Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUÐAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ýrk+AJ, Mlynid seml uppá tilvet HASKOLABIO SÍMI552 2140 Háskólahíó KLIKKAÐI PRÓFESSORINN GEIMTRUKKARNIR CHARLES enMTim cLmmí GEÍtfíRO OEPfíROIl 1»W1:VÍ iim( r,i _xl ALLT I GRÆNUM SJO Sagt er að horðustu brimbrettagæjar heims séu í suður-Englandi. Þetta eru brjálaðir Lundúnarbúar sem ferðast suður til að kljúfa stórhættulegar öldur reifa allar nætur og lifa eins hratt og mögulegt er. Blue Juice er kröftug, spennandi og rennandi blaut kvikmynd með Ewan McGregor úr Trainspotting í aðalhlutverki. IfiPpr /•, Synd kl. 5, 7, 9 og 11 f T* • f * 1/ ^ ^ a ....að í vönduðum flota Háskólabíós er m W flaggskipið Salur 1 sem rúmar alls f 950 manns ísæti ogflaggar STÆRSTA SÝNINGARTJALDI á landinu. Við bættum um betur og settum í salinn öflugDts og Dolby Digital hljóðkerfi sem tryggja frábæran hljóm á hæstu og lægstu tíðnisviðum. Þegar við segjum BÍÓ þá meinum við BÍÓ. Nýtt í kvikmyndahúsunum „Stuttur Frakki“ í heimsókn á íslandi Regnbogmn sýmr myndina Einstirni REGNBOGINN hefur hafið sýning- ar á mynd Johns Sayles, Einstimi eða „Lone Star“ með Kris Kristof- ferson, Frances McDormand og Matthew McConaughy í aðalhlut- verkum. I áratugi hefur landamærabæn- um Frontera í Texas verið stjómað 'af tveimur valdamiklum mönnum. Annars vegar byssuglöðum kyn- þáttahatara, Charley Wade fógeta (Kristofferson), og hins vegar Buddy Deeds fógeta (McConaug- hey) sem sögur herma að hafi hrak- ið Wade úr sýslunni nótt eina árið 1957. Nú er það Sam Deeds (Cooper) sem fer með fógetaembættið. Hann er bitur eftir að hafa þurft að vera í goðsagnakenndum skugga föður síns, Buddys, öll þessi ár. Þegar beinagrind fínnst við bæjarmörkin fellur það í hlut Sams að rannsaka málið nánar. Einu vísbendingamar eru hringur merktur frímúrararegl- unni og einkennisskjöldur merktur fðgetaembætti Ríó-sýslu, árgerð 1957. Þessi uppgötvun hrindir af stað rannsókn sem enginn virðist vilja fylgja eftir nema Sam sjálfur. yfirburða hljómtæki ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 ATRIÐI úr myndinni Einstirai. Gröfnum leyndarmálum er ljóstrað upp og bæjarfólk af ólíkum toga virðist tengjast meir og meir á með- an á rannsókninni stendur. í leit sinni að sannleikanum kemst Sam að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá samborgurum hans né í hans eigin fortíð. - kjarni málsins! Getur ekki leng- ur dansað LEIKARINN og íslandsvinurinn Jean Philippe Labadie frá Frakk- landi, sem lék aðalhlutverkið í mynd- inni_ vinsælu „Stuttur frakki", kom til íslands á mánudaginn í fyrsta skipti frá því að myndin var frum- sýnd árið 1992, en fór utan aftur í morgun. Heimsóknin er tilkomin vegna slyss sem hann lenti í í síðustu heim- sókn sinni hingað til lands, þegar bíll keyrði á hann og hvarf af vett- vangi að því loknu. Hann fótbrotnaði illa í árekstrin- um með þeim afieiðingum að síðan hefur hann ekki getað dansað. „Tryggingafélag ökumannsins bað mig að koma í læknisrannsókn til að meta áverkana sem ég hlaut í ákeyrslunni, en bótaupphæð á síðan að ákveða í kjölfar hennar," sagði Labadie í samtali við Morgunblaðið, en hann sér nú fram á að málinu ljúki í kjölfarið og bætur fáist loks greiddar. Onnum kafinn „Slysið kom sér afar illa fyrir mig sem skemmtikraft því ég var ágætur dansari áður en þetta henti en nú get ég ekkert dansað,“ bætti hann við. Hann hefur verið önnum kafinn undanfarin ár og meðal annars hefur hann leikið á sviði í leikhúsum í París. „Ég hef einnig leikið aðalhlut- verk í tveimur kvikmyndum, þar af annarri fyrir sjónvarp. Auk þess stofnaði ég fyrirtæki fyrir um ári, sem sérhæfir sig í framleiðslu stutt- mynda, miðlungslangra mynda og heimildamynda auk þess sem ég hef leikstýrt þremur stuttmyndum," sagði Labadie sem ætlaði að funda með stjórnendum íslenskra sjón- varpsstöðva og bjóða þeim myndir til kaups. Þrátt fyrir að ástæða heimsókn- arinnar væri ekki mjög ánægjuleg Morgunblaöið/Jón bvavarsson JEAN Philippe Labadie. „Ég hef lært mikið af ævintýrum mínum hér á landi.“ var hljóðið í honum gott enda segist hann hafa kynnst mörgu yndislegu fólki hér á landi og lært mikið af ævintýrum sínum. Þrátt fyrir að rúm fimm ár eru liðin hefur hann enn ekki fengið greitt fyrir leik sinn í Stuttum frakka. Myndin fjallar eins og marg- ir vita um seinheppinn Fransmann sem lendir í margs konar hrakning- um á klakanum, allt frá því að hann lendir í Keflavík. Eitthvað virðist skáldskapur og veruleiki skarast þegar Labadie á í hlut, því farangur hans glataðist við komuna hingað til lands að þessu sinni. „Ég er ekki mjög heppinn mað- ur,“ segir hann og hlær, „sérstak- lega ekki í peningamálum,“ bætir hann við. Hann segist jafnvel hafa áhuga á að vinna aftur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. „Ef ég slepp við öll óhöpp þá gæti það orðið gam- an,“ segir hann og brosir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.