Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 43 ti . ) « J « « J « « « 4 i 4 4 i 4 ( 4 4 í I ( HELGI EIRÍKSSON + Helgi Eiríksson fæddist 28. febrúar 1954. Hann lést í Reykjavík 24. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 3. desember. Hinsta kveðja frá skátafélaginu Skjöldungum Horfinn er á braut traustur félagi og vin- ur. Skarð var höggvið í raðir félagsmanna skátafélagsins Skjöldunga við formálalaust brott- hvarf félaga okkar og skátabróður, Helga Eiríkssonar. Ungur að árum gekk Helgi til liðs við skátahreyfínguna, þegar hann hóf störf í skátafélaginu Skjöldungum, þar sem hann starf- aði nánast óslitið allt til dánardags. Skátastarfíð átti vel við Helga og hann naut sín í félagslegu um- hverfí skátahreyfíngarinnar og lagði sitt af mörkum til mótunar þess. Á kraftmiklu lífshlaupi gegndi hann öllum foringjastörfum í skáta- félaginu og setti mark sitt á starf félagsins, fyrst sem ungur skáti og síðar sem skátaforingi þar sem hann hreif með sér fjölda ungra einstaklinga inn á brautir skátalífs- ins, til útilífs og félagslegra starfa. Þar tókst honum með undraverðum hætti að virkja skátana til að axla ábyrgð og gera þá að virkum þátt- takendum í samfélaginu. Gildi skátahreyfíngarinnar og grundvöllur var Helga hugleikið. Hann hreifst af uppeldisaðferðum hreyfíngarinnar og sökkti sér í sögu hennar og hugmyndafræði. Rit, greinar og ræður um þessi mál liggja eftir Helga en á því sviði var hann afkastamikill sem og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Helgi lætur hvarvetna eftir sig minnisvarða og vitnisburð um fá- dæma starfsorku, þrautseigju og dug. Skátaskálinn Kútur í Skarðs- mýraríjalli er til vitnis um þetta. Skálinn var afhentur skátafélaginu Skjöldungum árið 1988 og hófst þá Helgi umsvifalaust handa við enduruppbyggingu þessa aldna skátaskála. Mikið félagslíf myndað- ist um verkefnið og þegar það stóð sem hæst hafði allgóður hópur ungra einstaklinga gengið til liðs við Skjöldungana til þess að taka þátt í ævintýrinu. Helgi skildi vel gildi útilífsins fyrir skátastarfið og lagði hann mikla áherslu á að glæða starfíð ævintýraljóma. Útilífið var þungamiðjan í starfinu, að endur- byggja gamlan fjallaskála féll vel að þessum hugmyndum og tókst honum á skömmum tíma að byggja upp öfluga dróttskátasveit í kring- um skálann. Skálinn ber einnig vitni um fá- dæma smekkvísi Helga sem var list- rænn maður og fagurkeri hvað við- vék öllu stílbragði. Allt hans hand- bragð og sú vinna sem hann leiddi við endurgerð skálans ber þess greinileg merki, enda er skálinn í dag glæsileg og hlýleg vin þeim skátum sem leggja leið sína um Hellisheiði og hvati fyrir unga skáta að axla bakpokann og halda til fjalla. Víða má sjá merki um næmt auga og haga hönd enda var sama hvar Helgi bar niður, allt lék í hönd- um hans, hvort sem var glæsilegur garður við Laugarásveginn, ljós- myndir, teikningar eða skrautrituð skinnin á veggjum skátaheimilisins. Stórbrotin náttúra landsins hreif Helga. I fjallasölum og á fjallstopp- um sameinuðust áhugamál hans og þar fékk hann útrás fyrir kraft og keppnisvilja. Það var í tengslum við náttúruna sem Helgi naut sín best í skátastarfínu. Ógleymanlegar eru þær fjallaferðir sem Helgi skipu- lagði og veitti fararstjóm. Kraftur og viljastyrkur hans fönguðu marga skáta sem lögðu land undir fót með honum ámm saman og ófáir eru þeir hópar sem Helgi tók að sér að leiða um náttúm landsins, oft við afar erfið skilyrði. Það em ekki eingöngu skátam- ir og nánustu félagar sem varðveita í hugum sínum minningar frá fögmm fjallasölum, því Helgi leiddi einnig hópa ferðafélaga svo sem Útivistar og Ferðafélagsins. Fáir voru þeir landshlutar sem Helgi þekkti ekki til hins ýtrasta enda vart til sú náttúmparadís að Helgi hafí ekki lagt land undir fót til að líta hana augum og að auki var Helgi víðles- inn um landið, þjóðina og söguna. Sterkustu minningar sem við félag- ar varðveitum frá Helga em úr ferðalögum okkar. Oftar en ekki var það Helgi sem hafði þar alla forgöngu, enda góður fararstjóri með víðtæka þekkingu á útivist. Rit og fyrirlestrar hans um þessi efni em til vitnis um viðamikla þekkingu á útilífí, en þar sem ann- ars staðar lét Helgi ekkert hálfkák duga. Fyrirlestarar og námskeið fyrir Björgunarskóla Landsbjargar, Bandalags íslenskra skáta, Útivist, Ferðafélag íslands og Hjálparsveit skáta Reykjavík. Öll þessi félög nutu góðs af störfum Helga á þessu sviði sem öðmm. Við samningu rita og fyrirlestra á þessu sviði beitti Helgi vinnbrögðum fræðimannsins, sagnfræðingsins og kennarans, ár- angurinn lét ekki á sér standa og ekki hægt að segja annað en að áhrif hans á skátastarfið muni vara lengi. Rit eins og „Upp til fjalla“ eftir Helga mun varðveita minningu hans og seint falla úr gildi sem fræðslurit á sviði útilífs fyrir skáta. Margir skátar eiga góðar minn- ingar frá kvöldvökum og varðeldum sem Helgi stjórnaði enda var hann góður gítarleikari og áhugi hans og þekking á tónlist gerði honum kleift að hrífa með sér fjöldann í söng og gleði á einlægan hátt. Þegar Ijósið loftin gyllir, logar frelsið brjóstum í. Gamla slqóðu skátinn fyllir, skundar út. Þegar bær að baki er, breyska vind’í faðm mér tek. Inn á heiðum skátaher, hitti ég. (Helgi Eiríksson) Það er með djúpum og einlægum söknuði sem við kveðjum félaga okkar og vin Helga Eiríksson. Ávallt mun minningin um dreng- skap hans og dug varðveitast í verk- um hans og hugum félaganna sem sameinuðust í skátastarfinu. Skátafélagið Skjöldungar, vinir og félagar færa fjölskyldu Helga einlægar samhúðarkveðjur. Félagar í Skjöldungum. Helgi Eiríksson tók ástfóstri við það sem hann gerði hveiju sinni. Hann gerði allt mjög vel og helst aðeins betur. Við Helgi kynntumst almenni- lega á menntaskólaárum og með okkur var náinn vinskapur alla tíð þótt sambandið yrði strjálla seinni árin eins og gengur. Um nokkurra ára bil vorum við einnig tengdir fjölskylduböndum en engu breytti um vinskap okkar Helga þótt þau bönd rofnuðu. Helgi Eiríksson vildi hafa sitt lag á hlutunum og gerði gjarnan sitthvað sem við hinir létum okkur ekki einu sinni dreyma um. Hann var ráðdeildarsamur og hóf- samur en þegar hann lét eitthvað eftir sér gerði hann það ekki í nein- um hálfkæringi. Þannig sparaði hann og safnaði og eignaðist full- komnustu hljómflutningstæki sem ég man eftir á sama tíma og maður þóttist góður að eiga brúklegt ferðatæki. Urðu þá ferðir til Helga að hátíðarstund þegar s'etið var og hlustað á hljómlist af ýmsu tagi úr voldugum tækjum hans. Síðar kom hann sér upp vélsleða á meðan slík tæki voru harla óþekkt hér á landi. Alltaf var ég velkominn þátttakandi þótt ekki hefði ég lagt til fé í fyrir- tækið. Þess vegna var það svo að þegar við skömmu eftir stúdents- próf tókum mótorhjólapróf, var það auðvitað tekið á mótorhjólinu hans Helga. Heimalagaði bjórinn hans var líka sá eini sem var drekkandi á þessum árum. Allt hans líf og starf var markað slíkum þægileg- heitum, lipurð og greiðasemi við náungann að seint mun annar slík- ur maður finnast. Helgi Eiríksson var skáti af lífi og sál, íþróttamaður og útivistar- maður mikill. Við áttum ekki sam- leið í skátastörfum en störf Helga þar voru mikilsháttar. Einhvern veginn var eins og Helgi vildi eiga þar sinn einkaheim. Það hentaði honum að hafa skátastarfið í hæfí- legri fjarlægð frá okkur skólafélög- um sínum og vinum. í skátunum ræktaði hann annan kafla í sjálfum sér með góðu fólki. Helgi fór á fjöll, einn og með öðrum og tók þátt í störfum björgunarsveita af kappi. Hann stundaði alla tíð ýmsar íþrótt- ir og var ævinlega vel á sig kominn líkamlega. Mér þótti gott að leita til Helga þegar ég vildi taka heilsur- ispu enda taldi hann ekki eftir sér að hlaupa með mér út og suður, lyfta, hjóla eða gera annað það sem hann taldi að ég þyrfti á að halda. Helgi aðhylltist alla tíð sjónarmið sjálfstæðismanna en blandaði sér lítt í stjórnmál þar til fyrir fáum árum. Þá gerði hann það af fullum krafti eins og annað sem hann gerði um ævina. Hann tók sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins, varð formaður Oðins og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokk- Helgi Eiríksson var heiðursmað- ur að breskum hætti. Hann var Ijúf- menni, drengskaparmaður og höfð- ingi en fyrst og fremst var hann mikill vinur. Megi Guð blessa minn- ingu hans. Ég votta fjölskyldunni mína inni- legustu samúð. Óskar Magnússon. Fregnin um andlát Helga Eiríks- sonar kom sem reiðarslag yfir okk- ur samferðamenn hans. Ekki ein- ungis af því að hann var aðeins 42 ára gamall, heldur ekki síður vegna þess að hann var betur á sig kom- inn líkamlega heldur en flest okk- ar, vegna reglulegrar þjálfunar til margra ára, en hann var einmitt að skokka í Laugardalnum þegar hann hné niður og var allur á svip- stundu. Við Helgi kynntumst á unglings- árum og áttum samleið alla tíð síð- an. Á skólaárum hrifumst við af útiveru og fjallamennsku og geng- um saman í björgunarsveit. Á seinni árum hittumst við reglulega ýmist til þess að fara saman í ferðalög eða til þess að skiptast á skoðunum um menn og málefni. Helgi var afskaplega þægilegur og prúður maður í öllum samskipt- um og skemmtilegur ferðafélagi. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR IIÓTEL LOFTLEIÐIR Hann eignaðist fleiri áhugamál en flestir menn og sökkti sér niður í hvert þeirra fyrir sig þannig, að það var fátt sem viðkom viðkomandi málefni, sem hann hafði ekki nán- ast fullkomna þekkingu á. Ekki voru allar ferðir okkar jafn árangursríkar. Einhveiju sinni hringdi ég í Helga að vetri til þegar blindhríð geisaði utandyra og bar mig illa yfír því að öll skíðalönd væru lokuð vegna veðurs, en mig langaði til fjalla. „Þá er fært fyrir okkur“ sagði Helgi og var mættur skömmu síðar á jeppanum með allt til alls. Var síðan haldið af stað, en segir fátt af afrekum okkar í útivist þann daginn, hins vegar brögðuðust vöfflurnar og kakóið ágætlega í Skíðaskálanum. Helgi heillaðist ungur að klass- ískri tónlist og spilaði laglega á píanó. Ef hlusta átti á góða tónlist af hljómplötum þá var hvergi hægt að gera það við betri skilyrði en uppi á lofti að Laugarásvegi 57, því Helgi kom sér ungur upp betri hljómflutningstækjum heldur en aðrir höfðu ímyndunarafl til á þeim árum. Slík tækjakaup voru ávallt framkvæmd að undangenginni ítar- legri athugun á því sem var í boði á heimsmarkaði hveiju sinni. Minn- ist ég í því sambandi þegar við fyr- ir rúmum 25 árum ætluðum að kaupa okkur skjólflíkur til útivistar. Þá þótti okkur ekkert nothæft sem fékkst hér á landi, heldur sérpönt- uðum við okkur anorakka frá Eng- landi að undirlagi Helga og skyldu buxur fylgja með. Þegar sendingin barst þá hafði hún að geyma tvo anorakka og efn- isstranga ásamt bréfí frá fyrirtæk- inu, þar sem þeir báðust afsökunar á því að hafa ekki átt buxur til að senda okkur, en sendu efnið í stað- inn. Okkur Helga þótti þetta hin púkalegasta afgreiðsla og bárum ekki við að láta sauma á okkur buxur. Hins vegar skemmtum við okkur oft við það á seinni árum að ræða hvað við ættum að gera við þessa sameign okkar, efnisstrang- ann, sem er ennþá til ofan í geymslukassa. Síðast þegar ég leit inn til Helga á Laugarásveginum fyrir skömmu, þá sagði hann mér frá ýmsum frek- ari framkvæmdum sem hann vildi koma í kring í húsinu og á lóðinni SJÁ NÆSTU SÍÐU t Eiginmaður minn, BALDUR JÓNASSON, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjvíkur mánudag- inn 2. desember. Lára Árnadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, er andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 1. desember sl., verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugar- daginn 7. desember kl. 10.30. Þórir Ólafsson, Ingunn Valtýsdóttir, Olafur Kristinn Ólafsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Bruno Hjaltested, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI BACHMANN, Bólstaðarhlið 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 6. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga í símum 562 8388 og 562 1722. Ingveldur Albertsdóttir Bachmann, Rúnar Bachmann, Guðrún B. Hauksdóttir, Petrína Bachmann, Sigríður Bachmann, Jón Egill Bergþórsson, Þórdís, Daníel, Inga, Skúli og Egill. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi, er lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. nóvember síðastliðinn, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 5. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er sérstaklega bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Vilhjálmur Ólafsson, Einar Ingólfsson, Stefnán Daði Ingólfsson, Katrín M. Þorbjörnsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Valgeir Valgeirsson, Pétur Vilhjálmsson, Trausti Óttar Steindórsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.