Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 17 Morgu nblaðið/Ásdís BALDUR Guðlaugsson, stjórnarformaður Hlutabréfasjóðsins hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. stofnar nýjan sjóð Airbus gæti bjargað flugiðnaði Hollands Amsterdam. Reuter. HOLLENZKIR kaupsýslumenn og stjórnmálamenn telja að hlutverk í evrópsku fyrirtækjasamtökunum Airbus geti verið bezta leiðin til að varðveita færni landsmanna á sviði flugiðnaðar í ljósi þess að Fokker flugvélaverksmiðjurnar ramba á barmi gjaldþrots. Aðalhvatamaður „Airbus kosts- ins“ er Jan Hovers, stjórnarformaður Stork NV, sem keypti arðsama flug- vélahluta- viðhalds- og viðgerðadeild Fokkers í júlí. Hovers sagði í hollenzka sjónvarp- inu að þótt björgunarviðræður við flugiðnaðarfyrirtæki Samsung í Suður-Kóreui væru farnar út um þúfur hefðu Hollendingar ekki glat- að sérþekkingu sinni á sviði flugiðn- aðar. „Við höfum enn möguleika á að gegna mikilvægu hlutverki í flugiðn- aði Evrópu og vonandi öllum heimin- um sagði hann. Auk fyrirtækja undir merkjum dótturfyrirtækis Storks, Fokker Aviation, búa hollenzka flugiðnaðar- stofnunin NIVR og loftsiglinga- fræðideild Delft-tækniháskólans yfir mikilli sérþekkingu, sagði Hovers. Að hans sögn væri hægt að nýta þessa starfsþekkingu á vettvangi Airbus, sem nær til flugvélasmiða í Þýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hovers sagði að Fokker Aviation hefði þegar selt hluti í vængi nokk- urra Airbus flugvéla og vildi gegna stærra hlutverki innan samtakanna. Hann kvaðst einkum vonast eftir framkvæmdafé frá flugiðnaðar- stofnuninni svo að Fokker Aviation gæti tekið þátt í smíði Airbus A3XX- „risabreiðþotunnar". HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf. setti fyrir skemmstu á stofn nýjan hlutabréfasjóð, Vaxtarsjóðinn hf. hf. í tilefni af 10 ára afmæli sjóðs- ins. Nema heildareignir sjóðsins um 100 milljónum króna. Megintilgangur Vaxtarsjóðsins er að fjárfesta i hlutafé skráðra og óskráðra fyrirtækja sem talin eru eiga verulega vaxtar- og/eða hagnaðarmöguleika innanlands eða utan eða eru álitin vanmetin á hlutabréfamörkuðum. Fjárfest- ingarstefna sjóðsins gerir ráð fyr- ir að hægt verði að ná enn hærri ávöxtun en í hlutabréfasjóðum sem dreifa eignum sínum á fleiri fyrirtæki og atvinnugreinar. Hins vegar þykir Ijóst að gera megi ráð fyrir meiri sveiflum í gengi hluta- bréfa sjóðsins, að því er fram kem- ur i frétt. Þar segir jafnframt að sjóðurinn hafi þegar fjárfest að stórum hluta í hlutabréfum sjávar- útvegsfyrirtækja, því þrátt fyrir mikla hækkun á gengi hlutabréfa margra sjávarútvegsfyrirtækja séu þau á tiltölulega hagstæðu gengi m.v. rekstrarhorfur þeirra. Þá hafi sjóðurinn einnig fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum svo sem í fyrir- tækjum í iðnaði. Stefnt verður að skráningu hlutabréfa Vaxtarsjóðsins á Verð- bréfaþingi Islands þegar skilyrði um skráningu verða uppfyllt. Fyrsta stjórn Vaxtarsjóðsins er skipuð þeim Baldri Guðlaugssyni formanni, Kristjáni Óskarssyni, Rafni F. Johnson, Stanley Páls- syni, Jóni Halldórssyni. Varamenn eru Bragi Hannesson og Haraldur Sumarliðason. Þetta eru sömu menn og skipa stjórn Hlutabréfa- sjóðsins hf. VÍB, Verðbréfamarkaður ís- landsbanka hf. mun annast rekst- ur Vaxtarsjóðsins og er umsjónar- þóknun með því lægsta sem gerist meðal hlutabréfasjóða eða 0,75% af heildareignum á ári. Ævintýri i sveitinni Sagan segir frá Aila, 10 ára og hvernig honum gengur að aðlagast nýjum aðstæðum í sveitinni. i:ól:íróí('/ío ,u:, !,(,'■/H04 /■«<-•;•. JCú'/ Þaú er einltyer Ijómi yfir þessari sögu" ■ Helgi Sœmuiuisson Hann lendir í ýmsum ævintýrum og óhöppum, en allt fer vel að lokum Aukin umsvif og batnandi afkoma hjá Sæplasti hf. fyrstu níu mánuðina Hagnaður nam 25 milljónum HAGNAÐUR Sæplasts hf. á Dalvík nam um 25 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. Samanborið við 6 mánaða uppgjör félagsins hefur hagnaðurinn tvöfaldast, en um mitt ár sýndi niðurstaða rekstrarreiknings 12,5 milljónir í hagnað. Rekstrartekjur Sæplasts fyrstu 9 mánuði ársins voru um 300 milljónir króna, samanborið við um 380 millj- ónir króna á öllu árinu 1995. Gert er ráð fyrir að veltan verði ríflega 400 milljónir króna á árinu í heild, þ.e. aukist nokkuð milli ára. Hagnað- ur á árinu 1996 verði um 35 milljón- ir króna. Á árinu 1995 var hagnað- urinn um 36 milljónir króna en þar af var söluhagnaður af eignum 14 milljónir króna. Utkoman eftir 9 mánuði er mjög í samræmi við áætlanir fyrirtækisins, að því er fram kemur í frétt. Ýmis kostnaður vegna markaðsstarfs er meiri á fyrri hluta ársins og einnig eru að skila sér ráðstafanir sem við gripið var til í þeim tilgangi að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar. 17% aukning í útflutningi á kerum Útflutningur fyrstu 9 mánuði árs- ins nam 53% af heildarveltu en var um 51% í fyrra. Helstu breytingar á milli ára koma fram í útflutningi á kerum, en hann jókst um 17%. Hins vegar hefur orðið verulegur sam- dráttur í sölu á trollkúlum, eða um 20%. Þar veldur aukin samkeppni mestu, svo og mjög breytt veiði- mynstur íslenskra togskipa. Veruleg aukning hefur orðið í sölu rotþróa og vatnstanka á milli ára eða ríflega 50%. Söluhorfur þykja al- mennt góðar og ná fyrirliggjandi verkefni vel fram á næsta ár. 4 Morgunverðarfundur festudaginn 5. desember kl. 8.00 • 9.30 f Sunnusal, Hótel Sögu -ER ÍSLAND Á EFTIR AUSTUR-EVROPU? Um þriðjungur allrar efnahagsstarfsemi er í vernduðu umhverfi án samkeppni! Opinber fyrirtæki velta meira en 30% af heildarveltu fyrirtækja! Fimmti hver starfsmaður vinnur hjá hinu opinbera! Munu opinber umsvif verða meiri hér en í Austur-Evrópu? Á fundinum verður kynnt afhyglisverð skýrsla VÍ um einkavæðingu og aðgerðir til að draaa úr ríkisumsvifum, auka samkeppni og efla hagvöxt. Framsögumenn: Krístín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Granda hf. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Umræður og fyrirspurnir Fundargjald er kr. 1.200 (morgunverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram hjá Verslunarráði í síma 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS e r n e i i 6 Samskipti Islands við umheiminn eru mikilvægur þáttur í því að kynna landið sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna gefur Friður 2000 öllum félagsmönnum tölvupósthólf og aðgang að internetinu. Vanti þig tölvuna þá getum við útvegað Pentium tölvur á góðum kjörum. Þú færð einnig allt að 73% ódýrari símtöl til útlanda, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000 T?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.