Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 19'96 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lokið átta mánaða ævintýraferð fimm manna íslenskrar fjölskyldu yfir Afríku endilanga „Gríðarlega stór og góð gjöf“ VEGABRÉF Friðriks Más Jónsson- ar, Birnu Hauksdóttur og þriggja barna þeirra, Andra, Rannveigar og Stefáns, bera þess glögg marki að þau hafa komið víða við á ferða- lagi sínu um Afríku seinustu átta mánuði. Lauslega áætlað eru stimplarnir um fjörutíu talsins og ekki að fínna auðan blett fyrir frek- ari áritanir og staðfestingar á inn- göngu til nýrra landa. Fjölskyldan kom heim í gær með Brúarfossi eftir að hafa búið erlend- is í rúm sex ár og var auðsæ til- hlökkun hjá þeim að halda loks jól á íslandi, en hingað hafa þau ekki komið nema tvívegis á þessum tíma og staldrað stutt við í bæði skiptin. Hangikjöt, svið og hamborgar- hryggur eru ofarlega á óskalistan- um. Spennandi erfiðleikar Feginleikinn er þó nokkrum ugg blandinn, enda þau hjón ekki búin að tryggja sér vinnu eða íbúð til langframa. Upphaflega hélt fjöl- skyldan út vegna starfa Friðriks, sem var ráðinn vélstjóri á skip á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands í Namibíu. „Fljótlega eftir að við komum til Afríku vaknaði sú hugmynd að keyra heim á leið þegar ráðningar- ssamningurinn rynni út og hún tók á sig fastmótaða mynd eftir því sem á leið dvölina þama. Við gerðum okkur hins vegar enga grein fyrir því hversu mikið fyrirtæki slík ferð væri. Í júlí í fyrra hófst hins vegar undirbúningurinn fyrir alvöru og í honum er mesti kostnaðurinn fólg- inn,“ segir Bima. Af mörgu er að taka í því sam- bandi, meðal annars eru dýrar tryggingar fyrir fjölskylduna og bílinn og gjöld fyrir hann, lyfja- reikningar, útilegubúnaður og margt fleira. Þau segjast ekki hafa tekið saman heildarkostnaðinn, en þó sé ljóst að ferðin sé töluvert dýrari en reiknað var með, ekki síst vegna ófyrirsjáanlegra tafa og peningafíknar embættismanna í Zaire. Þau fóru um sextán lönd í Afr- íku og nokkur til viðbótar í Evrópu á heimleið, en aðspurð segjast þau sammála um að ferðin um Zaire hafi verið hápunktur ferðarinnar þótt Friðrik laumi út úr sér glottu- leitur að krökkunum hafí fundist mest til um að reka augun í McDonalds-hamborgarastað í Ma- rokkó. Rannveig neitar því hins Fimm manna íslensk fjölskylda sneri heim í gær eftir sex ára búsetu í Afríku og átta mánaða viðburðaríkt ferðalag yfir álfuna. Ævintýrin hafa verið á hverju strái. mennirnir skorðuðu sig á þrepunum sitthvorum megin og stóðu þar að landamærunum. Þá hljóp einkennis- búinn maður skyndilega út úr myr- krinu. „Hann var svakalega skuggaleg- ur, úfínn allur og æstur, auk þess að veifa AK-47 riffli sem hann miðaði á okkur. Hann vildi greini- lega einhvern hasar og hagaði sér eins og hann vildi skjóta þessa hel- vítis hvítingja, en hinir tveir reyndu að róa hann. Eftir 2-3 mínútur tókst það loks og við fengum að halda áfram óáreitt," segir Friðrik. Síðari hluta leiðarinnar gerði malaría vart við sig og sýktist öll fjölskyldan nema Birna og Stefán. Friðriki sló niður aftur eftir hrossa- lækningar „læknis“ í Kamerún, sem virtist hafa reykt einhverja ólyfjan í of miklum mæli. Eðlilegar melting- artruflanir létu líka á sér kræla, en þau segja þær óumflýjanlegar á þessum slóðum. Farkostur þeirra seinustu mánuði var bandarískur jeppi sem hefur þurft að glíma við ýmsar torfærur og eðlilega látið á sjá. Fjölskyldan þurfti að bíða i sex vikur í Tansa- níu eftir varahlut í hann er rúmast hefði í umslagi af venjulegri stærð. Þegar hluturinn kom loks með „hraðpósti" var um vitlaust stykki að ræða. Friðriki tókst þó að koma því fyrir og jeppinn skrönglaðist til Uganda, þar sem íslendingar urðu á vegi þeirra og aðstoðuðu við að panta nýjan hlut frá Bandaríkjun- um. Aðeins liðu nokkrir dagar áður en hann barst þeim í hendur. Kroppinbakur á hjólum „Bíllinn lítur út eins og kroppin- bakurinn frá Notre Dame, allur skakkur öðrum megin og það hryn- ur úr honum þegar við opnum hann. Fjaðrirnar brotnuðu þegar við vor- um að þvælast í óbyggðum í norður- hluta Malí, þar sem er sérstaklega fagurt og merkilegt svæði. Við hlökkum ekkert sérstaklega til að fá hann í hendur eftir tollskoð- un og aka norður," segir Friðrik. „En við verðum að ljúka ferðinni." STEFÁN hélt níu mánaða gamall til Afríku og hefur ekki haft mikla þörf fyrir ullarvettlinga í álfunni svörtu, en fagnaði að vonum hlýrri gjöf í köldu veðrinu hérlendis. Morgunblaðið/Golli MIKLIR fagnaðarfundir urðu á bryggju Eimskipafélagsins í Sundahöfn í gær, þegar ættingjar og vinir tóku á móti Friðriki, Birnu og börnum þeirra eftir sex ára búsetu í Afríku. vegar og segir mestu spennuna hafa birst í erfiðleikunum, á borð við þá að spila bílinn upp úr drullu- svaði og yfir ár. Auðveld bráð „í Zaire vorum við auðveld bráð fyrir mútuþæga og spillta embætt- ismenn vegna þess að bömin voru með í för og við fyrir vikið ekki í góðri aðstöðu til að rífa kjaft eða semja af hörku eins og sumir gera. Við heyrðum að fyrir nokkmm ámm hefði ástandið verið miklu betra og ekki þurft t.d. að greiða feijumönnum háar upphæðir fyrir að vinna vinnuna sína. Núna er óstjómin þarna algjör og enginn til að hafa taumhald á smákóngum og vopnuðum sveitum. I Zaire er að fínna þá Afríku sem maður las um í bemsku, villta og ósnortna. Fólkið var yndislegt fyrir utan lögreglu- og hermenn og aðra þá sem vildu maka krókinn á ferða- löngum. Við vorum hins vegar orðin svo sjóuð eftir múturnar í Zaire að þeg- ar við komum til Nígeríu harðneit- Á leið til landamæra Malí síðla kvölds voru þau stöðvuð í eyðimörk- inni af tveimur embættisklæddum mönnum, vopnuðum hríðskotariffl- um. Þau sögðust leita landamær- anna og buðu þeir fylgd sína. Her- VEGABRÉF Friðriks og annarra fjöl- skyldumeðlima bera þess glögg merki að þarna er um víðförult fólk að ræða. uðum við að greiða krónu þótt margir hafi reynt,“ segir Friðrik. Andri tekur undir það sjónarmið. „Ég held að þessi reynsla sé gríðarlega stór gjöf fyrir okkur og góð,“ segir hann. „Það verður samt tilbreyting að sofa í sama rúmi lengur en í tvær vikur.“ Eitt atvik skaut þeim þó skelk í bringu, enda í eina skiptið sem þau horfðu í byssuhlaup. Virtist ætla að skjóta Kæra frá árinu 1992 á hendur barnaníðingnum sem lögreglan hefur nú í haldi á Akureyri Grunaður um mis- notkun á tveimur eða fleiri börnum YFIRVÖLD, hvort heldur er lögregla eða fé- lagsmálastjómir, vildu í gær ekki svara efnis- legum spumingum um það mál sem kom upp árið 1992, þegar maður, sem nú situr í haldi grunaður um að hafa misnotað þijár telpur kynferðislega og taka myndbönd af athæfinu , var kærður fyrir meint kynferðisafbrot gagn- vart bömum. Morgunblaðið hefur áreiðanleg- ar heimildir um að í það skipti hafí gmnur leikið á að maðurinn hafí misnotað að minnsta kosti tvö böm í minnst eitt skipti. Sú kæra sem um ræðir kom fram þegar félagsmálayfirvöld í Grindavík sendu lögreglu í Stykkishólmi, þar sem maðurinn var búsett- ur, kæm á hendur honum fyrir hönd móður telpu sem taldi að maðurinn hefði misnotað hana úti á landi. Aðspurður vildi Halldór Ingvarsson, félags- málastjóri Grindavíkur, ekki ræða tildrög málsins; sagði það til komið fyrir sinn tímá í starfi og enginn þáverandi bamavemdar- nefndarmanna væri enn við störf. Halldór vildi ekki vísa á þá sem hefðu tekið þátt í •meðferð málsins. Ólafur Ólafsson, núverandi sýslumaður í Stykkishólmi, hefur upplýst að gögn embætt- is síns beri ekki með sér annað en að kæran hafi verið send til rannsóknar hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins og afrit málsgagna sé ekki að fínna í Stykkishólmi. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fengust ekki upplýsingar um, hve mörg börn var tal- ið að hefði verið um að ræða í málinu, hvaða úrræða hefði verið gripið til við rannsóknina og hvort maðurinn hefði setið í gæsluvarð- haldi meðan á rannsókninni stóð. Morgunblaðið hefur þó heimildir fyrir því að við meðferð kærunnar frá Grindavík hafí komið í Ijós að ekki hafí aðeins verið um það eina barn að ræða, heldur hafí verið um að ræða a.m.k. tvö börn í sömu fjölskyldu og hafi verið um að ræða a.m.k. eitt atvik í sum- arbústað á Vesturlandi. Aðspurður um hvað hefði valdið því að ekki var gefin út ákæra á hendur manninum að lokinni rannsókn málsins, sagði Hallvarð- ur Einvarðsson, að ekki hefði verið talið að framkomin gögn væru líkleg til sakfellis. Spurningum um fjölda barna, tilvika og til hvaða rannsóknarúrræða hafi verið gripið vegna málsins vísaði hann til Jóns Erlends- sonar, saksóknara, sem annaðist meðferð málsins að lokinni rannsókn. Ekki náðist í hann í gær. Fram hefur komið að félagsmálayfirvöldum á Akureyri hafi verið send viðvörun um feril mannsins þegar hann fluttist til Akureyrar en Valgerður Magnúsdóttir, núverandi félags- málastjóri, hefur ekki viljað tjá sig um við- brögð félagsmálayfirvalda við þeirri ábend- ingu. Jón Björnsson, sem var félagsmála- stjóri Akureyrar á þessum tíma, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vísa málinu til Valgerðar. Þau hefðu á þessum tíma bæði verið í teymi sem tekið hefði mál af þessu tagi til meðferðar og þar sem Valgerður væri í tengslum við málið nú teldi hann eðlilegt að vísa fyrirspumum til hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.