Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 13 FRÉTTIR Morgu nbl aðið/Ásdís MAGNÚS Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga tók við viðurkenningar- skjali Þroskahjálpar úr hendi Benedikts Davíðssonar. Jóhann Arnfinnsson, formaður dóm- nefndar stendur þeim á hægri hönd. KAUPFÉLAG Eyfirðinga hlaut viðurkenningu Landssamtaka Þroskahjálpar á alþjóðlegum degi fatlaðra sem haldinn var hátíðlegur í gær. Landssamtök- in Þroskahjálp eru tuttugu ára um þessar mundir en viður- kenningin er nú veitt í fjórða sinn, íslensku fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar atvinnu- stefnu vinsamlega fötluðum. Dómnefnd var skipuð full- trúum aðila vinnumarkaðarins auk fulltrúa Þroskahjálpar. Jóhann Arnfinnsson formaður dómnefndar tilkynnti úrslitin og sagði Kaupfélag Eyfirðinga KEA hlaut viðurkenn- ingu Þroska- hjálpar hafa orðið fyrir valinu því í starfsmannastefnu þess er ákvæði um að störfum skuli skipað þannig að fatlaður geti einnig sinnt þeim. „Slíkt ákvæði er nýjung hér á landi og verður vonandi öðrum fyrir- tækjum til eftirbreytni,“ sagði Jóhann. Þrír þroskaheftir starfsmenn vinna hjá KEA en auk þess eru tveir þroskaheftir í starfsþjálfun. Benedikt Davíðsson fyrrver- andi forseti ASÍ afhenti Magn- úsi Gauta Gautasyni, kaupfé- lagssljóra KEA viðurkenning- arskjal og listgrip, keramikvasa sem hannaður er af Ólafi Ólafs- syni, fötluðum listamanni frá Selfossi. Magnús kvaðst vera þess fullviss að viðurkenningin væri sljórnendum fyrirtækisins hvatning til að gera enn betur í málefnum fatlaðra. Staða raungreinakennslu rædd á Alþingi Niðurstöður könnunar vísi veginn til umbóta „ÍSLENZK þjóð situr nú hnípin þeg- ar hún gerir sér grein fyrir nið- urstöðum alþjóðlegrar könnunar á menntun skplabarna í raungrein- um,“ sagði Olafur Orn Haraldsson, sem hóf umræður utan dagskrár á Alþingi um þetta málefni í gær. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að áður en endanlegar ályktanir verði dregnar af niðurstöð- um könnunarinnar skyldu þær greindar betur svo þær gætu vísað veginn til umbóta. „Mín niðurstaða er fyrst og fremst sú,“ sagði ráðherra, „að áður en endanlegar ályktanir verði dregnar þurfi að greina TIMMS-gögnin bet- ur, þannig að þau geti vísað okkur veginn." I þeim gögnum sé að finna mun meira af upplýsingum en nú hafa verið gerðar opinberar og að sögn sérfræðinga Rannsóknarstofn- unar um uppeldis- og menntamál ætti slík greining að geta legið fyrir innan 6-9 mánaða. Menntamálaráðherra sagði að nú þegar væri á vegum ráðuneytisins hafin vinna á mörgum sviðum, sem á að styrkja stöðu íslenzkra nem- enda. Nefndi hann í því sambandi endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla, sem á að Ijúka fyrir mitt ár 1998, og að fyrstu skrefin hefðu verið stigin í átt að samræmdu námsmati, m.a. með því að tekin hafa verið upp samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk grunn- skóla. Ráðherra sagði það geta tekið mörg ár að bæta námið svo viðun- andi sé. Ráðherra benti á, að íslendingar hefðu á síðustu árum tekið þátt í fleiri alþjóðlegum samanburðarrann- sóknum, t.d. í læsi, þar sem útkom- an hefði verið okkur mun hagstæð- ari. Sagði hann þörf á að við tækjum þátt í fleiri slíkum könnunum, til þess að betri heildarmynd fengizt af stöðu íslenzkrar grunnskóla- menntunar. Skólastefna „meðal- mennskunnar“ Málsheflandi, Ólafur Örn Har- aldsson, sagði í framsögu sinni, að sá andi sem fram kæmi í skólastefn- unni ætti afgerandi þátt í því hvern- ig komið sé. „Sá andi lýsir sér í skorti á aga, skorti á metnaði og skýrum markmiðum og skorti á hvatningu og eðlilegum kröfum til nemenda," sagði Ólafur. Aðalorsök vandans er þó að sögn Ólafs „stefna meðalmennskunnar", sem ríkt hefði í skólakerfinu, „þar sem öllum nem- endum hefur verið blandað saman, enginn hefur mátt skara fram úr og enginn hefur heldur mátt sitja efti_r.“ Ólafur sagði grunninn að þessu kerfi allvíða að finna, en forskrift þess væri hvergi skráð „í jafn átak- anlegu formi og í aðalnámskrá frá 1989“, þar sem segir: „Æskilegt er að ólíkir nemendur séu saman í bekkjardeildum. Því ber að forðast einhæfa röðun í bekki eða hópa til lengri tíma, t.d. út frágetu, hæfileik- um eða kynferði.“ Olafur fagnaði því, að nú væri í menntamálaráðu- neytinu verið að vinna að nýrri nám- skrá, sem taka myndi við af þessari „úreltu námskrá úr fortíð Svavars Gestssonar". Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, vísaði gagn- rýni Ólafs Arnar á fyrri störf sín á bug og sagði að ein ástæða slaks árangurs íslenzkra nemenda í alþjóð- legum samanburði væri sú, að hér sé „rík húmanísk hefð“, sem bitni á raungreinakennslu. Hann skoraði á menntamálaráðuneytið að stilla saman öll fræðsluyfirvöld í landinu til að taka á vandanum. Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður menntamálanefndar Alþing- is, sagði niðurstöður könnunarinnar ekki hafa komið á óvart; þær stað- festu það sem marga hefði grunað lengi, að raungreinakennsla í skólum iandsins væri í ólestri. Þær ættu að verða tilefni til að „við beinum kröft- um okkar að því að bæta skólakerf- ið, gera meiri kröfur til árangurs og leggja þá sérstaka áherzlu á raungreinar." Rangar fyrirmyndir? Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði að hafa beri í huga, að könnunin hefði aðeins náð til raungreina en ekki annarra kennslugreina, og væri þannig ekki allsheijar áfellisdómur yfir íslenzka skólakerfinu. Hann vakti einnig at- hygli á því, að útkoma Islendinga sé svipuð og hinna Norðurlanda- þjóðanna. í ljósi þess, að í skólamái- um hafi lengi verið leitað fyrir- mynda á hinum Norðurlöndunum vakni upp sú spurning, hvort við hefðum sótt okkur fyrirmyndir á röngum stöðum. Athyglisvert við niðurstöðurnar sé, að þau ríki sem best koma út eru ríki SA-Asíu. Umhugsunarvert væri, að þar ríkti meiri agi og samkeppni í skólakerf- inu. mundir þú fá þér þú ynnir rúmlega 44 Rrsilijonir i m un r I Til mikils að vinna! Alla miövikudaga fyrirkl. 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.