Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ H kerfisins telja sig geta varið ígildi eignarréttar útgerðarinnar á auð- lindinni með stuðningi við það. Andstæðingum núgildandi fyrir- komulags hefur heldur ekki lánast að sameinast um stuðning við ein- hvetja eina stjórnunaraðferð sem samrýmist kröfum um sameign á auðlindinni, hagkvæmni útgerðar og traustri stjórn á nýtingu fiski- stofnanna. Hvað er þá til ráða? Svarið er augljóslega málamiðlun sem felst í því að nota kvótakerfið áfram um einhvern tíma en tryggja samt sameign þjóðarinnar á auð- iindinni. Þetta er í raun hægt að gera með einföldum hætti. Það er að segja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf taki fullgildan þátt í viðskiptunum með aðganginn að nýtingu fiskistofnnna, það er, fái það verð sem gildir í viðskiptum á hveijum tíma. Auðvitað þjónar þessi aðferð ekki tilgangi sínum nema allir aðilar í útgerð hafi full- an og fijálsan aðgang að leigu veiðiheimilda á opnum markaði. Undirrituðum sýnist að öllum markmiðum um hagkvæmni sem talin eru nást í núgildandi fyrir- komulagi mætti ná þrátt fyrir þessa breytingu. Auk þess sem þeir sem bestan rekstur hefðu á hveijum tíma hefðu greiðari aðgang að auknum veiði- heimildum og þeir sem ekki yrðu samkeppnisfærir heltust fyrr úr lestinni. Allt af hinu góða sam- kvæmt lögmálum viðskiptalífsins. Röksemdir þeirra sem hafa stutt kvótakerfið vegna hagkvæmni þess gilda ekki síður um þetta fyrir- komulag. Það er skoðun undirritaðs að nú sé kominn sá tími að allir sem vilja standa vörð um sameign þjóðarinn- ar hvar í flokki sem þeir standa og hvaða fiskveiðistjórnunarfyrir- komulag sem þeir aðhyllast verði að sameinast um þá kröfu að á meðan frjálst framsal veiðiheimilda verði leyft taki eigandinn sjálfur fullan þátt í viðskiptunum. Takist að safna nægum stuðn- ingi vuð þessa málamiðlun er undir- ritaður viss um að möguleikar til að taka upp alvöru umræðu um annarskonar stjórnkerfi fiskveiða myndu opnast, vegna þess að öflug- ustu fylgjendur kvótakerfisins styðja það ekki síst vegna eignar- réttarins á veiðiheimildunum. Það er nauðsynlegt að alþingis- menn fái mjög skýr skilaboð um þær kröfur sem hér hefur verið lýst áður en þessi mál verða leidd til lykta á Alþingi. Því verður ekki trúað fyrr en í fulla hnefana að Alþingi íslendinga ætli að halda áfram blekkingaleik sem hvert mannsbarn í landinu sér í gegn um, það er að þjóðin eigi auðlind sem einkaaðilar braska með að vild sinni. BUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfceröu gjöfina - Auðlindin, þingið o g þjóðin Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins. Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 www.itn.is/tolvukjor tolvukjor@itn.is ^anon ^ TOIWUKJOB Á meðan fijálst framsal veiðiheimilda er leyft, segir Jóhann — Arsælsson, á eigandinn sjálfur að taka fullan þátt í viðskiptunum. út ákvæðið um sameign á auðlind- inni kæmu stjórnvöld heiðarlega fram við þjóðina og hættu að blekkja hana með tali um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum. Ef þessi yrði raunin er vert að velta því fyrir sér hvort það að afnema ákvæði um sameign á undirstöðuauðlind þjóð- arinnar og festa í sessi ígildi eignar- réttar einkaaðila á nýtingu hennar samrýmist stjórnarskránni oghvort það hafi í raun nokkurn tíma sam- rýmst ákvæðum hennar að leyfa kaup og sölu verðmæta sem úthlut- að er án endurgjalds til tiltekins afmarkaðs hóps. Málamiðlunarleiðin Hin leiðin er að koma á öðru fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða sem getur samrýmst því að þjóðin eigi auðlindina sameiginlega. Pjölmargar hugmyndir hafa ver- ið settar fram um það hvernig stjórna megi fískveiðum. Undirrit- aður hefur átt frumkvæði að því að leggja fram til umræðu á Al- þingi útfærða tillögu um sóknar- stýringu og er þeirrar skoðunar að slíkar stjórnunaraðferðir væru affarasælastar. En umræða um aðrar aðferðir við stjórn fiskveiða hefur ævinlega verið kæfð með fullyrðingum um að hagkvæmni kvótakerfis með fijálsu framsali væri mest. Það er fyrir löngu orðið ljóst að aðrar aðferðir við stjórn fiskveiða munu ekki fást ræddar í neinni alvöru á meðan fylgjendur kvóta- Yfirlýsing forsætisráðherra Á SÍÐASTLIÐNU vori lýsti Dav- íð Oddsson forsætisráðherra því yfir að strax og þing kæmi saman í haust yrði lagt fram og tekið til afgreiðslu frumvarp um veðsetn- ingu veiðiheimilda. Mál af þessu tagi hafa ítrekað verið lögð fyrir þingið en ekki hlot- ið afgreiðslu. Af yfirlýsingu forsæt- isráðherra má ráða að í þingliði Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins sé meirihluti fyrir því að undirstrika með þessum afdrifa- ríka hætti ígildi eignarréttar at- vinnurekenda í útgerð á hinni sam- eiginlegu auðlind þjóðarinnar. Átökin um eignarréttinn yfir fisk- inum í sjónum hafa staðið linnu- laust síðan kvótakerfínu var komið á og magnast ár frá ári síðan kaup og sala á veiðiheimildum voru gerð möguleg með lagasetningu. Frá upphafi var kappkostað af fylgjendum þessa fyrirkomulags að slá ryki í augu fólks með yfirlýsing- um um að þjóðin ætti fískinn í sjón- um, einungis væri verið að tryggja hagkvæmni í útgerð og hámarksaf- rakstur af fískistofn- unum. Auðvitað vissu allir sem kynntu sér málið vandlega að frelsi útgerðarmanna til að kaupa og selja að vild sinni aðganginn að auðlindinni hlyti að leiða til þess að útgerð- armenn fengju að lok- um algjört ígildi eign- arréttar á nýtingu fískistofnanna. Þetta hefur svo verið að sannast smám saman í gegnum árin. Og nú er svo komið að Al- þingi íslendinga er tilbúið sam- kvæmt yfirlýsingu forsætisráð- herraað setja sérstök lög um að útgerðarmenn megi veðsetja hina sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Með því væri undirstrikað rækilega að fyrsta grein laganna um stjórn fískveiða er markleysa. Auðvitað hefur tvískinnungsháttur þing- manna við þjóðina í þessu máli verið Alþingi til niðurlægingar og __ Jóhann Ársælsson rýrt stórlega virðingu almennings fyrir stjómmálamönnum en nú er komið að ögur- stund hvað varðar heiðarleik Alþingis við þjóðina. Við afgreiðslu boðaðs frumvarps um veðsetningu veiði- heimilda er í raun að- eins um tvær boðlegar leiðir að ræða ætli þingmenn að sýna þjóðinni tilhlýðilega virðingu. Að staðfesta hina raunverulegu stefnu Önnur leiðin væri sú að sam- þykkja frumvarpið en fella um leið fyrstu greinina út úr lögunum um stjórn fískveiða, það er að setja ákvæðin um að þjóðin eigi auðlind- ina sameiginlega. Með slíkri af- greiðslu væri Alþingi að undirstrika þá stefnu sem í raun hefur verið fylgt frá því að fijálst framsal veiði- heimilda var leyft. En jafnframt með því að fella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.