Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.12.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýsjálenskur prófessor gagnrýnir umbótastefnuna í heimalandi sínu Offors í nafni hugmynda- fræði markaðshyggju Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson DR. JANE Kelsey flytur erindi sitt í málstofu BSRB. Dr. Jane Kelsey álítur að frammámenn umbót- anna á Nýja-Sjálandi sjáist ekki fyrir í ákefð sinni við að koma á markaðskerfi. I viðtali við Kristján Jónsson segir hún að þeir hefðu bet- ur farið hægar í sakimar, hugað að fleiri leið- um og meiri aðlögunartíma. AFLEIÐINGAR umskipt- anna á Nýja-Sjálandi í efnahags- og atvinnulífi landsins frá 1984 eru þær að meðal almennings ríkir öryggisleysi, kjaramunur fer vax- andi og ástandið í efnahagnum er langt frá því að vera jafn gott og látið er í veðri vaka. Fátækt hefur vaxið. Þetta kom fram í erindi sem dr. Jane Kelsey, prófessor í lögum við háskólann í Auckland, hélt í málstofu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) um breyting- arnar á Nýja-Sjálandi í gær. Fyrr- verandi, umdeildur fjármálaráð- herra Nýja-Sjálands, Ruth Ric- hardson, var hér á landi í nóvem- ber í fyrra. Sagði hún þá m.a. í viðtali við Morgunblaðið að hún sæktist fremur eftir virðingu en aðdáun kjósenda í viðleitni sinni til að koma á markaðsbúskap og auka aðhald í ríkisrekstri. Kelsey varaði í fyrirlestri sínum íslendinga við því að feta í fótspor Ný-Sjálendinga, búið væri að koll- varpa velferðarkerfinu og vinna samfélagsgerðinni allri mikið tjón sem seint yrði bætt. í umræðum á eftir sagði hún m.a. að erfitt væri að meta áhrif sem breytt skipulag á rekstri heilbrigðiskerfis- ins hefði haft í för með sér, mikil- vægar tölulegar upplýsingar væru ekki aðgengilegar þar sem þær gætu verið viðskiptaleyndarmál. Stofnanirnar eru reknar á grund- velli einkafyrirtækis. Stjórnvöld hafa frá 1984 selt mikið af opinberum eignum. Einn- ig hefur þáttur stéttarfélaga í samningum um kaup og kjör verið minnkaður og áhrif félaganna orð- in lítil í mörgum atvinnugreinum. Stjómin notar aðrar aðferðir við að reikna út atvinnuleysi en al- gengast er á Vesturlöndum en samkvæmt tölum Kelsey er það um 10%, svipað og í Danmörku. Hún var spurð hvort efnahags- vandamál Nýja-Sjálands hefðu ekki verið í ólestri 1984 þegar stjórn Verkamannaflokksins hóf umbæturnar sem hægrimenn í Þjóðarflokknum hafa síðan fylgt eftir. Einstrengingsháttur „Ég get ekki samþykkt að þessi mál hafí beinlínis verið í ólestri. Það hefði átt að fara hægar í breyt- ingar og taka tillit til líklegra af- leiðinga, nota sveigjanlegri og markvissari stefnu en var ákveðin, einblína ekki á hugmyndafræðina. Menn hefðu átt að einbeita sér að umbótum í framleiðsluatvinnu- greinunum. Allir voru sammála um að lækka yrði niðurgreiðslur í land- búnaði, iðnrekendur samþykktu að lækka þyrfti innflutningstolla. Vandinn var sá að í stað þess að beina athyglinni frá matvælamörkuðun- um, þar sem niður- greiðslur eru mikið stundaðar, yfir í aðrar greinar, ákváðu stjórnvöld að stöðva skyndilega allar niður- greiðslur og styrki.“ Kelsey segir að um 17% Ný-Sjá- lendinga séu nú undir fátæktar- mörkum, þ.e. með innan við helm- ing meðaltekna í landinu. Fátækt- arhlutfallið hér og annars staðar á Norðurlöndum er um 10% en víða í Vestur-Evrópu er það mun hærra og í Bandaríkjunum er það svipað og á Nýja-Sjálandi. Hún segir að umskiptin í þessum efnum séu mikil en velferðarkerfi Ný-Sjálend- inga á sér rætur til síðustu aldar og var mjög umfangsmikið. „Það er ekki sannfærandi þegar sagt er að við verðum að sætta okkur við svo mikla fátækt en getum jafnframt sýnt stöðugan afgang á fjárlögum. Mér finnst að með svona hugsunarhætti séu menn að segja að þeir líti eingöngu á bókhaldið en ekki raunverulegt líf almennings.“ Hún segir að vísu rétt að raunútgjöld til félagslegrar að- stoðar, heilbrigðis- og mennta- mála hafi aukist um allt að 50% frá 1984 en síðustu tvö árin hafi þó fjárveitingar til menntamála minnkað verulega. Margt vegi þarna á móti aukningunni, þjón- ustugjöld hafi verið tekin upp fyr- ir ýmislegt sem áður hafi verið ókeypis, gjöld hækkuð fyrir lækn- ishjálp og leiga í opinberu húsnæði stórhækkuð. Auk þess verði að hafa í huga að vegna lélegs efna- hagsástands og atvinnuleysis, er jókst mjög um hríð, hafi mun fleiri þurft á félagslegri aðstoð að halda og því reynst nauðsynlegt að auka fjárveitingarnar. íhald og róttækni - Upphafsmenn breytinganna eru markaðssinnar en hver er þín hugmynda- fræði, ertu sósíalisti? Þú vilt fara hægar í sakirnar og halda í margt sem var, er þetta ekki eins konar íhaldsstefna? „Ég er ekki á móti breytingum, ég tel að við getum ekki komist hjá breytingum sem verða um allan heim. Það var ekki allt gott í gamla daga! Það voru gerð mörg mistök í velferðarkerfinu, mörg mistök gerð meðan ríkið hafði bein af- skipti af atvinnumálunum. A hinn bóginn verðum við að hafa ákveðin grundvallargildi í huga þegar við mörkum stefnuna til framtíðar, þau verða að vera leiðarljósið. Sé það íhaldsstefna veldur það mér engum vanda ef ég tel að hún sé rétt. Mér finnst ekki að við eigum einfaldlega að snúa baki við því sem hefur haldið þjóðfélaginu sam- an til þess eins að breyta, til að réttlæta að þessum gildum sé varp- að fyrir róða. Faðir minn var ríkisstarfsmaður og við trúðum á ákveðin grundvall- aratriði félagslegs réttlætis, að all- ir ættu rétt að lágmarksgæðum í lífinu. Við trúðum á gildi þess að spyija og ræða málin, á mikilvægi þess að fólk hefði eitthvað um framtíð sína að segja. Ég hef stundað rannsóknir síðan 1986. Helsta áhyggjuefni mitt er að ver- ið sé að grafa undan þessum grundvallaratriðum, tilfinningunni fyrir því að vera hluti af samfélagi þar sem fólk skiptir hvert annað máli, samfélagi þar sem raunveru- legt og virkt lýðræði ríkir.“ - Umsvif opinberra aðila aukast stöðugt og hljóta að aukast á næstu áratugum í heilbrigðis- og tryggingamálum, segja margir, vegna þess að hlutfall aldraðra hækkar svo mikið í auðugum ríkj- um. Geta ríkisafskipti orðið of mikil, of hátt hlutfall af þjóðartekj- um og sligað grundvöll efnahags- ins með skattheimtu? „Þetta hlutfall er mis- jafnt eftir þjóðfélögum, það er ekki hægt að nefna ákveðna tölu. Sjálf er ég hlynnt því að ýmis verkefni séu færð frá ríki til sveit- arfélaga. Ríkisvaldið tók að sér ýmis hlutverk á tímum sem voru mjög ólíkir okkar, þörf almennings fyrir þessa þjónustu var þá brýnni." - Sums staðar er þetta hlutfall komið í 50%. Myndu 80% vera of hátt hlutfall hjá ykkur? „Það væri hægt að sinna þörfun- um með ýmsum hætti, meðal ann- ars væri hægt að tryggja öllum ákveðnar lágmarkstekjur, þannig mætti forðast skriffinnsku og ein- falda málin, þetta gæti orðið ódýr- ara. Þessar hugmyndir eru mjög til umræðu. Mér finnst ekki hægt að gefa sér svona tölu en kannanir í Nýja- Sjáiandi sýna að fólk er reiðubúið að greiða nokkuð hærri skatta fái það betri þjónustu í heilbrigðis-, mennta- og húsnæðismálum. Auð- vitað er samt til í dæminu að fólk segi að nú sé nóg komið ef ekki er jafnvægi í hlutunum." - Finnst þér líklegt að leiðtogar samtaka opinberra starfsmanna einhvers staðar í heiminum myndu, eftir að hafa hlýtt á röksemdir í málinu, segja eigin fólki að draga yrði úr opinberri þjónustu? „Þú átt við ef hlutfallið væri orðið mjög hátt? Opinber þjónusta og kostnaður við hana verða að vera í samræmi við óskir almenn- ings. Þetta merkir að ríkisumsvif geta ekki einfaldlega haldið áfram að vaxa hömlulaust. Ég yrði undr- andi ef einhvers staðar væri til stéttarfélagsleiðtogi sem héldi því fram. Þetta snýst um að koma ein- hvetjum hömlum á útþensluna og gera það með skynsamlegum að- ferðum þar sem samráð er haft í heiðri. Það var ekki gert á Nýja- Sjálandi.“ - Hvers vegna er umbótastefnu Ný-Sjálendinga hampað svo mjög erlendis, í skýrslum OECD, í al- þjóðlegum tímaritum á borð við The Economist, ef árangurinn er fyrst og fremst kjaraskerðing? Fá þessir aðilar rangar upplýsingar? „Ráðamenn velja af kostgæfni það sem þeir vilja að sé birt erlend- is. Þeir reyna að fegra myndina eftir föngum og þetta getur því leitt fólk á villigötur ef það vill mynda sér skoðun á afleiðingum breytinganna." Baráttuherferð fyrir Nýja-Sjáland „Skýrslur OECD eru að miklu leyti ritaðar í landinu sem verið er að fjalia um og byggjast á upp- lýsingum frá fjármálaráðunejdinu. The Economist er hlutdrægt í þess- um 'efnum, það leitar upplýsinga hjá ákveðnum aðilum, mönnum sem taka undir álit stjórnvalda. Þetta er ekki samsæri heldur vinnuaðferðir þeirra sem hafa áhrif á efnahagsumræður. Það er í gangi baráttuherferð á alþjóðavettvangi fyrir því að treysta ímynd Nýja- Sjálands, unnið markvisst að því. Við sem gagnrýnum umskiptin viljum að fólk myndi sér ekki ein- göngu skoðanir með því að hlusta á málflutning annars aðilans, held- ur hlýði á báða og ræði síðan málið vandlega og af skynsemi." Kelsey segist ekki sætta sig við að tekjumunur hljóti að vaxa, eins og gerst hefur víða í ríkum löndum síðustu árin, einnig á Nýja-Sjálandi, að þar sé um þróun að ræða sem ekki verði stöðvuð. Nauðsynlegt geti orðið að afnema það skipulag fijálsra samninga á vinnumarkaði sem komið hafi verið á en það sé þess virði ef markmiðið sé að jafna kjörin. Þeir sem haldi því fram að erfiðleikar og þjáningar, sem breytingarnar til markaðsskipu- lags kosti, séu óumflýjanlegar noti röksemdir sigurvegaranna, sem ávallt hafi sitt á þurru. „Ég tel að þörf sé á breytingum en trúi því ekki að þetta sé eina leiðin til að koma þeim á og trúi því að hægt sé að breyta á skynsam- legan hátt, án þess að valda jafn miklu tjóni og gert hefur verið.“ Bókhaldstölur annað en raunveruleiki Ríkisútgjöld geta ekki vax- iö hömlulaust Frumvarp um póstminjasafn Frímerki varðveitt sem þjóð- areign LAGT hefur verið fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um Póst- minjasafn íslands, sem stofna á í Reykjavík. Safninu er ætlað húsnæði í gömlu loftskeyta- stöðinni á Melunum, sem Póst- og símamálastofnun keypti fyrr á þessu ári í tilefni af 90 ára afmæli símans á íslandi, þar sem m.a. stendur til að varð- veita verðmæt frímerkjasöfn, sem nú eru í vörzlu Pósts og síma. Í hinu nýja Póstminjasafni íslands er ætlunin að halda til haga á einum stað póst- og símaminjum, sem nú er að finna í tveimur minjasöfnum; í gömlu símstöðinni að Austur- götu 11 í Hafnarfirði og í Landssímahúsinu í Reykjavík, en meðal þeirra minja sem þar eru nú geymd eru gífurlega verðmæt söfn íslenzkra frí- merkja. Með hinu nýja lagafrumvarpi er gert ráð fyrir að lögfesta skipulag þessara verðmætu safna og eignarform, en breyt- ingin á rekstrarformi Póst- og símamálastofnunar í hlutafélag gerir þessa skipulagsbreytingu nauðsynlega. „Framangreind póst- og símaminjasöfn eru ekki nauðsynleg rekstri hluta- félagsins en hafa, auk gífurlegs verðmætis frímerkjasafnanna, ómetanlegt minjagildi og skylt er að varðveita þau sem þjóðar- eign,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Kostnaður af rekstri hins fyrirhugaða póstminjasafns skal greiðast „af þeim póstrek- anda sem fer með einakrétt ríkisins til frímerkjaútgáfu," eins og segir í frumvarpinu. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Fundi borg- arstjórnar flýtt SÍÐARI umræða í borgarstjórn Reykjavíkur um fjárhagsáætl- un borgarinnar fer fram næst- komandi fimmtudag 19. des- ember og hefst fundurinn kl. 13 í stað kl. 17 eins og venja hefur verið. Að sögn Kristínar Árnadótt- ur aðstoðarkonu borgarstjóra, hafa síðari viðræður um fjár- hagsáætlun á undanförnum árum staðið frá kl. 17 og fram til kl. 6 að morgni föstudags. Með því að flýta fundinum standa vonir til þess að honum ljúki upp úr miðnætti. Utvarpað verður á Aðalstöðinni frá fund- inum og hefst útsending kl. 17. Sophia hitti ekki dætur sínar SOPHIU Hansen tókst ekki að neyta umgengnisréttar síns við dætur sínar, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegúl, í Ist- anbúl um helgina. Sophia og Rósa systir henn- ar fóru í fylgd tveggja óein- kennisklæddra lögregluþjóna á heimili Halims Als og telpn- anna og hittu þar fyrir eigin- konu Halims, sem sagði að ekkert þeirra þriggja væri heima.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.