Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 57 DIGITAL ENGU LÍKT A|ðaesljos Guðni.TakaTvö LAST MAN STANDINGS DIGITAL ENGU LÍKT Skuggi er spennu- og ævintýramynd eins og þær gerast bestar. Stórskemmtileg saga, hröð, spennandi og fyndin, með úrvalsleikurum í öllum hlutverkum. Mynd sem allir skemmta sér konunglega á. HRÖNN Helgadóttir, á miðri mynd í fremri röð, ásamt fagmönnum og fyrirsæt- um sem tóku þátt í sýningunni. íslenskt hárgreiðslufólk á alheimsþingi Intercoiffure ALHEIMSÞING Intercoiffure-sam- takanna var haldið á Waldorf Astor- ia-hótelinu í New York nýlega. 18 aðilar frá íslandi tóku þátt í þinginu, en alls komu 1.350 manns frá 35 löndum þar saman til að ræða stöðu hárgreiðslufagsins í heiminum og til að sýna það nýjasta í hártískunni. íslenska fagfólkið sýndi á fjórum mismunandi sýningum. Þingið var opnað með sýningu Norðurland- anna, Norðurljós, en fulltrúi íslands á henni var Hanna Kristín Guð- mundsdóttir, listrænn stjómandi ICD á íslandi. Hún sýndi fjórar mismunandi útfærslur á hári tveggja fyrirsæta. Rut Daníelsdóttir sýndi heildarsköpun í hári og útliti fyrir hönd ungra fagmanna og Hrönnn Helgadóttir sýndi fyrir hönd Senior Artists. Þá var Elsa Haralds- dóttir valin Artistic Director Mon- dial og sýndi hún Intercoiffure-lín- una ásamt félögum frá Ameríku og HANNA Kristin Guðmundsdóttir ásamt fyrir- Hollandi. sætum sínum að lokinni sýningu. sími 551 9000 SAKLAUS FEGURÐ : GENE HACKMAN HUGH GRANT Arnold Schwarzenegger HETJUDÁÐ (jzuynetíi ‘Pattroiv (p '/nnu/ Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Dramatísk, vönduð og spennandi stórmynd sem tekur á viðkvæmum málum sem snúast um réttlæti, sannleika og heiður. Denzel Washington og Meg Ryan eru frábær i krefjandi hlutverkum sinum og má búast við Óskarstilnefningum næsta vor fyrir frammistöðu þeirra í þessari ógleymanlegu mynd. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Meg Ryan og Lou Diamond Phiilips. Leikstjóri: Edward Zwick (Glory, Legends of the Fall) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. b.í. uára. »Yana- prmsessan. atafellan Demi O * sYmflMSE Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.10. B. i. 14 ára. Síðustu sýningar. Vandræðalegt ___________TONPST_________________ Gcisladisku r ÓÐS MANNS ÆÐI Fyrsti geisladiskur Spírandi bauna. Spfrandi baunir eru Hannes, söngur/garg/búkhljóð. Dýri h/f, gítar. Elli, bassi. Aili, trommur. Salómon, dansari. Nonni Manager, manager. OU lög og textar eru eftir Spirandi baunir nema lagið Meira pönk, eftir Halla og Ladda. Spírandi baunir gefa sjálfar út og dreifa. Lengd 54.01. Verð 1999 kr. PÖNKIÐ lifir enn góðu lífí, í mörgum mynd- um þó, Spírandi baunir sem voru valdar athygl- isverðasta hljómsveit Músíktilrauna á þessu ári gáfu út í haust sinn fyrsta geisladisk, Óðs manns æði, nú fyrir jólin, á eigin vegum. Disk- urinn er nokkuð veglegur, bæði hvað varðar umbúðir og innihald, því hann inniheldur átján lög, sem þykir reyndar ekki mikið hjá pönk- hljómsveitum hvar lögin eru oftast stutt, enda tilgangslaust að eyða of löngum tíma í sama hlutinn ef maður kemur honum til skila. En magn og góðar umbúðir þýða þó auðvitað ekki gæði. Spírandi baunir leika eins og áður sagði pönk, hrátt og kraftmikið á stundum svo jaðrar við „speedmetai", lagsmíðamar eru ekki sérlega flóknar, en sumar nokkuð skemmtilegar, t.d. fyrsta lag plötunnar, Sunnanvindur, hvar radd- setning kemur mjög vel út og búrítæm-kaflinn í laginu Akatínatta. Besta lag plötunnar er lag- ið meira pönk eftir Halla og Ladda, perla í góðri túlkun baunanna. Hljóðfæraleikur plöt- unnar er góður, þ.e. baunimar vita hvað þær vilja gera og gera það, gítarieikur Dýra h/f er t.a.m. mjög þéttur og bætir upp hljóðfærafæð. Hljómurinn er og ágætur, hæfír tónlistinni en platan er frekar einsleit því hljómurinn og hljóð- færaleikurinn eru mikið til svipaðir alla plötuna. Gallinn við Spírandi baunir er hins vegar sá, ef litið er á textana, umslagið og útlit hljómsveitar- innar, að þeir reyna mikið að vera skrítnir. Það er ekkert að því að vera öðruvísi, og það fylgir mörgum hljómsveitum að klæða sig upp á einhvem hátt, enginn getur verið nákvæm- lega eins og heima hjá sér uppi á sviði, en það að leggja sig fram um og reyna að láta fólk halda að maður sé stórundarlegur leggst ekki vel í undirritaðan. Textinn við lagið Dracula er gott dæmi um þessi hallærislæti. „minn besti vinur var bitinn af dracula/já dracula/greyið hann, skjótum hann.“ Annað dæmi skal tekið úr laginu Akatínafa. „eins, zwei, polizæ/við borðum banana./hvað hef ég gert litlu stúlk- unni/ég ætlaði bara að stijúka henni“. Ekki sést heldur tilgangurinn með framhlið umslags- ins sem hefur enga tilvísun (svo undirritaðuf viti) og skrípalætin verða bæði hallærisleg og vandræðaleg fyrir hljómsveitina ef þau eru gerð í þeim eina tilgangi að láta hlustandann hugsa um það hvað hljómsveitin sé nú skrítin. Þegar öllu er á botninn hvolft koma Spírandi baunir hlustandanum fyrir sjónir sem hallæris- ieg grínhljómsveit en efnilegir lagasmiðir, góð tónlist þarf ekkert nema sjálfa sig og skraut og skrum, hvers kyns sem það er, gerir lítið gagn. Gísli Árnason Jagger er kominn heim ALLT er nú fallið í ljúfa löð aftur lyá rokksöngvaranum síunga Mick Jag- ger og eiginkonu hans, fyrirsætunni Jerry Hall, en sem kunnugt er urðu ítrekaðar fréttir af kvennafari söngvar- ans til þess að Hall leitaði ráða hjá skilnaðarlögfræðingi fyrr í vetur. Hall hefur fyrirgefið Jagger daðrið og hann er fluttur heim en hann hefur búið á hótelherbergi í London undanfarnar vikur. „Deilunum er lokið og tannburst- inn er kominn aftur inn í baðskápinn,“ sagði fjölskylduvinur í samtali við breskt dagblað. Nýlega sagði Hall í tímaritsviðtali að hún vonaðist alltaf til að Jagger myndi vaxa upp úr því að vera sífellt að daðra við aðrar konur. ,,Ég lifi í voninni. Það er ekkert eins niðurlægjandi og að elska einhvern svo mikið að maður fyrirgefur viðkomandi alltaf ótryggðina," sagði Jerry Hall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.