Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veðjað á rangan hest - Lokaorðin í ræðu Guðnýjar Rúnar hljóta að halda vöku fyrir þingmönnum Framsóknarflokksins: Þið skuluð ekki gleyma því að ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rangan hest. 1»! n ' \l, .W Vl'/ Vl/, 1 » 'I I, GAMLI leisí Gráni. Viðræður vegna jarðhitasamstarfs í Izmir liðkuðu til fyrir samskiptum við lögregluyfirvöld í Istanbúl Stór hnökri á samskipt- um Tyrklands og Islands Áhersla lögð á dóms- úrskurðinn frá 1993 MENN í Izmir í Tyrklandi, sem Ólafur Egilsson sendiherra hefur verið í viðræðum við undanfarið vegna samstarfs á sviði jarðhita, liðkuðu til fyrir samskiptum við lögregluyfirvöld í Istanbúl, með þeim árangri að Sophia Hansen fékk að hitta dætur sínar, Dag- björtu Vesile og Rúnu Aysegul, á lögreglustöð í Istanbúl síðastliðinn sunnudag. Einnig hefur þekking á málstað Sophiu aukist síðan Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra leitaði til starfsbróður síns í tyrkneska ut- anríkisráðuneytinu snemma á árinu og íslenska utanríkisráðuneytið fór að hafa meiri afskipti af málinu. „Sá skilningur sem af því hefur leitt hefur átt þátt í því að þessi árangur hefur náðst,“ sagði Ólafur Egilsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Yfirlögreglustjórinn í Istanbúl var áður í Izmir „Þegar ég fór til Izmir í ágúst, þá sagði ég þeim mönnum sem ég átti viðræður við þar vegna fyrir- hugaðs jarðhitasamstarfs, að þetta mál væri stór hnökri á öllum sam- UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað Jón Sveinsson lögfræðing formann stjómar íslenskra aðal- verktaka. Hann tók við formennsku af Árna Grétari Finnssyni hrl. sem var stjórnarformaður í tvö ár. Stjórnarmenn eru skipaðir til eins árs í senn og var engin breyt- ing gerð á stjórn að öðru leyti en skiptum milli Tyrklands og íslands. Það var strax ljóst að þeir höfðu mikla samúð með Sophiu og dætr- unum. Jafnframt kom í ljós að þeir þekktu vel yfírlögreglustjórann í Istanbúl, sem áður hafði gegnt samskonar starfi í Izmir, þannig að þeir sögðust myndu leggja inn orð hjá honum til viðbótar við það sem hann þekkti þá þegar til meginatriða málsins," sagði Ólafur og bætti við að yfírlögreglustjórinn hefði á liðnu vori fengið í hendur ítarlegar upplýsingar um málið, sem teknar voru saman að frum- kvæði utanríkisráðuneytisins. Auk þess sagði hann að nýlega hefðu komið fram vísbendingar um að nú væru meiri líkur en áður á því að hægt yrði að koma á fundi Sophiu og dætranna. „Sömuleiðis er málið sem saksóknari í Bakirköy höfðaði gegn Halim A1 fyrir um- gengnisréttarbrotin að þokast áfram nær niðurstöðu, en þar hefur verið búist við að sakadómur dæmdi hann til fangelsisvistar, þannig að aðstæðurnar hafa breyst töluvert, einnig frá hans sjónar- hóli.“ því að skipt var um stjórnarform- ann. Jón, Árni Grétar og Ragnar Halldórsson trésmiður eru fulltrúar ríkisins í stjórninni. Jakob Bjarna- son er fulltrúi Hamla hf., eignar- haldsfélags Landsbankans. Vilberg Vilbergsson og Árni Ingi Stefáns- son sitja í stjórninni fyrir hönd Sameinaðra verktaka. Ólafur hélt til Tyrklands um miðja síðustu viku og á fímmtudag fór hann ásamt túlki sem tengst hefur jarðhitaviðræðunum í Izmir, á fund yfirlögreglustjórans í Ist- anbúl. „Á þeim fundi var lögð áhersla á að það lægi fyrir dómsúr- skurður frá 30. júní 1993, sem gerði ráð fyrir að Sophia og dæt- urnar hittust um hverja helgi, en þessi dómsúrskurður hefði verið vanefndur allan tímann. Yfirlög- reglustjórinn lagði fyrir lögregluyf- irvöld í Bakirköy-hverfi þar sem Halim A1 og dætumar eru til heim- ilis, að gera ráðstafanir til þess að mæðgurnar gætu hist eins og dóm- arinn hefði gert ráð fyrir.“ Árangur þessa fundar á fimmtu- dag, fundar með lögfræðingi Hal- ims A1 á föstudag og með Halim sjálfum og lögfræðingi hans á laug- ardag, var svo sá að Sophia fékk að hitta dætur sínar á lögreglustöð- inni í Bakirköy á sunnudag. „Þegar ljóst var að nokkrar líkur væru á að úr fundi þeirra mæðgna gæti orðið var leitað til Katrínar Fjeldsted læknis um að koma út til þess að vera Sophiu til stuðn- ings. Það þótti mjög heppilegt vegna reynslu hennar sem heimilis- læknis og móður að_ hún kæmi að þessu máli,“ sagði Ólafur. Aðspurður um hvort hann teldi öruggt að Halim A1 myndi koma með dæturnar til Sophiu um næstu helgi sagði Ólafur að í lok fundar á sunnudag hefði legið fyrir algjört samkomulag um það og fyrirheit af hálfu Halims og lögfræðings hans að hann myndi koma með telpurnar næsta laugardag og sunnudag þannig að þær gætu ver- ið með móður sinni. Nýr formaður Is- lenskra aðalverktaka Samtök sykursjúkra 25 ára Forvarnir skila sér margfalt Sigurður Viggósson Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember og var hans sérstaklega minnst um allan heim í ár í tilefni þess að 75 ár eru síðan farið var að hreinsa insúlín en það er efni sem hefur áhrif á vinnslu sykurs í líkaman- um. Samtök sykursjúkra á íslandi héldu upp á tímamótin á viðeigandi hátt en þau áttu 25 ára afmæli á dögunum. „Þetta er merkilegt og stórt ár hjá okkur,“ sagði Sigurður Viggósson, for- maður Samtaka sykur- sjúkra, „en auk fyrr- nefnds fluttum við fyrir skömmu, ásamt nokkr- um samtökum sjúklinga, í sameiginlegt húsnæði að Lauga- vegi 26 í Reykjavík. Þar fáum við símsvörun fyrir félagið og fengum til þess styrk frá Reykjavíkurborg sem nemur einum atvinnuleysis- bótum á mánuði. Þetta er eini opinberi styrkur okkar og er hann til reynslu í sex mánuði." __ Er sykursýki algeng á íslandi? „í tengslum við Alþjóðadag sykursjúkra vorum við með bás í Kringlunni ásamt þremur inn- flytjendum blóðsykurmæla og buðum fólki að mæla blóðsykur þess. Um sex til átta þúsund manns komu við hjá okkur og allan daginn voru biðraðir en við mældum blóðsykur hjá 1.500 til 1.700 manns. Meira en 20 manns reyndust vera með athugaverðan blóðsykur, sem þurfti á nánari rannsóknum að halda. Þetta þýð- ir að eflaust höfum við fundið 10 til 15 manns með sykursýki sem ekki var vitað um. Þetta er há tala á einum degi en þeir sem eru með sykursýki og vita ekki af því, skaða líkamann geysilega mikið - sjón, nýru, æðar, taugar - og mikil geijun er í gangi. Þetta er mikið vandamál út um allan heim, sérstaklega hjá eldra fólki, en sem hlutfall af íbúafjölda eru mun færri íslendingar sykur- sjúkir en annars staðar og er tal- ið að þeir séu um 5.000 talsins. Insúlín óháðir eru ijölmennastir en fæstir þeirra eru innan sam- takanna og við viljum ná frekar til þeirra.“ Hvers vegna er hlutfallstalan lægri á íslandi en annars staðar? „Það er ekki enn vitað. Hlut- fallið er lang hæst í Finnlandi og það eykst ár frá ári, sérstaklega á meðal yngra fólks. Eistar eru erfðafræðilega séð mjög skyldir Finnum en ástandið hjá þeim er eins og meðaltalið er í Evrópu. Rannsóknir benda til þess að umhverfið hafi eitthvað með út- breiðslu sykursýki að gera því fólk frá löndum þar sem sykur- sýki er nánast óþekkt greinist með sykursýki í sama mæli og aðrir þegar það flyst til landa þar sem syk- ursýki er algengari. Hins vegar er út- breiddur misskilning- ur að sykursýki liggi í ættum en tilfellið er að greinist maður með sykur- sýki eru meira en 80% líkur á að enginn í fjölskyldunni eða ættinni sé með sjúkdóminn.“ Hvað er helst & döfinni hjá Samtökum sykursjúkra? „Árlega höfum við gefíð út tímarit en nú viljum við reyna að gefa út fleiri tölublöð á ári, helst §ögur til sex en þrjú til að byija með. Þetta hefur mikið að segja ► SIGURÐUR Viggósson er formaður Samtaka sykur- sjúkra. Hann er 38 ára, kvæntur Katrínu Sigurðardóttur, rönt- gentækni og háskólanema í táknmálsfræðum og túlkun, og eiga þau fjögur böm. Sigurður er framkvæmdastjóri innflutn- ings- og þjónustuverslunar fyrir iðnaðinn en greindist með syk- ursýki fyrir fjómm ámm. því öll fræðsla skiptir miklu máli. I þessu sambandi höfum við fund- að með næringarráðgjöfum og læknum, sem hugsa um sykur- sjúka, til að reyna að samræma leiðirnar í að koma upplýsingum fyrir sykursjúka um meðhöndlun og meðferð á framfæri. Að undanförnu höfum við auk- ið Norðurlandasamstarfið. Eitt helsta vandamál okkar er í sam- bandi við umhyggju við unglinga og yngra fólk og að ná til þeirra. Foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga er deild innan sam- takanna og ljóst er að foreldrar vinna alltaf öflugt starf. Fullorð- ið fólk er virkt í Samtökum sykursjúkra en einkum aldurs- hópurinn 16 til 25 ára, einstakl- ingar sem eru á milli þess að vera börn og fullorðnir, er af- skiptur. Þessu viljum við breyta og taka á. Okkur hefur verið boðið að senda tvo einstaklinga á þessum aldri í sumarbúðir í Svíþjóð næsta sumar með það fyrir augum að byggja upp virka einstaklinga sem geta orðið helstu driffjaðrir okkar í deild fyrir umræddan aldursflokk. Síðan eru stöðug baráttumál í sambandi við að halda kostnaði sykursjúkra niðri en ávallt er ver- ið að skera niður í þessum mála- flokki og sjúklingar taka æ stærri þátt í kostnaði. Sykursjúklingur sem fer eftir öllum ráðleggingum er að borga tugi þúsunda króna á ári en til dæmis hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna er litið á styrk frá Tryggingastofnun upp í kostnað sykursjúklings sem tekj- ur og því hefur við- komandi háskóla- nemi minna á milli handanna en nem- andinn við hliðina sem er heilbrigður. Hins vegar ber þess að geta að sá sem hugsar vel um sig hefur jafn miklar lífslíkur og starfsorku og aðrir en geti sjúkl- ingur ekki gert það sem til þarf, sem í flestum tilfellum er vegna fjárskorts, verður opinber kostn- aður mikill vegna læknishjálpar, sjúkrahússvistar, örorku og svo framvegis. Því er ljóst að hver króna sem sett er í forvarnir kem- ur margföld til baka.“ Fræðsia, út- gáfa og bar- átta fyrir rétt- indum sjúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.