markmið- ið. Það er 30-35%. Við verðum að ná því að vera næststærsti flokkur þjóð- arinnar, því þá fyrst getum við breytt eitthvað þessari þróun, sem er búin að einkenna þessa öld,“ sagði hann. Ólafur Þ. Harðarsonj stjórnmála- fræðingur við Háskóla Islands, segir hugmyndir sem fram hafa komið í þessari umræðu um kosningabanda- lag mjög óljósar. „Ef þær ganga bara út á það að menn séu með sameigin- lega viljayfirlýsingu um að starfa saman í ríkisstjórn og um eitthvert ríkis- stjórnarprógram, er það ekki veigamikið kosningabandalag. Þá gætu komið upp þær aðstæður eftir kosningar að einhverjir brytu sig undan því og færu í stjórnarsamstarf með öðrum,“ segir Ólafur. í stjórnmálasögunni má finna a.m.k. tvö dæmi um að flokkar geri með sér kosningabandalag til að hag- nýta sér kosningakerfið, þ.e. kosn- ingabandalag Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins árið 1937, sem kall- aðist Breiðfylkingin, og Hræðslu- bandalagið svokallaða árið 1956 þegar Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu kosningabandalag. „í bæði þessi skipti voru menn að reyna að nýta kosningakerfið betur. Þá var einmenningskjördæmakerfi við lýði og fólst bandalagið í því að flokk- amir buðu ekki fram hvor gegn öðrum í einstökum kjördæmum til að nýta atkvæðin betur,“ segir Ólafur Harðar- son. „Menn höfðu reiknað það út við myndun Hræðslubandalagsins að Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokkur ættu möguleika á því að ná hreinum meirihluta á Alþingi út á ríflega þriðj- ung atkvæða. Það gekk ekki alveg eftir og þeir töpuðu nokkmm prósent- um atkvæða miðað við sameiginlegt fylgi þessara flokka í kosningunum næstu á undan,“ segir hann. Stjórnarandstöðuflokkamir fengu tæplega 38% samanlagt fylgi í alþing- iskosningunum í fyrra, sem er mjög svipað samanlögðu fylgi A-flokkanna og Kvennalista í kosningum 1987 og 1991. Núgildandi kosningakerfi stuðl- ar ekkert sérstaklega að mjmdun kosningabandalaga líkt og áður var þar sem flokkarnir fá nokkum veginn þingmenn í samræmi við atkvæðahlut- fall sitt. Megin röksemdin á bak við sameiginlegan lista er hins vegar sú að sýna að meiri alvara búi að baki samstarfínu. Fæstum blandast hugur um að mjög erfitt yrði að ná samkomulagi um sam- eiginleg framboð flokkanna, ekki síst í einstökum landsbyggðarkjördæmum. Hugmynd sú sem Svavar Gestsson varpaði fram um að hugsanlega mætti bjóða fram fleiri en einn framboðslista í sumum Igördæmum, styðst við ákvæði kosningalaga sem heimilar stjómmálasamtökum að bjóða fram fleiri en einn lista í kjördæmi, sem teljast til sama landsframboðs. Geta staðið af sér ágreining? Ólafur Þ. Harðarson var fyrirspyij- andi á fundinum í Hafnarfirði um seinustu helgi og beindi m.a. þeirri spumingu til fulltrúa flokkanna hver þau væru þessi breiðu mál sem ættu að sameina þessa flokka. Ólafur benti á að stórir jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hefðu allir tekið markaðskerf- ið í sátt en þegar menn sættu sig við markaðskerfið væra menn um leið að sætta sig við einhvem ójöfnuð. Svavar svaraði því m.a. til, að þessi stjórnmálaöfl ættu sameiginlegan hugsjónaarf, væra nú um stundir öll í stjómarandstöðu, verkefni framtíð- arinnar köluðu á samstarf og greini- legur pólitískur vilji væri fyrir því undirliggjandi og í kringum þessa flokka að knýja fram samstarf. Krist- ín og Össur voru sammála um að þrátt fyrir einhvern ágreining um hlutverk ríkisvaldsins og markaðinn væri ólík- legt að hann stæði í vegi samstarfs. Á seinasta flokksþingi skerpti Al- þýðuflokkurinn ýmis stefnumál sín sem augljóslega er ágreiningur um milli flokkanna og lýsti m.a. yfir að sækja beri um aðild að Evrópubanda- laginu strax að lokinni ríkjaráðstefn- unni. Fyrir rúmu ári ítrekaði Alþýðu- bandalagið þá stefnu sína á lands- fundi að friður, öryggi og sjálfstæði Islands verði best tryggt með þvi að Bandaríkjaher hverfi á brott og ís- lendingar segi sig úr NATO. „Alþýðuflokkurinn hefur lýst mjög eindreginni afstöðu sinni,“ segir Sig- hvatur Björgvinsson, formaður flokks- ins. „Hins vegar er ekki óþekkt nema síður sé að í stóra jafnaðarmanna- flokkunum til dæmis á Norðurlöndum hafi skoðanir verið skiptar í þeim málum en þeir hafa getað staðið það af sér,“ segir hann. Sáralítil mál- efnaumræða byrjuð Mætti bjóða tvo lista í sumum kjördæmum Áhersla á lög- og tollgæslu Ríkisstjómin ákvað í gær aðgerðir í fíkni- efna-, áfengis- og tóbaksvömum og stefnu sína til ársins 2000. Ragnhildur Sverrísdótt- ir kynnti sér ákvörðun ríkisstjómarinnar, þar sem gert er ráð fyrir samstarfí ráðuneyta, sveitarfélaga, lögreglu, tollgæslu, félagasamtaka, skóla og fleiri. RÍKISSTJÓRNIN sam- þykkti í gær heildstæða áætlun í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörn- um og kynntu Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra blaðamönnum niðurstöður ríkis- stjómarinnar. Þar kom fram, að stofnað verður sérstakt áfengis- og vímuvamaráð, fjármunir til for- vama verða auknir, tollgæsla og löggæsla efld, stutt verður við ung- menni í áhættuhópum gagnvart notkun fíkniefna og áfengis, ríkis- stjómin tekur þátt i samstarfi við Reykjavíkurborg og ECAD (evr- ópskar borgir gegn fíkniefnum) um verkefnið Island án ólöglegra fíkni- efna árið 2002 og fullgildur verður samningur Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkni- efni og skynvilluefni og samningur sem gerður var á vettvangi Evrópu- ráðsins um þvætti, leit, hald og upptöku ávinnings af afbrotum. Forvarnamiðstöð í heilbrigð- isráðuneytinu Áfengis- og vímuvamaráð mun heyra undir heilbrigðisráðherra og er tilgangur þess að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna og sporna við afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Ráðið á að stuðla að samvinnu og samræmingu milli allra þeirra aðila sem starfa að for- vörnum á þessu sviði. Það tekur við hlutverki áfengisvamaráðs og er þegar hafínn undirbúningur að sér- stakri forvamamiðstöð í heilbrigðis- ráðuneytinu. Fjármunir til forvama verða aukn- ir umtalsvert. Á þessu ári hækkuðu fjárveitingar til forvarna á sviði áfengis- og fíkniefnamála um 20 milljónir, með stofnun Forvarna- sjóðs, sem hefur alls 50 milljónir til umráða í ár. Á næsta ári hækkar framlag til sjóðsins um 5 milljónir og með breytingum á tóbaksvama- lögum á þessu ári hækka fjárveiting- ar til tóbaksvarna á næsta ári í 31 milljón, eða um 22 milljón- ir. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aukið framlag til tóbaksvarna, þar sem rannsóknir hafa sýnt tengsl milli tóbaksneyslu, áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Ráðstöfunarfé til forvarna vegna fikniefna, áfegnis og tóbaks eykst því á næsta ári um alls 27 milljónir króna. Lögreglumenn, tollverðir og leitarhundur Aukið fé verður einnig lagt í lög- gæslu og tollgæslu og nemur hækk- unin alls 65 milljónum króna. Þær milljónir fást með 2% verðhækkun á tóbaksvörum. Skjpting fjármunanna er með þeim hætti, að 25 milljónir renna til tollgæslu, bæði til tækja- kaupa og aukins mannafla. Gert er ráð fyrir kaupum á hundi til fíkni- efnaleitar og á að endurskipuleggja og breyta vaktafyrirkomulagi toll- varða. Þá renna 35 milljónir til lög- reglu og á einnig að veija þeirri upphæð til tækjakaupa og ráðninga hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. 5 milljónir renna til stuðnings við ungl- inga í áhættuhópum og foreldra þeirra. Komið verður á fót hópi sér- fræðinga, sem eiga að skipuleggja . forvamastarf í skólum. Ríkisstjómin hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Reyjavíkur- borg og ECAD, European Cities Against Drugs, sem er samstarf evr- ópskra borga gegn fíkniefnum. í október samþykkti framkvæmda- stjóri ECAD að leggja sérstaka áherslu á forvarnir á Islandi og er miðað við að ísland verði án ólög- legra fíkniefna árið 2002. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt að skipa þijá fulltrúa í framkvæmdastjóm verkefnisins, einn verður frá Reykja- víkurborg og einn frá ECAD. Til- gangurinn með samstarfinu er að virkja samfélagið í heild í baráttunni gegn fíkniefnum. Hertar reglur um upptöku fíkniefnagróða Síðasti liðurinn í aðgerðum ríkis- stjómarinnar er svo að staðfesta al- þjóðasamninga sem lúta að barátt- unni gegn fíkniefnum. Dómsmála- ráðherra hefur lagt fyrir alþingi framvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, þar sem gerðar eru ýmsar tillögur. 171 dæmis er lagt til ákvæði sem kveða á um upptöku ávinnings af fíkniefnasölu og upp-v töku tækja sem notuð era við brotin. Dómsmálaráðherra sagði að núgild- andi ákvæði um upptöku væru ekki nægilega skýr, en með breytingun- um væri dómurum heimilt að áætla ávinning af brotum. Ýmislegt fleira er á döfinni í for- vamamálum á vegum ríkisins. Ríkis- stjómin lýsir stefnu sinni svo, að efla þurfí forvamir, einkum þeim sem beint er að einstaklingum í áhættuhópum, að hefta þurfi að- gengi barna og ungmenna að fíkni- efnum, áfengi og tóbaki, auka öryggi almennings með fækkun fíkniefnag- tengdra brota, efla andstöðu í þjóðfé- laginu gegn notkun bama og ungmenna á fíkniefn-'- um, áfengi og tóbaki og að efla meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem orðið hafa fíkninni að bráð. Ráðuneyti og undirstofnanir þeirra eiga að útbúa framkvæmdaáætlun til að útfæra þessa stefnu ríkisstjóm- arinnar nánar og eiga þær fram- kvæmdaáætlanir að vera tilbúnar 1. mars 1997. Samvinna og samræming „Það er brýnast að fyrirbyggja þessa vá, en jafnframt verður hugað . að meðferðarmálum," sagði Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra. „Þar, eins og í forvörnunum, þarf að samræma þau úrræði sem til era.“ Dómsmálaráðherra tók undir þessi orð: „Sú vinna sem framundan er byggist á samstarfi allra," sagði Þorsteinn Pálsson. Lögregla og tollgæsla fá 60 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.