Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 49 BRÉFTIL BLAÐSINS Islensk tónlist á Rás 2 Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Sveinn Björnsson forseti við Packard-bifreið sína fyrir ofan Bólstaða- hliðarbrekku i ágúst 1945. Saga forsetabíls Frá Magnúsi Einarssyni: VEGNA skrifa formanna Stefs, Fíh, Ftt og Shf um minnkandi spilun á íslenskri tónlist á Rás 2 er ástæða til að gera nokkrar athugasemdir. Islensk tónlist hefur sjaldan eða aldrei verið leikin eins mikið á Rás 2 og um þessar mundir. Útgáfan er fjörleg, þótt þess gæti nú ekki hjá hinum stærri fyrirtækjum, til að mynda er útgáfa nýrrar íslenskr- ar tónlistar hjá Skífunni með dauf- legra móti á 20 ára afmæli þess ágæta fyrirtækis. Eins þykir mörg- um hlutur nýrrar íslenskrar tónlist- ar orðinn rýr hjá Spori ehf., svo ekki sé minnst á hversu mikið er sungið á erlendri tungu af þeim söngvum sem Spor ehf. er að reyna að selja íslendingum þessa dagana. Starfsmaður Spors ehf. hélt því reyndar fram í grein í Morgunblað- inu 8. mars 1995 að það væri hjá- kátlegt og niðurlægjandi að ræða það og vekja athygli á því að stór hluti íslenskrar poptónlistar er sungin á ensku. Okkur sem vinnum á Rás 2 finnst það hins vegar orðið nokkuð hjákátlegt að hljómplötuút- gefendur, sem vissulega hafa menningarlegum skyldum að gegna, skuli ekki leggja meiri rækt við móðurmálið en raun ber vitni. Það einfaldlega gengur ekki lengur að fela sig á bak við væntanlega og hugsanlega heimsfrægð í þeim efnum. Markviss tónlistarstefna á Rás 2 Rás 2 hefur markvissa tónlistar- stefnu sem meðal annars felst í því að kynna íslenska tónlist sérstak- lega. Á Rás 2 eru fluttir þættir helgaðir íslenskri tónlist og tónlist- armönnum og einnig þykir það enn- þá viðtalsefni þegar íslenskur tón- listarmaður sendir frá sér plötu. Það var eftir því tekið þegar tónlistar- stjóri Bylgjunnar lýsti því yfir að sú útvarpsstöð hefði enga, alls enga tónlistarstefnu, enda er hlutfall ís- lenskrar tónlistar á Bylgjunni afar lágt, samkvæmt útreikningum for- mannanna fjögurra 8%. Hefði mað- ur samt ætlað að þar væri metnað- ur meiri fyrir hönd íslenskrar popp- tónlistar, ekki síst þegar á það er litið að útvarpsstjórinn er eigandi Skífunnar og stjórnarformaður Spors ehf. Vonandi stendur þetta til bóta. Á Rás 2 er ekki farið eftir kröfum útgefenda um aukna spilun á íslenskri tónlist, einfaldlega vegna þess að í þeim kröfum felst ekkert mat á gæðum þeirrar tónlistar sem þeir heimta að sé spiluð. Það mat fer fram á fundum okkar sem vinn- um á Rás 2, það er okkar vinna. Rás 2 er algerlega óháð hagsmun- um útgefendans, hver sem hann er, það er okkar frelsi. Það eru alger forréttindi að fá borgað fyrir það að velja yndislega tónlist til flutn- ings í útvarpi sagði Jón Múli Árna- son við undirritaðan þegar hann hóf störf hjá Útvarpinu fýrir rúmum áratug. Mikið rétt. En það er alger pína og kvöl að þurfa að hlýða á neyðarvæl útgefenda sem eru að heimta stærri hlut af kökunni, pen- ingakökunni sem er uppá nokkuð margar milljónir. Það er vond mús- ík. Það er sérstaklega aumt að lesa það í skrifum formannakvartettsins að undirritaður hafi dregið úr spilun íslenskrar tónlistar í þeim tilgangi að draga úr útgjöldum Útvarpsins. Þama er lágt lagst og ekki er nú hægt að gefa háa einkunn fyrir röksemdafærsluna. Ekki fá þeir kumpánar hátt í stærðfræðinni heldur, því prósentureikningur þeirra er afleitur. Þeir reikna það uppá prómill að hlutur íslenskrar tónlistar á Rás 2 sé 17,67%, gefa reyndar í skyn að þessi tala sé frá Rás 2 komin. Því fer víðs fjærri. Þessi tala er eingöngu þeirra mat- ematík og léleg þar að auki. Andstæðingar sammála Það er eftirtektarvert að sjá for- menn Stefs, Ftt og Fíh gerast tagl- hnýtinga plötuútgáfunnar, ein- hvernveginn hélt maður að þeirra hagsmunir lægju ekki alveg ná- kvæmlega saman, enda hafa þessir aðilar oftar slegist en faðmast. Kannski finna þeir flöt þegar ráðist er á Rás 2. Sýnist manni þó í fljótu bragði að verðugri andstæðinga væri að finna fyrir þá á öðmm út- varpsstöðvum þar sem hlutfall er- lendrar tónlistar er allt að 92% og jafnvel rúmlega það. Þar er verk að vinna, drengir! Samt er ekki annað hægt en að vara kollegana á útvarspsstöðvunum við, því ekki mega þeir búast við málefnalegri og rökfastri umræðu, þ.e.a.s. ef formennirnir leggja á annað borð í slaginn og marka má þessa linu atlögu þeirra að Rás 2. Eitt að lokum; formennirnir fara djarflega útaf laginu, taka sér eig- inlega algert orlof frá almennri skynsemi, þegar þeir í niðurlagi bréfs síns í Morgunblaðinu 21. nóv. sl. halda því fram að ljósvakamiðlar og Ríkisútvarpið sérstaklega hafi lagalegum skyldum að gegna varð- andi framgang íslensks tónlist- ariðnaðar. Sá lagatexti er ekki til. í útvarpslögum er kveðið á um al- mennar skyldur og sértækar, en ákvæði um skyldur gagnvart fram- gangi íslensks tónlistariðnaðar finnast þar ekki, hvergi. MAGNÚS EINARSSON, tónlistarritstjóri Rásar 2. Frá Hinriki Thorarensen og Helga Magnússyni: UNDIRTEKTIR við grein okkar sem birtist hér í Morgunblaðinu 25. ágúst síðastliðinn voru framar öllum von- um. í ljós kom að margir minnast þessa bíls og gátu staðfest að um- ræddur Packard-bíll árg. 1942, sem Þjóðminjasafnið varðveitir, væri for- setabíll Sveins Bjömssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Forsetaembættið notaði Packardinn árin 1945 og 1946, síðan var ríkisstjórnin með bílinn fyr- Frá Hjalta Þórðarsyni: HVER hefur stefnan verið í ís- lenskum landbúnaði á síðustu árum? Sjálfsagt er hægt að svara því í löngu máli en eitt er víst að ekki hefur hún verið hliðholl bænd- um. Þvert á móti hefur allt frum- kvæði bænda verið drepið niður og njörvað í fast kerfi. Því hefur verið miðstýrt þar sem misvitrir stjórn- málamenn og forkólfar bændafor- ystunnar hafa ráðið ferðinni. Samt er það nú svo að stjórn verður að vera á hlutunum og á það ekki síst við um landbúnaðinn. Stjórn- völd og bændur geta mikið lært af mistökum fyrri ára þegar fram- leiðslan var fijáls og menn hrein- lega hvattir til að framleiða sem mest. Það kerfi gat aldrei gengið til lengdar enda hlóðust upp heilu fjöllin af óseldum landbúnaðaraf- urðum. Hvar er rótar vandans að leita? Sjálfsagt má leita langt aftur og ekki hægt að kenna neinu einu um að illa hefur farið. • Bændur, framleiðendur, slitnir frá markaðnum. Þetta gerðist með tilkomu stærri og stærri eininga sem unnu úr landbúnaðarafurðum. Þessar einingar sáu einnig um markaðsmálin. ir gesti sína og aðra virðingarmenn fram til 1950. Eftir að ríkisvaldið hætti notkun á Packardinum var hann seldur Haildóri Þormar sem notaði hann við atvinnurekstur fram á miðjan sjötta áratuginn. Þá eignað- ist bílinn Sveinn H. Brynjólfsson sem einnig notaði hann í atvinnuskyni. Sveinn var sá síðasti sem var með Packardinn í notkun. Seinna eignað- ist Gísli Hannesson í Hafnarfírði bíl- inn og átti hann í áratugi, en notaði hann aldrei. Að sögn vina Gísla var • Með því að slíta bændur úr tengslum við markaðinn vissu þeir ekki hvað markaðurinn vildi kaupa. Milliliðirnir vildu ekki vita hvað markaðurinn vildi kaupa og mark- aðurinn fékk því ekki þá vöru sem hann vildi kaupa. • Framleiðslustýring sett á. Yfir- stjórn bænda tekur að hugsa fyrir bændur. Hvatinn fyrir bændur að standa fyrir nýjungum og framför- um er enginn, • Landbúnaðurinn kemst í kreppu. Með framleiðslukerðingu eru tenn- urnar dregnar úr bændum og bar- áttuþrek þeirra dvínar. Með þessum aðgerðum lækka tekjur bænda verulega og margir þeirra komnir niður fyrir fátækramörk. • Rangar fjárfestingar. Bændur íjárfesta i hluturn sem skila ekki miklum arði. Ekki er fjárfest í hús- næði og rannsóknum. Litlar fjárfest- ingar hafa verið í atvinnuhúsnæði til sveita á síðustu árum. Mikill hluti þess er orðinn gamall sem er áhyggjuefni ef horft er til framtíðar. Því er svo við þetta að bæta að sökin liggur líka hjá bændum sjálf- um. Samstaða og samvinna í lág- marki. Hver og einn vill vera kóng- ur í sínu ríki, verja sín landamæri það metnaður hans að varðveita þennan merkilega bíl um sína daga og vonaði hann að aðrir tækju við varðveislunni eftir sinn dag. Sá aðili varð íjóðminjasafn íslands. Nú er það svo að erlendis tíðkast víða að nota gömul og virðuleg öku- tæki þjóðhöfðingja við ýmis hátíðleg tækifæri, skemmst er að minnast heimsóknar forseta okkar Ólafs Ragnars Grímssonar til Danmerkur og heimsóknar Vigdísar Finnboga- dóttur fyrrverandi forseta til írlands fyrir nokkrum árum. Þá tóku þjóð- höfðingjar þessara vinaþjóða okkar á móti þeim á sínum helstu viðhafnar- bílum, sem eru báðir áratuga gamlir. Skemmtilegt væri ef hinn glæsilegi Packard Sveins Björnssonar forseta yrði gerður upp og notaður við ýmis hátíðleg tækifæri á vegum forseta- embættisins, t.d. þegar forsetinn fer og leggur blómsveig við minnisvarða Jóns Sigurðssonar forseta á Austur- velli 17. júní og einnig þegar forseti íslands setur Alþingi. Jafnframt mætti nota þennan merka bíl við komur erlendra þjóðhöfðingja hingað til lands. Hér með er þessum hug- myndum komið á framfæri. Að end- ingu viljum við þakka þeim sem sam- band höfðu við undirritaða, því þeim mörgu er það að þakka að saga þessa forsetabíls er nú kunn. HINRIK THORAREN SEN, Álfheimum 20, Rvík. HELGIMAGNÚSSON, Melgerði 9, Rvík. og helst standa i styrjöldum við nágranna sína út af girðingarstæð- um. Bændur! Þetta er ekki hægt. í þetta fer alltof mikil orka, tími og peningar. Hvernig væri að breyta þessu? Taka höndum saman og vinna að sameiginlegum málefnum og skipa bændastéttinni á þann stall sem hún á skilið. Ef menn hafa háleit markmið er að mörgu að hyggja. • Framleiðslueiningarnar þurfa að stækka. Flest býli í dag eru of lítil og þar af leiðandi rekstrargrund- völlur erfiður í vaxandi samkeppni. • Ef búin stækka ekki verða bændur að hafa nána samvinnu sín á milli. Tvö, þrjú eða fjögpir bú gætu í sameiningu átt allan þann vélakost sem þau þurfa t.d. til hey- skapar. • Meiri tengsl við markaðinn. Þetta hefur batnað á síðustu árum en betur má ef duga skal. • Lækkun á milliliðakostnaði. Milliliðakostnaður er hreinlega fár- ánlega hár og þarf að taka þau mál föstum tökum á næstu árum. Því miður eru margir milliliðir í höndum afturhaldsafla sem hvorki eru í tengslum við bændur né mark- aðinn. Bændur! Standið saman að fram- leiðslu og markaðsmálum til að ís- lenskur landbúnaður verði sam- keppnishæfur í hörðum heimi mark- aðsbúskaparins. HJALTIÞÓRÐARSON, landfræðingur og frístundabóndi í Skagafirði. Stefna/stefnuleysi í landbúnaði Þoö tekur aöeins einn virkan aö koma póstinum þínum til skila PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.