Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerö
Smákökur
Á aðventunni fínnst mér dásamlegt að sitja
við kertaljós og maula smákökur segir
Kristín Gestsdóttir sem bakar sínar
smákökur snemma.
ÍSLENDINGAR hafa lengi bak-
að smákökur fyrir jól og aðrar
hátíðir, þó þær tengist einkum
jólum hjá okkur í dag.
Formæður okkar bökuðu fín-
ustur smákökur við mjög erfiðar
aðstæður og hefði líklega fundist
verkið létt við þau þægindi sem
nútíma fólki eru búin í dag.
Fyrsti kolakynti bakaraofninn
kom til landsins árið 1860, en
fram að þeim tíma notuðu efna-
meiri heimili svokallaðaar lokp-
önnur, sem voru eins konar slétt-
botna pottar 17-18 sm á hæð.
Potturinn stóð á fótum og ofan
í hann gekk lok. Ofan á lokið
var sett glóð og honum stungið
í svarðarglóð eða móglóð. Hægt
var að baka 8-10 smákökur í
einu í lokpönnunni, svo að fyrir-
höfnin hefur verið ærin. Fátækl-
ingar sættu sig við lummur,
pönnukökur, kleinur og laufa-
brauð sem útheimti hvorki lokp-
önnu né bakaraofn. Árið 1736 í
elstu heimild um laufabrauð seg-
ir Jón Ólafsson frá Grunnavík
að laufabrauð sé íslendingum
sætabrauð. í bók Þóru Andreu
Nikolínu Jónsdóttur frá árinu
1858 eru 15 smákökutegundir,
en í bók Mörtu Maríu Stephen-
sen frá árinu 1800 er aftur á
móti engin smákökuuppskrift. í
Kvennafræðara Elínar Briem frá
1888 eru 13 uppskriftir sem
kalla má smákökur. Þegar kem-
ur fram á þessa öld eru fleiri
bækur útgefnar og eru í þeim
margar smákökuuppskriftir,
enda hafa þá væntanlega nokkur
heimili eignast bakaraofn. Nú á
dögum er enginn hörgull á smá-
kökuuppskriftum, enda bakar
fólk mikið af þeim fyrir jólin og
kaupa má tilbúnar alls konar
smákökur. í þessum þætti er
uppskrift af fjórum tegundum
úr sama deigi og er ótrúlegt hve
bragðið breytist með smábreyt-
ingum. Þetta er
handhæg
uppskrift
fyrir lítil
heimili
eða þá sem
hafa lítinn tíma en vilja baka
sínar smákökur sjálfir.
Fjórar smákökuteg-
undir úr einu deigi
500 g (9 dl) hveiti
200 g (4 dl) flórsykur
200 g smjör (ekki smjörlíki)
__________2 lítil egg______
Setjið allt í skál og hnoðið
vel saman. Skiptið síðan í fjóra
hluta. Þessar kökur renna ekki
mikið út. Hver hluti er mótaður
í 5 sm þykka rúllu, sem hver
er skorin í 25-30 sneiðar. Bak-
araofninn er hitaður í 210°C,
blástursofn í 200°C. Kökurnr
eru bakaðar í 7-8 mínútur.
1. tegund.
Spesíur.
Ekkert er sett saman við
þennan hluta. Rúlla er mótuð
og deigið skorið í sneiðar.
2. tegund.
Súkkulaðispesíur
með möndlum
1 msk. kakó er sett saman
við deigið. Það síðan rúllað í
lengju sem skorin er í sneiðar.
Rúllan er áður pensluð með
eggjahvítu og henni velt upp
úr fínt söxuðum hnetum og
sykri.
3. tegund.
Kirsuberjakökur
3 rauð, 3 græn og 3 gul sykr-
uð kirsuber eru söxuð frekar
fínt og sett saman við deigið.
Það síðan rúllað í lengju sem
skorin er í sneiðar.
4. tegund.
Appelsínukökur
með súkkulaðimola.
Rifinn börkur af einni app-
elsínu er settur út í deigið.
Það síðan rúllað í lengju sem
skorin er í sneiðar. Einn súkk-
ulaðidropi er settur ofan á
hveija köku.
Súkkulaðidropar fást tilbúnir
plastpokum.
/"X w
þ,
^t>«««:»
Jólaskórnir komnir
4 gerðir af uppreimuðum
slelpuskóm í sl. 28-37.
Smáskór
í bláu húsi við Fákafen.
IDAG
Með morgunkaffinu
Ást er...
hiö jaröbundna sem
heiilar.
TM Reg U.S. Pat Off. — all rights reserved
(c) 1996 Los Angeles Times Syndicate
Æ, æ. Fékkstu heldur
ekkert gott í hádeginu
heima þjá þér í dag?
SKAK
Umsjón Margcir
Pétursson
SVARTUR leikur og vinnur
STAÐAN kom upp á heims-
meistaramóti unglinga 20
ára og yngri í Medellin í
Kólumbíu í nóvember.
Pólski stórmeistarinn R.
Kempinski (2.510) var með
hvltt, en Frakkinn H. Tir-
ard (2.395) hafði svart og
átti leik.
27. — Hxc4! 28. bxc4 —
Rf2+! og hvítur gafst upp,
því hann verður mát eftir
29. Hxf2 — Hbl+ og tapar
drottningunni með skák eft-
ir 29. Kgl — Rxh3+.
Emil Sútovskí frá ísrael
var stigahæsti keppandinn
og sigraði örugglega með
10 v. af 13
mögulegum.
2—3. Zhang
Zhong, Kína og
Gyimesi, Ung-
verjalandi 9 v.
4—8. Frydman,
Lettlandi,
Nisipeanu,
Rúmeníu, Kac-
heishviii, Georg-
íu, Macherr-
amsade, As-
erbadsjan og Is-
hanov, Kasakst-
an 8'A v. 9—10.
Sharijasdanov,
Rússlandi og Lyrberg, Sví-
þjóð 8 v. o.s.frv.
I stúlknaflokki sigraði
kínverska stúlkan Zhu Chen
með 12 v. af 13, en Peptan,
Rúmeníu varð önnur með
9‘/2 v.
Að sögn fór mótið vel
fram og aðbúnaður kepp-
enda frábær, en eins og
kunnugt er er Medellin aðal-
lega fræg fyrir háa morðt-
íðni og blóðuga baráttu eit-
urlyfjahringa.
VELVAKANDI
Svéirar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Áfram Latibær
VIÐ hjónin fórum ásamt
syni okkar á leikritið
Áfram Latibær í Loftk-
astalanum fyrir nokkru
og skemmtum okkur al-
veg frábærlega. Magn-
úsi Scheving og Baltasar
Kormáki, ásamt frábær-
um leikurum í öllum
hlutverkum, hefur tekist
að gera skemmtilega
fjölskyldusýningu með
góðum og heilbrigðum
boðskap sem á erindi við
alla.
Magnús (íþróttaálfur)
svífur um allt sviðið og
Steinn Ármann „Skaga-
skelfir" sem Siggi sæti
fer á kostum.
Takk fyrir góða
skemmmtun, áfram
Latibær!
Fjölskyldan
Helgugötu 1,
Borgarnesi.
Gæludýr
Læða í óskilum
BRÖNDÓTT læða, sem
er hálfstálpaður kettling-
ur, hefur verið í óskilum
í Kambaseli frá því að-
faranótt fimmtudagsins
28. nóvember sl. Eigand-
inn er beðinn að vitja
hennar í síma 567 0240.
Þekkir einhver fólkið
ÞETTA póstkort var sent hafi samband í síma
Velvakanda með þeirri 581-2186. Póstkortið var
ósk; að þeir sem telja sig selt var á Þingvöllum árið
þekkja fólkið myndinni, 1930.
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
SKEMMTUNIN sem sjónvarps-
áhorfendum stóð til boða í
Ríkissjónvarpinu síðdegis á
sunnudag var mikil, en það var
að sjálfsögðu bein útsending á
landsleik Islendinga og Dana í
handknattleik, sem fram fór í Ála-
borg.
íslensku strákarnir fóru á kost-
um, sérstaklega í seinni hálfleik,
dyggilega studdir af um 800 ís-
lenskum áhorfendum á áhorf-
endapöllunum. Raunar var
stemmningin svo mikil meðal ís-
lensku stuðningsmannanna, að
þeir yfirgnæfðu algjörlega dönsku
áhorfendurna, sem þó voru á milli
18 og 19 hundruð. Auðvitað er
það alltaf ánægjuefni þegar ís-
lenskir íþróttamenn standa sig vel
á erlendri grundu, hvort sem um
einstaklingsíþróttir er að ræða,
eða hópíþróttir, þar sem teflt er
fram heilu landsliðunum. Víkveiji
hallast þó að því að enn sé sigur
á Dönum mun sætari en nokkur
annar sigur.
EITT þeirra skylduverka, sem
þeir, sem reka heimili á annað
borð, verða að axla, hvort sem þeim
líkar betur eða verr, er að kaupa
inn til heimilisins. Víkveiji hefur
um margra ára skeið haft heimilis-
innkaupin í nokkuð föstum skorðum
- hann kaupir sjaldan inn, en mik-
ið í hvert sinn. Ekki verður sagt
að þessi innkaup verði oft tilefni
til nánari hugleiðinga eða útlegg-
inga, en út af þeirri venju var
brugðið í síðustu viku, með áþreif-
anlegum, eftirminnilegum og
áreynslumiklum hætti. í lok vinnu-
dags á þriðjudegi fór Víkveiji í inn-
kaupaleiðangur í eina af verslunum
Hagkaups. Þar sem Víkveiji stóð
og valdi í frystiskápinn úr lq'ötborði
verslunarinnar, varð skyndilega al-
myrkvi í versluninni og í kjölfarið
fylgdi grafarþögn sem varði í nokk-
ur augnablik.
xxx
EFTIR skamma stund kviknuðu
ljós á nýjan leik, þar sem
vararafstöð fyrirtækisins hafði far-
ið í gang. Tölvuvogir voru þó raf-
magnslausar, þannig að haldið var
að kassanum með sneisafulla inn-
kaupakerruna. Fimm eða sex
plastpokar voru fylltir, reikningur-
inn greiddur og haldið heim á leið.
En vegna þess að eldingavari á
Geithálsi hafði sprungið, var allt
höfuðborgarsvæðið rafmagnslaust
og því var lyftan þar sem Víkveiji
býr, auðvitað jafn rafmagnslaus
og önnur rafknúin tæki. Því þurfti
fjölskyldan að paufast í niða-
myrkri, með níðþunga plastpokana
upp alla stigana. Það var eins og
við manninn mælt, um leið og
pokaskjöttunum hafði verið hrúgað
inn á eldhúsgólf og kveikt á nokkr-
um kertum, þá varð ljós á nýjan
leik. Þannig telst Víkveija til að
rafmagnið hafi farið af hans bæjar-
hluta í nákvæmlega 18 mínútur -
einmitt þær 18 mínútur sem Vík-
veiji þarf svo mjög á rafmagninu
að halda, svona á tveggja vikna
fresti.